Tíminn - 06.09.1946, Blaðsíða 2
2
TtMIM, föstttdaglmi 6. sept. 1946
161. blað
Föstudagur 6. sept.
Einhuga stétt
Aðalfundi Stéttarsambands
bænda er lokið. Þar voru full-
trúar bænda úr öllum héruð-
um landsins saman komnir, —
menn með mismunandi skoð-
anir og viðhorf, ungir menn og
gamlir, sem búa við hin ólík-
legustu skilyrði íslenzks land-
búnaðar.
Ýmsir gerðu sér vonir um það,
að fundur bændanna yrði rifr-
ildissamkoma, þar sem menn
körpuðu um ýms atriði, smá og
stór, og skildu ósáttir. Það eru
svo margir, sem telja sig hafa
hag af því, að bændastéttin sé
sundruð.
Stofnfundur Stéttarsam-
bandsins á Laugarvatni í fyrra
gaf óvinum bændanna nokkr-
ar vonir í þessum efnum. Þar
var ágreiningur um formsat-
riði, enda ekki til sparað af
sumum, sem utan við stóðu, að
ala á allri misklíð og reyna að
vekja tortryggni.
En fundurinn á Hvanneyri
nú var mótaður af einhug sam-
einaðrar stéttar. Þar voru menn,
sem fundu til þess, að þeir urðu
fyrst og fremst að standa sam-
an um málefni landbúnaðarins.
Þeím var það Ijóst, að sam-
heldni og styrkur bændastétt-
arinnar var aðalatriðið.
Þegar menn, sem eiga sam-
leið og samstöðu, vilja svika-
laust samstarf í raun og veru,
geta engin aukaatriði sundrað
þeim. Það sýndi sig nú á fund-
inum á Hvanneyri.
Gæfa bændanna, einhugur
þeirra og stéttarmeðvitund hef-
ir hér orðið sterkari en undir-
róður og óskir þeirra, sem vilja
bændastéttina veika og sundr-
aða.
Fyrir bændur landsins er það
að sjálfsögðu bæði hagsmuna-
og metnaðarmál, að grund-
völlur er lagður að traustu
sambandi þeirra í stéttarfélags-
skap. Þó að ekki sé verið að
mæla bót öllu, sem hefir við-
gengist í stéttabaráttu síðustu
ára og þar þurfi bæði festu og
hófs^mi, ef vel á að fara, þá er
það alveg víst og augljóst mál,
að ef einhver stétt er sundruð
og tómlát um sín mál, verður
hlutur hennar fyrir borð bor-
inn.
Það getur vel verið, að
stjórnarvöld landsins séu um
stundarsakir óvinveitt og erfið
heilum stéttum eins og bænda-
stéttinni. En sú stétt, sem þjóð-
félaginu er nauðsynleg og
stendur einhuga saman örugg
og traust, án þess að leggja
sig eftir óþörfum deilum, verður
ekki lengi höfð réttlítil og ut-
angátta.
Þetta vita þeir, sem vilja hlut
bændastéttarinnar sem minnst-
an. Þeir binda vonir sínar við
sundrungu hennar. Þeim er
það ljóst, að einhuga bænda-
stétt verður ekki til lengdar
veik og lítilsmegandi um mál-
efni þjóðfélagsins.
Þessum mönnum verður ekki
verra gert með öðru en einingu
bændanna, því að þeir vita, að
þar eftir fer styrkur þeirra.
En þetta er þó ekki sérmál
bændanna, sem ekki kemur
öðrum við. Állir þeir, sem unna
íslenzkum landbúnaði og jafn-
vægi í þjóðlífinu, hljóta að
taka einingu bændanna með
fögnuði, því að það er bænda-
stéttin ein, sem hefir aðstöðu
*til þess að verja hlut sinn og
'rétt. Því munu allir þeir, sem
Fulltrúafundur norrænna
þingmanna í Osló
Viðíal við Bjarna Ásgeirsson alþingismaim.
Tíminn hefir fundið að máli Bjarna Ásgeirsson alþingismann,
sem var einn af íslenzku fulltrúunum, sem sátu mót norrænna
þingmanna, er nýskeð var haldið í Osló. Spurði tiðindamaður
blaðsins hann um mótið og fundina og sagðist honum svo frá:
— Þetta er 25. mót norrænna
þingmanna og var það að þessu
sinni í Osló og fundir þess
haldnir í hinum veglega fund-
arsal norska Stórþingsins. Á
móti þessu voru fulltrúar frá
öllum Norðurlöndunum fimm,
70—80 alls og af öllum stjórn-
málaflokkum. Frá íslandi voru
fjórir fulltrúar sinn frá hverj-
um flokki og voru þeir auk mín
Gunnar Thoroddsen, sem var
formaður fulltrúanefndarinnar,
svo og Sigfús Sigurhjartarson
og Stefán Jóhann Stefánsson.
