Tíminn - 18.09.1946, Side 4

Tíminn - 18.09.1946, Side 4
Skrifstofa Framsóknarflokksins er í Edduhúsinu við Lindargötu. Sími 6066 REYKJAVtK FRAMSÖKNARMENN! Komið í skrifstofu Framsóknarflokksins 18. SEPT. 1946 169. blað Japan breytir svip (Framhald at 2. tiSu) eru hrundar til grunna. Hinn ósigrandi her er ekki lengur til, iðnaðurinn, sem skapaður var með ærinni fyrirhöfn er eyði- lagður, og hið ósigrandi land er hernumið. Flest, sem Japanar urðu að læra reyndist rangt. Nú vona þeir, að sigurvegararn- ir muni vísa þeim á rétta leið. Fæstir Japanir hafa neinar já- kvæðar tillögur um framtíð landsins. Þeir hafa áhuga fyrir mat, en eru sér þess fullkomlega meðvitandi, að þjóðskipulag þeirra hefir lengi verið svo gall- að, að þeir eru fúsir til að hlýða skipunum MacArthurs. Stað- reynd er, að viðfangsefni hinn- ar sveltandi þjóðar i eyðilögðu landl, eru viðfangsefni Am- eríkana hvort sem þeim líkar betur eða ver. Þeir geta fram- fylgt hvaða póltík, sem þeir vilja eins og'stendur án hlndr- ana frá Japana hálfu. Það er nóg til af gáfuðum japönskum embættismönnum, sem eru reiðubúnir til að gera Ameríkumönnum allt til hæfis, sem þeir geta. Einnig að stjórna landinu fyrir þá. Vafasamt er hvort þessi manntegund myndi geta ráðið við kreppuna og hina yfirvofandi hungursneyð. Það er líka vafasamt hvað þessir lipru samningamenn myndu gera þegar setuliðið væri farið. Hugsanlegt væri að mynda stjórn með fulltrúum meirihluta japönsku þjóðarinnar, sem aldrei hefir kynnst kostum raunverulegs lýðræðis. Fólkið í skuggahverfum Tokíóborgar og hinum miðaldalegu sveitaþorp- um hefir loksins séð öðrum lifnaðarháttum bregða fyrir en eymdinni sem það hefir vanizt. Það er þetta fólk, sem verður að taka að sér að hreinsa til og byggja upp landið á ný. Þessu fólki þarf að leiðbeina eins vit- urlega og unnt er. Þetta verður erfið leið, en aftur á móti held ég, að þegar þetta fólk hefir fengið völdin í Japan muni það koma í ljós, að það hefir meiri áhuga fyrir betra drykkjarvatni og útrýmingu berklanna, heldur en fyrir því að leggja undir sig Asíu. Óteljandi mannfjöldi hefði sloppið við dauðann í eldslogunum hefði hann þekkst þessar einföldu reglur. fsland er fagurt land . . . (Framhald af 1. síðu) íslendingar eru virðulega stoltir. — Það er ágætur siður, sem íslendingar hafa tamið sér, að taka ekki við drykkjupeningum. Með því finnst mér þeir sýna virðulegt stolt. Ég hefi heyrt, að íslendingar vilji helzt ekki vera þjónar og verði að fá Dani og aðra útlendinga til að gegna slíkum störfum. Akureyri er eini bærinn, sem ég hefi málað. — Ég sé að þér hafið dvalið á Akureyri? — Já, og það er eini bærinn sem ég hefi málað. Mér finnst Akureyri mjög aðlaðandi og hún er í mínum augum elns og leikfangabær, þ. e. a. s. bær, sem menn hafa byggt upp að gamni sínu. Kirkjan uppi á brekkunni rekur smiðshöggið á leikfangagerðina. Landslagi íslands og Mexikó svipar saman. ísland er fagurt land og loftslagið er óvenjulega heil- næmt. Ég hef unnið miklu meira í þá tvo mánuði, sem ég hef verið hér, en ég er vön að gera á jafnlöngum tíma. í > •• KAUPFELOG > •• BUNAÐARFELOG Höfum fyrirliggjandi nokkrar sterkbyggðar sláttuvélar með fjögra og hálfs feta greiðu D E E R I N G nr. 9 Samband ísl. samvinnufélaga Ameríku er líka heilnæmt lofts- lag sums staðar og vingjarnlegt fólk, en mér finnst allt skyld- ara mér hér en þar. — Hvaða land finnst yður lík- ast íslandi? — Hvað landslag snertir er það Mexikó. Litirnir eru áþekk- ir, óvenjulega fagrir í báðum löndunum. íbúarnir eru auð- vitað gerólíkir. f Mexikó er allt mögulegt handunnið, jafnvel húsin. Fjöldi fagurra hand- unninna gripa prýða heimili Mexikóbúa. Gaman að koma til Rússlands. — Hvernig líkaði yður að koma til Rússlands? — Ljómandi vel. Það var gaman að sjá heila þjóð vakna til nýs lífs. Rússneska þjóðin var að byrja að