Tíminn - 20.09.1946, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.09.1946, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Simar 2363 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hS. RITST JÓR ASKRIFSTOFUB: EDDUH' "SI. Llndargötu S A Slmar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 8A Siml 2323 30. árg. Reykjavík, föstndagiim 30. sept. 1940 171. blað Samningstilboð Bandaríkjastjórnar um flugvöllinn í Keflavík og brottflntning hersins Alþingi kom saman í gær og hafði lokaðan fund Alþingi kom saman til funda í gær. Þrír þingmenn eru utan- lands, þeir Ásgeir Ásgeirsson, Garðar Þorsteinsson og Gylfi Þ. Gíslason, en í hans stað mætti Haraldur Guðmundsson. Ingvar Pálmason tilkynnti veikindaforföll og tók Eysteinn Jónsson sæti hans. Nokkrir þingmenn eru ókomnir til bæjarins, en væntanlegir munu þeir vera næstu daga. Alþingi byrjaði störf sín að þessu sinni með lokuðum fundi í sameinuðu þingi. Að afloknum þeim fundi var gefin út eftirfar- andi fréttatilkynning frá ríkisstjórninni: Hœnsnahjörð fuglakynb ótabúsins Hreiður h.f. Fuglakynbótabúið Hreiöur gengst fyrir nýjungum í hænsnarækt * Viðtal við Guðmund Tryg’g'vason fram- kvæmdastjóra búsins Nokkrir menn hafa stofnað hænsnakynbótabú, sem kallað er Hreiður, að Reykjum í Mosfellssveit. Stórt timburhús, sem áður var Reykjabíó, skemmtistaður engilsaxneskra hermanna er nú orðið hænsnahús, þar sem kviknað hefir líf í þúsundum úrvals- hænueggja. í stjórn kynbótabúsins eru þeir Gísli Kristjánsson ritstjóri og Bjarni Ásgeirsson alþm. á Reykjum. Þriðji maður í stjórninni var Guðmundur heitinn Jónsson á Reykjum. Fréttamaður Tímans hitti nýlega framkvæmdastjóra Hreiðurs, Guðmund Tryggvason, og átti við hann eftirfarandi viðtal. Seinustu íslenzku síldveiðiskipin hættu veiðura fyrir Norður- landi um helgina Seinustu íslenzku síldveiði- skipin eru nú hætt veiðum fyrir Norðurlandi. Héldu fáein skip áfram veiðum til seinustu helg- ar og var afli þeirra saltaður. Annars er um það bil hálfur mánuður síðan mestur hluti flotans hætti. Nokkur skip hafa fengið góðan afla þennan hálfa mánuð. Eitt skip aflaði t. d. fyrir um 70 þús. kr. seinasta hálfa mánuðinn, eftir að flestir voru hættir veiðum. Hefir há- setahlutur á nokkrum skipum verið á þriðja þúsund kr. þennan hálfa mánuð. Er það góð upp- bót á lélegan sumarafla, fyrir þá fáu sjómenn er þess verða aðnjótandi. Byrjað er að flytja saltsíld- ina til útlanda frá Siglufirði og eru nýlega farnir fyrstu skips- farmarnir til Rússlands. Ekkert af Svíþjóðarsíldinni er hins vegar ennþá farið. Um sjötíu erlend skip bíða heimferðar á Tiðindamaður blaðsins átti tal við Slglufjörð 1 gær. Þar hefir geysað aftaka hvassviðri og brim síðan fyrir helgi, eins og víðar á landinu, en i gær var veðrið heldur að lægja. Síðan veðrið skall á hafa um 70 erlend síldveiðiskip beðið á Siglufirði, eftir því að veðrið lægði, og þau gætu haldið heim. Mikill fjöldi erlendra sjómanna hefir því verið á götunum á Siglufirði undanfarna daga, en allt hefir farið fram með ró og spekt. Flest hinna erlendu veiðiskipa eru sænsk, en Svíarnir urðu heldur siðbúnari að halda heim af veiðunum en Norðmenn, sem flestir eru farnir heim fyrir nokkru síðan. Sænsku skipun- um hefir yfirleitt gengið ver slldveiðín í sumar en Norðmönn- um og er þvl kennt um að þeir hafi of smáriðin net fyrir Norð- urlandssíldina. Þessi * erlendu veiðiskip hafa saltað afla sinn jafnóðum í lestirnar og óttast hinír erlendu sjómenn, að síldin kunni að geta skemmst hjá þeim, ef frekari bið verður á því að þeir komist heim. 120 nýir háskóla- stúdentar Að þessu sinni hafa 120 nýir stúdentar látið lnnrita sig í Háskólann. En kennsla mun hefjast I skólanum eftir helg- ina. Skólinn verður þó ekki settur fyrr en á venjulegum tíma, er hinum nýju stúdentum vetrða afhent háskólaborgara- bréf sín. Flestir hinna nýju stúdenta hafa innritast í læknadeild, eða samtals 29, 25 hafa innritast i lagadeild, 11 