Tíminn - 10.09.1946, Qupperneq 4
Skrifstofa Framsóknarflokksins er í
Edchihúsinii við Lindargötu. Sími 6066
4
REYKJAVÍK
FRAMSÓKNARMENN!
Kom’ib
7. SEPT. 1946
skrifstofu Framsóknarflokksins
163. blað
Sumarbúðin
í Albag'e.
(Framhald af 2. síSuj
Seint um kvöldið komum við
til Æbeltoft, elzta kaupstðaar
Danmerkur. Var drengjunum
þá skipað i fylkingu og Bendix
og nokkrir gamlir Alhagadreng-
ir blésu í lúðra í broddi fylking-
ar. Gengum við síðan í vornæt-
urhúmínu 3 km. frá Æbeltoft til
Alhage.
Er þangað kom beið okkar
velþeginn kvöldverður, við höfð-
um þá verið á ferðalagi í 17
klukkustundir.
Alhagebúðin liggur á dálitl-
um tanga í útjaðri undurfagurs
skógar. Húsakynni eru stór og
björt. Aðalbyggingarnar eru
svefnsalur, matsalur og skóla-
stofa, en auk þess hefir hver
hinna fullorðnu sitt herbergi.
Til hvers voru nú þessir 07
drengir komnir til Alhage?
Samkvæmt stefnuskrá sum-
arbáðanna áttu þeir fyrst og
fremst að braggast líkamlega.
Það gerðu þeir líka allir vel og
dyggilega þakkað veri moður-
legrl matarumhyggju ágætrar
ráðskonu og aðstoðarstúlkna
hennar.
En Bendlix Hansen var ekki
ánægður með líkamlega fram-
för eina. Samkvæmt reglugerð-
innl áttum við að kenna drengj-
unum tvær klukkustundir á dag
og aðeins dönsku og reikning.
En viðfangsefnin á Alhage urðu
ótrúlega margþætt. Á hverjum
morgni kenndi ég öllum hópn-
um leikfimi úti á leikvelli búð-
arinnar, fór sú kennsla fram
fyrir árbítinn. Þó Bendix væri
um sextugt var enginn drengj-
anna ástundunarsamari en
hann.
Að leikfimiskennslunni lok-
inni fylkti allur hópurinn sér
vlð fánastöngina. Þar var sung-
inn ættjarðarsöngur og því næst
var fáninn dreginn að hún en
drengirnir stóðu hljóðir og há-
tíðlegir á meðan. Væri eitthvað
að veðri var notuð veifa 1 stað
fána.
Að árbítnum loknum hófst
skyldukennslan og var henni
lokið um hádegi.
Frá klukkan eitt til sjö var
frelsins notið 1 rikum mæli.
Drengirnir byggðu heil greina-
og stráaþorp í nánd við búðina.
lögðu þeir allt kapp á að vanda
þessi hýsakynni sem mest, enda
voru aumlr kofarnir hrein
meistaraverk.
Framhald.
>Iarj*t hefir
breytzt.
(Framhald af 1. al6u).
nærri alls staðar, en víðast
verður þó mikilla umbóta vart
í sveitum landsins.
Ósk Guðbjargar í Múlakoti.
Trjáræktin og sandgræðslan
vöktu sérstaka athygli okkar.
Við komum í Múlakot, og við
töluðum við Guðbjörgu í Múla-
koti. Hún á undurfagran trjá-
garð. Fyrsta tréð gróðursetti
hún fyrir 49 árum og nú eru
hæstu trén í garðinum hennar
Guðbjargar 26 fet á hæð. Hún
ræktar líka í þessum trjágarði
sínum ýmiskonar skrautblóm,
sem hún hlúir að með um-
hyggjusemi og viðkvæmri ástúð.
„Trjágarðurinn minn er ekki
stór“, sagði Guðbjörg, „en ég
vildi óska, að hann breiddi ein-
hvern tíma lim sitt yfir bless-
-að landið mitt allt“.
„Þar sem maðurinn gengur
í þjónustu guðs“.
Við áðum nokkra stund á
Sámsstöðum í Fljótshlíð og nut-
um þar sem annars staðar rík-
mannlegrar gestrisni. Við urð-
um hrifin af fegurð umhverfis-
ins og þeim árangri, sem þegar
Mjallhvítur og mjúkur þvottur
, er yndi húsmóðurinnar.
Lykillinn að leyndardóminum er
GEYSIS ÞVOTTADUFT
Hagsýnar húsmœðnr biðja um GEYSIIt.
hefir náðst í þá átt að klæða
landið og rækta korn og annan
nytjagróður.
Við heimsóttum einnig Gunn-
arsholt, þar sem ríkið rekur
athyglisverða sandgræðslustarf-
semi með sýnilegum árangri.
