Tíminn - 06.09.1946, Side 3

Tíminn - 06.09.1946, Side 3
161. blað TÍMINTV, föstudagiim 6. sept. 1946 3 Fimmtug: Jakobína Ásgeirsdóttir Laugavegl 69. Fimmtug verður í dag Jako- bína Ásgeirsdóttir, Laugaveg 69, Reykjavík, kona Guðmund- ar Helgasonar trésmíðameist- ara. Hún er Vestfirðingur að ætt og uppruna, fædd að Álfta- mýri við Arnarfjörð 6. septem- ber 1896. Foreldi’ar hennar voru Þóra Árnadóttir og Ásgeir Ás- geirsson. Var hann bróðir Gísla, er lengi bjó á Álftamýri. Börn þeirra *oru 13 og var Jakobína elzt þeirra. Nokkurra vikna gömul var Jakobina tekin í fóstur til hjónanna í Feigsdal í Arnarfirði, þeirra Ragnheiðar Jensdóttur og Guðmundar Jónssonar, og ólst hún upp hjá þeim að öllu leyti sem þeirra eigið baim. Ragnheiður dvaldi síðan jafnan hjá henni og er látin fyrir fáum árum. í nóvember 1914 giftist Jako- bína Guðmundi Helgasyni frá Hofi í Dýrafirði, hinum ágæt- asta manni. Búskap að Söndum í Dýrafirði hófu þau 1915 og bjuggu þar til ársins 1930, er þau fluttu til Hafnarfjarðar, og tveimur árum síðar fluttu þau til Reykjavíkur og hafa dval- » ið þar síðan. Hefir Guðmundur aðallega stundað húsasmíðar. Böi-n þeirra eru fjögur, tveir synir og tvær dætur, sem nú eru uppkomin. Jakobína hefir jafnan veitt fjölmennu heimili forstöðu af myndarbrag og átt þar annríki mikið. Eftir að þau hjónin fluttu til Reykjavíkur hefir þar verið athvarf margra, sem til bæjarins hafa þurft að leita um lengri eða skemmri tíma, eink- um úr átthögunum vestra, en tryggð hennar við átthagana og fólkið, sem þar býr, er óhvikul og einlæg. Þarf áreiðanlega mikið fjölmenni, svo henni finn ist að sér þrengt á nokkurn hátt. Það sem einkennir Jakobínu þó sérstaklega og gerir hana minnisstæða þeim, er kynnast henni, er hinn sívakandi áhugi hennar fyrir ýmsum félagsmál- um. Hann mun þó fyi'st hafa notið sín til fulls eftir að börnin komust upp og heimilisáhyggj - urnar minnkuðu. En þáttur af henni sjálfri hefir hann þó allt- af verið, þvi svo samgróinn og eðlilegur er hann Jakobínu. í Framsóknarfélagi Reykja- víkur hefir hún starfað af mikl- um dugnaði um alllangan tíma og jafnan verið meðal hinna Jakobína Asgeirsdóttir. fremstu kvenna, sem þar hafa verið virkir félagar. Um langt skeið hefir hún átt sæti í full- trúaráði félagsins og verið á kjörlista flokksins við undan- farnar bæjarstjórnar- og al- þingiskosningar. Er hún þar sem annars staðar hinn ákjós- anlegasti fulltrúi kvenþjóðar- innar. Félagsmálabaráttan er henni einlægt og fordildarlaust áhugamál. Slíkur áhugi er því miður of sjaldgæfur hjá konum, en hann er að sama skapi á nægjulegur, þar sem hann birt- ist í raunsærri og trúrri bar áttu fyrir þeim málstað, sem hún veit að þjóðinni er fyrir beztu að fylgt sé. Slíkt er mark- mið Jakobínu. Enginn vafi er á því, að það að eiga slík á- hugamál utan heimilisins, gefur lífinu aukið gildi, og vissulega er það ánægjulegt, þegar saman fer að vera umhyggjusöm móðir og húsfreyja og alvarlega hugs- andi um almenn mál. Við þessi