Tíminn - 20.09.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.09.1946, Blaðsíða 2
2 TÍMIM, föstndagfim 20. sept, 1946 171. blatf Jens Hermannrson: D r. C harcot Föstudagur 20. sept. HVER SKILUR EKKI ÞETTA? Oft er um það talafr í ádeilu- tón hvernig fólk leiti frá fram- leiðslustörfunum. Það vantar fólk og vinnuafl við landbúnað og fiskiveiðar. Menn kjósa sér heldur önnur viðfangsefni. Fyrir stríðið var talað um óheil- brigða aðsókn að föstum launa- störfum. Nú er það hætt að valda áhyggjum, en í þess stað komin aðsókn að ýmis konar einkastarfsemi á fésýslusviði og oft lítið nauðsynlegum störfum. Það er með þessa hluti eins og aðra, að það er ekki nóg að sjá öfugstreymið og nöldra eitthvað um það. Það þarf að finna af hverju það stafar og ráða bætur á þvi. Það eru fyrst og fremst fjár- hagslegar ástæður, sem valda þvi, hvert fólkið leitar. Það vill vera þar, sem afkoman er létt- ust og öruggust. Það er ekkert dularfullt við það. Fyrir stríðið sóttust menn eftir föstum launastörfum vegna þess, að þau voru rólegri og tryggari heldur en fram- leiðslustörfin. Nú vilja menn komast í kaupsýslu og milliliða- störf, af því að þau gefa mestar tekjur fyrir minnsta vinnu. Ráðið til þess að laga þetta, er því það, að breyta þessu hlut- falli og gera hlut framleiðslu- stéttanna betri móts við aðra. Það er aðalatriðið að þessu leyti hvernig hlutfallið er. Fólkið unir rólegt við sömu laun, ef aðrir hafa ekki meira, þó það hópist frá þeim í stríð- um straumum, ef betur er búið að öðrum. Núverandi ástand er hættu- ástand. Fólk og fé leitar frá undirstöðuatvinnuvegum þjóð- félagsins að ýmis konar milli- liðastarfsemi og braski. Kjölfestu þjóðarskútunnar er kastað, en íburður yfirbygging- arinnar stöðugt gerður meiri og meiri. Það getur þótt glæsilegt fyrir augað, en með slíku móti verður ekki siglt heilu og höldnu um sj4 örlaganna. Það þarf að hindra þennan óheillastraum þegar I stað. Það er hægt með þvi einfalda ráði að minnka gróðamöguleika milliliðanna og bæta afkomu framleiðslunnar og þeirra, sem hana stunda. Allt annað er marklaust mas út 1 bláinn í þessu sambandi. Það er tvöföld hætta fyrir þjóðlífið hvernig stjórn fjár- málalífsins og skipting tekn- anna hefir verið. Óhóf eyðslu- stéttanna gerir almenning eyðslusamari og óbilgjarnari í kröfum um þá hluti, sem litið lífsgildi hafa. Því fylgir óhollara líf og verri siðir, auk þess sem öll óþörf eyðsla er tekin frá uppbyggingu þjóðlífsins. Sú hætta fylgir með hinni, að fjöldi manns freistast til að velja sér þau störfin, sem ver gegnir fyr- ir mannfélagið, sumir af illri nauðsyn, en aðrir af undanláts- semi. Hvert heldur er, verður það manntý&n og missir fyrir hina raunverulegu bjargræðis- vegi okkar allra. Menn mega ekki halda, að pólitísk átök á þessum grund- velli, sé eitthvað torskilið og dularfullt, sem þeim kemur ekki við. Þau átök eru einföld og auðskilin í eðli sínu. Það er barátta hinna jákvæðu, skap- Þýzku flóttamennirnir í Danmörku, Allir þýzkir hermenn, sem voru i Danmörku, þegar styrj- öldinni lauk, eru farnir þaðan fyrir allmörgum mánuðum síð- an. Hins vegar eru þar enn rúmlega 200 þús. þýzkir flótta- menn, sem -komu þangað sein- ustu mánuði styrjaldarinnar. Flóttafólk þetta eru aðallega konur, börn og gamalmenni, sem