Tíminn - 28.08.1946, Síða 1

Tíminn - 28.08.1946, Síða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTQEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDD’JR 'SI. Llndargötu 9 A Simar 2353 og 4373 AFQREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUQLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lii.dargötu 9A Siml 2323 30. árg. Reykjavík, mlðvlkudaginn 28. ágúst 1946 155. blað Sandgræðslnnni miðar áfram Fjórum smálestum melfræs sáö á sandgræöslusvæðunum í ár Frásögn Gunnlaugs Kristmundssonar sand- græðslustjóra. SAUÐFJÁRVEIKIMÁLIN: Lokið atkvæðagreiðslu um fjárskiptin á mæðiveikisvæðunum Tíðindamaður Tímans átti í gær tal við Gunnlaug Krist- mundsson sandgræðslustjóra, sem nýkominn er úr ferðalagl um sandgræðsiusvæðin sunnan lands, og leitaði hjá honum frétta af sandgræðslumálunum. Eru á þessu ári lagðar 370 þúsund krón- ur til sandgræðslu. Sandgræðslugirðingin í Sauðlauksdal. — Ég nefni fyrst stækkunina á sandgræðslugirðingunni í Sauðlauksdal, sagði Gunnlaug- ur. Þar var áður lítil girðing, varnarbelti við túnið í Sauð- lauksdal. Nú í sumar var þessi girðing færð út til mikilla muna, þannig að nú er aðalsandfoks- svæðið á þessum slóðum allt girt. Er nú girt í sjó hjá Kvíg- yndisdal og aftur hjá Hvalskeri, svo að öll ströndin þar á milli er friðuð. Er hér því um að ræða stóra girðingu og mikið land, er heyrir til þremur jörðum — Kvígindisdal, Sauðlauksdal og Hvalskeri. Selvogsgirðingin og Kaldaðarnes. Sandgræðslugirðingarnar í Selvogi voru talsvert endur- bættar í sumar, en fyrir hönd- um er þarna mikil útfærsla sandgræðslusvæðisins, þótt hæpið sé, að unnt verði að koma henni 1 kring i haust. í Kaldaðarnesi var sett upp ný sandgræðslugirðing, og er sand- græðslusvæðið þar milli Kald- aðarness og Kotferju. Eru þar miklir sandflákar upp frá Öl- fusá, en landinu sérstaklega hætt við áframhaldandi skemmdum nú, því að setuliðið hafði á þessum slóðum mikla bækistöð á stríðsárunum og gerði þar margvislegt jarðrask. í Landsveitinni. í landi Fellsmúla í Landsveit hefir einnig verið girt og friðað nýtt sandsvæði allstórt. Er það fyrir framan Skarðsfjall, og nær hin nýja girðing fram að Stóru- vallalæk. En auk þess, sem hér er talið, hafa víða verið endurnýjaðir girðingakaflar, sem teknir voru að ganga úr sér. Þannig var gerður upp og endurbættur hluti girðingar við Lónsengi í Öxar- firði. Skjólgarðar úr braggajárni. í sumar tókum við upp þá ný- breytni að gera á sumum sand- græðslusvæðunum skjólgarða úr braggajárni. Var gert mikið að þessu á Rangársandi, þar sem allstórt svæði úr löndum jarð'- anna Kirkjubæjar, Stóra-Hofs, Minna-Hofs, Stokkalækjar og Strandar var tekið eignarnámi og friðað í fyrrasumar. Á þessum slóðum er hvergi grjót að fá í skjólgarða. Grip- um við þá til þess úrræðis að nota járn. Eru plöturnar reist- ar upp á rönd og stólpar reknir niður í jörðina um samskeytin og jaðrar negldir í þá. Við vonum, að þessir skjól- garðar gefi góða raun. Söfnun melfræs og sáning. Við söfnum á hverju ári allmiklu af melfræi til þess