Tíminn - 26.09.1946, Síða 3

Tíminn - 26.09.1946, Síða 3
174. falað 3 TÍMIIMV, fimmdndaginn 26. scpt. 1946 Mlnnmgarorð: Marta Magnúsdóttir húsfreyja að Ósi við Stelngrimsfjörð ALICE T. HOBART: Þann 30. apríl s. 1. andaSist á heimili sínu, Ósi við Stein- grímsfjörð húsfreyjan Marta Magnúsdóttir. Hafði hún þá bú- ið þar, ásamt manni sínum Gunnlaugi Magnússyni sam- fleytt í 40 ár við mikla rausn og myndarskap. Marta var fædd að Halakoti í Árnessýslu 1. nóv. 1874. Voru foreldrar hennar Sesselja Fil- ippusdóttir frá Bjólu á Rang- ávöllum og Magnús Einarsson prentara Þórðarsonar í Reykja- vík. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum til 14 ára aldurs, en vorið 1898 fluttist hún ásamt þeim vestur að Stað á Reykjanesi til séra Filippusar bróður síns. Vorið 1904 fluttist hún að Hrófbergi við Steingrímsfjörð og giftist þann 10. okt. um haustið eftirlifandi manni sín- um Gunnlaugi Magnússyni Magnússonar hreppstjóra á Hrófbergi. Þau hjón hófu þegar búskap á parti af jörðinni og bjuggu þar í tvö ár. En vorið 1906 flutt- ust þau að Ósi og bjuggu þar upp frá því. Þau hjón hófu búskap sinn svo að segja með tvær hendur tómar, eins og svo fjölmargir urðu að gera á þeim árum. En búskapur þeirra blómgaðist vel og búið óx jafnt og þétt, unz jörðin var full setin og meira en það. Jafnframt var strax hafizt handa um húsabætur og jarðrækt. Fljótt kom í Ijós að hús- freyjan átti simr hlut í þessari góðu afkomu. Hún var hagsýn og stjórnsöm húsmóðir svo af bar. Verk féll henni ekki úr hendi og ég hygg að oft hafi hún haft langan vinnudag á þeim árum. Þjóðleiðin liggur um hlaðið á Ósi. Það var þvi oft æöi gest- kvæmt, einkum áður en bílveg- ur kom. Ekki ósjaldan biðu þar hópar af íólki, er það beið skipsferðar frá Hólmavík, auk annars ferðafóiks, sem leið átti þar um, bæði um lengri og skemmri veg. Margir þurftu að finna húsbóndann, bæði vegna ýmsra opinberra starfa, sem hann hafði á hendi fyrir sveit sína og hérað og vegna þeirra mála og erinda, sem hann rak fyrir svo fjölmarga. Öllu var þessu fólki tekið með einstakri rausn og hlýhug og allur greiði og gisting í té látið án endur- gjalds. Oft var mannmargt og þröngt og voru húsakynni þó rúm, en aldrei voru húsbænd- urnir ánægðari en þá og öllum leið þar vel. Menntun í æsku mun Marta ekki hafa hlotið umfram það sem almennt tíðkaðist á þeim tíma, en hún var greind kona og námfús, enda hefi ég ekki kynnzt jafn gagnmenntaðri konu og henni óskólagenginni að vera. Þekking hennar var hagnýt og traust, en þó jafn- framt fjölþætt. Hún var stjórn söm og reglusöhi svo af bar, enda var öll hennar hússtjórn og heimilishald til fyrirmyndar. Hún fylgdist vel með, las mikið og myndaði sér ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum. Hún var trúuð og trúrækin og þó frjálslynd á því sviði, en eigi að síður var hún einlæg og sönn í trú sinni. Marta var í stærra meðallagi, myndarleg og fríð sýnum, svipurinn var hreinn og festulegur, en þó jafnframt mildur. Hún var tryggur vinur vina sinna, einlæg og heil í vináttu sinni, en teldi hún sig eða sína órétti beitta var hún þung fyrir, en vel kunni hún að stilla skap sínu í hóf og dæma rökrétt. