Tíminn - 31.08.1946, Side 1

Tíminn - 31.08.1946, Side 1
IRITSTJÓRASKRIFSTOFUR EDD'JI’ ’’SI. LlnSirgötu S A Slmar 2353 og 4373 ^ AFGREIÐSLA, INNHEIMTA ) OG AUGLÝSINGASKEIFSTOF:' : S EDDUHÚSI, Lli.dargötu 9A 1 SirrJ 2323 30. árg. Reykjavík, laugardagiim 31. ágúst 1946 158. blaO NÝJUNG, SEM VELDUR BYLTINGU I MATARÆÐI Hraðfrystihús til almeiuiings nota ryðja sér til rúms erlendis. í Danmerkurblöðum er frá því skýrt, að í tveimur smábæjum þar í landi hafi verið komið upp hraðfrystihúsum til almenn- ingsnota, og séu það fyrstu stofnanir þessarar tegundar, sem starfræktar séu í Evrópu. Bæir þeir, sem hér eiga hlut að máli, eru Stokkemarke á Lálandi og Sulsted í Vendilsýslu. En einnig er gert ráð fyrir, að slíkt almenningsfrystihús verði innan skamms reist í Esbjerg á Jótlandi. Hrossasalan: Hjálparstofnunin kaupir ekki nema 2500 ísl. hesta FRÁ SKÁTAMÓTI I DANMÖRKU í sumar var haldiö mjög fjölmennt skátamót í Ermelund, skammt frá Kaupmannahöfn, Dvöldu þar um skeið þúsundir skáta frá mörgum lönd- um, þótt vitaskuld væru Danir þar fjölmennastir. — Þessar myndir tvær eru báðar frá skátamótinu. Á efri myndinni sést Knútur prins, sem var verndari mótsins, flytja setningarræðu. Á neðri myndinni sést hluti tjaldbúðanna. Fremst á myndinni sjást skátar með fána. Ársþing Fjórðungssambands Norðlendinga Tímanum hefir borizt fundargerð ársþings Fjórðungssambands Norðlendinga en það var háð 27. og 26. júlí síðastl. Þar voru rædd ýms merkileg mál og hafa menn í öðrum héruðum, ekki síður en Norðlendingar sjálfir, gott af að frétta nokkuð af þessum sam- tökum. Hér fara á eftir nokkrar samþykktir þingsins. I vor var fullyrt, að ríkisstjórnin hefði gert samninga um sölu nær þrefalt fleiri hrossa í vor voru þau boð látin út ganga, að ríkisstjórnin hefði gert samning við hjálparstofnun hinna sameinuðu þjóða um sölu 7000 íslenzkra hesta til Póllands, og litlu síðar var kannað, hvað bændur landsins myndu vilja láta af hrossum til útflutnings. Eftir það lá málið lengi niðri, og tók að vakna um það illur grunur, að ekki myndi allt með felldu um samningagerðina. Nú er komið á daginn, að þetta hefir ekki verið ástæðulaus ótti, því að í fyrra- kvöld gaf ríkisstjórnin út tilkynningu um það, að hjálp- arstofnunin myndi aðeins kaupa hér 2500 hesta — eða ekki nema röskan þriðjung þess, sem upphaflega hafði verið sagt. Nýir ávextir og grænmeti á jólaborðið. „Það er ekkert því til fyrir- stöðu,“ segir í „Politiken“, „að húsmæðurnar í Stokkemarke og Sulsted geti borið á borð fyr- ir jólagestina hvers konar á- vexti og grænmeti í sama ásig- komulagi og nú um uppskeru- leytið. í þessum bæjum er nefni- lega verið að opna hraðfrystistöð þar sem matvæli eru fryst með aðferðum, er fundnar hafa ver- ið upp i Ameríku og þegar hafa valdið byltingu í matargerð í Bandaríkj unum." Fyrirkomulag og frysti- aðferð. í Sulsted er það hlutafélag, sem kemur hraðfrystistöðinni á stofn, en samvinnufélag í Stokkemarke. Tækin eru feng- in frá verksmiðjum General Motors í Danmörku og kosta