að sá í hin nýrri sandgræðslusvæði. í fyrrasumar söfnuðum við um fjögur þúsund kílógrömmum, að mestum hluta í Gunnarsholti og Landsveit. Var þessu fræi svo sáð í vor í sandgræðslusvæð- in víðs vegar um landið. Nú líður senn að þeim tíma, að melfræið er orðið fullþroska, og verður þá tekið til við söfn- unina að nýju. Hefst hún venju- lega í lok ágústmánaðar og stendur fram eftir september- mánuði. Undraverð stakkaskipti. Tíðindamaður blaðsins spyr Gunnlaug, hvaða raun honum virðist sandgræðslustarfið gefa. — Það tekur auðvitað langan tíma að græða þau sár, sem sandfokið hefir veitt gróður- lendinu. En ef landið er friðað fyrir ágangi búfjár og náttúr- unni jafnframt rétt hjálpar- hönd, þá næst samt furðufljótt góður árangur. Mörg hinna eldri sandgræðslusvæða hafa tekið svo undraverðum stakka- skiptum, að þeir einir trúa, er séð hafa breytinguna gerast. Hin svæðin, sem skemur hafa notið friðunar og aðhlynningar eru einnig mörg komin vel á veg, þótt það sé vitaskuld mjög misjafnt, hversu fljótt þau koma til, og fer það eftir sand- magninu og ýmsu fleira. Dimmuborgum bjargað. Ég get nefnt Dimmuborgir í Mývatnssveit sem dæmi. Þar herjaði sandfokið geigvænlega. Margir hinir fegurstu og sér- kennilegustu staðir, bæði gróð- urlendi og hraunmyndanir, voru að sökkva í sandinn. Sandskafl- arnir þykknuðu ár frá ári. Sums staðar stóðu aðeins efstu topp- ar hríslnanna upp úr sköflun- um. Svo var landið girt fyrir fá- um árum, og hefir síðan verið sáð þar melfræi árlega. Þótt þetta svæði þurfi sérstaklega langan tíma til þess að gróa, vegna þess hve sandmagnið er geysimikið, má þó þegar sjá verulegan árangur friðunar- innar. Það má vissulega gleðja hvern þann, sem ann landi okkar, að það skuli hafa tekizt að bjarga Dimmuborgum, áður en öll þeirra margbreytta fegurð var kafin sandi. Mikið starf framundan. Það er mikið starf framundan á þessu sviði, því að viða lelkur 4 Hervirki foksandsins 1 Dimmuborgum Þessi mynd er tekin í Dimmuborgum. Hér sést, hvernig sandskaflinn hefir hlaðizt i brekkuna og kafið gróðurinn. Nú standa aðeins upp úr honum fáeinar birkikrœklur, hrjáðar af miskunnarlausum sandhríðum, sem hér geysa, þegar stormar næða. Ef við gætum að gáð, myndum við sjá, að börkurinn er víða urinn af þessum útvörðum hins græna gróðurs. Yfirgnæfandi meirihluti fjáreigenda fylgjandi fjárskiptum Sæmundur Friðriksson, framkvæmdastjóri Sauðfjársjúkdóma- nefndar, skýrði tíðindamönnum útvarps og blaða frá niðurstöðu atkvæðagreiðslu um allsherjar fjárskipti á mæðiveikisvæðunum í gær. Fylgi við allsherjarfjárskipti virðist nú mjög aukast meðal bænda, og eru víða fundahöld og ráðstefnur um málið. Sauðfjársjúkdómanefnd á- kvað það 29. maí í vor að láta fara fram allsherjaratkvæða- greiðslu eða skoðanakönnun meðal fjáreigenda á mæði- veikisvæðunum um það, hvort þeir óskuðu þess að hafizt yrði handa um skipuleg fjárskipti á svæðunum öllum. Var ákveðið, að atkvæðagreiðsla þessi færi fram jafnframt kosningunum 30. júní og 7. júlí um allt svæð- ið frá Ytri-Rangá vestur um land og