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið, tveggja dætra og tveggja sona, sem öll eru á lífi. En auk þess ólu þau upp að öllu leyti eitt fósturbarn Svan- laugu bróðurdóttur Mörtu, og gerðu þau við hana að öllu leyti sem sín eigin börn. Börn þeirra hjóna eru: Fil- ippus starfsmaður hjá Við- tækjaverzlun ríkisins, Magnús bóndi á Ósi og Nanna og Fjóla heima hjá föður sínum. Eru þau myndar- og mannvænleg og vel látin af öllum sem þeim kynn- ast. Báru þau ætíð mikla og einlæga ást til móður sinnar á- samt óvenju trausti og virðingu Með Mörtu er í valinn hnígin ein af traustustu og merkustu konum þessa héraðs. Hún lét ekki mikið yfir sér og skipti sér lítið af félagsstarfsemi og opin- berum málum. Af þeim sökum hygg ég að margur lítt kunnur hafi ekki gert sér grein fyrir hversu gagnmenntuð og mikiL hæf kona Marta var. Hún beitti sinni starfsorku innan síns heimilis og lét börn sín og heiim ilisfólk njóta hæfileika sinna og þekkingar, hún vann að heill og fegrun heimilis síns, hún var manni sínum traustur og ástríkur lífsförunautur, var honum einlæg samhent í lífs- starfinu. Og síðustu samvistar- ár þeirra, þegar hann var far- inn að heilsu og lá veikur, oft þungt haldinn, þá hjúkraði hún honum og annaðist hann af hlýju og nákvæmni, þar til hún sjálf lagðist banaleguna. Þökk sé þér Marta fyrir lifs- starfið, þökk sé þér fyrir alla þína hlýju og einlægu mót- tökur. Ég veit, að það er bjart og hlýtt umhverfis þig á eilífðar brautinni. J. S. Matreiðslupróf Sveinspróf í matreiðsluiðn og framreiðsluiðn fór fram í Reykjavik að Hótel Garður, s.l miðvikudag og fimmtudag. Þess- ir luku prófi í framreiðsluiðn: Hermann Vigfússon, Jónas Þórðarsoi^, _Kri.stmundur Anton Jónasson, Ólafur Guðbjartsson Ólafur Jónsson (Þórscafé) Páll Arnljótsson, Sigurður Sigur- jónsson og Trausti Runólfsson. í Matreiðsluiðn luku prófi Aðalsteinn Guðjónsson, Anton Líndal og Kristján Einarsson. Þessir menn skipuðu prófdóm í matreiðsluiðn. Kaj Ól.,-Lúð vík Petersen og Tryggvi Þor finnsson, og var hann formaður dómnefndar. í framreiðsluiðn voru prófdómarar þannig skip- aðir: Janus Halldórsson, Ed mund Eriksen er var formaður prófnefndar og Henry Hannes- son. Prófin fóru fram að tilhlut un matsveina- og veitingaþjóna- félags fslands. Menningar- og minningarsjóður kvenna Minningarspjöld sjóðsins fást Reykjavík í Bókabúðum ísa foldar, Bókabúð Braga Brynj ólfssonar, Hljófærahúsi Reykja víkur, Bókabúð Laugarness og Bókaverzluninni Fróðá, Leifs götu. Mennt er máttur. K. R F. t. Yang og yin heyrði bjöllu blinds manns klingja fyrir aftan sig og tómlegt pjakk hans með staf sínum — gamalkunn hljóð í þessari borg. Var það köllun hans að fórna sjálfum sér fyrir þetta fólk — sjúkt íólk, hungrað og þyrst fólk, sem var að sligast undir þeim byrðum, er læknislyf þess, hið bölvaða ópíum, lagði því á herðar? Ópíum sefaði þjáningar og eyddi hörmum, en fæddi svo af sér ennþá sárari kvöl og bitrari harm — ópíum var það tortímingarafl, sem alls staðar blasti við í þjóðfélaginu. Peter laut höfði og starði niður á slitna steinstéttina. Nú lá leiðin út úr auðmannahverfinu að aðalgötu borgarinnar og höfuð samgönguæð hennar. Þar mætti hann hvitri kohu. „Góðan daginn,“ sagði hann. Hún nam staðar og kastaði regnhlífinni aftur á öxlina. Hann sá, að þetta var Díana Moreland, ung kennslukona, sem starf- aði í einum trúboðsskólanum. Þessir óvæntu samfundir stöðv- uðu í bili herför hans gegn sjúkdómum Kínaveldis. „Eigum við að verða samferða?