Tíminn - 30.08.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.08.1946, Blaðsíða 2
2 TlMEVN, föstndaginn 30. ágúst 1046 157. blað Föstudugur 36. ágúst Lengi hollráður Jón Pálmason hefir verið lát- inn skrifa grein i Mljl. þar sem hann hvetur bændur til að tvístrast og standa ekki saman um stéttarsamband sitt. Mbl. vill ekki að bændur sameinist í stéttarfélagsskap. Og því hefir þótt einhver fengur í nafni Jóns Pálmasonar undir ávarp sundr- ungarinnar til bænda. Sameiginlegt áhug'amál bændastéttarinnar er fyrst og fremst afkoma og menning ís- lenzkra bænda. Þau atriði, sem mesta áherzlu verður að leggja á í dag á því sviði, eru ræktun landsins, afurðaverðið og fé- Hagsleg mannréttindi bænd- anna. Það er dýrt ef bændur láta nú sundra sér í þessum málum. Þar liggur meira við en metn- aður þeirra og stundargengi. Það er landbúnaðurinn íslenzki, ræktun landsins og sveita- menning, sem á þar svo mikið í húfi. Hver á að gæta þessara verð- mæta þjóðfélagsins, ef þeir sem næstir standa geta ekki sam- einast um það? Það hefir verið lagt illt til bænda undanfarið af litlum skilningi og athugun. Stríðs- gróði annara stétta hefir blind- að menn og brjálað. Þeir hafa kveðið upp hvatvíslega hleypi- dóma. Þetta stríðsgróðaástand gerir bændum erfiðara fyrir. Það er gert hróp að þeim, og surnir bogna fyrir hávaðanum. Það er alveg sérstök þörf á því nú, að bændur taki hönd- um saman og standi þétt og drengilega vörð um landbúnað- inn og menningu sveitanna. ís- lenzka þjóðin á þar svo mikið í húfi. Bændur verða nú að standa saman í ræktunarmálunum og knýja það fram að lögin um jarðræktarsamþykktirnar verði ekki óvirk pappírslög eingöngu. Bændur þurfa að standa sam- an í rafmagnsmálum sveitanna þangað til fólkið þar fær raf- magn til þarfa sinna með sam- bærilegum kjörum við aðra landsmenn. Bændur þurfa að standa sam - an um rétt stéttar sinnar í verð- iagsmálum og ná verðlagsvald- inu i hendur þeirra fulltrúa er þeir velja sér sjálfir. Hér eru nefnd þrjú höfuðmál, sem mestu varða fyrir íslenzka bændastétt í dag. Mbl. hefir ekki þótzt vera bændum illvilj- að og ekki talið sig hafa fjand- skap þeirra. Hvað hræðist þá Jón Pálmason? Eins og nú er komið málum verða starfsmannastéttir lands- ins að standa saman um sín mál. Sérstaklega er þetta knýj- andi nauðsyn fyrir stétt, sem mætir misskilningi og aðkasti eins og bændastéttin nú. Það er ekki þar með sagt, að taka eigi upp allar þær bardagaað- ferðir og hætti, sem einstaka stéttir hafa notað. Stjórnmálaflokkar geta stigið víxlspor og farið afvega, þrátt fyrir glæsilega fortíð og gott mannval. En almenn samtök og einhugur nauðsynlegustu stétta þjóðfélagsins gerir þær sterkar. Því getur stéttarsambandið gert bændur landsins sterka. Þess þurfa þeir með og þess þarf ís- lenzka þjóðin öll, þvi að það er þjóðarógæfa ef landbúnaðurinn fær ekki að þróast. Hálfrar aldar afmæli Kaupfélags Húnvetninga Eftir Jónas Bjarnason frá Litladal Niðurlag. Það hafa því sjaldan verið lakari verzlunarhorfur hjá okkur heldur en einmitt eftir þetta fyrsta starfsár félagsins, þar sem útflutningur lifandi sauðfjár virtist útilokaður. Næstu árin áður hafði verið flutt út frá öllu landinu 50—80 