var flutt frá Austur-Þýzka- landi til Danmerkur. Þýzku yf- irvöldin í Danmörku tóku ýmsar opinberar byggingar og hótel hernámi og létu þetta fólk búa þar meðan þau réðu í landinu. Danir gerðu sér vonir um að geta flutt fólk þetta fljótlega til Þýzkalands eftlr stríðslokin, en Bandamenn treystust ekki til að veita þvi móttöku fyrst um sinn. Danska stjómin réðst þá í að koma upp bráðabirgða- skálum fyrir þetta fólk víða um landið, þar sem hægt var að ein- angra það frá allri umgengnl við danskan almenning. Slíkir dvalarstaðir fyrir þýzka flótta- menn eru nú um 100 í landinu og búa 35 þús. i þeim stærsta og 17 þús. i þeim næststærsta. Staðir þessir eru vandlega af- girtir og er hafður strangur hervörður til að hindra, að nokkur umgengni milli flótta- fólksíns og almennings geti átt sér stað. Verðirnir mega ekki tala við flóttafólkið, nema undir sérstökum kringumstæðum, en allmörgum hefir orðið hált á því að tala við þýzku stúlkurnar og hafa hlotið refsingu fyrir það. Það hefir kostað Dani um 30 milj. kr. að koma upp bráða- birgðaskálunum yfir flóttafólk- ið, en uppihald þess kostar þá rúmipga 200 þús. kr. á dag. Danir leggja því til matinn, en það annast sjálft matreiðsluna. Matarskammturinn svarar til 2300 hitaeininga fyrir mann á dag. Alls starfa um 10 þús. Danir við þýzku flóttamanna- búðirnar og eru flestir þeirra hermenn, sem annast gæzlu- störf. Danir vilja vitanlega fyrir hvern mun losna við flótta- mennina og hafa Rússar nú boðizt til að taka á móti helm- ingi þeirra, ef Bretar og Banda- ríkjamenn taki á móti hinum helmingnum. Bretar hafa ekki enn treyst sér til þess að verða við óskum Dana, vegna matar- skorts á hernámssvæði þeirra. Ýms dönsk blöð hafa gagn- rýnt, hvernig búið sé að þýzku flótamönnunum. Þrengsli eru mikil og skálarnir kaldir á vet- urna. Innilokun og iðjuleysi reynir líka á taugarnar. Nokkuð arndi lífsafla við sníkjustéttir og forréttindafólk. Það er bar- áttan um vöxt eða hrörnun, líf eða dauða lýðveldisins íslenzka. Það þýðir ekki neitt að vera með barnalegar hugleiðingar um að skapa einhvers konar ljóma á störfin með því að finna upp ný og íalleg nöfn handa þeim. Það er eins gagns- laust og innantómar prédikanir um að menn eigi aö taka framleiðslustörf, sem fórnar- hlutverk. Þeir, sem finna, að þau eru nauðsynleg, ættu a. m. k. að hjálpa þeim, sem vinna þau, til þess að ná rétti sínum og gera þau öðrum aðgengileg, — ekki vegna þess hvað þau eru kölluð og hvernig þetrra er minnst í ræðum við hátíðleg tækifæri, — heldur vegna þess, hvað þau eru og að þau eru launuð eins og vert er. heflr verið reynt að bæta úr þvi með skólahaldi. Þess ber að gæta, að fyrir Dani hefir það verið mikil kvöð að ann- ast þetta fólk og víst er það, að engir hafa búið jafnvel að Þjóð- verjum og Danir af þjóðum þeim, sem þeir undirokuðu í stríðinu. Norskur flugleiðangur til Norðurpólsins. Norska stjórnin hefir nú í undirbúningi í samráði við ýmsar vísindastofnanir í land- inu að senda flugleiðangur til Norðurpólsins næsta sumar. Flogið verður í Katalínuflugbát og verða fimm vísindamenn í förinni. Tilgangurinn með för- inni er að reyna nýjan áttavita, sem talinn er henta vel í íshafs- ferðum, og ýms ný rannsóknar- tæki, sem eiga að geta veitt þýð- ingarmiklar upplýsingar. Flogið