Tíminn - 06.09.1946, Page 1

Tíminn - 06.09.1946, Page 1
) RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: PRAMSÓKN ARFLOKKURINN Slmar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.I RITSTJÖRASKRIFSTOFTJR EDDTJP '81 Urwl.orgfltu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA. INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASK.liPSTOPA: EDDUHÚSI, Lii dargötu 9 A Z.rut 2323 30. árg. Reykjavik, föstudagiim 6. sept. 1946 161. blað Danir skilja þá ósk islendinga aö fá aftur handritin Viðtal við Erik Arup prófessor Tíðindamaður blaðsins hitti Erik Arup prófessor að máli í fyrra- dag og átti við hann eftirfarandi viðtal. En hann er sem kunnugt er einn hinna dönsku samninganefndarmanna, sem nú eru staddir hér og íslendingum vel kunnur frá fyrri árum. Bændur krefjast svipaðra kjara og aðrar vinn- andi stéttir og heimta verðlagsvald í sínar hendur Gestur á íslandi í 13. sinn. Hversu oft hafið þér komið til íslands? Þetta er í 13. skipti, sem ég helmsæki ísland. í fyrsta skipti kom ég hingað árið 1918 þegar sambandslögin voru samin í Reykjavík. Síðan hafa orðið geysilegar framfarir hér, já bara síðan 1938 þegar ég kom hing- að síðast hefir Reykjavík skipt Erik Arup prófessor. algerlega um svip. Fögur íbúð- arhús prýða nú bæinn, en því miður hefir mér skilizt að þau séu dálítið dýr. Höfnin hefir stækkað mjög. Það eru fleiri blóm í görðum bæjarins og á torgunum en áð- ur var. Ég hefi séð hina fögru háskólabyggingu með björtum og hagnýtum kennslustofum og rannsóknardeildum. En framfarirnar eru ekki að- eins í Reykjavík heldur og um allt land. Á leiðinni til Gullfoss sáum við gróðurhús, sem okk- ur þótti mjög til um og hvar- vetna blöstu við reisulegir bóndabæir, gamlir og nýir. Á Selfossi ,þar sem áður var að- eins mjólkurbú, er nú nýtt kauptún með kvikmynda- og veitingahúsi. í sjálfri Reykjavík er hita- veitan og rafmagnið frá Sogs- fossunum mest hrífandi, þetta hvort tveggja gerir bæinn bjart^ ari og heilnæmari en nokkra aðra höfuðborg a. m. k. heldur en Kaupmannahöfn. Meðal samstarfsmanna og Garðbræðra. Það er ánægjulegt að hitta gamla vini, sem ég hefi þekkt í mörg ár, t. d. gamla samstarfs- menn eins og Jóhannes Jó- hannesson fyrv. bæjarfógeta og Einar Arnórsson fyrv. hæsta- réttardómara. Það er einnig á- nægjulegt að hitta svo marga unga menn úr stúdentahópn- um, sem annað hvort hafa verið nemendur mínir t. d. Barði Guðmundsson, þjóðskjalavörð- ur, eða garðbræður á Stúdenta- garðinum, sem hafa unnið sér traust og vináttu danskra stúdenta. Fimm þeirra hafa ver- ið garðsformenn. Sá fyrsti var Pálmi Hannesson, hinn síðasti Jakob Benediktsson, ishafurinn var hann kallaður. „Hinn andlegi kraftur fslendinga." Hið undarlega við ísland er, að allgr uppfyndingar tækninn- ar eru undir eins teknar í notk- Útvarpið veitir öllum lands- mönnum skjótar íregnir af því, sem er að gerast í heiminum og flugið er að stytta allar fjar- lægðir bæði innan íslands og við umheiminn. Ég álít, að það, sem einkum einkennir íslenzku þjóðina, sé hinn mikli andlegi kraftur henn_ ar, sem mjög hefir látið til sín taka á því mikla framfaratíma- bili, sem 20. öldin, og einkum tíminn siðan 1918, hefir verið fyrir hana á öllum sviðum. Efnalega sem andlega á ísland nú framúrskarandi fulltrúa. íslenzku handritin. Skáldskapur, sagnritun og lögfræði er íslendingum með- fædd frá eldgamalli tið, og hafa þeir skapað ódauðleg minnis merki í hinum gömlu bókmennt um. Það er eigi