þúsund lifandi sauðfjár, og ekki annað sýnna ef þá væri breytt til, og öllu fénu slátrað í landinu, og sent út þetta meira af saltkjöti, en að þá mundi verðið á því enn lækka til muna. Eftir að félagið hafði starfað í 4 ár, eða vorið 1899, skiptu all- ir hreppar sýslunnar við það nema Bólstaðarhlíðarhreppur og Staðarhreppur, og héldu því áfram allmörg ár, þar til vestur sýslubúar stofnuðu sérstakt kaupfélag á Hvammstanga. Á þeim árum byggði félagið vöru- skúra á Hvammstanga og Skagaströnd, en þegar vestur sýslan og Skagstjrendingar stofnuðu sín kaupfélög, þá fengu þeir útborggðan hlut- fallslegan hluta af varasjóði félagsins og keyptu þá um leið hús og áhöld, sem félagið átti á þeim stöðum. Litlu eftir að þessir héraðs- hlutar hættu viðskiptum við fé- lagið, eða árið 1912, byrjaði Bólstaðarhlíðarhreppsdeild við- skipti við félagið, og hefir hald- ið því áfram síðan, og nú síð- ustu árin verið sú deildin, sem hefir haft hvað mest viðskipti. * Árið 1908 var stofnað sérstakt sláturfélag og nefnt „Sláturfé- lag Austur Húnvetninga“, undir sömu stjórn og Kaupfélag Hún- vetninga, en með algerlega að- skildum reikningum. Hafði stofnun þess staðið til i 2 ár. Ýmsir menn, sem stóðu utan við ísaupfélagið, höfðu haft þetta sláturfélagsmál til meðferðar, en treystust ekki að lokum til að koma því í framkvæmd. Tók þá kaupfélagið málið að sér. En til þess að fá sem flesta í þann félagsskap, var það ráð tekið að hafa sérstakt félag, því að á þeim tíma voru ailmargir bændur á félagssvæðinu, sem voru fi’áhverfir kaupfélaginu, það er að segja að hafa við- skipti við það, en vildu gjarnan að það héldi áfram störfum, til þess að sjá verðmismuninn, því að kaupmenn munu þá hafa boðið ýmsum efnuðustu bænd- um uppbætur á viðskipti þeirra, hátt upp í þann mun á vöru- verði þeirra og félagsins, aðeins ef þeir skiptu við sig að mestu eða öllu leyti. Þessir menn vildu ekki styðja sláturhússtarfsemi ef hún væri rekin undir nafni kaupfélagsins en vildu fúslega lofa sláturfé sínu ef slík starf- semi væri rekin sem sérstakt félag, og því var þetta ráð tekið. En til þess að kaupfélagið gæti haft sem fullkomnust ráð yfir afurðunum,. var sama fram- kvæmdastjórn sett yfir bæði fé- lögin. * Þar sem nú er verið að rita sögu þessara félaga, sem vænt- anlega kemur fyrir almenn- ingssjónir áður en langt um líður, þá skal ég ekki hér reyna að rekja sögu þeírra, enda væri slíkt ekki hægt í blaðagrein, að- eins skal ég geta þess, að fyrstu ellefu árin eftir að kaupfélagið var stofnað hafði það enga sölu- búð, heldur einungis pöntunar- fyrirkomulag, en árið 1907 var söludeild stofnuð, hefir um- setning hennar aukizt ár frá ári, og nú um nokkur ár hafa öll viðskipti félagsins verið gegnum söludeild þess, og ein- staklingar ekki pantað fyrir- fram annað en fóðurvörur, áburð og sáðvörur, og ennfrem- ur landbúnaðarvélar. Síðastliðin 3 ár hefir vörusala kaupfélagsins verið þessi: Árið 1943 Kr. 1.560.000.00 — 1944 — 2.221.000.00 — 1945 — 2.500.000.00 Sjóðeignir félagsins hafa á síðustu árum verið þessar: Viðvíkjandi sjóðeignum fé- lagsins má geta þess að árin 1934—1936 gekk mjög á sjóð- eignir félagsins. Þegar skulda- uppgjör fór fram samkvæmt