Tíminn - 10.09.1946, Blaðsíða 1
30. árg.
Reykjavík, þriðjudaginn 10. sept. 1946
163. blað
MARGT HEFIR BREYTZT
Á 33 ÁRUM
Eiuar Páll Jónsson, ritstjóri Lögbergs,
Dansk-
samnmgarnir:
Samningaumleitunum lokið að sinni
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ÚTGEPANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN i
Símar 2353 og 4373
PRENTSMIÐJAN EDDA h.I.
RITSl JÓR ASKRIPSTOFDR:
EDD'rJII SI. Llndrvrgötu 9 A
Símar 235S og 4373
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKIiIPSTOP/ :
EDDUHÚSI, Lir.dargötu 9 A
Siml 2323
Einar Páll Jónsson
ritstjóri Lögbergs.
sólfaldaður og tígulegur. Við
höfum ferðazt mikið um landið
og notið við það ósegjanlegs
yndis.
Stórfenglegar framkvæmdir.
Við dáumst öll að hinum
margbrotnu og í ýmsum tilfell-
um risafengnu framförum, sem
hér hafa orðið á síðustu árum.
Það, sem einna fyrst vakti at-
hygli mína voru vegabæturnar
um landið þvert og endilangt.
Um þetta getum við dæmt af
eigin reynd, því að svo má segja,
að við hjónin höfum ferðazt
dagfari og náttfari í bilum og
notið alls þess, er fyrir augun
bar í ríkum mæli.
Þá fer ekki fram hjá néin-
um gesti, sem á rót sína að
rekja til íslands, hversu stór-
felldar umbætur hafa orðið á
húsakynnum í bæjum og borg-
um síðasta aldarfjórðunginn.
Reykjavík hefir tekið slíkum
stakkaskiptum í mínum aug-
um, áð fyrst í stað trúði ég því
varla, að ég væri kominn heim.
Til að sjá eru mörg hinna nýrri
húsa tilkomu mikil og reisuleg,
en það, sem mér skilst, að sé
meira um vert er, hvernig hag-
að er til innan húsanna eða
heimilanna sjálfra. Við hjónin
höfum veitt því athygli á ferða-
lagi okkar um landið, að hvert
heimili, sem við höfum hei,m-
sótt, er fagurlega skreytt ís-
lenzkum málverkum og ýmis
konar annarri þjóðlegri heimil-
isþrýði. Þetta sannfærði okkur
fljótlega um það, hversu ís-
lenzk málaralist, þótt ung sé að
árum til, hefir tekið örum fram-
förum, því að mörg málverkin
eru að okkar hyggju bæði
frumleg og meistaralega gerð.
Það sem ég sagði áður um
húsabætur í Reykjavík má
einnig segja um Akureyri, Akra-
nes, Hafnarfjörð og marga aðra
Frú Ingibjörg- Jónsson,
kona hans.
gerð. Það er ekki aðeins, að tún
hafi verið sléttuð, heldur hafa
þau verið margfaldlega stækk
uð, og ný tún blasa nú við, þar
sem áður voru óræktarholt og
hálfgeröar urðir. Ég hefi víða
veitt því eftirtekt, að orfið og
ljárinn eru í þann veginn að
syngja sitt síðasta vers.
þeirra stað hafa tekið við völd-
um sláttuvélar, rakstrarvélar,
heyþurrkunarvélar og dráttar-
vélar. Þetta er vitaskuld hvergi
(Framhald á 4. síðu).
Helti úr vínglasi yfir
útlending — hafnaði
í tukthúsinu
Gestir á Hótel Borg urðu
sjónarvottar að þvi á laugar
dagskvöldið að va.r, að tveir lög-
regluþjónar komu þangað inn
og sóttu unglingsstúlku, sem
gerzt hafði uppivöðslusöm úr
hófi fram. Fyrst sneri hún
hælana undan skónum sínum
og dansaði á sokkaleistunum við
„kavaléra“ sína, en þegar henni
fór að þykja lítið púður í því
tók hún vínglas og hellti úr því
yfir höfuðið á erlendum gesti
sem var í veitingahúsinu þetta
kvöld. Þá var lögreglan kvödd
á vettvang.