aðeins fimmtíu þúsund krónur. í Sulsted-frystihúsinu eru 330 frystihólf, en aðeins 100 í Stokkemarke, enda er um smá- bæ að ræða. Hver frystiskápur rúmar 125 kílógrömm af frosn- um matvælum. Aðferðin við frystinguna er mjög einföld. Fyrst eru matvæl- in kæld við tveggja stiga hita. Síðan eru þau hlutuð sundur eftir óskum eigandans og loks sett í frystinguna, sem tekið getur nokkuð mismunandi langan tíma eftir kuldastiginu. Sé frostið 25 stig, tekur fryst- Ingin nokkra klukkutíma, en tilsvarandi skemmri tíma, ef frostið er meira, til dæmis allt upp í 70—80 stig. Að svo búnu er búið um mat- vælin til geymslu og þau látin i hólfin, þar sem neytendur geta tekið þau, þegar þeim I»ýzk uppgötvun: Mjólk gerilsneydd með geislum Þýzkir vísindamenn við Kiel- arháskóla hafa gert uppgötvun, sem getur haft mikilvæga þýð- ingu á komandi árum. Þeir telja sig hafa fundið nýja og betri aðferð til þess að geril- sneyða mjólk. Þessir þýzku vísindamenn gerilsneyða mjólkina með út- fjólubláum geislum og geta með þeim hætti skilað mun bæti- efnaríkari mjólk en með eldri aðferðum. Einkum eru það D- bætiefnin, sem verða miklu meiri. Tilraunir í þessa átt hafa ver- ið gerðar í ýmsum löndum á undanförnum árum, en hingað til hefir engum tekizt að leysa þrautina, þar til nú, að það tókst í tilraunastofnun Kielar- háskólans. Vísindamenn frá Bandarikj- unum eru nú að kynna sér þessa uppgötvun og sannprófa gildi hennar. Er ekki ósennilegC að hér sé í uppsiglingu gerilsneyð- ingaraðferð, sem við og aðrar þjóðir fáum notið góðs af áður en langt um líður. sjálfum hentar. Þarna má geyma þau árlangt eða jafnvel lengur, án þess að þau skemm- ist eða næringargildið rýrni. 75 krónur fyrir hólfið á ári. Samvinnumennirnir í Stokke- marke greiða 75 krónur á ári fyrir hólf sin. Það nægir til þess að greiða afborganir af stofnkostnaðinum og reksturs- kostnaðinn. Stærsti útgjaldalið- urinn ^ru rafmagnsgjöldin. Notendur í Sulsted munu borga svipað fyrir sín afnot. Annars er svo til ætlazt, að fólkið geti sjálft annazt frystingu matvæla sinna, þegar fram í sækir og það er farið að kynnast aðferð- unum. Við það ætti reksturs- kostijaðurinn að lækka talsvert. Aðeins byrjunin. En þetta er þó aöeins byrjun- in. í mörgum dönskum bæjum og borgum er nú mikill hugur í fólki að hagnýta sér þessa mikils verðu nýjung, og í und- irbúningi er að koma upp miklu stærri og umfangsmeiri hrað- (Framhald á 4. slðu). Frá öryggisráðfnu: Inntaka íslands samþykkt mót- atkvæðalaust Inntökubeiðnir þriggja ríkja voru samþykktar mótatkvæða- laust á fundi öryggisráðsins í fyrrakvöld. Þessi ríki eru Afghanistan, ísland og Svíþjóð. Einn af hinum ellefu fulltrúum, sem sæti eiga í öryggisráðinu, greiddi þó ekki atkvæði um þessar inntökubeiðnir. Sex aðrar þjóðir höfðu sótt um inntöku í Bandalag hinna sameinuðu þjóða, en ein þeirra, Síamsmenn (Thailendingar) hafði tekið beiðni sína aftur, sökum óútkljáðrar deilu þeirra við Frakka, er þeir segja, að veiti sér mikinn yfirgang, eins og skýrt var frá í blaðinu í