kreppulánasjóðslögunum, gaf félagið mikið eftir af skuldum og var það greitt af varasjóði fé- lagsins. Ennfremur var þá all- mikið greitt úr stofnsjóði, inn- eignir þeirra er þurftu að fá eftirgjöf skulda. Auk þess sem árlega er greitt úr honum sam- kvæmt lögum félagsins, svo að þó árlega sé töluvert greitt í þann sjóð, þá vex hann mjög hægt. Aftur hefir varasjóðurinn vaxið allmikið síðustu árin. Við síðustu áramót voru fé- lagsmenn kaupfélagsins 655. Var þá hagur félagsins góður og allmiklar inneignir bæði 1 kaupfélaginu og sláturfélaginu. * Það er naumast hægt að minnast á framkvæmdir kaup- félagsins nema í sambandi við sláturfélagíð síðan það var stofnað, þar sem þau hafa sam- eiginlega unnið að flestum framkvæmdum og eru og hafa lengst af verið undir sameigin- legri framkvæmdastjórn, en helztu framkvæmdir þeirra auk þess sem áður er getið eru: Árið 1899 keypti félagið vöru- geymsluhús úr timbri, er Svína- vatnshreppsdeild hafði byggt árið áður á Blönduósi, og var það fyrsta húsið sem félagið eign- aðist. Við það hús var síðan bætt allstórum timburskúr. Síðan hafa öll hús, sem félög þessi hafa byggt verið byggð úr stein- steypu, svo sem sláturhús og frystihús, íbúðarhús handa sölustjóra, ásamt sölubúð, vöru- geymsluhús þrílyft, kornmylla, íbúð fyrir daglaunafólk, og nokkur fleiri hús. Ennfremur hefir féJíigið keypt tvö íbúðar- hús, sem leigð eru föstu starfs- fólki í eldri kaupstaðarlilutan- um, og rekur þar útibú, og er það nú orðin langstærsta verzl- unin þeim megin árinnar. Úti- bússtjóri er Kristinn Magnús- son. Nokkur undanfarin á” hefir félagið starfrækt saumastofu og haft þar æfðan klæðskera og 1—6 saumastúlkur. Hefir þetta komið sér vel fyrir héraðsbúa. * Þess má geta, að félögin hafa lagt allmikið fé af mörkum sem beint framlag til aukningar og aðgerða á Blönduósbryggju, og til bátaskýlis við bryggjuna. Auk þess hefir félagið (K. H.) lánað stórar upphæðir þegar um meiri háttar framkvæmdir hefir verið að ræða við þau mannvirki, upp á væntanlega endurgreiðs’.u frá bryggjusjóði. En þar sem félög þessi eru nú að heita má einu gjaldendurnir til bryggjusjóðs, þá hafa þessi lán orðið óbein framlög félaganna til þessara mannvirkja. Þegar rafveitufélag Austur- Húnavatnssýslu var stofnað, þá tóku þessi félög að sér aö á- byrgjast y3 hluta stofnkostnað- ar og starfrækslu þess mann- virkis, og lögðu fram mikið fé á meðan verið var að koma því fyrirtæki upp. Rafveitan hefir reynst hið bezta fyrirtæki, og er búizt við að hún verði skuldlaus eign þeirra aðila sem að henni standa, í lok næsta árs. Stofn- kostnaður hennar var um ’4 miljón krónur, og þótti það mik- ið fé á þeim tíma. * Á undanförnum árum hefir verið mjög örðugt með nýjár framkvæmdir vegna dýrtíðar og aðflutningsörðugleika, þó hefir frystihúsið verið stækkað og bætt aðstaða til slátrunar, svo nú verður vonandi bráðlega hægt að taka á móci fleira fé til slátrunar daglega heldur en verið hefir. Hingað til hefir ekki verið hægt að frysta nema 650 skrokka á sólarhring. Síðastliðið haust var slátrað rúmum 16 þúsund kindum hjá félaginu. Var það með fairra móti, enda geisar mæðiveiki í héraðinu og gerir mikinn skaða. Af framkvæmdum sem nú er verið