verður án lendingar og er ráð- gert að ferðin taki alls 32 klst. Það er orðið auðveldara að fást við heimskautarannsóknir nú en á dögum þeirra Nansens og Sverdrups. Fá konur prestsembættl í Svíþjóð? Sænski kirkjumálaráðherrann hefir nýlega skipað nefnd, sem á að taka til ítarlegrar athug- unar, hvort rétt sé að veita kon- um prestsembætti. í skipunar- bréfi nefndarinnar bendir ráð- herrann á, að konur séu að ýmsu leyti betur fallnar til kirkjulegra starfa en karlmenn, en breytingar í þessum efnum verði þó að gerast með fullri gát, þar sem vikið sé frá alda- gamalli venju. Það geti vart komið til mála, að konur fái prestsembætti nema með fyllsta samþykki hlutaðeigandi safn- aðar. Fiskveiðar Dana. Fiskiskipastóll Dana er nú hvergi nærri notaður til fulls vegna söluerfiðleika. Englend- ingar hafa nýlega lagt toll á Ungmennafélög íslands áttu 40 ára afmæli á þessu ári, því að hið fyrsta þeirra, Ungmenna- félag Akureyrar, var stofnað í janúar 1906. Var þessara tíma- móta í sögu þeirra merku og áhrifaríku æskulýðshreyfingar á fslandi minnst' að verðugu, með hátíðahöldum í sambandi við landsmót félaganna i íþrótt- um og sambandsþing þeirra er haldin voru að Laugum í Reykja dal um fyrstu helgina í júlí. Voru hátíðahöldin fjölsótt, enda eiga unmennafélögin mik- il ítök í hugum hinnar mið- aldra og yngri kynslóðar, og munu allir þeir, sem starfað hafa innan vébanda þeirra og tileinkað sér að nokkru veru- legu leyti hugsjónir þeirra og félagsanda, sammála um það, að þau. hafi átt drjúgan þátt andlegur og félagslegum þroska þeirra. Þvi til staðfestingar þarf eigi annað, en að lesa minning- allan innfluttan fisk frá Dan- mörku og fleiri löndum. Einnig hafa þeir takmarkað innflutn- ing á ýmsum fisktegundum, sem Danir veiða. Þá hafa Danir átt í samnlngum við Breta um fisksölu til hernámssvæðis þeirra í Þýzkalandi. Þessir samningar hafa enn ekki tekizt, því að Danir hafa ekki fengið það verð, sem þeir óskuðu eftir. Norðmenn hafa hins vegar selt þangað talsvert af fiski fyrir lægra verð. Danska frelsishreyfingin lögð niður. Danska frelsishreyfingin, sem veitti Þjóðverjum harðasta mót- stöðu á stríðsárunum, hefir haldið síðasta landsfund sinn og var þar ákveðið að leggja hana niður. Síðan styrjöldinni lauk, hafa kommúnistar reynt að tileinka sér hana og tókst að ná þar auknum ítökum. Þetta skapaði hreyfingunni tortryggni og álitshnekki og átti einn drýgsta þáttinn í þvi, að hún var lögð niður. Ameríkumenn fara frá Grænlandi. Rússneskt blað hélt þvi ný- lega fram, að Danir hefðu neyðst til að gera viðskipta- samning við Breta vegna þess, að brezkur og amerískur her væri í landinu. Danski her- málaráðherrann hefir í tilefni af þessu upplýst, að enginn amerískur her sé í landinu, en amerískir hermenn komi þang- að í fríi sínu. Ameriski herinn, sem sé í Grænlandi, fari þaðan um 1. okt. og taki Danir við stöðvum hans þar. Nokkur hundruð brezkra hermanna, sem enn séu í Danmörku, séu þar samkvæmt ósk dönsku stjórnarinnar, til að kenna Dön- um meðferð hergagna. Þá munu brezku hermennirnir, sem enn eru í Færeyjum, fara þaðan 1. sept. og danskir hermenn taka við gæzlu þar. ar hinna mörgu og merku ung- mennafélaga, sem skráðar eru í Minningarriti félaganna, sem út var gefið í tilefni af 30 ára afmæli