Kunnugir menn segja, að það
sé nú nær daglegur viðburður
að konur á ýmsum aldri lendi
í höndum lögreglunnar vegna
drykkjuskapar. Fyrr á árum
þótti það sjálfsögð forréttindi
karlmannanna að drekka sig
fulla á almannafæri og lenda í
tukthúsinu fyrir ölæði. Jafn-
rétti kynjanna er sýnilega að
ryðja sér til rúms, þótt þess sé
ef til vill ekki mest þíörf á
þessu sviði.
Skagfirzkir bændur fara
á bifreiðum suður Kjöl
t fyrsta sinn, scni þessi leib er farin á bif-
reiðum.
Um miðjan ágúst sl. fóru tólf bændur úr Lýtingsstaðahreppi
í Skagafirði á bifreiðum norðan af Goðdalahálsi suður til Hvera-
valla. Hefir sú leið aldrei verið farin á bifreiðum fyrr. Var vega-
lengd sú, er þeir fóru, 83 km. En leiðangursmennirnir telja, að
komast megi nokkru styttri leið, ef leitað væri að leiðum. Þeir
ferðafélagarnir fóru á fjórum bifreiðum, tveimur jeppum, einnl
herbifreið með drifi að aftan og framan og einum vörubíl, sem
þeir liöfðu farangurinn á.
Lagt var upp frá Goðdalahálsi,
þar sem þeir höfðu mælt sér
mót. Var það snemma morguns
í föf/ru veðri. Fyrst var haldið
suður austurbrún Goðdalaháls,
þar til komið var á móts við
Goðdalakistu. Þar sveigðu þeir
til vesturs, austan við Skinn-
brókarskarð. Síðan var haldið í
vesturátt og farið skammt aust-
an víð Runufjall og á Ytri-
Hraunkúlu, þaðan beint vestan
við Fremri-Hraunkúlu. Þaðan
var beygt til vesturs fyrir sunn-
an Pollahraun. Á Ströngukvísl
fundu þeir gott vað rétt norðan
við Klettagilið. Náttstað höfðu
þeir við neðri Þverkvísl.
Daginn eftir héldu þeir svo
ferðinni áfram og fóru yfir
Blöndu rétt neðan við Eyfirð-
ingakvlsl. Var áin þar allgóð
yfirferðir, grunn en nokkuð
grýtt. Þaðan var torfærulítil
leið og nokkuð bein suður til
Hveravalla. Annars var leiðin
yfirleitt góð og vel fær. Suður
Goðdalaháls eru engar brekkur,
en öldóttir melar og mosaflesjur
um 15 km. leið. Síðan taka við
hraun, sem eru sæmileg yfir-
ferðar og flöt, nema er kemur
í Ytri-Hraunkúlu.
Telja leiðangursmennirnir að
gera megi leið þessa vel færa
bifreiðum, ef tvær árnar væru
brúaðar, en ágæt brúarstæði
eru á þeim báðum. Væri þá
kominn sumarvegur fyrir bif-
reiðar milli Norður- og Suður-
lands um Kjöl, og er óhætt að
fullyrða, að marga fýstl að fara
þá leið og njóta fegUrðar ó-
byggðanna.
Mennirnir, sem fóru þessa
för, voru þeir Sveinn Guð-
mundsson, Árnesi, bílstjóri,
Guðjón Jónsson, Tunguhálsi,
bílstjóri, Jón Jónsson, Hofsvöll-
um, bílstjóri, Gunnar Jónsson,
Varmalæk, Magnús Indriðason,
Hömrum^ Halldór Ólafsson,
Varmalæk, Jón Guðmundsson,
Breið, Aðalsteinn Eiríksson,
Vílinganesi, Hjörtur Guðmunds-
son, Lýtingsstöðum, Stefán Er-
lendsson, Mælifelli, Jóhannes
Guðmundsson, Ytra-Vatni,
Magnús Helgason, Héraðsdal,
og var hann leiðsögumaður
ferðarinnar.