Ritari nefndarinnar var Jón
Sigurðsson skrifstofustjóri Al-
þingis. Konur okkar, sem og
flestra þingfulltrúanna, voru
einnig með í förinni.
Eiginkonunum var ekki
látið leiðast.
Ekki sátu þær fundina, en
vel hafði verið fyrir því séð, að
þeim ekki leiddist á meðan
við sátum á fundum, með smá-
ferðalögum um borgina og um-
hverfi hennar, þar sem þeim
voru sýndir fagrir og markverð-
ir staðir. — Nokkrar konur
voru þingfulltrúar frá hinum
Norðurlöndunum. Ókunnugt er
mér um hvort þær höfðu bænd-
ur sína með í förinni og ekki
varð ég áskynja neinna ráð-
stafana þeirra vegna meðan á
fundum stóð.
Fundarefnin.
Fundirnir stóðu yfir dagana
18.—20. ágúst og voru aðalmál-
in, sem tekin voru til meðferð-
ar þessi:
1. Stjórnskipulegur neyðar-
réttur (nauðsyn brýtur lög). 2.
Þátttaka Norðurlanda í alþjóð-
legu starfi, og 3. samvinna
Norðurlanda i menningar- og
fjárhagsmálum. Framsögumenn
að málum þessum höfðu verið
valdir: að 1. lið norski prófess-
orinn Tvede Castbug, sem
gerði ýtarlega lögfræðilega
grein fyrir hinni sérstæðu
stjórnskipan Norðmanna á
stríðsárunum; að 2. lið fyrv.
hermálaxáðherra Dana, Ole
Björn Kraft, og að 3. lið sænski
ráðherrann Gjöres og ennfrem-
hafa samúð með íslenzkum
landbúnaði og telja hann þjóð-
arnauiðsyn, fagna einingu
bændanna.
Það eru tveir hópar manna,
sem fundurinn á Hvanneyri
verður til angurs. Annars veg-
ar eru einhverjir valdastreitu-
menn og spekúlantar, sem telja
persónulegfli dýrð sinni stafa
hætta af málefnalegri sam-
stöðu bænda. Hins vegar eru
þeir, sem líta ræktun landsins
ilfu auga og telja landbúnað á
íslandi hagfræðilega vitleysu og
glapræði. Hvorugum þessum
hópi manna þurfa bændur
landsins eða yfirleitt aðrir
þjóðhollir menn á íslandi neitt
sérstakt að þakka eða virða við.
Hvaaneyrarfundur Stéttar-
sambands bænda sýnir skilning
bændanna á aðalatriðunum,
félagsþroska þeirra og einhug
á þann hátt, að það gleður alla
hófsama og góðgjarna menn,
sem unna jafnvægi og heil-
brigðum alhliða vexti í þjóðlíf-
inu.
ur tveir fyrrverandi ráðherrar,
þeir Christmas Möller frá Dan-
mörku og Andrén frá Svíþjóð.
Um öll málin urðu allmiklar
umræður og tóku þátt í þeim
fulltrúar frá öllum löndunum,
Formaður íslenzku nefndar-
innar, Gunnar Thoroddsen pró-
fessor, talaði af hálfu hennar í
umræðunum um tvo fyrstu lið-
ina, þar sem hann í stuttum en
greinagóðum ræðum skýrði frá
neyðar- eða nauðalöggjöf þeirri,
er ísland sá sig til knúið að
grípa til á styrjaldarárunum,
svo og því alþj óðastarfi, sem
ísland hafði tekið þátt í þann
tíma, er það hefir sjálft farið
með utanríkismál sín.
Stefán Jóh. Stefánsson tók
þátt í umræðunum um sam-
vinnu Noyðurlanda af hálfu
ísl. nefndarinnar, og gat um
vilja íslendinga að taka þátt í
hinni menningarlegu sam-
vinnu Norðurlanda, svo og
hagrænu samstarfi í ýmsum
greinum, eins og t. d. samvinnu
við Norðmenn í fisksölumálum.
Þá minntist hann og á kurr
þann, er stundum hefði gert
vart við sig á Norðurlndum út
af íslenzkri landhelgislöggjöf
og framkvæmd hennar. Benti
hann í því sambandi á það, að
fiskimiðin og landhelgin væri
íslendingum isama og skógarn-
ir og námurnar hinum Norður-
landaþjóðunum.