þeirra. En í þeim hóp, þó að eigi sé lengra leitað, eru margir þeir menn — að hinum ágætum konum ógleymdum — sem verið hafa í fylkingarbrjósti í stjórnmálum, fræðslumálum, íþróttamálum og öðrum menn- ingarmálum hinnar íslenzku þjóðar á síðari árum. Er það og vafalaust rétt athugað, eins og núverandi ritari Ungmennafé- laganna, Daníel Ágústínusson, tekur fram í minningargrein sinni í fyrrnefndu riti, að fé- lagslegur þroski og manndóm- ur þeirra leiðtoga hafi verið mótaður á hinu glæsilega tíma- bili ungmennafélaganna fram- an af árum, þegar eldar hug- sjóna og þjóðræktar brunnu glaðast. En svo er þvi farið um Ung- Á tíunda ártíðardegi hins fræga franska vísindamanns, dr. Charcots, skipherra á franska rannsóknarskipinu „Pourquol pas?“, sem fórst hér við land undan Mýrum vestra í ofviðri aðfaranótt hins 16. sept. 1936, birtist á prenti bæklingur undir þeim titli, er stendur yfir þessum línum. Er það ekki framar vonum, að þess atburðar væri getið að nokkru nú að tíu árum liðnum, því að svo djúp spor setti hann í huga allra þeirra, sem til hans spurðu á sínum tíma. Aðeins einum af allri áhöfn skipsins skolaði ald- an með lífsmarki á land. Og fáar munu hafa verið fjölmenn- arl jarðarfarir í Reykjavík, en sú fylklng, sem fylgdi kistum allra hinna sjóreknu manna frá Kristskirkj u í Landakotl til sjávar, þegar þeir voru fluttir til legstaðar í ættlandi sínu. Hlýtur sú athöfn að vera mörg- um minnisstæð síöan. Þessi bæklingur heflr að flytja kvæði, orkt af Jens Her- mannssynl í minningu þessa hörmulega sjóslyss og þó eink- um fyrirliðans, er þar fórst, dr. Charcots. Er það kveðið af mik- Illi dýpt tilfinninga, bæði fyrir þeim stórkostlega harmleik, sem þar var háður 1 „bálandi, hams- lausum stórhríðareldi“, og fyrir göfgi og karlmennsku for- ingjans, sem þar lauk frægð- arríkum ferli ásamt með skipi sínu. Er svo skýrt frá í eftir- mála, að kvæðið eigi sér raunar aðrar og dýpri rætur, því að hina sömu nótt fórst einnig ís- lenzkur fiskibátur, og með hon- um tveir menn nákomnir höf- undi kvæðisins. Og fleiri þungar raunir hefir Ægir síðar bakað honum. Undir áhrifum alls þessa er kvæðið til orðið, og leynir sér ekki, að það eru sannar, mannlegar hræringar, sem leitað hafa sér útrásar í formi ljóðsins. mennafélögin, sem aðrar félags- legar hreyfingar, að starf þeirra og áhrifavald hefir risið og hnigið, líkt og öldur úthafsins; þau hafa átt sitt blómaskeið og sín hnignunarár. Góðu heilli, hefir þeim þó áreiðanlega á síð- ustu árum vaxið vængjaþróttur og gróðurmagn að nýju, enda hafa þau verkefni nóg fram- undan I hlnu endurreista ís- lenzka lýðveldí. Ræktun lands og lýðs hefir verið stefnumark Ungmennafé- laganna frá byrjun, og er það enn; en megingrundvöllur þeirra er þjóðlegur og þjóðrækn- islegur, eins og lýsir sér glöggt í þessari grein stefnuskrár þeirra: „Að reyna af fremsta megni að efla allt það, sem er þjóðlegt og rammíslenzkt og horfir til gagns og sóma fyrir hina ís- lenzku þjóð. Sérstaklega skal reyna að leggja stund á að fergra og hreinsa móðurmálið." Eigi er þá heldur erfitt að rekja þræðina þaðan til kjör- orðs „Fjölnis“-manna: „Vér viljum vernda mál vort og þjóð- erni“. Og er það sagt með fullu tiliti til þess, að stofnendur fyrsta Ungmennafélagsins höfðu dvalið erlendis (á