Tíminn - 23.08.1946, Page 1

Tíminn - 23.08.1946, Page 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Slmar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. RITSTJ ÓR ASKRIFSTOPOR: EDDTTT ' SI. Undargötu 9 A Simar 2353 og 4373 APGREIÐSIjA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lh.dargötu 9A Simi 2323 30. árg. Reykjavík, föstudagiim 23. ágúst 1946 152. hlað Skógrækt ríkisins kaupir og frið- ar nýjar lendur í Fnjóskadal Það er von og draumur allra góðra íslendinga, að sem flest sár landsins verði grædd og gróðri, sem enn er óeyddur, verði forðað frá tortímingu. Störfum Skógræktar ríkisins er því fylgt af athygli af mjög mörgum, þótt því miður hafi sú stofnun ekki enn það fé handa á milli, sem æskilegt væri og raunar nauðsynlegt. Nokkuð er þó aðhafzt á hverju ári. Nú í sumar er til dæmis verið að stækka friðaða svæðið í Fnjóskadal. í þessum tilgangi hefir Skóg- ^ eignarhaldi á Vagla- og Þórðar- á allmiklum 'staðalöndum og friðað þau eins 'og kunnugt er. ræktin fest kaup lendum í Fnjóskadalnum, hálfan Lundarskóg og lönd býlanna Belgsár og Bakkasels, sem eru innar í dalnum austan Fnjósk- ár. Þar eru enn talsverðar skóg- arleifar. Þessar lendur er verið að girða. Þegar því er lokið, eru öll helztu skógarsvæðin í Fnjóska- dal friðuð. Áður hefir Skógræktin náð Þá er Skógræktin að láta girða Hálsmela, þar sem fyrr- um var mikill skógur. Er það von manná, að þar vaxi skógur að nýju, ef landið fær að njóta friðunar, því að víða bólar þar á birkiöngum, sem eru að leit- ast við að festa þar rætur, en hafa ekki náð að vaxa sökum ágangs búfjár, er stýfir jafn- óðum niður við rót. GUNNAR HUSEBY varpar kúlunni 15,98 Evrópumeistaramótið í frjáls- um íþróttum hófst i Osló í gær. Eru á því 365 keppendur frá tuttugu þjóðum. Einnig. hefir verið sett fimmtánda þing Sambands f r j álsíþróttamanna. Mikið fjölmenni er saman- komið í höfuðborg Noregs komið víðs vegar að, þar á meðal þús- undir íþróttamanna. Blaðamenn, sem senda fréttir af mótinu út um allan heim, eru taldir vera 330. íslenzku iþróttamennirnir hafa æft sig kappsamlega síðan þeir komu til Osló, og á æfingu í fyrradag setti Gunnar Huse- by nýtt <slæsilegt íslandsmet í kúluvarpi. Varpaði hann kúlunni 15,98 metra. Þetta hefir mjög aukið kapp og sigurvilja íslendinganna og drjúgum styrkt þær vonir, að Gunnar beri sigur úr býtum 1 kúluvarpinu. VALUR VANN REYKJAVÍKUR- MÓTIÐ Reykj avíkurmcjltinu í knatt- spyrnu er lokið, og urðu úrslit þau, að Valur vann meistara- titilinn með 5 stigum. KR fékk 3 stig, Fram 3 stig og Víkingur 1. Þetta er í níunda skiptið, sem Valur vinnur Reykjavíkurmótið. Kappleikirnir voru fimm. Hinn fyrsti fór fram milli KR og (Framhald á 4. síöu). brotnar — 3000 síldartunnur í sjóinn Árdegis á miðvikudaginn varð sá atburður á Siglufirði, að bryggja söltunarstöðvar Sigl- firðinga brotnaði niður á löng- um kafla. Um þrjú þúsund síld- artunnur, sem á bryggjunni voru, féllu í sjóinn. Enginn maður meiddist. Unnið hefir verið að því að ná tunnunum úr sjónum. Drottningin rekst á hafnargarðinn í R.vík „Dronning Alexandrine“ átti að fara frá Reykjavík í fyrra kvöld áleiðis til Kaupmanna- hafnar. En þegar skipið var að fara aftúr á bak út af innri höfninni, rakst það á vestri hafnargarðinn og stóð þar fast. Það tókst þó fljótlega að losa skipið. Voru vírar festir upp á hafnarbakkann og vindur skips- ins látnar draga það út. Magni dró svo ^kipið upp að. Skemmdir munu hafa orðið nokkrar á skipinu, og mun það tefjast hér lítillega vegna þessa óhapps. Er það mjög bagalegt, ekki