Tíminn - 26.09.1946, Page 2

Tíminn - 26.09.1946, Page 2
2 t: iom VIV, iimmtnda giirn 26. sept. 1946 Fimmtudagur 26. sept. Hvert leiðir svona stjórn? Á þjóðhátlðardegi íslendinga 17. júní 1945 var það einn þátt- ur í hátíðahöldunum, að for- sætisráðherrann flutti útvarps- ræðu. Hann taldi þá tvo atburði merkasta á fyrsta ári hins ís- lenzka lýðveldis. Annar var lok ófriðarins í Evrópu. Hinn var stjómar- myndun Ólafs Thors. Ráðherrann var siðan bæði margorður og fagurmáll um þá blessun, sem islenzku þjóðinni hefði hlotnazt, þegar stjórn hans varð til. í þvl sambandi nefndi hann þjóðlega einingu, frið og þegnskap, og gott ef hann talaði ekki líka um dreng- skap og heilindi. Síðan er nú liðið rúmt ár. Á þeim tíma hafa þessi ummæli ráðherrans oft verið endurtekin í ýmsu formi, bæði af honum sjálfum, flokksbræðrum hans og öðrum samstafsmönnum. Á þessum tíma hefir forsætis- ráðherrann svo unnið að af- greiðslu á viðkvæmu og örlaga- ríku milliríkjamáli, án þess að láta annan samstarfsflokkinn hafa hugmynd um það. Allt í einu er samningsuppkast Bandaríkjanna lagt fyrir þing- ið. Það er að minnsta kosti nærri helmingur alþingismanna, sem ekkert vissi hvár málinu var þá komið, en forsætisráð- herrann sagði, að þetta ættu þeir að afgreiða innan tveggja sólarhringa. Það þarf ekki að rekja gang málsins síðan, en eftir því, sem forsætisráðherrann segir um af- stöðu og vilja Bandaríkjanna í málinu, og það ætti hann að þekkja manna bezt, virðist það einungis vera fyrir klaufalega meðferð málsins, að það er orð- ið slíkt æsingamál, sem raun ber vitni. Forsætisráðherra hefði samkvæmt öllum líkum, getað leyst þetta mál á þann hátt, að hann hefði haft þjóð sína nálega einhuga að baki sér, og Bandaríkin hefðu vel við unað. En hann kaus ekki þá leiðina. Hann vann einn að málinu eins og engin utanríkis- málanefnd væri til, og sagði svo hinum að samþykkja. Svo gerast þeir óvenjulegu atburðir, að fylgismenn með- ráðherranna tveggja gera að- súg og hróp að forsætisráðherra. Blöð hans sjálfs segja, að þetta fólk hafi hótað honum dauða og tortímingu og segja, að þetta sé hið rétta innræti kommún- ista. Nú hafi þjóðin séð það. Tíminn leggur engan dóm á fullyrðingar .Mbl. og Vísis, og sjálfsagt eru þær sumar vafa- samar. En hitt er þó víst, að ráðherrar Sósíalistaflokksins eru meðhaldsmenn þeirra, sem aðsúginn gerðu að Ólafi, og Þjóðviljinn lætur sér það vel líka, að „strákar og lausingjar" hrekji forsætisráðherra sinn eins og Krók-Álf forðum á Hegranesþingi. Ekki er annað að sjá en Ólaf- ur Thors láti sér þessa sam- búðarhætti lynda. Hann virðist taka því með þolinmæði og langlundargeði, þó að stuðn- ingsmenn hans gefi honum lík- amlega hirtingu. Og stuðnings- mennimir virðast líka una stjórnarforystu hans vel, eins og hirtingin hafi afplánað þá mál- efnalegu sekt, sem þeim fannst hann bera. En það er áreiðanlegt, að ís- Dr. Halldór Pálsson: Skozk fjárkyn hér á landi Árið 1933 voru fluttar til landsins nokkrar kindur af Border Leicester kyni, frá Skot- landi. Þá voru sett lög um innflutn- ing þennan, þar sem bannað var að ala upp kynblendings- lömb til framtímgunar hér á landi, en aðeins leyft að nota hina erlendu hrúta til fram- leiðslu einblendinga til slátrun- ar. Jafnframt yrði stofninn hreinræktaður hér á lándi. Fjárstofn þessi var fluttur að Halldórsstöðum í Laxárdal, í Þingeyjarsýslu og hreinræktað- ur þar, unz fjárskipti fóru fram í Reykdælahreppi. Þá