Tíminn - 03.08.1946, Blaðsíða 3
139. blað
TÍMIlfflí, laugardaglmi 3. ágást 1946
3
SJÖTUGUH:
Guðmundur Guðmundsson
bóndi á Þorfinnsstöðum í Vesturhópi.
6. ágúst n. k. verður Guðmund-
ur Guðmundsson bóndi á Þor-
finnsstöðum í Vesturhópi sjötíu
ára að aldri. Hann er fæddur á
Syðri-Völlum við Miðfjörð, son-
ur hjónanna Guðmundar smiðs
Guðmundssonar frá Síðu í Víði-
dal og Elínborgar Guðmunds-
dóttur frá Syðri-Völlum. Elín-
borg móðir hans dó 1884, frá
sex ungum börnum, og tvístrað-
ist þá hópurinn. Fjórum börn-
unum var komið í fóstur, þar
af þremur hjá föður- og móður-
systkinum, en tvö fylgdu föður
sínum, sem þá fluttist til Elín-
borgar systur sinnar og manns
hennar og átti lengi heimili hjá
þeim, fyrst á Sveðjustöðum og
síðar í Núpsdalstungu. Var Guð-
mundur annað þeirra, og ólst
hann þar upp hjá föður sínum
og föðurfrændum.
Guðmundur fór í Flensborg-
arskólann í Hafnarfirði, eins og
margir fleiri Húnvetningar fyrr
á árum, og lauk þar námi tæp-
lega tvítugur að aldri. Eftir það
átti hann enn heimili í Núps-
dalstungu um nokkur ár, en
fluttist síðar að Sveinsstöðum
í Þingi og þaðan að Klömbrum
í Vesturhópi. En árið 1912 hóf
hann búskap á Þorfinnsstöðum
og hefir búið þar síðan. Hann
kvæntist árið 1924, Sigríði Jóns-
dóttur frá Vesturhópshólum, á-
gætri konu, og eiga þau þrjár
dætur, Önnu, Þorbjörgu og Elín-
borgu.
Búrekstur þeirra Þorfinns-
staðahjóna hefir verið í ágætu
lagi. Jörðin vel setin, búféð
gott og vel með farið, svo að
það hefir gefið góðan arð.
Heimilið er á allan hátt hið
ánægjulegasta, og ber þar allt
vott um snyrtimennsku, þrifnað
og reglusemi, jafnt innan bæjar
sem utan.
Um leið og.Guðmundur byrj-
aði búskap gerðist hann félags-
maður í kaupfélagi sýslunnar,
sem þá var nýlega stofnað. Hefir
hann síðan komið mjög við sögu
félagsins, og reynst þar hinn
traustasti eins og á öðrum svið-
um. Hann 'er deildarstjóri og
stjórnarnefndarmaður í kaup-
félaginu, og hefir lengi gegnt
þeim störfum báðum. Fleiri op-
inber störf hefir hann haft á
hendi fyrir sína sveit, og er enn
formaður búnaðarfélagsins þar.
Öll þau störf, sem honum hafa
verið falin, hefir hann rækt
Guðmundur á Þorfinnsstööum.
með þeirri samvizkusemi og
reglusemi, að á betra verður
ekki kosið.
Guðmundur á Þorfinnsstöðum
hefir verið vel búinn að and-
legu og líkamlegu atgervi. Iðju-
maður hinn mesti, vel hagur og
laginn verkamaður. Hann iðk-
aði íþróttir á yngri árum; var
glímumaður og sundmaður á-
gætur. Söngmaður er hann góð-
ur og skemmtinn í viðræðum.
Hefir hann ætíð verið aufúsu-
gestur, hvarvetna þar sem menn
komu saman til fagnaðar. En
almennar vinsældir hans eru
þó fyrst og fremst því að þakka,
að hann er góður maður, vand-
aður og réttsýnn.
Enn er Guðmundur teinréttur
og hvikur í spori, þótt hann sé
sjötugur að aldri. Og vonandi
endist honum lengi enn kraft-
ar og heilsa.
Sk. G.
FYLGIST MEÐ
ÞIB, sem 1 strjálbýllnu búið,
hvort heldur er við sjó eða 1
sveit: Minnist þess, að Timinn
er ykkar málgagn og málsvarl.
Allir, sem fylgjast vilja með
almennum málum, verðaö lesa
TÍMANN.
títbrelðið Timami!
löndunum, þar sem menn verða
að heyja baráttu við fjölmargar
skoifdýrategundir árið um
kring. Auðvitað er nú þegar far-
ið að nota lyfið til sóttvarna í
flugvélum þeim, sem leggja leið
sína til hitabeltislandanna. Með
því er komið í veg fyrir, að hin
illræmda malaríufluga beri
sjúkdóminn á milli staða í flug-
vélunum.