sízt fyrir þá, sem höfðu tekið sér far með skipinu. En farþegar munu hafa verið um eitt hundrað. íslenzkur hafnsögumaður var á skipinu, er óhappið vildi til. Orsök slyssins er talin sú, að vélar skipsins biluðu, svo að það hélt áfram að renna aftur á bak, þegar kippa átti fram. Ensku bændurnir öBium öðrum fremri í tækni við störf ssn ” Bretlandsstjórn leggur kapp á það, að land- bunaðurinn verði öndvegis atvinnugrein KISA FÆR SER MIDDEGISLUR ÞaS kann einhver að láta sér detta í hug, að þessi mynd sé af spænska undrakettinum, sem sagt var frá hér í blaðinu í gær. Svo er þó ekki. Þetta er ram-ísienzk kisa og vel upp alin í hvívetna. Að þjóðlegum sið hefir hún nú fengið sér blund eftir matinn og notar aðra loppuna fyrir kodda. Það hressir hana strax, þótt ekki nema rétt renni í brjóstið á henni. Frá skákþingi Norburlanda: Jafntefli Gubmundar Agústssonar og Rojahns Tíminn birti á dögunum eina skák frá skákþingi Norðurlanda í Kaupmannahöfn. Hefir blaðið hlotið fyrir það þakkir frá all- mörgum lesendum sínum. — Hér birtist önnur skák, er þeir Norð- maðurinn Rojahn og Guðmundur Ágústsson tefldu. Víðtal vif$ Haiik Jöriiiidsson kennara á á llvaimeyri. Haukur Jörundsson kennari á Hvanneyri er nýkominn heim frá útlöndum, þar sem hann hefir dvalið nokkuð á annað ár við framhaldsnám. Hitti tíðindamaður Timans hann að máli í gær og spurði hann frétta af ferðum hans og innti hann eftir ástandi og nýjungum á sviði landbúnaðarins í Englandi. — Eg hefi nú dvalið rúmt ár í Englandi, sagði Haukur — fyrst í landbúnaðarháskóla í grennd við Nottingham, þar sem ég kynnti mér sérstaklega land- búnaðarvélar, og síðan í raf- magnsdeild háskólans í Nott- ingham, þar sem ég lagði eink- um stund á að kynnast notkun rafmagns til sveita.. Að þessum námstíma loknum ferðaðist ég um Norðurlönd í tvo mánuði og reyndi, eftir því sem tími vannst til, að kynnast notkun • landbúnaðarvéla þar. Grettistak enskra bænda. Kaupm.höfn 3. ágúst 1946. Hvítt: Ernst Rojahn (Noregur). Svart: Guðmundur Ágústsson (ísland). 1. c2—c4, Rg8—f6; 2. Rbl—c3, g7—g6; 3. g2—g3, Bf8—g7; Svona auðvelt er ekki að tefla byrjunina fyrir svartan. Reyn- andi var 3..... d7—d5; svart lendir nú í alvarlegum örðug- leikum frameftir öllu tafli, sbr. einnig athugasemdir við skák Ásmundar Ásgeirssonar og Kinnmarks, frá sama móti, sem birtist í Tímanum‘13. þ. m. 4. Bfl—g2, c7—c6; 5. e2—e4!, 0—0; 6.Rgl—e2, e7—e5; 7. 0—0, d7—d6; 8. d2—d4, Rb8—d7; 9. b2—b3, Dd8—c7; 10. Bcl—b2, Hf8—e8; 11. Ddl—d2, e5Xd4; 12. Re2Xú4, og nú blasir hún við, veilan í stöðu svarts, peðið á d6, sem ekkert peð getur hjálpað í bar- FRÁ FLUGSÝNINGUNNl Á REYKJAVÍKURFLUGVELLINUM Hér sjást flugtækin í röð fyrir framan áhorfendasvæðið á sýningu Sviffiugfélagsins síðastliðinn sunnudag. áttunni og aldrei er hægt að ýta fram nema í opinn dauðann. 12.....Rd7—c5; 13. Hfl—el, Bc8—d7; 14. Hal—dl, Ha8— d8; 15. Bb2—a3, Fyrst hvítt ætlar ekki að drepa riddarann á c5, er þetta til- gangslaus leikur. 15.....Bg7—f8; 16. Rd4— c2, Bd7—g4; 17. f2—f3, Bg4— c8; 18. Dd2—f2, a7—a5; 19. Hdl —d2, b7—b6; 20. Hel—dl, Bf8— g'7; 21. Rc2—d4, Bg7—h6; 22. Hd2—e2, Bc8—a6; 23. f3—f4, Bh6—g7; 24. h2—h3, Ba6—b7; 25. Ba3—b2, Rf6—d7; 26. g3—g'4, Rc5—e6; 27. RXR, HXR; 28. g4—g5, He6—e8; Hvítt hótaði f4—f5. 29. h3—h4, Rd7—c5; 30. h4— h5, Bb7—c8; 31. Df2—h4, Dc7 —d7; 32. Bg2—f3, Dd7—h3; 33. DXD, BXD; 34. Kgl—h2, Bh3 —c8; 35. Kh2—g3?, Einfaldast og sterkast var strax í 34. leik h5—h6! og staða svarts virðist óverjandi hvort sem biskupinn fer til f8 eða h8, eða hann drepur á c3. Nú fær svart hins vegar möguleika til uppskipta og dálítið mótspil. 