Þessar ályktanir voru sam-
þykktar á fundinum:
1. Alþjóðleg samvinna:
„Fulltrúafundur norrænna
þingmanna ósk;ar Sameinuðu
þjóðunum þess, að heill megi
fylgja. starfi þeirra að þvi
marki að tryggja frelsi þjóð-
anna og friðinn og koma á
þjóða í milli samstarfi, sem
byggist á gagnkvæmu trausti.
Fulltrúafundurinn fagnar þeim
degi, er öll Norðurlöndin geta
orðið þátttakendur í þessu starfi
innan vébanda þessara sam-
taka“.
2. Norræn samvinna:
a. „Fulltrúafundurinn beinir
þeim tilmælum til ríkisstjórn
Norðurlandanna, að þær skipi
við fyrstu hentugleika sameig-
inlega nefnd, sem undirbúið
geti nauðsynlegar tillögur, svo
að takast megi með Norðurlönd-
unum öflug samvinna í menn-
ingarmálum. Fulltrúafundur-
inn er þeirrar skoðunar, að víð-
tæk menningarleg samvinna
muni auka mjög gagnkvæman
skilning Norðurlandaþjóðánna
og hlynna að fræðilegum rann-
sóknum og veita Norðurlöndun-
um aukna möguleika til að
leggja drjúgan skerf til alþjóð-
legra vísinda".
b. „Fulltrúafundurinn lætur
í ljós þá ósk, að möguleikarnir
á nánari samvinnu á sviðum
viðskiptalífsins verði teknir til
ýtarlegri athugunar með þeim
hætti, sem ríkisstjórnir Norð-
urlandanna telja heppilegast“.
Aðalforseti fundarinns var
kjörinn formaður norsku þing-
mannanefndarinnar, Monsen
stórþingsmaður, og kvaddi hann
til aðstoðar sér formenn hinna
landsnefndanna til skiptis.
Yfirleitt mæddi starfið við
fundina mest á framsögumönn-
um og formönnum nefndanna,
og þá í hópi okkar íslenzku
nefndarmannanna á formanni
okkar, Gunnari Thoroddsen,
sem auk þess að vera forsvars-
maður okkar á fundum og sam-
komum, varð að sinna fjölda
blaðaviðtala og flytja ræður í
norska og danska útvarpið o. s.
frv. Gerði hann þessu öllu hin
beztu skil.
Unnið að auknum samhug.
— Hvers árangurs telur þú
mega vænta af fundum sem
þessum fyrir norræna sam-
vinnu?
— Það er máske nokkuð
vandasamt að svara því ákveðið.
Um þann samhug og samstarf
milli hinna norrænu þjóða,
sem þarna er verið aö rækta,
munu vafalaust eiga við þessi
orð íslenzka skáldsins: „Lengi
er að vaxa ungleg björk, sem
vermir um aldur hólinn“.
En hver tilraun, hver fund-
ur sem þessi flytur þjóðirnar
nær því takmarki. Það hefir án
vafa sitt að segja, að fulltrúar
frá öllum þessum löndum, sem
aðstöðu hafa til áhrifa meiri
og minni hver með sinni þjóð,
komi saman, skiptist á skoð-
unum, skýri hvers annars sjón-
armið og beiti sér fyrir sam-
eiginlegum hu-gðar- og hags-
munamálum þjóða sinna. En
það, sem jafnan þíðir klakann
burt, eru áhrifin „mellem
slagene“, utan fundanna, við
persónuleg kynni og einkasam-
töl einstakra fulltrúa hinna
ýmsu landa, sem oftast eru op-
inskárri og einlægari en hinar
opinberu fundaræður.
Norræn samvinna ekki
hégómamál.
Og að einu leyti steig þetta
mót feti framar en hin fyrri til
framkvæmda norrænni sam-
vinnu, þar sem ákveðið var að
fela sérstökum fulltrúum þing-
mannasambandsins að fylgja
eftir ályktunum mótsins hverj-
um með sinni þjóð.
Og norræn samvinna er ekk-
ert hégómamál, þótt ýmsum
hætti máske við að hugsa svo.
Þrátt fyrir hina sterku sjálf-
stæðiskennd Norðurlandaþjóð-
anna og allskýr séreinkenni
þeirra innbyrðis, eru þær þó
sem heild ein, stór þjóðafjöl-
skylda, er á sameiginleg mikil
menningarverðmæti, sem henni
er lífsnauðsyn að vernda, og á
margan hátt sameiginlegra
hagsmuna að gæta. Norður-
landaþjóðirnar geta ekki fjar-
lægst'hver aðra í sundurþykkju
án þess að „bíða tjón á sálu
sinni“.