Ég vil að lokum minnast á
tse-tse fluguna, sem frá upp-
hafi vega hefir gert víðáttumik-
il landssvæði í Afríku óbyggi-
leg. Enskur vísindamaður segir:
Ef við lítum ekki um of á
kostnaðinn, mun okkur heppn-
ast aö útrýma þessu meindýri
án mikilla örðugleika og eignast
þannig mörg þúsund hektara
af frjósömu landi. Aðrir sýndu
nokkra tortryggni í þessu sam-
bandi, en eftir að Ameríkönum
tókst að sigrast á malaríunni
í Burma, þögnuðu þær raddir.
D.D.T. hefir heldur ekki brugð-
izt vonum manna í daglegri
baráttu þeirra við skordýrin
annars staðar í heiminum. Þeir,
sem eiga ketti, kanarífugla,
hænsni og hunda, þurfa engu
að kvíða í framtíðinni, þótt
þessar skepnur fái á sig óþrif.
D.D.T. vinnur bug á þeim á svip-
stundu. Lyfið hefir einnig
reynzt ágætlega við höfuðlús og
nit.“
Þetta er, eins og áður var
sagt, útdráttur úr greininni í
Hjemmet. Auðséð er, að hér er
á ferðinni merkilegt lyf, sem á
á eftir að ryðja sér til rúms hér
á landi sem annars staðar, þótt
við höfum ekki við aðra eins
skordýramergð að stríða og íbú
ar heitari ianda. Húsmæður hér
heyja þó á hverju sumri stöð
uga baráttu við hina hvimleiðu
húsaflugu og munu áreiðanlega
fagna því að fá þetta töfralyf í
lið með sér í framtíðinni. Þá
ætti það og að vera fengur í
baráttunni við lúsina, sem seint
virðist ætla að taka að útrýma.
(6 ,
PEDOX
er nauðsynlegt I fótftbaðið, ef
þér þj&lst af fótasvita, þreytu
í fótum eða líkþornum. Eftir
fárra daga notkun muu ár-
angurinn koma í ljós. — Fæst
i lyfjabúðum og snyrtivöru-
verzlunum.
Útbreiðið Tíinann!
HANS MARTIN:
SKIN OG SKÚRIR
„Það er að verulegu leyti rétt,“ svarar Kóra.
„Svona, Kóra — svona,“ segir van Aalsten sefandi. „Vertu
ekki að erta drenginn, kona. Við tölum um þetta seinna. Ég skil
Hans ofurvel — og alltaf höfum við getað lifað af kennaralaun-
um mínum.“
„Það á að heita svo. En þess vegna hefi ég heldur aldrei get-
að látið drauma mína rætast, og þess vegna hefir mig stund-
um langað til þess að strjúka burt frá þér og öllu baslinu ....
Og nú ráðlegg ég þér, Hans, að vera ekki þrjózkur, heldur þiggja
þessa peninga, sem Wijdeveld vill láta ykkur í té. Þú hefir sjálfur
einangrað þig miklu meira en góðu hófi gegnir. En nú ætlar
þú að hvíla þig í eina viku, og þá held ég, að þú ættir að lesa
bókina hans Occos. Ég er búin að hreinskrifa hana alla. Ég held
þú gætir lært sitthvað af yngri bróður þínum.“
„Pósturinn er að koma," hrópar Loet.
Og nú flýtir Kóra sér út á dyraþrepið. Að vörmu spori kemur
hún aftur inn með bréf í hendinni.
„Bréf frá Oeco,“ segir hún glaðlega.
Þegar hún rífur það upp, detta út úr umslaginu alls konar
myndir frá fjarlægum löndum.
„Hvar er þetta bréf skrifað?"
„í Mosoel — á ég að lesa það upphátt?“
Allir stara á Kóru með eftirvæntingu.
*
Maríanna stendur uppi á gistihússvölunum. Cannes — blátt
haf, hvít segl, skrautlegir vagnar, pálmatré .... Þetta er ævin-
týrið, sem hún hefir þráð. Það er þetta líf, sem hún er fædd til
að lifa ....
„Entrez! Látið töskurnar þarna.“ Þjónninn hneigir sig
djúpt.
í gesatbókina hefir hún skrifað: „M a d a m e Marianne
de Aalsten de Aeften du Haer."
*
„Ég fer með skipi frá Marseille eftir hálfan mánuð — og þá
er þessu ævintýri loklð.“
Maríanna horfir storkandi á hann.
„Hafið þér lent í mörgum ævintýrum, sem enduðu þannig,
herra greifi?“
„Já — býsna mörgum. Tveimur og þremur í hverju leyfi hér
í Evrópu. Þetta er í þriðja skipti, sem ég er hér í orlofi.“
„Þér fyllið bráðum tylftina."
„Það er ekki mikið á heilli mannsævi, Maríanna."