var sumt af stofninum flutt til Við- eyjar og síðar að Hvanneyri, en sumt að Norðurhlíð i Aðaldal. Auk þess höfðu áður verið flutt- ar nokkrar hreinræktaðar Bord- er Leicester kindur að Bjarna- stöðum í Bárðardal. Þetta -hreinræktaða Border Leicester fé hefir verið á hrak- hólum I Þingeyjarsýslu undan- farin ár vegna fjárskiptanna, en nú verður það allt flutt undan hnífunum, sumt að Hesti í Borg- arfirði, en sumt að Hrafnkells- stöðum í Hreppum. Fyrstu árin eftir að þetta fé var flutt til landsins voru all- margir Border Leicester hrútar seldir bændum víðsvegar um Eyjafjörð og Þingeyjarsýslu og víðar. Hinum ströngu ákvæðum laganna var fylgt um nokkurra ára skeið og allir slátruðu öll- um kynblendingslömbum, en engar tilraunir voru gerðar með uppeldi og framhaldsræktun kynblendinganna. Yfirleitt létu bændur mjög vel af einblendingslömbunum til slátrunar, og því betur sem þeir bjuggu við betri landskosti og skilyrði til þess að fóðra ærnar vel. Sumum reyndust kynblend- ingslömbin þó engu betri en lömb af íslenzku kyni, einkum þeim er bjuggu við miður góð f j árræktarskilyrði. Aðal munurinn á einblend- ingslömbunum og hreinræktuð- um íslenzkum lömbum var sá, að einbl. urðu vænni við góð skilyrði og vöðvameiri. Gæran varð einnig þyngri af einblend- ingunum en jafn þungum ísl. lömbum, en mör minni. Föll af léttustu einblending- unum voru hins vegar lakari að gæðum en jafnþung föll af ís- lenzkum lömbum. Eftir að sauðfjárpestirnar tóku að geysa, tók alveg fyrir flutning á þessu skozka fé í suma landshluta vegna varn- anna. Samt sem áður langaði marga bændur, sem eitthvað höfðu kynnzt þessu fé, til þess að ala upp gimbrar einkum til þess að reyna viðnámsþrótt þeirra gegn mæðiveikinni sam- anborið við hreinræktað ís- lenzkt fé. Haustið 1938 var Guðmundur Jónsson bóndi á Hvítárbakka veitt undanþága frá gildandi lögum og honum leyft að ala lenzka þjóðin hefir ekki hugsao sér svona stjórn og sambúðar- hætti meðal æðstu manna sinna. Því eru menn undrandi, gramir og ^árir. Menn vita ekki hverju er treystandi eða á hverju má taka mark, því að það hefir sýnt sig, að undir fagurmælum bjó fals og óheil- indi. Því eru þeir nú margir, sem spyrja: Hvert leiðir svona stjórn? upp nokkrar einblendings- gimbrar af B.L. kyni. Það var augljóst mál að rétt var að gera tilraun með upp- eldi kynblendinga, bæði til þess að finna, hvort þeir hefðu þá kosti til að bera, að til mála gæti komið að reyna að mynda nýtt fj árkyn hér á landi með blöndun við Border Leicester fé og til þess að fá úr því skorið, hvort kynblendingarnir hefðu meiri viðmótsþrótt gegn mæði- veiki en hreinræktað íslenzkt fé. Ekki var ástæðulaust að vonast til þess, ef mæðiveikin var gam- all landlægur sjúkdómur víða erlendis, þar er hvergi vitað að hún valdi geinvænlegu tjóni, og verður það varla skýrt á annan hátt, en féð hafi þar meira ónæmi gegn veikinni en ís- lenzkt fé, sem hefir öldum sam- an verið einangrað frá fé ann- arra landa. Árið 1941 var svo lögum um innflutning sauðfjár til slátur- fjárbóta breytt þannig, að land- búnaðarráðherra gat heimilað Búnaðarfélagi íslands að veita bændum leyfi til þess að láta einblendinga lifa til framhalds- ræktunar undir eftirliti sauð- fjárræktarráðunauts. — Síðan hafa nokkrir bændur alið upp kynblendinga af Border Leicest- er-kyni, einkum í Borgarfirði og Þingðeyjarsýslu, en flestir kynblendingar hafa verið aldir upp á Hvítárbakka og Hvann- eyri. í