Þar er mannshöndin að rétta
náttúrunni hjálparhönd, svo að
hún fái að njóta sín. Slíkur
getur árangurinn orðið, þegar
maðurinn gengur í þjónustu
guðs og hjálpar honum að
skapa.
Á æskustöðvunum.
Við hjónin komum aftur hing-
að til Reykjavíkur með flugvél
frá Reyðarfirði eftir að hafa
dvalið á Austurlandi, einkum í
Norður-Múlasýslu, í rúma viku.
En í þeirri sýslu er ég borinn
og barnfæddur:
Bróðir minn, sr. Sigurjón á
Kirkjubæ í Hróarstungu, kom
til fundar við okkur á Akureyri
og var förunautur okkar meðan
við dvöldum eystra. Hann
kvaddi okkur á Reyðarfirði.
Lengst vorum við á Hofteigi
á Jökuldal, en þar býr bróður-
sonur minn, Karl Gunnarsson,
stórbúi. Þar dvelur einnig faðir
hans, hálfbróðir minn, Gunnar
Jónsson, fyrrum bóndi á Foss-
völlum.
Við komum í Hallormsstaða-
skóg. Guttormur Pálsson skóg-
arvörður sýndi okkur staðinn.
Okkur fannst mikið til um
gamla skóginn, en þó urðum
við enn hrifnari af nýgróðrin-
um. Þar er verið að gróðursetja
greni frá Alaska, sem sökum
hliðstæðra skilyrða virðist þríf-
ast mjög vel. Ekki er ólíklegt,
að sá draumur rætist, að landið
verði aftur skógi vaxið frá fjöru
til fjalla.
Síðustu nóttina, sem við
dvöldum á Héraði, gistum við
að Egilsstöðum á Völlum. Jörð-
in er geysiumfangsmikil og ný-
rækt slík, að til fyrirmyndar
má telja. Egilsstaðaskógur mun
næstur ganga Hallormsstaða-
skógi að fegurð af skógum aust-
anlands og nær yflr mikið
flæmi.
Þegar við komum upp á hól-
inn fyrir norðvestan bæinn og
litum yfir bújörðina, mátti svo
segja, að í hvaða átt, sem litið
væri, jafnvel milli hraundrang-
anna, væri komið véltækt tún.
Þjóðernisbaráttá Vestur-
íslendinga.
Ég hefi í samtali við önnur
blöð minnst lítillega á Þjóð-
ræknisviðleitni okkar íslend-
inga vestan hafs og viðhorfið í
þeim málum. Ég hef sagt það
áður, að 1 mínum huga væri ís-
lenzkan svo fögur, að með þvi
gæti hún í raun og veru tryggt
sér eilíft líf. En þetta er aðeins
persónuleg skoðun mín. Við
eigum við ramman reip að
draga í þjóðræknismálum okk-
ar vestra, vegna dreifingar
fólksins og annarra óviðráðan-
legra ástæðna. Þjóðræknisfélag
íslendinga í Vesturheimi varð
27 ára í vetur, sem leið. Með-
limatala þess hefir aukizt held-
ur en hitt í seinni tíð. Deildir úr
því eru í flestum byggðum ís-
lendinga vestan hafs, og senda
þær fulltrúa á ársþing félags-
ins, sem haldið er í febrúar-
mánuði ár hvert.
Meginstefnuskrá félagsins er
sú, aö vernda íslenzka tungu
vestan hafs og aðrar dýrmætar
menningarerfðir að heiman.
Kennsla í íslenzku fer allviða
fram fyrir atbeina félagsins, þar
sem æföir kennarar eru að verki.
Auðvitað verða börnin að ganga
í almenna barnaskóla, svo að
við getum aðeins starfrækt okk-
ar skóla á laugardögum. Kon-
a-n min veitir skólanum í
Winnipeg forstöðu.
Dr. phil. Richard Beck, sem
allmörg undanfarin ár var for-
seti Þjóðræknisfélagsins, lét af
þeim starfa á síðastliðnum vetri
sökum annríkis. í hans stað
var kosinn sr. Valdimar Ey-
lands, prestur fyrsta lútherska
safnaðarins í Winnipeg, en til
vara sr. Philip M. Pétursson,
PEDOX
I * er nauðsynlegt í fótabaðið, ef
J | þér þjáist af fótasvita, þreytu
(, 1 fótum eða líkþornum. Eftir
II fárra daga notkun mun ár-
I * angurlnn koma í ljós. — Pæst
II 1 lyfjabúðum og snyrtivöru-
J | verzlunum.
O
Dansk-íslcnzku
samningarnir.
(Framhald af 1. slðu).
ríka áherzlu á óskir íslendinga
um, að hin íslenzku handrit 1
Danmörku verði afhent íslandi,
og við samningaumleitanirnar
hefir hún rökstutt þær óskir
með nýjum greinargerðum
varðandi mál þetta. Danska
nefndin, sem skort hefir heim-
ild til að semja um málið, mun
flytja ríkisstjórn sinni óskir og
skoðanir íslendinga tíl nánari
íhugunar.
prestur sambandssafnaðarins 1
borginni.