gær. Hin rikin, sem hér eiga hlut að máli, eru Albania, írland, Mongólía, Portúgal og Trans- jórdanía. Um umsóknir þeirra gat öryggisráðið ekki komið sér saman, og beittu stórþjóðirnar neitunarvaldi sínu á víxl. Rúss- ar vildu ekki samþykkja inn- tökubeiðni íra, Portúgala og Transjórdaníumanna og veitti fulltrúi Póllands þeim lið við atkvæð^greiðsluna um beiðnir tveggja þeirra síðartöldu, en Bretar og Bandaríkjamenn beittu sér gegn inntökubeiðni Albana og Mongólíumanna. Allar munu þó inntökubeiðnirnar hafa fengið fleiri meðatkvæði en mótatkvæði. Inntökubeiðnir þessara fimm þjóða ganga nú til þings sam- einuðu þjóðanna, þar sem end- anlegur úrskurður verður felld- ur um þær. Skjalasafu. Fjórðungssamband Norður- lands ályktar að komið skuli upp fyrir Norðlendingafjórðung safni fornra handrita og merkra skjala, er geymt verði í höfuð- stað Norðurlands, Akureyrl. Tel- ur þingið rétt, að strax sé hafizt handa um að fá mikrofilmaðar allar eldri prestsþjónustubækur Norðurlands. Byggffasafn. Sambandið heimilar fjórð- ungsráði að verja fé til kaupa á fornum áhöldum til byggða- safns Norðurlands, eða að öðr- um kosti láta smíða áhöld í fornum stíl, ef gömul fást ekki. Rafveitumál. Með því að svo virðist að sum- ar sveitir landsins muni verða útilokaðar frá hagnýtingu raf- orku í sambandi við hinar stóru aflstöðvar, sem ráðgert er að byggja, þá er brýn nauðsyn að athugað sé rækilega, hvort minni vatnsaflsstöðvar gætu ekki komið þar að gagni, án óhæfilegs kostnaðar. Ennfremur skorar fjórðungs- þingið á ríkisstjórn og Alþingi að hraða framkvæmdum í raf- orkumálum, svo sem ástæður frekast leyfa, og tryggja það, að allir notendur orkunnar búi við sama verðlag. Stjórnskipun landsins. Sambandsþingið endurtekur áskorun f. f. ári um fylkjaskip- un, og kýs þriggja manna milli- þinganefnd til að athuga og gera tillögur um ályktun til stjórn- arskrárnefndar, hvernig tryggja megi aukna íhlutun fjórðung- anna um skipun sérmála þeirra, og jafnframt að þeir fái rýmri fjárráð en verið hefir. í áskorun þeirri frá fyrra ári, sem hér er vitnað til segir svo: Fjórðungsþingið skorar á stjórnarskrárnefnd að athuga gaumgæfilega, hvort ekki sé rétt að taka upp í hin nýju stjórn- skipunarlög ákvæði, er heimili eða fyrirskipi að landið skiptist í 4—6 fylki, sem fái í hendur nokkurt sjálfsstjórnarvald, jafnframt því að þeim sé ætlað tilsvarandi og eðlileg hlutdeild í ráðstöfun á tekjum ríkisins innan sinna vébanda. Ennfremur gerði ársþingið samþykktir um það, að skora á ríkisstjórnina að dreifa lista- verkum ríkisins í skóla landsins, gera rækilegar athuganir á (Framhald á 4. tiðu). Affeins hálft hross á bónda. Þessi niðurstaða mun verða mörgum bónda vonbrigði, þótt vitaskuld sé betra en ekki að geta þó selt 2500 hross. En hrossum hefir fjölgað ört í landinu á undanförnum árum, og eru þau nú víða fleiri en nokkur þörf er á, svo að bændur hefðu gjarna viljað losa sig við miklu fleiri en nú verður kost- ur,með því líka að sæmilegt verð var í boði. Nú eru í landinu ná- lægt