Er komið var til Hveravalla
héldu átta þeirra félaganna
aftur norður sömu leið, en
aðeins á tveimur bifreiðunum,
en hinir fjórir óku á tveimur
bifreiðum, sem leið liggur suð
ur Kjöl frá Hveravöllum og til
Reykjavíkur.
Hjólbarðar skamtaðir
Eins og kunnugt er, var fyrir
um það bil ári síðan afnumin
skömmtun er var á slöngum og
hjólbörðum á bifreiðar stríðs-
árin. Nú hefir þessi skömmtun
verið tekin upp aftur sökum
mikillar eftirspurnar á þessari
vöru, en innflutningur er enn
sem komið er mjög af skornum
skammti. Gekk skömmtunin í
gildi síðastl. laugardag.
Kjarnorkugas, sem
knýr vélar
Á að geta kmið lest
yfir jivera Ameríku
fyrir eiitn dollara.
Burralo Machinedy Corp. mun
sennilega innan skamms fram-
leiða atómgastegund, sem get-
ur knúð lest frá Kyrrahafi til
Atlantshafs fyrir aðeins einn
dollara.
A. R. Miller forstjóri fyrir-
tækisins hefir sótt um sérrétt-
indi fyrir fyrirtækið til þess að
framleiða þessa einstöku gas-
tegund.
Það er lítil iðuhjólsmynduð
vél, aðeins 25 þumlunga há, gerð
úr stáli, sem á að þola 4000
kílóa þrýsting á ferþumlung.
Tilraunir með þessa nýju gas-
tegund, sem enn hefir ekki
hlotið neitt nafn, hafa verið
gerðar í hálft ár, og Miller skýr-
ir frá því, að enn sé framleiðsl-
an mjög dýr, en vonar, að hægt
verði að koma verðinu niður í
einn dollara á hvert hálft kíló
af gasi, sem á að geta knúið
lest í fjóra daga.
Tæknin er nú orðin svo hrað-
fleyg, að erfitt er að átta sig á
þvi, sem er að gerast. Hvaða
þýðingu getur t. d. svona upp-
fynding haft fyrir ferðalög í
framtíðinni — hlýtur hún ekki
að koma farmiðaverði niður I
(Framhali á 4. siOui.
Guðmundur Jónsson
skipstjóri látinn
Guðmundur Jónsson skip-
stjóri að Reykjum í Mosfells-
sveit, andaðist'í sjúkrahúsi hér
í bænum í síðastl. viku.
Guðmundur var þjóðkunnur
maður og um mörg ár afla-
kóngur islenzka togaraflotans.
Lengst var hann skipstjóri á
Skallagrími.
Fyrir nokkrum árum fluttist
Guðmunjjur úr Reykjavík að
Reykjum í Mosfellssveit og hóf
þar myndarlegan búskap, á-
samt mági sínum, Bjarna Ás-
geirssyni alþingismanni.
að samningaumleitunum lokn-
um hljóðaði á þessa leið:
Skilningur og gagnkvæmur
vilji.
Samningaumleitanir dönsku
og íslenzku nefndanna hafa
farið fram með góðum skilningi
og gagnkvæmum vilja tll að ná
þeim árangri, sem bæði löndin
mættu við una, og í bókun
þeirri, sem samþykkt var í lok
þeirra, lýsa nefndirnar yfir þvl,
að þær hvor fyrir sitt leyti muni
halda áfram að stuðla að þvl, að
hinn endanlegi samningur megi
verða tákn þeirrar vináttu og
samvinnu, sem framvegis skull
ríkja milli landanna.
Árangur samningaumleltan-
anna.
Samningaumleitanirnar hafa
leitt til endanlegrar niðurstöðu
um ýmis atriði og skulu þar
einkum talin eftirfarandi:
Framhaldandi jafnréttisstaða
til handa þeim, sem hinn 6.
marz þ. á. voru búsettir í hinu
landinu effa höfffu veriff það
einhjverntíma á síðustu 10 ár-
unum áffur; endanleg skipan
ríkisborgararéttar þeirra Dana,
sem búsettir voru á íslandi 1918,
byrjun umleitana um nýjan
verzlunar- og siglingasamning,
endurgreiffsla útgjalda skv. fé-
lagsmálalöggjöf annars lands-
ins vegna ríkisborgara hins og
afhending þeirra samninga,
sem danska utanríkisráffuneyt-
iff hefir gert fyrir íslands hönd.