norður að Héraðsvötn- um, nema Vestfirðl, norðan og vestan girðingarinnar úr Beru- firði í Steingrímsfjörð. Þátttaka í atkvæðagreiðsl- unni varð þó svo lítil á Snæfells- nesi, vestan girðingarlnnar úr Skógarnesi í Álftafjörð, að þelm sveitum var sleppt af skýrsl- unni. Þar er mæðivelkin líka til- tölulega lltið útbreidd ennþá. í nokkrum hreppum, þar sem sauðfjáreign er hverfandi lltil, fórst atkvæðagreiðslan fyrir. Úrslit atkvæðagreiðslunnar i 88 hreppum og 3 kaupstöðum eru þessi, talin eftir sýslum: Félag hafnfirzkra bifreiðastjóra Bygging norrænu haliarinnar hafin Sýslur og kaupstaOlr: 3 i 1 w Si «1t > a'S <5 bc » 'CÍ % 9 i h Bifreiðastjórar á fólksbifreið- um í Hafnarfirði hafa myndað með sér stéttarfélag, sem verður deild innan verkamannafélags- ins Hlíf. Verða í þessu félagi allir bif- reiðastjórar, sem hafa akstur fólksbíla að aðalatvinnu, jafnt sjálfseignarbilstjórar sem aðrir. Á stofnfundinum gengu 16 með- limir í félagið, og var Bergþór Albertsson kosinn formaður þess. Félag þetta hlaut nafnið Neisti Páli ísólfssyni boðið til Svíþjóðar Norræna félagið í Sviþjóð hefir boðið dr. Páli ísólfssyni tónskáldi til Svíþjóðar í hljóm- leikaferð. Mun hann fara eftir næstu áramót og halda hljómleika í Gautaborg, Stokkhólmi, Málmey, Lundi og Uppsölum. sandurinn enn lausum hala, og á stórum svæðum er uppblást- urinn að verki dag eftir dag, ár út og ár inn. En verst er það, að landsmenn sjálfir leggja eyðingaröflunum víða lið í stór- um stíl, þótt mjög hafi augu manna samt opnast fyrir því á seinni áratugum, hve þýðingar- mikið það sé að viðhalda gróðri landsins og auka hann. Land- ið er víða beitt á þann hátt, að það stuðlar óhjákvæmilega að uppblæstrinum, ekki aðeins í byggðum niðri, heldur einnig upp til öræfa. Það er til dæmis engum vafa undirorpið, að sá hluti afréttanna okkar, þar sem eldfjallaaskan er mest, þolir ekki mikla sumarbeit. Það er staðreynd, sem verður að horf- ast 1 augu við. Eins og kunnugt er, hefir Norræna félagið verið að undirbúa byggingu norrænn- ar hallar í Kárastaðanesi við Þingvallavatn. Var á síðast- liðnum vetri unnið að því að útvega fé til framkvæmda, og mun það hafa gengið greiðiega. Er nú verið að hef ja framkvæmdir við bygg- inguna. Norrænu félögin á hinum Norðurlöndum eiga öll vegleg húsakynni, þar sem gestir þeirra dvelja um lengri og skemmri tíma og þing og ráð- stefnur og mót eru haldin. Nor- ræna félagið hér hefir engan slíkan samastað átt. En nú er þess ekki langt að bíða, að úr því verði bætt, því að nú er byrjað að gíafa fyrir grunni hinnar fyrirhuguðu norrænu hallar i Kárastaðanesi. Verður byrjað að steypa kjallarann þegar er greftri er lokið, og er vonast til, að lokið verði við að steypa hann í haust. Vegur að hússtæðinu er þegar fullgerður. í norrænu höllinni á að verða rúm fyrir sextíu gesti, og svo er ráð fyrir gert, að hún verði á borð við þau gistihús, sem nú þekkjast bezt. Þar á í framtíðinni að halda mót og námskeið, sem Norrænu félögin efna til hér á landi, auk þess, sem tekið verður á móti gestum til dvalar. Verður Norræna höllin þann- ig til þess að bæta úr brýnni þörf á fleiri en einn hátt. Hafnfirðingar sigruðu í þriðja sinn Hraðkeppnismóti í hand- knattleik kvenna, er háð var í Hafnarfirði, lauk á sunnudag með sigri Hauka. Hafa þeir nú unnið hrað- keppnismótið þrisvar i röð og þar með hraðkeppnisbikarinn til eignar. Mótið hófst á laugardag og Skagafjarðarsýsla vestan vatna Austur-Húnavatnssýsla ........ Vestur-Húnavatnssýsla ........ Strandasýsla ................. Austur-Barðastrandarsýsla .... Dalasýsla .................... Snæfellsn,- og Hnappadalssýsla austan varnargirðingarinnar Mýrasýsla .................... Borgarfjarðarsýsla ........... Kjósarsýsla .................. Gullbfingusýsla .............. Árnessýsla ................... Rangárv.sýsla vestan Y-Rangár Akranes-kaupstaður ........... Hafnarfjarðar-kaupstaður .... Reykjavik .................... 221 160 136 20 4 335 294 234 47 13 292 256 210 34 12 124 105 68 32 5 31 25 14 11 257 192 127 60 i 102 90 42 40 8 271 230 161 59 10 234 178 126 43 9 141 111 77 29 ð 74 61 18 42 1 519 455 244 175 36 151 131 40 75 16 8 8 4 4 9 7 7 22 21 8 13 Samtals 2791 2324 1509 691 124 Samkvæmt gildandi lögum um fjárskipti þarf % greiddra atkvæða til þess að knýja fjár- skipti fram og þarf auk þess þátttaka í atkvæðagreiðslunni að vera svo mikil, að % allra atkvæðisbærra manna séu með fjárskiptunum. Það er einungis í Húnavatns- sýslum, sem atkvæðagre'iðslan uppfyllir þessi skilyrði. í Skaga- firði var þátttaka of lítil, en þeir, sem óskuðu fjárskipta, annars í nægilegum meirihluta. Sé hins vegar Skagafjarðarsýsla flutti formaður mótanefndar, Garðar Gíslason, þá stutt ávarp, en strax að því búnu fór fram keppni milli b-liðs Hauka og Fram. Fram sigraði með 2:1. Þá kepptu saman a- og b-iið F. H. og sigraði a-liðið 2:0. Loks keppti a-lið Hauka við Ármann, er lyktaði með sigri Hauka 5:2. Á sunnudag kl. 3 hélt mótið áfram. Fyrst kepptu Fram og a- lið Hauka, og unnu Haukar 2:1 eftir framlengdan leik. En um kvöldið fór fram úrslitaleikur milli a-liða beggja Hafnarfjarð- arfélaganna, og unnu Haukar svo sem fyrr greinir. og Húnavatnssýslur teknar í einu lagi, hafa fjárskiptamenn tilskilið atkvæðamagn. Sauðfjársjúkdómanefnd hefir sent landbúnaðarráðuneytinu skýrslu um atkvæðagreiðsluna. Þessi atkvæðagreiðsla bendir til þess, að fjárskiptunum er að aukast fylgi nú um sinn og þeir sem greiddu þeim atkvæði eru hvarvetna í meirihluta, nema í Rangárvallasýslu og Reykja- vík og Hafnarfirði, og svo á Akranesi, þar sem atkvæði voru jöfn. Samkvæmt þessari skoðana- könnun má telja það fullvíst, að fjárskipti verði látin fara fram í Skagafirði og Húna- vatnssýslum. En það er með þessar framkvæmdir eins og aðrar, að bezt er að geta gengið að þeim með skipulegri heildar- yfirsýn og áætlun um það, hvað framundan sé. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sina Sigrún Guðmundsdóttir (í Hlið Grafningi) og Halldór Þórir Ásmund- arson, Helgasonar, Grettisgötu 44 Reykjavilc.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.