fimm þúsund bændur, og svarar það til þess, að annar hver bóndi landsins geti selt eitt hross. Verffið um 650 aff meffaltall. Hrossin, sem keypt verða handa hjálparstofnuninni, eiga að vera 3—6 vetra, þar af 300 þrevetur. Að minnsta kosti helmingurinn á að vera hryssur. Ekki mega þau vera undir 130 sentimetrum að bandmáli. Verðið verður að meðaltali 25 sterlingspund fyrir hvert hross eða um 652 krónur, miðað við hesta komna um borð í skip. Dregst þvi eitthvað talsvert frá því verði vegna kostnaðar við kaupin. Skipið sem flytja á hestana til Póllands mun vera um það bil að leggja af stað hingað til lands og er væntanlegt um miðjan septembei-mánuð. Er því nauð- synlegt að vinda bráðan bug að hross^kaupupum, og hafa bændur verið beðnir að laga hófa markaðshrossanna og járna þau sem fyrst, svo að ekkert verði að vanbúnaði, þegar markaðirnir hefjast. Jón Hróbjartsson kennari látinn Jón Hróbjartsson, kennari á ísafirði, andaðist í fyrrakvöld. Hann var fæddur 1877 að Ey- vindarstöðum á Álftanesi. — Hann fluttist til ísafjarðar litlu eftir aldamótin og stund- aði þar verzlunarstörf í fyrstu, en lengstum barnakennslu. Jón var maður ágætlega drátthagur og lagði stund á kortagerð og myndlist. Er til eftir hann miklll fjöldi vest- firzkra landslagsmynda. Markaffirnir og tilhögun kaupanna. Ætlunin er, að markaðir hefj- ist á Suðurlandi og Vesturlandi þegar í næstu viku. En norð- an lands geta þeir sennilega ekki orðið fyrr en upp úr miðj- um septembermánuði, en nán- ari ákvörðun um það verður tekin nú um helgina. Hrossin verða keypt hjá þeim, sem tjáðu sig fúsa tll þess að að selja hesta til Pól- lands í sumar, að frádregnum þeim 9—10 vetra hrossum, sem boðin voru, og helmingi þrevetra tryppanna. Búnaðarráð skipað að nýju Ríkisstjórnin mun hafa skip- að búnaðarráð sitt að nýju 25. ágúst. Samkvæmt upplýsing- um Guðmundar Jónssonar á Hvanneyri eru þessir menn til- nefndir í það í ár: Ólafur Bjarnason í Brautar- holti, Davíð Þorsteinsson á Arnbjargarlæk, Ólafur Bjarna- son á Brimilsvöllum, Sigtryggur Jónsson á Hrafnsstöðum, Snæ- björn Thoroddsen í Kvígyndis- dal, Kristján Guðmundsson á Arnarnúpi, Bjarni Sigurðsson í Vigur, Skúli Guðjónsson á Ljótunnarstöðum, Friðrik Arn- bjarnarson á Stóra-Ósi, Jón Stefánsson á Kagaðarhóli, Bessi Gíslason í Kýrholti, Krist- ján Karlsson, á Hólum, Stefán Stefánsson í Fagraskógi, Ólaf- ur Tryggvason í Veisu, Jón Guðmundsson í Garði, Gísli Helgasoa í Skógargerði, Sveinn Jónsson á Egilsstöðum, Ás- mundur Sigurðsson á Reyðará, Þórarinn Helgason í Þykkva- bæ, Guffinundur Erlendsson á Núpi, Ágúst Helgason í Birt- ingarholti og úr Reykjavík Helgi Bergs, Sveinn Tryggva- son og Kristjón Kristjónsson, auk Guðmundar á Hvanneyri, sem er formaður ráðsins. Búnaðarráðið hefir verið kvatt saman til fundar á mánu- daginn að kemur. Hlutverk þess er að kjósa fjögurra manna verðlagsnefnd landbúnaðaraf- urða, en sjálfkjörinn formaður nefndarinnar er formaður bún- aðarráðsins.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.