Málinu, sem frestaff var.
Frestað var umræðum um
framhald tiltekinna fiskveiði-
réttinda Færeyinga við ísland
og rétt íslenzkra fiskimanna
við Grænland, þar eð í þvi efni
var talin þörf nánari íhugunar
af hálfu íslenzkra og danskra
’stjórnarvalda.
íslenzka nefndin hefir lagt
(Framhald á 4. siOu).
segir frá.
Eins og kunnugt er komu þeir Einar Páll Jónsson, ritstjóri
Lögbergs, Stefán Einarsson, ritstjóri Heimskringlu og Grettir Á.
Jóhannsson ræðismaffur, ásamt konum sínum, hingað til lands
í sumar í boffi íslenzku ríkisstjórnarinnar og Þjóffræknisfélags-
ins. Hafa þessir vesturíslenzku gestir ferffazt víffa um land. Tíð-
indamaffur Tímans hitti Einar Pál aff máli, er hann kom aftur
til höfuffstaffarins. Fer frásögn hans hér á eftir.
— Þrjátíu og þrjú ár eru lið-
in síðan ég kvaddi ísland, segir
Einar Páll. Konan mín hefir
einu sinni áður heimsótt ís-
land, en hún er fædd fyrir vest-
an. Hún kenndi um hríð ensku
við Samvinnuskólann í Reykja-
vík.
i
I
„Snæfellsjökull heilsaði okkur
sólfaldaffur“.
Við hjónin og hinir boðsgest-
irnir komum hingað til lands
um hádegisbil þann 11. ágúst,
og var þá glaða sólskin um land
allt og hlýtt í lofti. Snæfells-
jökull heilsaði okkur fyrst
bæi, er við höfum heimsótt.
Iiin geysilega bylting, sem
orðið hefir á sjávarútveginum
siðasta aldarfjórðunginn, fer
ekki heldur fram hjá neinum,
sem ferðast með opin augun.
Við heimsóttum m. a. eina síld-
arbræðsluverksmiðju, er vakti
aðdáun okkar vegna þeirrar
fullkomnunar og tækni, sem
þar er áð verki.
Gömlu heyvinnutækin aff
syngja sitt síðasta vers.
Loks hefi ég séð, að út um
sveitir, einkum sunnanlands,
hefir mikilvæg nýrækt verið
Hákon Noregskonungur heimsækir Narvík
Jafnrétti til handa
þcim, soih dvöldn í
liinn samningsland-
inu 6. marz þ. á.
Mynd þessi var tekin nú fyrir skömmu, er Hákon Noregskonungur kom i fyrsta sinn til Norður-Noregs og
Finnmerkur, eftir að hernáminu lauk. Myndin var tekin við hátíðlega athöfn, er fram fór í Narvik við kon-
ungskomuna.
Störfum dansk-íslenzku
samninganefndarinnar, sem
setiff hefir hér á rökstólum aft
undanförnu, er nú lokiff aff
sinni. Samningaumleitanirnar
hafa fariff fram af gagnkvæm-
uin skilningi og nokkur árang-
ur náðst um ýms atriffi. Þannig
var ákveffiff, aff þeir íslendingar,
sem bjuggu í Danmörku 6. marz-
síðastliðinn eða höfffu búið þar
einhverntíma síðustu tíu árin,
og þeir Danir, sem þá voru á ís-
landi effa höfðu verið það cíff-
asta áratuginn, skyldi framveg-
is njóta jafnréttís aðstöffu í því
landi, sem þeir búa. Um önnur
mikílvæg mál, svo sem hand-
ritamálið og fiskveiffaréttindi
Færeyinga viff ísland og íslend-
inga við Grænland, var ekki
samiff að þessu sinni.
Fréttatilkynning sú, sem
stjórnarráðið hér gaf út í gær,