Og við íslendingar, sem eig-
um þar þó mesta sérstöðu, vegna
legu lands okkar, verðum að
gæta þess, að við eigum ekki í
annað hús að venda en til
fræntiþjóðanna á Norðurlönd-
um til viðhalds og eflingar okk-
ar norræna menninigar-arfi
fram yfir það, sem við_ höfum
hjá sjálfum okkur að taka. Og
þó að það verði okkur að sjálf-
sögðu alltaf mest um vert, þá
munum það, að „hrörnar þöll,
sú er stendr þorpi á, hlýr at
henni börkur né bann.“ —
Einangrunin er seigdrepandi.
En hin norræna menningar-
arfleifð okkar íslendinga og á-
vöxtun hennar, er okkar öðal,
og e. t. v. eina heimssögulega
hlutverk meðal þjóðanna.
Einlægur samhugur — en
úrbætur þó aðkallandi
— Hvernig kom þér fyrir
sjónir hinn norræni samhugur,
eftir styrjöldina?
— Á fundi þessum féll allt í
ljúfa löð á meðal fulltrúa hinna
ýmsu þjóða, og varð hvergi vart
annars en hins einlægasta
samstarfsvilja. Þó verður þess
ekki dulizt, að víða þarf þar
endurbóta við meðal almenn-
ings. Kemur það hvað skýrast
fram í ýmsum blaðaummælum.
Er það s^nilegt, að einangrun
sú, er hernaðarástandið hafði
í för með sér og hin ólíka að-
staða er það skapaði meðal
Norðurlanda, hefir vakið þeim
nokkur misklíðarefni.
Svo maður taki Svíþjóð til
dæmis, þá hafði hún þá sér-
stöðu að komast hjá allri beinni
styrjaldarþátttöku. Kjölurinn
skilur hana frá Noregi. Og þó
að hann, sem betur fór, væri
Norðmönnum ekki með öllu ó-
kleifur á styrjaldarárunum, þá
var þó eins og hann „hækkaði"
þá nokkuð, eins og einn sænsku
fulltrúanna komst að orði í
ræðu. Og þetta hefir ekki enn-
þá lagast til fulls. Um það vott-
uðu ýms bituryrði í garð Svía,
sem birtust í sumum norsku
blöðunum, og komu okkur ýms-
um dálítið á óvart, þar eð við
höfðum frétt hvað Svíar þó
voru Norðmönnum bæði með-
an á stríðinu stóð og ekki síð-
ur eftir það. En þetta stafar vit-
anlega af margháttuðum sár-
indum Norðmanna frá her-
námstímabilinu, sem vitanlega
tekur nokkurn tíma að jafna
sig.
En við þetta hefir svo það
bæzt eftir styrjöldina, að vel-
megun Svía og „valúta“ þeirra
hefir myndað eins konar girð-
ingu um Sviþjóð á landamær-
um nágrannanna. Þar þýðir
ekki að sýna nema sænskar
krónur og dollara, sem ná-
grannarnir hafa næsta lítið af,
svo að þetta hefir hamlað ferð-
um þeirra inn yfir sænsku
landamærin, og viðskiptum
þeirra við þennan „stóra bróð-
ur“, og þannig að nokkuru
leyti viðhaldið einangruninni
frá styrjaldarárunúm — nema
þeirra, er leggja þangað í at-
vinnuleit. Þetta ástand er nor-
rænni samvinnu dálítið hættu-
legt sem stendur, og er það
fyrst og fremst á færi Svía að
bæta úr því.
Aftur á móti eru samgöngur
greiðar og ferðalög mikil á milli
Noregs og Danmerkur, og miklir
dáleikar á milli þeirra.
Hvergi vart neins kala í garð
íslendinga í Danmörku.
Þá eru og öllum kunnir fá-
leikar þeir og andúð, er kom
fram í dönskum blöðum gagn-
vart íslendingum fyrst eftir
sambandsslitin.
En það var svo um mig sem
flesta landa, er ferðast hafa til
Danmerkur nú undanfarið, að
ég varð þessarar andúðar í garð
íslendinga hvergi var meðal
þeirra Dana, sem ég umgekkst,
hvort sem þeir voru mér áður
kunnir eða ekki. Og meðal
hinna dönsku þingfulltrúa, er
ég hitti og ræddi við, var ekki
annað að finna en einlæga alúð
og vinsemd.