að undra enda hlotið fullan skilning margra Dana, að það hlýtur að vera brennandi ósk íslenzku þjóðar- innar, að gömlu handritin, sem voru skrifuð og lesin í gömlu íslenzku bændabýlunum, hverfi hingað aftur, svo íslenzka þjóð- in geti með eigin augum séð hin sýnilegu tákn andagiftar forfeðranna. Nú eiga íslendingar einnig framúrskarandi menn í lækna- og náttúruvísindum. Fyrir 75 árum var engin teljandi mál- aralist á íslandi, en nú eru hér margir framúrskarandi málar ar. Vonandi verður leikhúsið bráðlega tilbúið, svo leiklistin, sem nú sýnir sig í hinni feg- urstu mynd í frú Önnu Borg við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn, geti myndað íslenzkt leiksvið. Framfarirnar eru engu siður stórstígar í hinu hagnýta lífi. Vonandi finna íslendingar for- ingja, sem einnig standast erf- iðu árin, sem væntanlega koma á íslandi eins og annars stað- ar í heiminum. í 600 ár hefir ríkt vinátta milli íslendinga og Dana, og hún gleymist áreiðanlega ekki í framtíðinni. Nú eru erfiðir tím- ar í Danmörku og danska þjóð- in þarf ekki sízt nú á sannri vináttu að halda. Hinn fagri vitnisburður, sem íslenzka þjóð in hefir gefið um vináttu sina styrkir trú Dana á þetta. Með þessum orðum á ég við hinar rausnarlegu gjafir, sem íslenzka þjóðin gaf okkur, þeim verður ekki gleymt í Danmörku. Hver vildi standa í þeirra sporum? % Það eru erfiðir dagar um þessar mundir fyrir fulitrúa hinna sigruðu þjóða, er sitja friðarráðstefnuna í París. Þeim eru harðir kostir settir af sigurvegurunum — heimtaðar af þeim ægiháar skaðabætur og auk þess lönd og ýms önnur verðmæti. Einkum eru Rússar óbilgjarnir í kröfum sínum. Marga uggir, að hér sé ekki hyggilega að farið. Með misbeitingu valdsins sé verið að sá þvi fræi meðai hinna sigruðu þjóða, er margt illt geti af leitt síðar meir. Á þessari mynd sjást tvelr áhyggjufullir fulltrúar ítölsku stjórnarinnar, Bonomi til vinstri, Gasperi tii hægri. Vegurinn yfir Þorskaf jaröarheiöi ’ opnaður til umferðar Nauðsynlegt, að þegar verði haflzt handa um bry}í}í.jii}*erð við ísafjjarðardjúp Vegurinn yfir Þorskafjarðarheiði til Arngerðareyrar við fsa- fjarðardjúp var opnaður til umferðar nú í vikunni. En fyrr í suigar höfðu þó fastar áætlunarferðir verið hafnar yfir heiðina og til þess notuð hernaðarbifreið, sem betur var fallin til ferða- Iaga um vondan veg en venjulegar bifreiðir. Samþykktir landsfundarins á Hvanneyri Stéttarsamband bænda hafði aðalfund sinn að Hvanneyri 3. og 2. september, eins og frá var skýrt í blaðinu í gær. Fundurinn var vel sóttur, svo að ekki vantaði nema þrjá á fulla tölu kjör- inna fulltrúa. Á fundinum var endanlega gengið frá stofnun stéttarsambandsins með fullu samkomulagi og einhug allra fund- armanna. Meðal bændanna sjálfra er því ekkl lengur um neinn ágreining um, formsatriði að ræða. Jens Hólmgeirsson ráðinn forstjóri Krísu víkurbúsins Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefir ákveðið að hefja fram kvæmdir suður i Krísuvík og stofna þar kúabú, en öll lönd þar eru eign Hafnarfjarðarbæj- ar. Á bæjarstjórnarfundi nú í vikunni var Jens Hólmgeirs- son ráðinn til þess að vinna að tillögum um nýtingu landsins, ræktun og búrekstur þar syðra og stjórna framkvæmdum og un, svo ísland hleypur yfir ýms! fyrirhuguðu búi bæjarins. þróunarstig. | Tekur Jens þegar við þessu Þegar við komum hingað 1918 nýja starfi sínu. var í ráði að byggja járnl>ifaut| Nokkur undirbúningur rækt- að Ölfusá. Nú úir og grúir af unar