tímamót ævinnar senda hinir mörgu vinir og sam- herjar Jakobínu innilegar árn aðaróskir og þakkir fyrir liðin samstarfsár um leið og þeir vænta þess að fá enn um langa hríð notið áhuga hennar, starfsgleði og bjartsýni. D. Á. dönsku gamanyrði eru aftur borin fram á vörina. Finnland. Þar komum við ekki, og þar hefi ég aldrei stig- ið fæti. En allir íslendingar vita um raunir þær, er steðjað hafa að finnsku Jjjóðinni á undanförn- um árum, og hafa heyrt um þær hörðu búsifjar, sem þær hafa yfir hana leitt. Það leyndi sér heldur ekki á yfirbragði hinna 9 finnsku fulltrúa, að þeim var ekki hlátur í huga. Friðarsamningarnir finnsku voru á döfinni í Pai'is þessa daga og mál þeirra stóðu ekki sem vænlegast. Óvissan um framtíðina hvíldi því á þeim eins og mara. Og þó að auðheyrt væri á þeim, að þeir væru staðráðnir í að taka ógæfunni eins og menn, standa við skuldbindingar sínar og hefja jafnframt endurreisn- ai’starfið eftir ýtrustu getu, var það ljóst, að styrjaldir undan- farinna ára, ósigrar, landamiss- ir og þungar álögur sigurveg- aranna, höfðu bugað þessa harggerðu menn. — Noregur. Yfirbragð Norð- mannanna var allt annað. Það var auðséð, að þeir höfðu strokið af augum sér „nótt og harm þess horfna“ og horfðu vonglaðir fram á við. Maður hafði það á tilfinningunni, að þjóðin væri að byrja líf sitt að nýju. Það var sem ættjarðar- söngvarnir, „Ja vi elsker dette landet“ og „Gud signe dig Norge, mit dejlige land“ o. s frv., logi í loftinu. Og þá má ekki gleyma fánasöngnum nýja: „Rödt, hvitt og blát“, er skap- aðist á hernámsárunum og var sunginn á opinberum skemmti- stað einu sinni eða tvisvar en síðan bannaður af hernaðar- yfirvöldunum. Næstu daga fór hann eins og skógareldur um landið þvert og endilangt og var alls staðar sunginn meðal norskra föðurlandsvina. Nú virðist hann einna vinsælastur norskra ættjarðarsöngva — og kveður ákaft við þar sem Norðmenn koma saman. Mér virtist lífsgleði, bjartsýni og þróttur einkenna norsku þjóð- ina nú, meir en nokkru sinni fyr. Og þó að þar væri sýnilegur skortur á mörgu, sem þjóðin gat veitt sér fyrir stríðið, þá börðu þeir sér ekki, enda una menn því betur að búa við þröngan kost, sem fer batnandi frá degi til dags, heldur en stórum, ríku- legri kjör, sem þó rýrna með (Framfiald d 4. slðu). HAN S MARTIN: SKIN OG SKÚRIR veggnum er járnrúm — glugginn er skakkur, og gluggatjöldin eru aðeins dökk dula. Á skældu og ormsmognu borði er hrúga af nótnaheftum. í einu horninu er þvottaborö úr máluðu járni, og lítill olíuofn. Uppi á þiljunum hanga föt á stórum og ryðguð- um nöglum, og ofan á rúmábreiðunni liggur kvenhattur. „Hvílík húsakynni,“ segir Wijdeveld ósjálfrátt upphátt. Ungi maðurinn brosir vorkunnlátur á svipinn. Svo tekur hann dökku duluna frá glugganum, og þegar Wijdeveld verður litið út um hann, sér hann óendanlegan skóg af reykháfum bera við dökkan himininn. Ungi maðurinn heldur áfram að raka sig — hann mælir ekki orð fi'á vörum. Hann þvær andlit sitt — greiðir