íslendingar í Winnipeg munu
vera um 6000 eða álíka margir
og íbúar Akureyrar.
íslenzku bækurnar alltof
dýrar.
Það er mjög bagalegt fyrir
okkur, hversu erfitt er að fá
íslenzkar bækur vestur og
hversu dýrar þær eru.
Eigi þær að seljast vestra fyrir
sama verð og hér, hrekkur viku-
kaup flestra Vestur-íslendinga
varla fyrir einni bók. Eigi ís-
lenzkir bókaútgefendur góðar
bækur, sem ekki eru líkur til,
að muni seljast í bráð, mynd-
um við taka þeim fegins hendi,
ef verðinu yrði still meira í hóf.
(jatnla Bíó
DREKAKYX
Amerísk stórmynd eftir skáld-
sögu Pearl S. Buck.
Aðalhlutverkin leika:
Catherine Hepburn
Waiter Huston
Akim Tamiroff
Sýnd kl. 3, 6 og 9.
Bönnuð börnum yngri
en 16 ára.
Wýja Bíó
(við SkálMiétu)
ÖRLÖG
(Destiny)
Hugðnæm og vel leikin mynd.
Aðalhlutverk:
Gloria Jean og
Allan Curtis.
í þessari mynd leikur Gloria,
sem er 18 ára gömul, sltt fyrsta
„dramatiska" hlutverk, og tekst
það af mikilli snilld.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð yngri en 12 ára.
-----—
JjafHadíó
Innilegt þakklœti sendum við hjónunum Jörlnu Jó7is-
dóttur og Sigurvini Einarssyni, Mjóuhlíð 2 Reykjavlk, fyrír
meðtekna minningargjöf um son þeirra Sigurð Jón.
Ungmannafélagið Von
Rauðasandi.
Og tlagar koina
(And Now Tomorrow)
Kvikmynd frá Paramount eftir
hinni frægu skáldsögu Rachelar
Field.
Alan Ladd
Loretta Young
Susan Hayward
Barry SuIIyvan
Sýning kl. 9.
!SVAÐILFÖR
Sýning kl. 5 og 7.
i Bönnuð yngri en 12 ára.
I--—— -,
---------- ——------—1
--------
TÍMINN
kemur á hvert sveitaheimiii og
þúsundir kaupstaðaheimila.enda
gefinn út í mjög stóru upplagi.
Hann er þvi GOTT ADGLÝS-
INGABLAÐ. ' Þelr, sem ekkl
hafa reynt það, ættu að spyrja
hina, er reynt hafa.
T í M I N N
Lindargötu 9A, simi 2323 og 2353
nttuimmtitttntmimtuttttixuxMtuiiimittmtitiœitxttiititmttimmtmtnmimtuft
Hjartanlegar þakkir fœri ég öllum mlnum kœru vinum,
sem heimsóttu mig og glöddu með gjöfum og skeytum á
fimmtiu ára afmœli mínu 6. ágúst síðast liðinn.
Geirshlíð 12. ágúst 1946
GÍSLI ÞORSTEINSSON.
— D—n — o—a—a —o —...»i,—„101». □ — . — . —
IÖllum þeim er á einhvern hátt sýndu mér vinahót á
fimmtugsafmœli mínu, þann 6. þ. m., er ég hjartanlega
þakklátur.
GESTUR ODDLEIFSSON.
ALCQSA”
lausasmiðjur fyrirliggjandi.
Verð kr. 170.00.
Sendum gegn eftirkröfu.
Verzl. Vald. Poulsen
Klapparstíg 29.
Kjarnorkugas . . .
(Framhald af 1. tiðu).
sama og ekki neitt? Framtíðin
sker úr því, en ef friður helzt
í heiminum, virðast vera skil-
yrði fyrir hendi til að gera lífið
fjölbreyttara og ánægjulegra
en npkkru sinni fyrr. Bara ein-
hverjir hafi tíma til að njóta
ánægjunnar.
IJLJ
„Hrímfaxi”
austur um land til Vopnafjarð-
ar siðari hluta vikunnar. Vöru-
móttaka í dag.
1-2 herbergi
og eldhús
óskakst 1. okt. Tvennt í heim-
ili. Greiðsla eftir samkomulagi.
Tilboð óskast sent til afgreiðslu
blaðsins fyrir fimmtudags-
kvöld, merkt: „Hæglátur"
Jurfapoftar
Útvegum jurtapotta frá 3V2”
—5”. Afgreiðslutími einn mán-
uður.
Jóhaim Karlssoit & Co.
Sími 1707.