mun nú hafinn í Krísu- strætisvögnum og áætlunarbíl- vik. Er nú unniö þar með skurð- um á Lækjartorgi og víðar í gröfu, sem Hafnarfjarðarbær á, bænum. í að framræslu landsins. Sjö ára starfi lokið. Það var byrjað á vegarlagn- ingu yfir Þorskafjarðarheiði ár- ið 1940, og hefir síðan verið unnið þar á hverju sumri. Er vegur þessi mikið mannvirki, því að víða er allerfið aðstaða til vegagerðar. Heiðin er um fimm hundruð metra yfir sjó, og mjög torveld vegagerð upp á hana, bæði upp úr Langadaln- um að norðan og Þorskafirðin- um að sunnan. Einkum mun þó vegarkaflinn um töglin upp frá Kollabúðum 1 Þorskafirði hafa orðið dýr, Djúpbúar fagna samgöngubótinni. Þessi vegur hefir verið lang- þráður af mörgum, einkum þó þeim, sem við ísafjarðardjúp búa. Með þessum vegi komast byggðarlögin i Djúpinu loks í akvegasamband við önnur hér- uð landsins, og þótt það verði sjálfsagt stopult fyrst um sinn, nema um sumartímann, þá stendur það til bóta með áfram- haldandi vegabótum á heiðinni og batnandi tækjum til þess að halda fjallvegum bílfærum. * Langadalsströndin næst. Enn sem komið er getur ekki kallast bílfært nema að Arn- gerðareyri, en þó er öll Langa- dalsströndin allt til Melgraseyr- ar farin á jeppabílum. En lengra verður ekki komizt á slík- um farartækjum, því að þar lokar Seláin leiðum, en hún er eitt mesta vatnsfall á öllum Vestfjörðum. Sveitin þar fyrir utan kemst ekki í akvegasam- band fyrr en hún hefir verið brúuð. Atkvæðagreiðslan. Á fundinum var skýrt frá úr- sltum atkvæðagreiðslunnar í hreppabúnaðarfélögunum um form Stéttarsambandsins. Gild atkvæði voru greidd 4548 og er það um 80% af öllu at- kvæðamagni innan samtak- anna. Þeir, sem vildu hafa Stétt- arsambandið í tengslum við Búnaðarfélag íslands áttu að segja já en hinir nei. Já höfðu sagt 2519 en nei 2029. Þannig eru 55,39% með tengslunum við Búnaðarfélagið, en 44,61% á móti eða liðlega 11 á móti 9. Þátttakan í atkvæðagreiðsl- unni sýnir það, að bændur standa einhuga saman um stofnun sambandsins og nauð- syn þess, því að það eru tiltölu- lega fáir atkvæðisbærir menn, sem hafa af sjálfráðum ástæð- um látið vera að greiða atkvæði. Atkvæðagreiðslan hefir farið á þá leið að greinilegur meiri- hluti er því fylgjandi að Stétt- arsambandið verðí í tengslum við Búnaðarfélag íslands. Afgreiðsla Hvanneyrarfundarins. Fundurinn á Hvanneyri sam- þykkti einum rómi reglur fyrir stéttarsambandið á grundvelli þessara úrslita. Formlega eru þessar breytingar háðar þvi, að Búnaðarfélag íslands breyti lög- um sínum til samræmis við þær. Engin ástæða sýnist vera til að kvíða þvl, að það geti farið nema á einn veg. Hér hefir þvl farið á þá leið, yfir heiðina tók þá allt að fjór- sem allir vinir landbúnaðarins um klukkustundum. vonuðu, og treystu, að aukaat- Nú eftir að vegurinn hefir riðin þoka fyrir því, sem meira verið opnaður til frjálsrar- um- 1 er vert og sameinar. ferðar er venjuleg langferða-j bifreið vitaskuld notuð, og stýr- Hvað hefir gerzt? ir henni Júlíus Sigurðsson, en' . , . sérleyfishafi á þessari leiS er 1. Eins og menn muna, hafa ver- Guðbrandur Jörundsson frá talsverðar deilur um stéttar- Vatni. Ferðin yfir heiðina tekur' sambandið og stofnun þess. Var um hálfan þriðja klukkutíma. málið flutt frá annari hlið á Þrýst mun verða á um það, að vinna við vegagerð á Langadals- strönd þegar i haust, strax og síðasta hönd hefir verið lögð á veginn á Þorskafjarðarheiðinni. 