hárið. Wijde- veld hefir setzt á rúmbríkina — heldur áfram að skima í kring- um sig. Þetta er orðin kveljandi þögn. En svo heyrir hann fótatak á stigapallinum. Stúlka dæsir glað- lega, L a V i o 1 á ,“ segir ungi maðurinn og lítur við. í sömu andrá opnast dyrnar, og Marta kemur inn. Hún nemur staðar agndofa af undrun — hallar sér upp að dyrastafnum. Svo brosir hún þreytulega ,og lýtur höfði. Snöggvast skín lamandi skelfing úr stórum, dreymandi augum hennar. „Marta,“ segir Wijdeveld. „Ég kom til Parísar — og hingað upp til þess að tala við þig.“ Hún svarar ekki. Hún stendur kyrr við dyrastafinn -- lítur ekki upp. Ungi maðurinn hefir tekið sér stöðu við hlið hennar og horfir hana bláum augum. „Marta — hvílík fátækt — hvers vegna hefirðu ekki látið okkur vita um hagi þina? Við hefðum þó sannarlega getað hjálpað þér — Við Sjoerd hefðum, hvor okkar sem var . .. .“ „Ertu kominn til þess að sækja mig?“ spyr hún hásri röddu. „Hvað áttu við?“ Þessi spurning kemur flatt á hann. „Ertu kominn til þess að sækja mig — til þess að skilja okkur Hjálmar af því að við lifum i hneyklanlegri sambúð?“ Hún talar hratt og starir á hann stórum, sakleysislegum augum. Nú fyrst sér hann, hve hún er mögur og kinnfiskasogin og hvað bláir baugarnir kringum augun eru stórir. „En ég fer ekki með þér. Ég verð kyi-r, þó að við eigum ekki málungi matar,“ heldur hún áfram. „Við sveltum heldur í hel, en skilja. Hjálmar hefir verið sviptur styrknum sínum — hann fékk tíu franka á dag, og nú drögum við fram lífið á því, sem Sjoerd sendir mér. En það hrekk ur skammt, því að það á í rauninni að vera handa mér einni. Ég hefi samt bannað Hjálmari að fara, því að ég vil heldur svelta með honum, en lifa við allsnægtir án hans . ...“ Það verður þögn stutta stund. Wijdeveld er ekki enn búinn að átta sig á þessu óvænta áhlaupi. ,Við erum við því búin, að Sjoerd hætti að senda okkur peninga — ég gat búizt við, að ég yrði á þann hátt kúguð til þess að hverfa aftur heim til Hollands, En mér datt aldrei í hug, að þú myndir koma til þess að sækja mig. Ég hefði ef til yill getað hugsað mér að fara heim aftur, ef enginn hefði vitað, hvað á daga mína hefir drifið hér í París. En nú veizt þú það, og nú segir þú mömmu og Sjoerd það, og þá get ég ekki hugsað til þess að standa augliti til auglitist við þau framar. Ég vil heldur deyja úr hungri — ég fleygi mér heldur í Signu . .. .“ Hættu þessu þrugli,“ hrópar Wijdeveld aht í einu. „Hættu þessu, Marta — í guðs bænum. Ég er hvorki kominn til þess að njósna um þína hagi né sækja þig. Ég var hér á ferð, og mig langaði til þess að sjá þig — ef ég gæti ef til vill lagt þér eitt hvert lið.“ „Það er orðið of seint að hjálpa mér,“ segir hún þreytulega - öll æsing er skyndilega horfin úr rödd hennar og fasi. „Við getum ekkert — við höfum dag eftir dag og mánuð eftir mánuð reynt að útvega okkur atvinnu. En við höfum alls staðar verið rekin á dyr. Grammófónn og útvarp er betra, segja allir.