að vinna að, má geta um að nú er í smíðum stórt vöru- geymsluhús. Er búið að steypa það upp en eftir að setja þak og ganga frá að öðru leyti. Verð- ur hús þetta vonandi fullbúið í haust. Ennf-remur er verið að byggja mjólkursamlagshús, og er ráð- gert að væntanlegt mjólkur- samlag geti tekið til starfa á næsta sumri. Gert er ráð fyrir að samlagið hafi með höndum mj ólkurvinslu. Margir héraðs- búar sem eru að uppgefast við sauðfjárræktina vegna veikinda í fénu, gera sér góðar vonir um að mjólkursamlagið kunni enn að gera lífvænlegt í sveitunum í framtíðinni. En miklir örðugleigar verða með mjólkurflutninga úr sumum sveitum héraðsins, af því að enn - vantar brýr á Vatnsdalsá innarlega í Vatnsdal og á Blöndu í Blöndudal, en menn vænta þess að þær brýr verði mjög fljótlega byggðar, þar sern þær eru nú báðar á brúarlögum og nú þegar farið að veita fé til annarar á fjárlögum. Stjórn kaupfélagsins skipa nú þessir menn: Runólfur Bjövns- son Kornsá, formaður, Jón S. Pálmason, Þingeyrum, sr. Þor- steinn B. Gíslason, Steinnesi, Páll Geirmundsson, Blönduósi og Ingvar Pálsson, Balaskarði. Framkvæmdastjóri er Jón S. Baldurs og er hann einnig for- maður og forstjóri Slátur- félagsins. * Hagur félaganna virðist nú standa með miklum blóma, vörusalan hefir aukizt stórlega „Nýsköpim" Nú er margt ritað og rætt um „nýsköpun“ atvinnuveganna til lands og sjávar, en því miður er hún ekki öll sjáanleg nema í hillingum, og kann það að vera af ýmsum eðlilegum ástæðum. Nú nýlega kom ég á sveitabýli eitt og sá þar „nýsköpun," er mér virðist bæði myndarleg mjög og spá góðu fyrir framtíð landbúnaðarins. . — Bóndinn á Stóru-Sandvík í Flóa, Ari Páll Hannesson hefir í sumar fengið nálægt 1900 hesta af töðu og heyi á 5 vikum, og hefir þurrkað úti aðeins 300 hesta, er hann flutti í fjárhúshlöðu sína. Hann byrðaði slátt 1. júlí að morgni, og sló með tveim hesta- sláttuvélum til kl. 2 þann dag. (Hafði ekki fengið sláttuvélar- greiðu með dráttarvél er hann keypti í vor). Eftir kl. 2 1 júlí flutti hann í hlöðu það, er þá var búið að losa af heyi á vagni er tekur 10 hesta heys, og drátt- arvélin gengur fyrir, þótt ekki sé allsstaðar sléttur vegur, og hefir hann þannig flutt í hlöð- una nálægt 1600 hesta á þess- um 5 vikum, og hafa þó dagar fallið úr, er ekki var unnið að heyverkum, þegar regn var til muna. í hlöðunni er komið fyrir útbúnaði, er ég ekki sá, sökum þess að hún var full af heyi upp undir mæni en eftir því er mér skildist er það tréstokkur mikill eftir allri hlöðunni, enda á milli, og liggja út frá honum álmur til hliðanna. Stuttan spöl frá hlöðunni er hús fyrir miðstöð og mótor og kann ég ekki að lýsa því nánar að öðru leyti en því, að þaðan mun koma sterk- ur súgur, er þessi tæki bæði framleiða á tæknilegan hátt í sameiningu og gengur hann inn í tréstokk þann og álmur er ég áður nefndi í hlöðunni. Ég kom í hlöðuna upp undir þaki og staðnæmdist þar stundarkorn. Ekki var annað að sjá þar, en ágætlega verkað grænt hey, og ekki annað að finna en ofurlít- inn súg upp á bakið er maður hafði legið þar stundarkorn, og einnig ef grafið var nokkuð nið- ur í heyið og höndum haldið þar niðri. Hitamerki voru engin, hvorki raki ofan á