Um hitt þarf samt ekki að
efast, að sú beizkja og þeir fá-
leikar, sem ýmsir blaðamenn
hafa sýnt í okkar garð undan-
farið, og 'sýna öðru hvoru enn,
eiga hljómgrunn meðal margra
Dana, þó að sennilega sé það
langsamlega minni hluti þjóð-
arinnar.
Og ég er sannfærður um, að
sá minni hluti muni fara ört
minnkandi á næstu árum, eink-
um ef við íslendingar veitum
honum ekki allt of mikla at-
hygli, heldur förum okkar
fram eins og ekkert hefði í
skorizt, og högum viðskiptum
og viðmóti við hina fornu sam-
bandsþjóð okkar með tilliti til
þeirra mörgu Dana, sem vilja
vera vinir okkar, og eiga við
okkur bróðurleg skipti.
Áhrif styrjaldarinnar.
— Voru ekki sýnileg áhrif
styrjaldarinnar á Norðurlanda-
þjóðirnar á ýmsan hátt?
— Jú vitanlega varð ekki
komizt hjá að veita þeim at-
hygli fyrir þá sem nokkur
kynni höfðu haft af þessum
þjóðum áður.
Yfirleitt heyrðist mér á þeim
sem ég talaði við, að nokkurr-
ar upplausnar og agaleysi gætti
meðal æskulýðsins í öUum
löndunum nú eftir styrjöldina,
sem m. a. kæmi fram í mjög
aukinni áfengisnotkun og ó-
reglu í sambandi við hana; —
fyrirbrigði, sem sennilega ger-
ir vart við sig um allar jarðir
og við íslendingar höfum þvi
miður ekki heldur farið var-
hluta af,
Svíþjóð. Svíþjóð hefir sér-
stöðu meðal þessara þjóða,
sem og vonlegt er. Þar var að
sjá sama gnægtabúrið og áður
fyrr, og allir hlutir fáanlegir —
ætir og óætir, — hverjum þeim
sem hefir nóg af sænskum
krónum í buddunni. En ærið
dýrir virtust mér margir hlutir
vera þar, þegar farið var að
umreikna hina litlu íslenzku
fimmtíu og fimm aura krónur,
eins og hún er skráð í sænskum
bókum — í sænskar krónur. En
þrátt fyrir hina sýnilega miklu
velmegun sænsku þjóðarinnar
heldur hún mjög búmannlega
á hlutunum og framfylgir all-
ströngum skömmtunarákvæð-
um um margar tegundir mat-
væla, sem henni þó mundi vera
innan handar að veita öllum af
rausn.
Danmörk. Þar var ástandið
hins vegar með nokkuð öðrum
svip. Matar er þó Dönum ekki
vant fremur en fyr. Hin grózku-
mikla gegnumræktaða danska
jörð er enn í umsjá heimsins
beztu bænda, og óþrjótandi
forðabúr öllum íbúum landsins
í sveit og borg og aðalgjaldeyris-
lind þjóðarinnar. En ærinn
skortur var sýnilegur á flestum
þeim varningi er flytja verður
inn. Leigubíla er mjög örðugt
að fá í Kaupmannahöfn, sökum
bílaskorts, hjólbarðahallæris og
takmarkaðs bensíns. Auglýs-
ingaljósadýrðin, sem lýsti Ráð-
hústorgið upp fyrir stríðið langt
fram á nótt er löngu horfin.
Ekki vegna þess, að nú er lítið
til að auglýsa, heldur vegna
þess að danskar rafstöðvar eru
að miklu leyti knúðar með er-
lendu eldsneyti og það verður
að spara.
Og kynlega kom manni fyrir
að finna móreykinn fyrir vitum
sér á strætum og torgum
kóngsins Kaupmannahafnar,
svo að við lá, að hugurinn leit-
aði „heim í sveit á nítjándu öld“
eins og Örn kvað. En borgin
bætir sér nú upp hið erlenda
kolaleysi með hinum ágæta
danska mó. —
En þó að Dönum sé enn
margra muna vant eftir und-
anfarinna ára rupl og rán, fer
hagur þeirra dagbatnandi og
þarf ekki að efast um að þeir
verða fljótir að koma undir sig
fótunum að nýju, svo miklir
búmenn og iðjumenn sem þeir
eru.
Ókyrrð þá og uppivöðslu, sem
nokkuð gerði vart við sig með
þjóðinni fyrst eftir styrjöldina,
er nú óðum að lægja. Danir
eru aftur að taka upp gleði
sína og hin gamalkíunnu