2y2 klukkustundar ferð yfir heiðina. Fastar áætlunarferðir yfir heiðina hófust fyrir nokkru, og var fyrst í stað notuð hernaðar- bifreið í þær ferðir. Var farið einu sinni 1 viku — á miðviku- dögum, og kom Djúpbáturinn til móts við bifreiðina á leiðar- enda — á Arngerðareyri. Ferðin ferðir verði framvegis yfir heið- ina tvisvar í viku, enda er mikill og vaxandi ferðamannastraum- ur þessa leið. Bifreiðar fluttar á land á símastaurum. Það hefir vakið undrun og talsverða gremju vestra, að ekkert hefir verið hugsað fyrir bryggjugerð í Djúpinu í sam- bandi við þessa vegagerð. Veld- ur það miklum erfiðleikum fyrir ferðafólkið, sem vill taka sér far með Djúpbátnum til ísa- fjarðar eða annað. Og þeir erf- iðleikar aukast eftir því sem ferðamannastraumurinn vex. Það er til dæmis nær ógerning- ur að koma bifreiðum á land Búizt er við, að hafin verðilvið Djúpið. Þó hefir það verið gert. Bifreiðir hafa verið fluttar frá ísafirði og settar á land á símastaurum, en slíkri uppskip- un fylgir mikil slysahætta, auk þess sem eigendur bifreiðanna eiga það auðvitað á hættu, að bifreiðir þeirra fari í sjóinn. Það verður að hefjast handa um bryggjugerð. Það virðist einsýnt að vinda verði bráðan bug að bryggjugerð að Arngerðareyri og helzt einn- ig á Melgraseyri. Þaðan er sjó- leið stytzt til ísafjarðar frá þeim stöðum, sem komast í fegasam- band í bráð — ekki nema tveggja og hálfs tíma sjóleið á sæmilega hraðskreiðum báti. þann veg, að sambandið mætti ekki vera í neinum tengslum við Búnaðarfélagið og jafnvel reynt að ganga með öllu framhjá því. Búnaðarþingsmenn risu kröft- uglega gegn þessu, og urðu af þvi töluverð átök. Mun ýmlslegt bændum fjarlægt og óviðkom- andi hafa fléttazt inn 1 málið. Nú hafa bændur tekið hönd- um saman og komið sér saman um stéttarsamband, sem skal vera sterkur og sjálfstæður fé- lagsskapur í tr.austum tengslum við búnaðarfélagsskapinn í landinu. Þannig hafa þeir sam- einazt, en óviðkomandi æsinga- menn einangrast við þá sam- einingu. Önnur störf Hvanneyrarfundarins. Auk þess að ræða skipulag stéttarsambandsins ræddi fund- urinn á Hvanneyri afurðasölu- mál bænda og verðlagsmál og skipulag landbúnaðarfram- leiðslunnar. Var talið nauðsyn- legt að koma föstu skipulagi á sölu allrar landbúnaðarfram- leiðslu og gera ráðstafanir til þess, að framleiðsla bænda á hverjum stað yrði í eðlilegu samræmi við náttúrufar og markaðsskilyrði. Auðvitað var haldið fast á þeirri kröfu að stéttarsambandið fái verðlags- valdið í sínar hendur og bænd- um séu greiddar þær uppbætur, sem lög standa til. Fara samþykktir fundarins um framleiðslu- og verðlagsmál hér á eftir. „Aðalfundur Stéttarsambands bænda, haldinn að Hvanneyri 3.—4. sept. mælir með því, að frumvarp til laga um fram- leiðsluráð landbúnaðarins og verðskráningu og verðmiðlun á landbúnaðarvörum, sem prent- að eu í 1. tölublaði Félagstíðinda Stéttarsambandsins 1945, verði lögfest með þeim breytingum, að Stéttarsambandi bænda verði falið það verksvið, sem Búnað- arfélagi íslands er ætlað, sam- kvæmt frumvarpinu. Þangað til fyrrnefnt frum- varp verður að lögum, ákveður fundurinn að framleiðsluráð sé skipað samkvæmt ákvæðum frumvarpsins, er starfí að verk- efnum þeim, sem þar eru ákveð- in, eftir því sem við verður kom- ið án lagastuðnings. Kostnaður greiðist eftir sam- komulagi af þeim aðilum, sem tilnefna menn 1 framleiðsluráð. Fundurinn felur stjórn Stétt- arsambandsins að halda áfram (Framhald á 4. slSu).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.