Tíminn - 26.09.1946, Síða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ÚTGEPANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Slmar 23S3 og 4373
PRENTSMIÐJAN EDDA hS.
RITST JÓRASKRIFSTOFUR:
EDDUH 'SI. Llndargötu 9 A
Slmar 2353 og 4373
AFGREIÐSLA, INNHETMTA
30. árg.
Reykjavík, fimmtudagiim 26. sept. 1946
174. blaO
Stórtjón af völdum
skriöuf alla og vatna
gangs nyröra
Fólk flýr marga bæl i Dalsmyiuii.
í byrjun þessarar viku geysaði hið versta veður víða um land
og urðu af völdum þess miklir skaðar, elnkum við Eyjafjörð. í
Dalsmynni féllu skriður á lönd margra bæja og varð fólk að
flýja heimili sín. Er talið, að ein þessara jarða sé ekki byggileg
cftir það jarðrask, sem orðið hefir. Víða hafa skriður fallið á
engjar og úthaga, vegir skemmzt, símasamband rofnað og hey
flætt. Akureyrarbær var rafmagnslaua í sólarhring vegna
skemmda á raflínunni. Réttum hefir sums staðar verið frestað
og menn og skepnur orðið fyrir hrakningum í leitum.
Fólk flýr heimili sín.
Stórfelldast tjón virðist hafa
orðið í Dalsmynni austan
Fnjóskár.Þar byrjuðu skriður að
falla að undangengnu ofsalegu
úrfelli síðastliðið sunnudags-
kvöld. Sá fólk þá þegar fram á,
hvað verða vildi. Flúðu menn af
fimm bæjum, sem standa undir
svonefndu Gerðafjalli, og leit-
uðu athvarfs á næstu heimilum,
aðallega Laufási og Lómatjöm.
Bæir þeir, sem fólkið yfirgaf,
eru Litlagerði, Pálsgerði, Mjð
gerði, Borgargerði og Ártún.
Ein jörð óbyggileg —
fjórar aðrar skemmdar.
Skriður héldu áfram að falla
úr fjallinu um nóttina og ollu
gríðarmiklu tjóni.
Litlagerði er talið óbyggilegt.
Nær allt túnið er í kafi í aur og
eðju og grjóti. Bæjarhúsin
standa á hóli, og má heita, að
þau ein og hlaðvarpinn um-
hverfis þau hafi sloppið við
eyðingu. Bóndinn í Litlagerði
var nýbúinn að reisa steinhús á
jörð sínni.
Af landi jarðarinnar Ártúns
eyddist þriðjungurinn. Hins veg-
ar er túnið þar óskemmt.
Á aö greiða nið-
ur kjötið og
mjólkina?
Hvað hyggst ríkisstjórnin fyrir
um niðurgreiðslu á verði land-
búna/7arvara á hinu nýbyrjaða
verðiagsári?
Þessa fyrirspurn til ríkis-
stjórnarinnar Iagði Páll Zóp-
hóníasson fram á Alþingi strax
og það kom saman um daginn
Þessi mál standa nú svo, að
þegar nýtt verðlagsár hófst 15
sept., féllu öll eldri ákvæði um
niðurgreiðslur úr gildi. Ríkis-
stjórnin hefir þó haldið áfram
niðurgreiðslum á mjólk, 22
aurum á lítra, án þess að laga-
hdimild til þess væri framlengd.
Væri þessum niðurgreiðslum
öllum hætt nú, myndi vísitalan
hækka um 22 stig eða vel það.
Hér er því um að ræða mál, sem
alla snertir, 'og það jafnvei þótt
þeir hvorki gætu talizt fram-
leiðendur né neytendur. En
auk þess snúa aðrar þýðingar-
miklar hliðar málsins sérstak-
lega að þeim.
Það er því orðið meira en
tímabært að ákveða hvað gert
skuli í þessum efnum.
Vísitalan verður næst reikn-
uð eftir því verðlagi, sem verður
2. október.
Fyrirspurn þessi hefir enn
ekki verið tekin á dagskrá.
Á Miögerði féllu tvær skriður.
Önnur fyllti farveg bæjarlækj-
arins og eyðilagði rafstöð, sem
þar var. Hin féll meðal annars
yfir túnið og gerði verulegt
tjón.
í Pálsgerði féll skriða á all-
stórt nýræktað land og varð það
fyrir miklum skemmdum.
í Borgargerði varð einnig
verulegt tjón.
Ekkert tjón varð þó á húsum
né gripum, svo vitað sé. Sauðfé
er ekkert á þessum slóðum, því
að allsherjarslátrun vegna fjár-
pestanna var nýlega lokið.