læra að lesa og hafði gaman af þvl námi, fólk stóð í löngum röðum til þess að geta keypt sér blað. Fólk eign- aðist föt og rúm, þetta höfðu margir ekki átt áður. í Moskvu var verið að byggja neðanjarð- arjárnbraut þegar ég kom þangað. Þegar fólk hafði lokið sínum daglegu störfum kom það í sjálfboðavinnu til járn- brautarinnar. Rússar eru mikl- ir ættjarðarvinir. í yersíu var allt á frumstígi en fólkið Var samt ánægt. Ég vil taka það* fram, segir Hedvig Collin að lokum, að ég hefi ekkert vit á pólitík, svo það, sem ég hefi sagt er aðeins álit mitt, sem gests ýmissa þjóða. „ELÍTE- SHAMPOO“ er öruggt hárþvottaefnl. FreyS- lr vel. Er fljótvirkt. Gerir háriS ,, mjúkt og blœfagurt. Selt i 4. oz. (> glösum i flestum lyfjabúSum og verzlunum. HeildsðlubirgSlr hjá (3 fHEHIH/f Vinnið ötullega fgrir Timann. f UNGUNGSSTÚLKA óskast strax tfl sendiferða í skrifstofu K R O N Skólavörðustíg 12. Upplýsingar í skrifstofunni. nouiwinntmnnnnm»m»mnmtttm»mmuuntnntn»m»tn:unnnmmmm TlMANN vantar unglinga til að bera út blaðið í eftirtaUn hverfi: Laugaveg, Lindargata, Austurstrœti. Afgreiðsla Tímans Sími 2323. Lindargötu 9 A. mttttttttmttttttt»tttttttttttttut»tttt>ttmmtmttmmttt»ttt»t:»mtmttttttttttttttttm Til kaupenda Tímans í Reykjavík Oft veldur miklum ieiðindum, hve erfitt er víða í bænum að koma blaðinu með skilum til kaupendanna. Það eru vinsam- leg tilmæli til þeirra, sem verða fyrir vanskilum, að þreytast ekki á að láta afgreiðsluna vita um þau, þar til þau hafa verið löguð og jafnframt að leiðbeina börnunum, sem bera út blaðið, hvar bezt sé að láta það. Þeir kaupendur,sem búa utan við að- aibæinn og fá blaðið í pósti, gerðu Tímanum mikinn greiða, ef þeir borguðu andvirði blaðs- ins á afgreiðslunni. — Þó að kaupendafjöldi Tímans í Rvík hafi tvöfaldazt nú á rúmlega einu ári, þá væru kærkomnir fleiri áskrifendur í bænum. Simi afgreíðslunnar er 2323. (jatnla Síó DREKAKYN Amerísk stórmynd eftir skáld- sögu Pearl S. Buck. Aðalhlutverkln leika: Catherine Hepburn Walter Huston Akim Tamtroff Sýnd kl. 3, 6 og 9. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. Výja Síc (við SUútmgötu) I glyshnsnm glaumborgar (“Frico Sal“) Turham Bey Susanna Foster Bönnuð börnum yngri en 14 ára. Sýnd kl. 9. Sörli sonur Toppu Litmynd eftir hiiml frægu sögu og framhald af myndinni TRYGG ERT ÞÚ TOPPA. Roddy McDowalI Preston Foster Sýnd kl. 5 og 7. kemur á hvert sveitaheimili og þúsundir kaupstaðaheimila.enda gefinn út í mjög stóru upplagi. Hann er því GOTT AUGLÝS- INGABLAÐ. Þeir, sem ekkl hafa reynt það, ættu að spyrja hina, er reynt hafa. T I M I N N Llndargötu 9A, sími 2323 og 2353 Tjarharín'ó Flagð undir fögru skinnft (The Wicked Lady) Afar spennandi mynd eftir skáldsögu eftir Magdalen King-Hall. James Mason Margaret Lockwood Patricia Roc Sýning kl. 5, 7 og 9 Bönnuð innan 16 ára. Hjartans þakklœti til allra, er á svo margvíslegan hátt sýndu mér vinsemd og virðingu á 50. afmœlisdegi mínum, 6. þessa mánaðar JAKOBÍNA ÁSGEIRSDÓTTIR. Stúlkur óskast í eldhúsið á Vífilsstöðum. Upplýsingar í síma 5611 og 1765 kl. 2—4. Skristfofa ríkisspítalanna. S$3$SSSS$S$$SS$$S$S$S$$SS$$$$S$S$$$SS»S*SCS$$$$$S$SS$»S3S$$'S$$»S«'SS'S$SSS$»S»»Sa Gagnfræðaskóli Reykvíkinga verður settur í Tjarnarcafé (Oddfellowhúsinu) laugardag- inn 21. sept., kl. 2 eftir hádegi. Skólinn er þegar fullskip- aður. Þess skal getið, að nemendur skólans, er luku lands- prófi á síðastliðnu vori með einkunninni 6,00 og þar yfir, fá sæti í 3. bekk, og nemendur, sem stóðust inntökupróf við Menntskólann í vor (einkunn 5,00 eða meira), verða teknir í 1. bekk. Guðni Jóusson. TRÉSMÍÐAVÉL til sölu. Tækifærisverð. Upplýsingar á Laugaveg 69. »n 1111111111 n»»mmtt»»m»»»»t»:»tt»»tt»:»»t«tmm»»»t»:»»:»ttt»»»»» NÝTT DILKAKJÚT er væntanlegt í kjötbúðir vorar fyrir hádegi í dag

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.