Þingeyj arsýslu hafa fjár- skiptin orsakað það að einblend- ingsærnar, sem þar voru all- margar, hafa verið drepnar áð- ur en veruleg reynsla hefir feng- ist um, hvort þær hefðu meiri viðmótsþrótt gegn mæðiveik- inni en annað fé. Á Bjarnastöðum í Bárðardal og víðar sýndi þó reynslan, sem annars var stutt, að einblend- ingsærnar sýktust ekki hlut- fallslega eins margar eins og jafnaldra íslenzkar ær. Því miður skortir nokkuð á að nógu nákvæmar skýrslur hafi verið haldnar í Borgarfirðinum um vanhöldin á Border Leicest- er-kynblendingunum annars vegar og jafn gömlum íslenzkum ám á sömu bæjum hins vegar, svo að unnt sé að birta ná- kvæma skýrslu um hversu miklu munar á því, hve kyn- blendingarnir eru ónæmari en íslenzku ærnar. Það er þó óhætt að fullyrða að þessi munur er allmikill a. m. k. á hálfsblóðs ánum. Þær hafa mjög fáar farizt úr mæði- veiki. Munurinn er lítill á þeim ám, sem aðeins hafa V4 af Bord- er Leicester blóði. Slíkir kyn- blendingar eru fáir en þó nokkrir þeirra hafa farizt úr mæðiveiki. Á Hvítárbakka hafa verið aldar upp á undanförnum ár- um um 130 kynblendingsær, flestar hálfblóð. Af þeim hafa aðeins 3 eða 4 farizt úr mæði- veiki. En allmargar hafa týnt tölunni af öðrum orsökum, einkum slysum. Virðast þær í því tilliti lakari en íslenzkt fé. Á Hvanneyri hafa verið aldar upp nær 100 kynblendingar. Að- eins 2 eða 3 af þeim hafa far- izt úr mæðiveiki, en nokkrar af öðrum orsökum. Þessar ær eru enn ungar 4 vetra eða yngri. Annars staðar í Borgarfirði er hvergi um margar kynblend- ingsær að ræða og þær, sem til eru, eru enn ungar. Mjög fáar þeirra hafa enn farizt úr mæði- veiki, nema undan einum hrút, sem notaður var lítillega einn vetur, hafa flest afkvæmi hans farizt úr mæðiveikinni. Bendir það til þess, að misnæmir ein- staklingar séu^til innan Border Leicester fjárins. Ég tel óhætt að draga þá á- lyktun af reynslu undanfarinna ára að kynblendingar af Border Leicester kyni og íslenzku fé hafi mejri viðnámsþrótt gegn mæðiveikinni, en hreinræktað fé. Kynblendingsærnar af Border Leicester kyni eru að öðru leyti ýmsum góðum kostum búnar. Þær eru fremur vænar, oft meiri söfnunarkindur en ís- lenzkar ær. Þær þrífast vel í húsi, en þurfa allmikið fóður. Á sumrum verða þær vænar og gera ágæt lömb, ef þær ganga í góðu haglendi. Þær eru frjó- samar, en verði þær geldar þá geta þær orðið mjög vænar. Þær eru yfirleitt gæfar og hagspak- ar en stirðlegar í hreyfingum og því hættir þeim til þess að farast í hættur fremur en ís- lenzku fé. Ullin af þeim er meiri en af íslenzkum ám og vel hvít. Hún er jafnari en ís- lenzka ullin, hefir minna og fínna tog en meira og grófara þel en íslenzk ull. Reynslan hefir sýnt að hálf- blóðsblöndun er heppilegasta kynblöndunin milli íslenzks fjár og Border Leicester-fjár Yfirleitt hafa þær kindur, sem hafa meira eða minna en helm- ing af Border Leicesterblóði, reynst lakari en hálfblóðsfé. Þess vegna ættu allir bændur, sem rækta kynblendinga af Border Leicester-kyni, að stefna að því að rækta hálfblóðsfé. Fyrst með því að nota hrein- ræktaða B. L. hrúta handa ís- lenzkum ám og ala upp ein- blendings gimbrarnar. Til þeirra þarf svo að nota hálfblóðshrúta, en hvorki íslenzka eða hrein- ræktaða Border Leicester hrúta. Lömbin, sem fæðast út af ein- blendingsám og einblendings- hrútum, getum við kallað hálf- blóðslömb af öðrum ættlið. — Það verður að hafa það hugfast, að þau eru, a. m. k. mörg þeirra