Hinum megin Fnjóskár,
nokkru innar en gegnt Gerða-
bæjunum, féllu einnig miklar
skriður. Þar er skógur allmik-
ill, sem heitir Gæsaskógur.
Hann tættist sundur af skriðu-
föllum. Skógur þessi er í Lauf-
áslandi.
Nýr vegarkafli stórskemmdur.
Enn féllu skriður úr Kjálk-
anum, fjallinu milli Svalbarðs-
strandar og Dalsmynnis. Lenti
ein þeirra á túninu í Fagrabæ
og skemmdi þaö mikið og eyði-
lagði stóran kartöflugarð.
Nýlokið var á þessum slóðum
vegarkafla, sem tengdi byggð-
ina út með firðinum við Sval-
barðsströnd og innsveitirnar.
Þessi vegur stórskemmdist, allt
frá Saurbrúargerði að Fagra-
bæ. Má segja, að allur nýi kafl-
inn sé ýmist á kafi í aur og
grjótruðningi eða sundurtættur
af vatni og skriðum.
Vegurinn upp Fnjóskadal er
eínnig stórskemmdur.
Vaðlaheiðarvegurinn rofnaði
af völdum vatnavaxta.
Á land Höfðabrekku í Greni-
vík féll skriða og varð af tals-
vert tjón. Kom hún úr Höfð-
anum.
Fleiri skriður —
símalínur rofnar.
Miklu víðar en hér verður
getið hafa skriður fallið við
Eyjafjörð. En þær hafa yfirleitt
lent á úthaga eða engjar og
ekki haft eins mikla eyðilegg-
ingu í för með sér og skriður
þær, sem hér hefir verið sagt
frá. Að Vatnsenda í Saurbæj-
arhreppi féll þó skriða á tún-
ið og olli talsverðum skemmd-
um, og sömuleiðis lenti skriða á
túninu á Möðruvöllum í Hörg-
árdal og gerði nokkurn \xsla.
í Ólafsfirði flæddu hey á
nokkrum bæjum í vatnavöxt-
unum.
Auk þess má vel vera, að ekki
séu enn komin til grafar öll
kurl, því að símalínur rofnuðu
víða og sums staðar er ekki
komið á símasamband. Þannig
var enn símasambandslaust frá
Akureyri austur um Þingeyjar-
sýslu.
Rafmagnsiaust á Akureyri.
Enn má geta þess, að raf-
magnslaust var í Akureyrarbæ
í fyrradag og fyrrinótt. Hafði
Skemmdir á hafnarmannvirkjum
í Bolungarvík
Suiuarvinnan við hafuarbœturnar eyðilögð.
í ofviðrinu, sem skaii á um fyrri helgi og stóð fram í mlðja
viku, urðu miklar skemmdir á hafnarmannvirkjum í Bolungar-
vík, en í sumar hefir verið unnið þar að hafnarbótum. Tíðinda-
maður blaðsins hefir aflað upplýsinga um skemmdirnar frá
Þórði Hjaitasyni í Bolungarvík.
Köld hafa verið kjör útlaganna, sem hjuggu í þessu hreysi vetrarlangt
uppi á miðjum öræfum íslands. Þetta eru rústir kofans á Hveravöllum,
þar sem Eyvindur og Halla áttu sér athvarf um skeið. í rauninni er þetta
aðeins hraungjóta, sem hlaðið hefir verið að, rétt við lítinn læk, fast við
aðalhverasvæðið. Sá, sem kemur að rústum kofans á skemmtiferðalagi
á sumardegi, á víst bágt með að gera sér í hugarlund, hve ströng lífs-
barátta hlnna ofsóttu útlaga, sem þarna bjuggu eins og refir í greni,
hefir verið.
(Ljósm. Tímans: G. Þórðarson).
Lýsisherzluverksm.
verður á Siglufirði
í lögum nr. 93, 25. september
1942, um að reisa nýjar sildar-
Verksmiðjur, or svo fyrir mælt,
að ríkið láti reisa verksmiðju
til herzlu síldarlýsis, er rann-
sókn hafi sýnt, að það sé tíma-
bært. Kom í ljós við nánari at-
hugun, að góð skilyrði voru
til reksturs ^likrar verksmiðju.
Voru þá skipaðir í nefnd til
xess að athuga staðsetningu
verksmiðjunnar þeir Óskar B.
Bjarnason efnaverkfræðingur,
sem er formaður nefndarinnar,
Ágúst Sveinbjörnsson, efna-
fræðingur og Hilmar Krist-
jónsson, framkvæmdastjóri síld
arverksmiðja ríkisins.
Nefnd þessi hefir komlzt að
þeirri niðurstöðu, að verk-
smiðjan verði bezt sett á Siglu-
firði og hefir ríkisstfórnin fall-
izt á greinargerð nefndarinnar
fyrir þeirri ákvörðun og sam-
þykkt, að lýsisherzluverksmiðj-
an skuli reist þar.