31....., pXp; 36. Hdl—hl, Bc8—g4; 37. BXB, pXB; 38. KXP, BXR; 39. BXB, RXe4; Rangt var HXe4, vegna 40. He2—h2. 40. Bc3—b2, d6—d5; 41. Bb2 —e5, Hd8—d7!; 42. Hhl—h6, He8—e6; 43. c4Xd5, HXH; 44. PXH, pXP! 45.He2—c2, f7—f6; 46. Be5—d4, Kg8—f7; 47. f4— f5, Re4—c5; 48. Kg4—f3, Hd7-- e7; 49. BXR, He7—c7; 50. Hc2— g2, Hc7Xc5; 51. Hg2—g'7f, Kf7 —f8; 52. Hg7Xh7, Kf8—g8; 53. (Framhald á 4. slöu). — Hvað segir þú um véla- notkun Englendinga við land- búnaðarstörf? — Ég hygg, að enskir bænd- ur hafi meiri og betri vélakost til daglegra starfa við landbún- aðinn heldur en bændastétt nokkurs annars lands. Og véla- notkunin eykst jafnt og þétt. En stærsta stökkbreytingin í þessu efni varð þó á stríðsárun- um. Samhliða þessu hefir landbúnaðarframleiðsla aukizt stórlega eins og bezt má marka af því, að fyrir stríð framleiddu. Bretar ekki 30 af hundraði ■■ þeirra landbúnaðarvara, sem j þeir þurftu að nota, en nú fram- J leiða þeir orðið 70 af hundraði. Þetta hefir gerzt á sama tíma tíma og ungir menn voru tug- þúsundum saman teknir frá landbúnaðarstörfum og settir í herþjónustu. Að vísu komu í stað þeirra stúlkur úr borgunum, en þær kunnu lítt til landbún- aðarstarfa fyrst í stað. En að langmestu leyti er þessi mikla breyting aukinni véíavinnu að þakka. Það er fyrst og fremst vélunum að þakka, að enskir bændur gátu lyft þessu grettis- taki á hinum voveiflegustu tímum. Landbúnaðurinn öndvegis- atvinnuvegur, — Bretar leggja nú mjög mikla áherzlu á landbúnaðinn? — Það er ekki sízt hvað styrj- öldin, sem hefir opnað augu manna þar í landi fyrir gildi landbúnaðarins. Hefði landbún- aðarframleiðslan ekki verið jafn mikil og hún var, myndi þjóðin sennilega hafa verið svelt inni. Og það stóð víst oft tæpt um matvælabirgðirnar, meðan verst horfði. Þannig voru einu sinni áriö 1940 ekki til nema tveggja vikna matarbirgð- ir í landinu. En þá gat landbún- aðurinn miðlað nægilegum mat- vælum handa þjóðinni til þess að framfleyta lífinu. Ráðstafanir stjórnarinnar. — Hafa stjórnarvöldin ekki gert ýmsar ráðstafanir til þess að tryggja afkomu bændanna og viðgang landbúnaðarins? • — Fólkið leitar úr sveitunum til borganna í Englandi sem víð- ast annars staðar. Við þessu vill enska stjórnin sporna, þvi að þessi þróun þykir ekki æskileg. Hún hefir þess vegna tryggt enskum bændum ákveðið lág- marksverð á framleiðslu sinni næstu fimm ár. Auk þess hefir þeim verið veittur margvísleg- ur stuðningur annar, svo sem við framræslu lands og dreif- ingu leirs á létt land og svæði, þar sem sandfok herjar. En það eru líka lagðar ýmsar hömlur á landbúnaðinn af hálfu stjórnarvaldanna, einkum til þess að tryggja það, að megin- áherzla verði lögð á matvæla- framleiðsluna. Þannig er mönn- um bannað að rækta blóm á stærra bletti en einum tiunda hluta þess lands, sem þeir hafa ráð yfir. Nýjung, sem við ættum að gefa gaum að. — Þú "minntist á dreifingu leirs á land, sem sandfok herj- ar. Er þaö ekki aðferð, sem við gætum haft gagn af? - Það má vel vera. Englend- ingar bera þennan leir á í'stór- um stíl. Eru notaðar stórvirkar vélar til þess að grafa hann upp, og honum er einnig dreift í sér- (Framhald á 4. síðu). Neðan máls í blaðinu í dag birtist útvarpserindi, sem Bjarni M. Gislason skáld flutti fyrir skömmu. Þetta erindi er með þeim hætti, að ætla má, að ærið marga fýsi að lesa það, enda þótt það hafi verið flutt í útvarp — og jafnvel fremur, ef þeir hafa átt kost á að hlusta á það.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.