erfðafræðilega allólík einblend- ingunum. Sum líkjast meira Border Leicester fé en önnur líkjast meira íslenzku fé, en einblendingarnir gera. Þá þarf með vandvirkni að velja úr til ásetnings þau lömbin af öðr- um ættlið, sem líkjast mest ein- blendingum, og hafa mest af þeim kostum, sem æskilegast, er að reyna að festa í kyni. Hálfblóðsær af öðrum ættlið eiga að fá við hálfblóðshrút af öðrum ættlið. Lömbin, sem þá fæðast, er rétt að kalla hálf- blóðslömb af þriðja ættlið. Sama máli gegnir með þau, að sum þeirra líkjast meira hreinrækt- uðu B. Leicester og íslenzku fé, en blendingarnir, og þeim þarf að slátra, en ala þarf upp þau lömbin af þriðja ættlið, sem líkjast mest einblendingum og hafa mest af þeim kostum, sem á að reyna að festa í kyni. Þann- ig þarf að halda þessari ræktun áfram ættlið fyrir ættlið, unz búið er að festa í kyni þá eigin- leika einblendinganna, sem eft- irsóknarverðastir eru. Með þessu móti má rækta upp ný fjárkyn, en til þess að það megi takast þurfa þeir bændur sem þessa ræktun stunda að vera í sauðfjárræktarfélögum eða a. m. k. færa ættartölubæk- 174. blafff Fyrsta málverkasýn- ingin í Borgarnesi 'Borgarnes er, eins og mörg- um mun kunnugt, lítið þorp, sem telur aðeins nokkur hundr- uð sálir. Þess er því ekki að vænta, að hér gerist þeir við- burðir á sviði lista eða vísinda, sem vakið geti alþjóðarathygli. Það þótti því tíðindum sæta, er einn af þorpsbúum opnaði mál- verkasýningu fyrra sunnudag (15. sept.). Sýningin var aðeins opin í tvo daga; mun því óhætt að fullyrða, að ekki hafi allir, sem aðstöðu höfðu til að sækja sýn- inguna, verið búnir að átta sig á því hvað þarna var að .sjá, fyr en um seinan. Sýnandi málveikanna er konvungur maður, Jón Ólafsson að nafni. Ég ætla mér ekki þá dul að fella úrslitadóm um sýninguna, eða málverkin í heiid. Þær myndirnar, sem einkum vöktu athygli mína, voru ein lands- lagsmynd — sem mér virtist ljómandi fallegt málverk, og nokkrar andlitsmyndir. Þessar myndir virtust mér benda ótvírætt í þá átt, að hér sé á ferðinni maður, sem nokkurs megi vænta af, er honum vex aldur og þroski — og lengri námsferill. Ef til vill liða ekki mörg ár þangað til hann opnar málverkasýningu í Reykjavik, sem vekur athygli. Sigurjón Kristjánsson, frá Krumshólum ur yfir fé sitt og vinna að þess- ari ræktun með alúð og trú á því, að það sem þeir eru að gera, sé mikils virði fyrir nútíð og framtíð. Þá má einnig ná allt að því eins góðum árangri, en á lengri tíma, með því að nota fyrst einblendingshrúta af B. Leicest- er og íslenzku kyni handa ís- lenzkum ám. Lömbin, sem fæð- ast, er rétt að kalla fjórðungs- blóðs Border Leicester af 2. ætt- lið. Öllum hrútum af þessum ættlið verður að slátra, en beztu gimbrarnar má ala upp. Til þeirra þarf að nota hálfblóðs- hrúta, annað hvort einblend- inga en þó heldur hálfblóðs- hrúta af öðrum, þriðja eða hærri ættlið. Lömbin, sem þá fást, eru % blóðs af þriðja ættlið. Hrútum af þessum ættlið þarf að slátra, en þær gimbrar, sem líkjast mest einblendingum og eru beztum kostum búnar, má ala upp. Handa % blóðs ám, þarf að nota hálfblóðshrút eins og handa V4 blóðs ánum. Lömbin, sem fæðast þá af 4. ættlið eru 7/16 Border Leicester. Nálgast þau mjög hálfblóðsfé. Hrúta af þeim ættlið er þó óráðlegt að ala upp en beztu gimbrarnar á að ala upp. Nota þarf svo til þeirra hálfblóðshrúta, eins og til ánna af öðrum og þriðja ætt- lið. Lömbin, sem fæðast þá, þ. e. 5 