í verkfræðideild, 9 í viðskiptadeild, 2 í guðfræði- deild og samtals 44 í heimspeki- deild. Af þeim hafa 12 innritazt í íslenzk fræði, 10 í heimspeki og 22 1 mál. Ætla flestir þeirra að leggja stund á ensku og frönsku. — Hver er tilgangurinn með þessu hænsnabúi ykkar á Reykjum? — Það skal ég segja þér. Hér á landi er ekki til neitt hænsna- kynbótabú, og úr þeirri vöntun er ætlunin að bæta. Við hugs- um okkur að hafa skipti við beztu hænsnabú, sem við náum til í öðrum löndum og höfum við einkum Danmörku og Ameríku í huga. Byrjunin er sú að við fengum egg frá Danmörku í sumar og höfum álið upp 1600 hænur. Á næsta ári munum við líka fá egg frá amerískum kynbótabúum. Munur á af- bragðshænu og meðalhænu er svo mikill, að það nemur miklu meiru en fóðurkostnaðinum, hvað þá ef miðað er við lélega varphænu og aðra ágæta. — Og þið ætlið að selja mönn- um afbragðs hænur. — Við trúum því, að hænsna- stofninn hér á landi geti batn- að, eins og önnur búfjárkyn okkar. En auk þess er ódýrara að unga út eggjujn og ala upp hænsni á stórum búum en litl- um. Lítil hænsnabú bera illa uppeldiskostnaðinn. Erlendis ala bændur hænsnin ekki upp sjálf- ir, nema á stórbúum. Þeir kaupa unga á mismunandi aldri frá kynbótabúum. Við ætlum okkur að fullnægja þörfum manna um þetta. — Mér skilst að þetta bú ykk- ar eigi bæði að vera kynbótabú og klakstöð. — Það er það, ef rétt er að tala um klakstöð fyrir fugla. — En koma engir hanar úr þessum kynbótaeggjum ykkar frá Danmörku? — Jú. Það má alltaf gera ráð fyrir því að álíka margt fæðist af karlkyni sem kvenkyni, þó að manni þyki það kannske heldur lakara — þegar um ali- fugla er að ræða. En kjúklinga- kjöt þykir yfirleitt góður matur og það er hollur matur, sem sjá má af því, að það er oft haft fyrir sjúkrafæðu. Óvíða hefir verið lögð rækt við að framleiða kjúklingakjöt hér á landi. Til þess að það verði eins gott og það getur bezt orðið þarf að ala ungana og hirða rétt. — Og hafið þið einhverja sér- staka aðferð við það? í dag barst forsætis- og utan- ríkisráðherra svohljóðandi er- indi frá sendiherra Bandaríkj- anna 1 Reykjavik: Herra forsætis- og utanríkis- ráðherra, Árið 1941 fól ríkisstjórn ís- lands Bandaríkjunum hervernd landsins. Sú hætta, sem þá steðjaði að íslandi og megin- landi Ameríku, er nú hjá liðin með hemaðrruppgjöf möndul- veldanna. Er%)ó eru enn við líði skuldbindingar sem styrjöldin hafði í fös með sér. Með tilliti til breyttra að- stæðna og samkvæmt viðræðum, sem nýlega hafa fram farið milli yðar, hæstvirti ráðherra, og fulltrúa minnar eigin ríkis- stjómar, leyfi ég mér að leggja til að svohljóðandi samningur verði gerður milli ríkisstjórnar Bandaríkjanna og ríkisstjórnar fslands: 1. Ríkisstjórn Bandaríkjanna og ríkisstjórn fslands fallast á að herverndarsamningurinn, sem gerður var 1. júlí 1941, skuli niður falla, og falli hann úr gildi með gildistöku samnings þessa. 2. Flugvallarhverfið við Kefla- vík og flugvellirnir, sem hér eft- ir nefnast flugvöllurinn, ásamt öllum óhreyfanlegum mann- virkjum, er Bandaríkin hafa reist þar og talin verða upp í sameiginlegri skrá, er banda- risk og íslenzk yfirvöld skulu gera samtimis afhendingu flug- vallarins, skulu afhent íslenzku stjórninni. Skal flugvöllurinn þá verða skýlaus eign íslenzka rík- isins, síamkvæmt þeim skuld- bindingum, er Bandaríkin hafa áður tekizt á hendur þar að lútandi. 3. Umferðaréttindi og rétt- indi til lencjíngar og nauðsyn- legrar viðdvalar skal veita flug- förum, öðrum en herv£lum, allra þjóða er fá slík réttindi hjá rlk- isstjórn íslands. 4. Stjórn Bandaríkjanna mun svo fljótt sem auðið er flytja á brott það herlið og sjólið Bandaríkjanna, sem nú er í Reykjavík, og innan 180 daga frá gildistöku samnings þessa mun hún smátt og smátt flytja á brott allt annað herlið og sjó- lið Bandaríkjanna, sem nú er á íslandi. 