“ „Einmitt þess vegna, Marta — e/nmitt þess vegna þarftu ; hjálp að halda. Þessu verður að vera lokið.“ „Nei — nei,“ æpir hún. „Ég vil það ekki. Ég vil heldur deyja.“ „ Qu est ce quil a dit?“ spyr Hjálmar, og blá augun eru orðin hörð og köld. „Qu’il f a u t e n f i n i r ,“ hrópar hún. „ E t j e n ’ e n veux pas .... nous resterons ensemble." „Heyrðu nú, Marta,“ segir Wijdeveld og reynir að koma að skýringu. En þá kemur ungi maðurinn til hans og leggur aðra höndina þungt á öxl honum. „Allez — Fous le camp’." Wijdevel slítur sig lausan af honum — hann er orðinn sót- rauður í framan. „Taisez vous — imbécile," hrópar hann. 1 „Þú misskilur mig, Marta — ég er kominn til þess að hjálpa þér. Drottinn minn dýri — geturðu ekki látið þér skiljast það? Giftu þig þessum manni — við Sjoerd skulum láta ykkur fá það sem þið þurfið til þess að halda áfram hljómlistarnámi.“ „Þið Sjoerd?“ „Já — við Sjoerd auðvitað ... :• Bróðir þinn og tengdafaðir hans — er það ekki ofur eðlilegt? Þið getið komizt sómasamlega af, ef þið fáið fáein hundruð gyllini á mánuði. Þessa hörmung get ég ekki horft á. Hvers vegna ættum Við Sjoerd að hafa allsnægtir og hjálpa ykkur ekki í nauðum?“ „Já — hvers vegna?“-segir Marta. „Af því að við kunnum ekkert og getum ekkert, en þið . ...“ En svo snýr hún sér að Hjálmari „þessi maður býður okkur hjálp sína, svo að við getum gifzt og lifað sómasamlegu lífi.“ Ungi maðurinn hristir höfuðið þrjózkulega. „Þó að hann láti þér í té peninga, þá er ekki þar með sagt, að hann kæri sig um, að ég lifi á þeim líka.“ „Það væri sjálfsagt ekki rétt að þiggja þá,“ segir hún hugsi. „Peningar — peningar — alltaf þessir bölvaðir peningar,“ segir Hjálmar allt í einu reiðiþrunginni röddu. „Gefið henni peninga — liún er venzluð yður. Þér eruð ríkur — gefið henni bara peninga. SABROE — vandaðar vélar í vönduð frystihús — Samband ísl. samvinnufélaga TÍMANN vantar unglinga til að bera út blaðið í eftirtalin hverfi: Langaveg, Suðurgötu, Llndargata, Sólvellir. Austurstræti. Afgreíðsla Tímans Sími 2323. Lindargötu 9 A. MATVÆLAGEYMSLAN H.F. Pósthólí 658. Undirritaður óskar að taka á leigu t41 eins ái's ... geymsluhólf. Nafn: Heimili: Orðsending til innheimtumanna Tímans. Innheimtumenn Tímans eru vinsamlega beðnlr að senda áskriftargjöld blaðsins hið ailra fyrsta. Gjalddagi var 1. júli. Verð blaðsins utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, er kr. 45,00. Innlicimta Tímans. ..H Lögtak Eftir kröfu borgarstjórans í Reykjavík og að undan- gengnum úrskurði verður lögtak látið' fara fram fyrir ógreiddum ÚTSVÖRUM til bæjarsjóðs fyrir ár 1946, sem lögð voru á við aðalniðurjöfnun síðastliðið vor og féllu í eindaga 15. júlí og 15. ágúst þ. á., samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar Reykjavíkur 17. janúar þ. á„ sbr. heimild í 28. gr. útsvarslaganna, svo og fyrir drátt- arvöxtum og kostnaði, að átta dögum liðnum frá birt- ingu þessarar auglýsingar. Borgarfógetinn í Reykjavík, 5. sept. 1946.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.