SLÁTRUN HAFIN
í REYKJAVlK
Slátrun sauðfjár í Reykjavík
hófst i fyrradag.
Mun vera langt síðan slátrun
hófst svo síðla hausts hér I
höfuðstaðnum. Húsmæðurnar
munu líka vera orðnar lang-
eygðar eftir nýju kjöti og slátri.
Oftast mun slátrun hafa hafizt
síðari hluta ágústmánaðar.
Heyhlaða brennur
Aðfaranótt síðastliðins laug-
ardags kom eldur upp í hey-
hlöðu að Mið-Lelrárgörðum 1
Leirársveit. Varð eldurinn
fljótt magnaður, og var þvi
slökkviliðið á Akranesi kvatt til
hjálpar. Kom það á staðinn
eftír nokkra stund. En frá Akra
nesi og upp að Léirárgörðum
munu vera um 20 km.
Einnig kom að fjöldi manns
af næstu bæjum til að hjálpa
til að ráða niðurlögum eldsins.
Tókst það að lokum en helm-
ingur heysins var þá brunninn.
í hlöðunni voru aUs 500—600
hestburðir af heyi. Bæði hlaðan
og heyið var óvátryggt.
Bóndinn að Mið-Leirárgörð-
um er Einar Gislason.
línan rofnað í Ljósavatnsskarði.
Við rigningarnar flæddi va,tn
inn í kjallara nokkurra íbúðar-
húsa á Akureyri, en hvergi mun
hafa orðið teljandi tjón af þeim
sökum.
Hrakningar í göngum.
Sums staðar norðan lands
hefir réttum verið frestað vegna
illviðranna, svo sem í Húna-
vatnssýslu. Gangnamenn á Auð-
kúluheiði sneru aftur vegna ó-
veðurs. Hefir snjóað til fjalla og
allt niður í byggð I framsveit-
unum.
Menn og skepnur hafa eðli-
lega orðið fyrir hrakningum og
vosbúð af völdum þessa íhlaups
nú um gangna- og réttaleytið.
I sumar var unnið að hafnar-
mannvirkjum í Bolungarvík.
Voru steypt 11 steinker, sem
hvert um sig var 9 m. að lengd
og 3y2 m. að breidd. Kerum
þessum var sökkt í tveimur röð-
um, hverju við endann á öðru,
en ellefta kerinu var sökkt fyrir
enda bryggjunnar, þannig, að
það lokaði þró þeirri, er mynd-
aðist á milli kerjanna. En bilið
á milli þeirra var fyllt upp með
lausu grjóti.
Ofan á steinkerin var aftur
steyptur veggur, rúmlega 2
metrar að hæð, og var síðan
fyllt upp með grjóti. Var þá
bryggjan orðin 7 metrar að
hæð. Bilið á milli steinkerjanna
var 10 metrar, en bryggjan var
samtals 17 metra breið. Eftir að
fyllt hafði verið upp með grjóti
á milli kerjanna, var steypt
plata ofan á allt saman, sem
var yfirborð bryggjunnar. Var
búið að steypa þá plötu til hálfs,
er ofviðrið skall á um helgina.
Á aðfaranótt sunnudagsins
15. september skall á ofvlðil
með foráttu brimi. Um hádegi
var veðurofsinn orðinn aftaka
mikill og brimið svo miklð, að
slíkt hefir ekki komið 1 Bolung-
arvík árum saman.
Þegar á sunnudaginn tók
sjórinn að rífa lausa grjótið upp
úr bryggjunni, þar sem ekki var
búið að steypa plötuna yfir og
fór svo fram allan sunnudag-
inn og fram á mánudag. Var
brimið þá farið að ná grjóti
undan þeim hluta bryggjunnar,
er búið var að steypa yfir, og
tók einnig með sér hluta af
steinsteyptu plötunnl.
Um hádegi á þriðjudag tók
ein holskefla innri garðinn ofan
að steinkerjunum.Sópaðist hann
ásamt mestum hluta uppfyll-
ingarinnaí, inn í höfnina og
braut ofan af steinkerjunum.
Aðrar skemmdir urðu ekkl á
sjálfum kerjunum, nema þær, að
hornkerið a13 Innanverðu
færðist nokkuð til, og ennfrem-
ur er hætt við að fleiri ker hafi
raskazt á grunninum.