5. Flugförum þeim, sem rekin eru af Bandarikjastjórn eða á hennar vegum i sambandi við framkvæmd þeirrar skyldu, er Bandaríkin hafa tekizt á hentf-' ur, að hafa á hendi herstjórn og eftirlit í Þýzkalandi, skulu áfram heimil afnot af Kefla- víkurflugvellinum. í þessu skyni skal stjórn Bandaríkjanna heimilt að halda uppi á eigin kostnað, beinlínis eða á sína ábyrgð, þeirri starfsemi, þeim tækjum og því starfsliði, sem nauðsynlegt kann að vera til slíkra af$ota. Taka skal sér- stakt tillit til sérstöðu slíkra flugfara og áhafna þeirra, hvað snertir tolla, landvistar- leyfi og önnur formsatriði. Eng- in lendingargjöld skal greiða af slíkum flugförum. 6. í sambandi við rekstur flug- vallarins munu BandaríkÍH, að svo miklu leyti sem kringum- stæður leyfa, þjálfa íslenzka starfsmenn í tækni flugvallar- rekstrar, svo að ísland geti í vaxandi mæli tekið að sér rekst- ur flugvallarins að svo miklu leyti sem frekast er unnt. 7. Stjórnir Bandaríkjanna og íslands skulu í samráði setja reglugerðir um rekstur, öryggi og önnur mál, er varða afnot allra flugfara af flugvellinum. Slík ákvæði raska þó ekki úr- slitayfirráðum íslands, hvað umráð og rekstur flugvallarins snertir. 8. Stjórnir Bandaríkjanna og íslands koma sér saman um grundvöll, er báðar geti við un- að, að sanngjarnri skiptingu sln á milli á kostnaði þeim, er af viðhaldi og rekstri flugvallarins stafar, þó þannig að hvorugri ríkisstjórninni skuli skylt að leggja I nokkurn þann kostnað af viðhaldi eða rekstri flu<T- vallarins, sem hún telur sér ekki nauðsynlegan vegna eigin þarfa. 9. Elgi skal leggja neina tolla eða önnur gjöld á efni það, út- búnað, nauðsynjar eða vörur, sem inn er flutt til afnota fyrir stjórn Bandaríkjanna eða um- boðsmenn hennar samkvæmt þessum samningi eða til afnota fyrir starfslið það, sem dvelur á íslandi vegna starfa, er lelðir af framkvæmd samnings þessa. Útflutningsgj alda skal eigl held- ur krefjast af útflutningi téðra vara. 10. Eigi skal leggja tekju- skatt á þær tekjur þess starfs- liðs Bandaríkjanna, sem á ís- landl dvelur vlð störf er leiðir af framkvæmd samnings þessa, er koma frá aðiljum utan ís- lands. 11. Þegar samningi þessum lýkur skal stjórn Bandaríkjanna [ heimilt að flytja af flugvellin- 'um öll hreyfanleg mannvirki og útbúnað, sem þau eða umboðs- menn þeirra hafa látið gera eða lagt til eftir gildistöku samn- ings þessa, nema svo semjist að ríkisstjórn íslands kaupi mann- virki þessl eða útbúnað. 12. Samningur þessi skal gilda á meðan á stjórn Bandaríkj- anna hvílir sú skuldbinding að Ifalda uppi herstjórn og eftir- stjórnin um sig hvenær sem liti I Þýzkalandi; þó má hvor er, eftir að fimm ár eru liðin frá gildistöku samnings þessa, fara fram á endurskoðun hans. Skulu þá stjórnirnar hefja viðræður svo fljótt sem auðið er,- Leiði slíkar viðræður eigi tll sam- komulags innan sex mánaða frá því að fyrst kom fram beiðni um endurskoðun, er hvorri stjórninni um sig heimilt, hve- nær sem er að þeim tíma liðn- um, að tilkynna skriflega þá fyrirætlun sína að segjg^ upp samningnum. Skal samningur- inn þá falla úr gildi tólf mán- uðum eftir dagsetningu slíkrar uppsagnar. Ef ríkisstjórn fslaíids skyldi vilja fallast á þær tillögur sem settar eru fram hér að framan, bið ég yður, herra ráðherra, að senda mér staðfestingu á því erindi, sem ásamt þessu erindi verður þá samningur beggja ríkisstjórnanna um þessi efnl. (19./9. 1946) Ríkisstjórn Bandaríkjanna birti i dag fréttatilkynningu úm þetta efni. Eru í fréttatilkynningunni tekin upp öll aðalatriði samn- ings þess, er Bandaríkjastjórn hefir lagt til að gerður verði og lýkur henni með þe>sum orð- um: „í stuttu máli sagt: Fallist ísland á framangreindar tillög- ur, munu Bandaríkin hverfa á brott með allt sitt herlið af íslandi, afhenda íslandi flug- velli þá er Bandaríkin byggðu við Keflavik, setja óbreytta borgara í stað þeirra er her- þjónustu gegna og nú starfa við rekstur flugvallanna, og þjálfa íslendinga í rekstri vallarins. (Framhald á 4. síSu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.