heyinu, eða neitt af því tagi. — Þarna mun vera svipaður útbúnaður og er hjá öðrum er gert hafa tilraunir með svonefnda „súgþurrkun/,“ að því viðbættu, að ekki mun algengt að hafa miðstöð til upp- hitunar. Þess skal geta að Árni Páll sagði, að blástrinum yrði haldið til ágústloka og taldi hann að það myndi nægja, og er það mjög sennilegt eftir því er mér virtist það af heyinu líta út er ég sá, en það var bæði efst og neðst í hlöðunni og vonaði hann fastlega að þetta myndi heppnast ágætlega, þó'tt ekki væri komin full reynsla þvi til 1. jan. 1944 Sameignarsjóöir Kr. 354.162.41 Stofnsjóður Kr. 195.023.27 1. jan. 1945 — 407.064.98 — 196.110.13 1. jan. 1946 — 507.414.49 — 204.219.29 nú hin síðari ár og telja má að sala á innlendum afurðum sé nú að öllu leyti komin yfír á hendur félaganna. Sameignar- sjóðir þeirra hafa aukizt um 277 þúsund krónur á síðustu tveim- ur árum, og mikið hefir verið unnið að framkvæmdum eins og fyr segir. Um framtíðarstarfsemi þeirra skal hér engu spáð, en það hefir lengi verið og er enn örugg trú mín, að þetta hérað eigi blómlega framtíð, og að það muni — ásamt öðrum hér- uðum landsins — halda uppi og auka sveitamenningu þjóö arinnar. Blönduósi, 31. júlí 1946. Jónas B. Bjarnason. á sveitabæ úrskurðar, og verið gæti að í þessari miklu heyfúlgu væru einhverjir smáblettir, þar sem þurrkunin ekki væri eins góð og menn nú gætu séð. Ég tel þessa „nýsköpun“ í heyhlöðunni í Stóru-Sandvík og allt í sam- bandi við hana, geta haft geysi- lega mikla þýðingu til bóta fyrir landbúnaðinn, ef hún heppnast vel, sem sannarlega er óskandi, og allt virðist benda til, og auk þess er hún glæsilegt vitni um stórhug þess manns, — og hug- kvæmni allra þeirra, sem að henni hafa unnið. Það væri sannarlega mikils virði fyrir ía,ndbún,aðinn, ef heyfengur bænda gæti orðið framtíðinni minna háður veðrinu, en verið hefir til þessa, og eiga þeir sann- arlega þakkir skilið, er að því vinna af ósérplægni og bjart- sýni, og ekkert síður þó það sé gert hávaðalaust. Sigurður Þorsteinsson. Til kaupenda Tímans í Reykjavík Oft veldur miklum leiðindum, hve erfitt er víða í bænum að koma blaðinu með skilum til kaupendanna. Það eru vinsam- leg tilmæli til þeirra, sem verða fyrir vanskilum, að þreytast ekki á að láta afgreiðsluna vita um þau, þar til þau hafa verið Iöguð og jafnframt að leiðbeina börnunum, sem bera út blaðið, hvar bezt sé að láta það. Þeir kaupendur.sem búa utan við að- albæinn og fá blaðið í pósti, gerðu Tímanum mikinn greiða, ef þeir borguðu andvirði blaðs- ins á afgreiðslunni. — Þó að kaupendafjöldi Tfmans í Rvík hafi tvöfaldazt nú á rúmlega einu ári, þá væru kærkomnir fleiri áskrifendur í bænum. Sími afgreiðslunnar er 2323. (6 PEDOX er nauðsynlegt í fótabaffið, ef þér þjóist af fótasvita, þreytu í fótum eða líkþornum. Eftir fárra daga notkun mun ár- angurlnn koma í ljós. — Fæst í lyfjabúffum og snyrtivöru- verzlunum. cuznm z' Tímann vantar tilflnnanlega börn tll aff bera blaðið út til kaupenda víðs vegar um bæinn. Heitið er á stuðningsmenn blaffsins, aff bregðast vel viff og reyna að aðstoða eftir megni viff að útvega Vinnið ötullega fgrir Tímann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.