Norðurlönd- um) og orðið þar fyrir vekjandi áhrifum I þjóðlega og félags- lega átt, eins og enn mun sagt verða. Hin þjóðlega vakningarstefna Ungmennafélagsins hefir fund- Kvæðið er prýtt nokkrum ljósmyndum af dr. Charcot og skipi hans, og einni pennateikn- lngu eftir Atla Má. Pappír og frágangur er allur hinn vand- aðisti, og má útgáfan teljast verðug þeirri minningu, sem hún er helguð. B. M. Úr ýmsum áttum Kona Mark Twains hafði megnan viðbjóð á blóthneigð manns sins og gerði sitt bezta til að venja hann af henni. Elnn morgun var hann svo 6- heppinn að skera sig meðan hann var að raka sig. Þegar hann var bú- inn að hella út sér öllum þeim blóts- yrðum, sem hann kunni, endurtók kona hans þau öll með tölu og lagðl áherzlu á hvert orð. En hún varð al- veg orðlaus þegar Mark Twaln sagðl mjög rólega: „Orðin kanntu, vlna mín, — en ekki lagið við þau“. * Sjálendingur, Pjónbúl og Jótl óku með sömu járnbrautarlest. „Hvað vildir þú vera, ef þú værlr ekki Sjálendingur?" spurði PJónbúlnn. „Þá vildi ég vera Pjónbúi." „En hvað vildir þú vera, ef þú værir ekkl Fjónbúl?" spurðl SJálend- ingurinn: „Þá vildl ég vera Sjálend- ingur". „En hvað vlldlr þú, ef þú værlr ekki Jótl?" spurðu þeir báðlr 1 senn Jótann: „Skammast mln,“ svaraði Jótlnn. * Kaupsýslumaður utan af landi kom fyrir nokkrum dögum lnn 1 Hress- lngarskálann og fékk sér miðdegis- verð. Þegar hann var búinn að seðja bráðasta hungrið vék hann sér að þjóninum og mæltl: „Heyrðu manni minn, vantar ykkur ekki rófur hérna?" Þjónninn sagði gestinum að snúa sér til skrifbstofunnar með þessa málaleitun. Kaupsýslumaðurinn sinnti þvi ekkl en sagði: „Þið ættuð bara að kaupa þær, þær eru helvítis ósköp góðar“. ið sér framrás í margháttaðri viðleitni landi og lýð til heilla og menningarauka, í sjálfstæð- ismálum þjóðarinnar, fræðslu- málum, bindindismálum, skóg- rækt og íþróttamálum, svo að rekja má spor þeirrar félags- hreyfingar viða 1 Islenzku þjóð- lífi. Aðalsteinn Sigmundsson, kennari, um langt skeið elnn af ótrauðustu og einlægustu for- ystumönnum Ungmennafélags- skaparins, er því miður, féll að velli um aldur fram fyrir nokkr- um árum síðan, hafði því rétt að mæla, en hann komst þannig að orði í lok formála síns að fyrrnefndu Minningarriti fé- laganna: „Bók þessi sýnir það og sannar að Ungmennafélögin hafa verið umfangsmikil hreyf- ing í þjóðfélaginu, látið margt til sín taka og átt frumkvæði fjölmargra umbóta og framfara. Verður þó aldrei sýnt né tölum talið það, sem þau hafa bezt afrekað og mest. En það eru áhrif þeirra til aukins mann- gildis, á félagsmenn og Jafn- vel aðra.“ Ungmennafélög íslands hafa nálega frá uphafi vega, eða síðan 1909, gefið út tímaritið „Skinfaxa", sem alltaf hefir ver- ið gott rit og vekjandi, en þó sérstaklega áhrifamikið á rit- stjórnarárum Jónasar Jónsson- ar skólastjóra (1911—1918). Síðasta hefti ritsins, I. hefti yfirstandandl árs, er aö nokkru Richard Beck prófessor: Ungmennafélög íslands fjörutíu ára Richard Beck prófessor ritaði í sumar grein í vestur-islenzka blaðið Lögberg, I tilefni af 40 ára afmæli ungmennafélagshreyf- ingarinnar hér á landi. Tíminn vill gefa lesendum sínum kost á að kynnast þessari grein, og er hún því birt hér með leyfi höfundarins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.