„Nei, greifi — en viðunandi á miðjum aldri.“
„Hættið að kalla mig greifa. Kallið mig Jules. Á Jövu myndi
íólk hlæja sig veikt, ef einhver kallaði mig greifa. — En þér
talið um miðjan aldur. Ég er fertugur maður — og það er um
það bil heill mannsaldur í hitabeltislöndunum.“
„Yður hættir svo við að ýkja. Þér sýnduð mér mynd af bústað
yðar — höll uppi í Malabarsfjöllum — sundlaug, trjágarðar,
listaverk .... Hver lifir við aðrar eins gnægðir hér?“
„Já, Maríanna — húsakynnin eru glæsileg .... En ég er einn
— alltaf aleinn. Konan mín strauk frá mér eins og ég sagði yður
— frönsk kona. Hún gat ekki umborið mig og lífið þarna austur-
frá.“
,.Það getur gerzt víðar. Jules. En hvernig stendur á því, að þér
höfnuðuð austur á Jövu?„
„Faðir minn átti víðlendar ekrur í Indó-Kína. Elzti bróðir
minn tók við eigninni, þegar faðir minn settist í helgan stein.
Við eigum þar líka miklar námur, og faðir minn fer einu sinni
á ári þangað austur eftir til þess að líta eftir námarekstrinum.
Mig sendi hann til Jövu til þess að kynna mér terækt og rekstur
ekranna þar, þvi að Hollendingar eru lengra komnir í ræktun
en flestar aðrar þjóðir. Nýjungarnar átti ég svo að flytja með
mér til Indó-Kina, þegar ég kæmi aftur. En það fór svo, að ég
ilentist í Indó-Kína, lærði hollenzku og kom á laggirnar nýjum
fyrirtækjum með fé frá föður mínum. ^Þannig atvikaðist það. Nú
blæs hann svalan þar austurfrá eins og víðar, en þetta er ekki
nema hryðja, sem gengur yfir.“
„Þér minnið mig á föður minn. Þetta heföi hann getað sagt.
— en ég ber ekki skyn á fjármál."
„Viðskiptin ganga yfirleitt illa sem stendur — og mín biða
talsverðir erfiðleikar, þegar ég kem til Jövu — m a b e 11 e.“
„Aleinn?“
„Já — aleinn.“
„Eftir að hafa enn einu sinni orðið fyrir vonbrigðum."
„Eftir að hafa ekki orðið fyrir vonbrigðum í þetta skipti. Ég
elska yður, Maríanna. Vonbrigðum verð ég ekki fyrir fyrr en þér
segið mér, að þér getið ekki endurgoldið mér ást mína.“
„Ekkert skjall."
„Þetta er ranglátur dómur. Ég tala af fullri hreinskilni. Þér
eruð hins vegar tvíræð í orðum.“
„Hvað eigið þér viðj?“
„Þetta,“ segir hann allt í einu hörkulega um leið og hann
dregur hana aö sér — kyssir hana beint á munninn.
Hún stjakar honum frá sér.
„Eruð þér brjálaður, Jules?“
„Já — og þér hafið gert mig það.“
Hún hlær létt og glaðlega.
„Munið, að ég er gift kona, Jules.“
„C a n’e m p é c h e p a s 1 e s e n t i m e n t.“
Maríanna þegir.
| „Maríanna — þér eruð svo dásamlega fögur. Þér minnið á
I helgimynd — og varir yðar — þær vekja heitar þrár ....“
| „Jules — þér megið ekki segja þetta.“
| „Jú, Maríanna — og ég ætla að segja meira — hlustið bara á:
Þér verðið eins og drottning í ríki sínu, ef þér viljið koma með
' mér austur eftir. Allir munu dá yður — allir hlýða yður skilyrðis-
Itímann vantar nn xrfimra !
til að bera út blaðlð í eftirtalin hverfi: f
Austurstræti, Skélavörðnstíg, Lindar götu. GOTT KAUP.
Afgreiösla Tímans j
j! Sími 2323. Lindargötu 9 A.
jtiamimiiimimmmmtwtimiiitiimttnmwimimtimiimmmmimmt
VEGGFÓÐUR
Samband ísl. samvinnufélaga
Orðsending
til iniiliwimtiimauiiH TímuxiN.
Innheimtumenn Timans eru vin»aml*ga beönir að ■
senda áskriftargjöld blaðsins hið allra fyrata.
Gjalddagí var 1. Júlí.
'• *
Verð blaðsins utan Reykjavlkur og Haínarfjarðar, er
kr. 45,00.
liwlieiinta Timans.
Skrifstofa barna-
varnarnefndar
verður lokuð til 1. september næstk. Fyrirspurnum
svarað í síma 1524 kl. 10—11 f. h. nema laugardaga.
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur.
Landflótta börn