Svíar hefja fastar flugferð-
ir til Ameríku
Viðtal við Kiirt Bonncr, iiinboðsmaiiii SILA hér
Sænska flugféiagið A. B. Aerotransport (ABA) ræður nú yfir
29 flugvélum af ýmsum gerðum og heldur uppi föstum flug-
ferðum til allra helztu borga f Evrópu. — Sila, sem er sænska
deildin í Scandinavian Airlines System (SAS), hóf fastar flug-
ferðir til Ameríku hinn 23. þ. m. Hefir tíðindamaður Tímans
átt tal um flugmál Svía við Kurt Bonner, sem verið hefir um-
boðsmaður norrænu flugfélaganna hér í nær eitt ár.
Kurt Bonner lét blaðinu eft-
irfarandi upplýsingar 1 té:
Flogið til fjórtán höfuðborga.
A. B. A. annast flugferðir um
Evrópu. Elns og stendur ræður
félagið yfir 5 flugvélum af
gerðinni Jv. 52, 17 DC 3, 4 flug-
virkjum og 3 Skymaster. A. B.
A. á þó 6 Skymasterflugvélar,
en Si}a hefir 3 á leigu, eins og
stendur. Við höfum fastar áætl-
unarferðir til Lundúna, Reykja-
víkur, Parísar, Rómar, Kaup-
mannahafnar, Amsterdam,
Varsjá, Prag, Nizza, Lissabon,
Brússel, Zúrich og Osló. Auk
þess .fljúgum við til Ankara
höfuðborgar Tyrklands.
A. B. A. annast þar að auki
flugferðir innanlands, t. d. eru
flugferðir milli Stokkhólms og
Gautaborgar, Málmeyjar, Visby
og Luleá.
Fluggjöld hér og í Svíþjóð.
— Hversu dýrt er farið milli
Stokkhólms og þessara borga?
Er það ódýrara en á jafnlöngum
leiðum hér á íslandi?
— Já, það er það. Frá Gauta-
borg til Stokkhólms eru 414 km.
og farið kostar 62 krónur sænsk-
ar. Frá Reykjavík til Reyðar-
fjarðar eru 410 km., en farið
kostar 300 íslenzkar krónur.
fslandsflugið.
— Hversu oft koma sænskar
flugvélar hingað?
— Tvisvar í mánuði eins og
stendur. Við notum til þessara
" m
ferða Skymaster-flugvél, sem
tekur 44 farþega.
— Hversu dýrt er farlð til
Stokkhólms héðan?
— 1245 íslenzkar krónur eða
heldur meira en ferð til Kaup-
mannahafnar, enda er leiðin
lengri.
— Gerið þér ráð fyrir að far-
gjöldin lækki bráðlega?
— Öll flugfélög stefna að þvi
marki að lækka fargjöldin.
En sennilega helzt þetta verð
óbreytt fyrst um sinn.
Fastar flugferðir til Ameriku.
— Sila hefir flogið nokkrum
sinnum til New York?
— Já, en það hafa ekki verið
fastpw áætlunarferðir. Þær flug-
vélar hafa stundum lent á
Keflavíkurflugvellinum sökum
óveðurs. Nú var þessum ferðum
breytt í fastar áætlunarferðir
hinn 23. þ. m. í framtíðinni
fljúgum við tvisvar í viku til
New York með viðkomustað í
Osló og Kaupmannahöfn til
skiptis og svo í Prestwick og á
Nýfundnalandi.
— Hversu dýrt er farið til
New York?
Það kostar 447 dollara frá
Stokkhólmi, en 428 dollara frá
Kaupmannahöfn. Vélin, sem
verður í þessum ferðum, er
Skymaster með 28 sætum. Á
svo löngu flugi er nauðsynlegt
að hafa gott rúm fyrir farþeg-
ana og gera þelm lifið sem
þægllegast.
Framkvæmdarstjórl A. B. A., Carl
Florman, óskar yfirflugmanní félags-
Ins, Áke Duvander, góffrar ferðar.
ísiand er óvenjulega
fagurt land.
— Hvernig hafið þér kunn- *
að við yður á íslandi?
— Ágætlega. Veturinn er að
(Framhald d 4. siOuJ
Danakóngur rýfur
færeyska lögþingið
Seint í fyrrakvöld bárust þau
tiðinjii, að K>istj án X. konung-
ur Dana, hefði rofið lögþingið
færeyska og boðað nýjar kosn-
ingar í Færeyjum.
Ekki er vitað, hvort þingrof-
ið ka/in að vera gert 1 einhverju
samráði við forseta lögjoings-
ins og meiri hluta þess, sem lýst
hefir yfir yfirráðum sjálfrar
færeysku þjóðarinnar í Færeyj-
um, eða hvort það er beinn mót-
leikur við aðgerðir færeyskra
sjálfstæðismanna.
Sendinefnd frá Danmörku
mun vera á förum til Þórsbafn-
ar til þess að ræða vlð færeyska
st J órnmálamenn.