ættliðurinn, nálgast enn meira en fjórði ættliður, er jafngilda hálfblóði. Þannig má halda á- fram koll af kolli ættlið eftir ættið, unz tekizt hefir að ná kynfestu í hið nýja kyn. Á tveimur stöðum hér á landi hefir þegar verið hafizt handa með að mynda nýtt kyn með á- framhaldandi ræktun. Hálf- blóðsfjár af Border Leicester kyni og íslenzku kyni í fjárrækt- arfélagi Andkílinga í Borgar- firði og Reykdalshólfinu í S- Þingeyjarsýslu. Við ræktun nýrra fjárkynja með þeim aðferðum, sem hér er lýst, er nauðsynlegt að hafa á- vallt hugfast að nota alltaf Rit Ölafs Hanssonar um heimsstyrjöldina Bókaútgáfa Meinningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins hefir fyr- ir skömmu gefið út bók um heimsstyrjöldina síðari eftir Ólaf Hansson menntaskóla- kennara. Þeir, sem hafa fylgst með gangi þessa hildarleiks og reynt að brjóta viðfangsefnin til mergjar á grundvelli sögu- legrar þróunar, munu lesa þessa bók með athygli og ánægju. Heimsstyrjöldin er ekki skrifuð fýrir þá, sem engar skoðanir hafa á alþjóðamálum, nema jær, sem yf irborðskenndar flaustursfregnir dagblaðanna gefa tilefni til. Bókin ber það með sér, að höfundurinn er mæta vel að sér, bæði í sögu og landafræði og að hann hefir fylgzt óvenjulega vel með því, sem gerðist á hinum ýmsu víg- stöðvum, og eftir því sem föng voru á, einnig í herbúðum stjórnmálanna. Hvað gerzt hefir á ráðstefnum stjórnmálamanna er enn, og verður ef til vill um ófyrirsjá- anlega framtíð, hulið í leyni- mökksmóðunni, en Ólafur Hansson bendir á það, sem af líkum má ráða. Um einstök at- riði, sem höfundurinn bendir á sem líkleg, er þegar vitað að ályktanir hans hafa reynzt rétt- ar. Heimsstyrjöldin ber vott um skýra hugsuni, nákvæmar at- huganir og yfirveganir og næm- an smekk fyrir því, hvað máli skiptir og hvað er dægurfluga. Öll frásögnin er ástríðulau.s. Hver setning er efnismikil. Ótrúlega miklu efni er þjappað saman í ekki stærri bók. Þetta er mikill kostur fyrir þá, sem vilja rifja upp einstök atriði úr stríðinu. Efninu er skipulega niður- raðað. Fyrst er gerð grein fyrir aðdraganda heimsstyrjaldar- innar, þá eru atburðir hvers hvers styrjaldarárs raktir fyrir sig, bæði á vígstöðvum og á pólitíska sviðinu. Frásögninni lýkur í árslok 1942, en síðari (FramhalcL á 4. síðuj hálfblóðshrúta handa kynblend- ingsám af sama kyni, en nota aldrei hreinræktaða Border Lei- cester hrúta eða hreinræktaða islenzka hrúta handa kynblend- ingsám. Hreinræktaða Border Leicester hrúta á að nota handa hreinræktuðu ánum af sama kyni og handa íslenzkum ám til framleiðslu einblendinga. Á sama hátt og hér að fram- an hefir verið lýst má einnig reyna að mynda ný blendings- kyn af Cheviot kyni og íslenzku kyni og af Svarthöfðakyni og íslenzku kyni, út af lömbum þeim, sem fengust s. 1. vor und- an ám þeim, sem Hjörtur Eld- járn sæddi s. 1. vetur með sæði úr hrútum af þessum kynjum fluttu loftleiðis frá Jótlandi. Verður meðal annar reynt að rækta upp vísir til slikra kynja á fjárræktarbúinu á Hesti. Auk þess er ætlunin að gera þar rækilegan samanburð á kynblendingum út af hinum þremur skozku kynjum, Che- viot, Svarthöfða og Border Lel- cester og svo íslenzku fé. Allir sem fást við kynblend- ingarræktun verða að forðast að blanda hinum erlendu kynj- um saman. Ætti því enginn bóndi að hafa nema eitt hinna erlendu kynja til blöndunar við fjárstofn sinn. Reykjavík, í sept. 1946.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.