“ spurði hann. En Díana Moreland svaraði ekki. Það var auðséð, að hún var á báðum áttum. Þá minntist Peter þeirra óskráðu, kínversku laga, sem fyrir- buðu karli og konu að láta sjá sig saman á almannafæri. Jafn- vel kristniboðarnir, sem voru komnir til þess að leysa kínversk- ar konur úr viðjum, voguðu sér ekki að brjóta þetta lögmál. Við viljum ekki storka Kínverjunum, var sagt. En i raun og veru beygðu allir sig fyrir hinu ævaforna valdboði, sem krafðist þess, að það væri virt, jafnvel af útlendingum. Það var eins og framandi hönd stíaði þeim sundur — aust- urlenzk krafa um aðgreiningu kynjanna. Þau stóðu ráðþrota — ræddu ekki að verða samferða og gátu enn síður fengið sig til þess að skilja, Allt í einu fann Díana, hve spaugilegt þetta hik var. Hún skellti upp úr, og þá var eins og fjötur félli af þeim „Auðvitað verðum við samferða. Ég þykist vita, að þér ætlið á samkpmuna eins og ég. Við erum meira að segja orðin of sem. Komið bara — þér gangið á undan, ég kem spölkorn á eftir. Hún talaði eins og sá, sem vanur er að skera úr. „Þó að það sé reyndar .... “ bætti hún við, og nú kom aftur hik á hana Karlmaðurinn á undan, konan á eftir — það var venjan, þeg- ar hjón voru á ferli. Það varð úr, að Peter gekk samsíða hennl. En hún kunni þessu illa, og samræður urðu engar þeirra á milli. Það var vont að fóta sig á kúptum steinunum í stéttinni með- fram götunni, þegar allt var vott, og Peter, sem ekki var lengur iafn hrifinn af samfylgdinni og fyrst, dróst brátt aftur úr og færði sig út á miðja götuna, þar sem sléttara var undir fæti. Díana leit við og brosti til hans: „Fyrirgefið — ég fann ekki, hvað stéttin er sleip og óslétt. Ég skal ganga hægara.“ í sömu andrá var opnað port rétt fyrir framan hana, og ljós- glæta, sem féll út á götuna, lék um andlit stúlkunnar. Þau eru greindarleg og djarfleg, þessi brúnu augu, hugsaði Peter. Raun- ar sýndust þau svört, þegar ljósið féll framan í hana, en hlýjan og hin lifandi hugð leyndu sér ekki. Hinn kvenlegi þokki hennar hreif hann á svipstundu. Klæðaburður hennar, limaburður, handtakið um regnhlífina, vaxtarlagið — hann sá þetta allt á svipstundu. Hann gleymdi alveg, hve steinarnir í gangstéttinni fóru illa við fótinn og flýtti sér upp að hliðinni á henni. Þau þögðu sem fyrr, en nú var þögnin annars eðlis. Hún var þrung- in leyndri samhygð. Loks voru þau komin á leiðarenda. Dyravörðurinn opnaði hlið- ið undir eins og þau gerðu vart við sig. Peter og Díana gengu samsíða upp steinstíginn og inn í húsið. Samkoman var byrjuð og dyrnar að salnum voru lokaðar. Þau staðnæmdust hlið við hlið í fordyrinu. Díana laut höfði, en Peter starði fram fyrir sig. Hann óskaði þess, að hann fengi aftur að sjá augu hennar áður en þau skildu, en strax og bænarandvörpin inni fyrir þögn uðu. gekk hún hratt í salinn og settist hjá hinum konunum Forvitnisleg augnatillit mættu hinum óstundvísu syndaselum, og úr svip sumra skein greinileg vanþóknun. Reiðin blossaði upp í Peter. Meðal þessara trúboða mátti enginn eiga sér einka mál, og stundum fann hann bókstaflega kuldann og roiskunn- arleysið skína út úr augum þeirra. Hann settist eins nærri dyr- unum og honum var unnt. Stella Perkins, sem var næst honum: rétti honum sálmabók. Peter kinkaði kolli og tók við henni. Kínverska þjónustufólkið hélt sína hátíð i eldhúsinu og gerði sér gott af hinu útlenda sælgæti, sem kallað var kökur. Það hlustaði á óminn á söngnum, sem barst úr samkomusalnum og hreifst á sinn hátt — ekki af fegurð raddanna né hinu fram- andi—hljóðfalli, heldur þeim innileik tilbeiðslunnar, sem það skynjaði. „Ai,“ sagði einn þjónninn. „Guð þess er langt í burtu. Það leitar hans.“ „Ekki svo undarlegt," sagði gamall karl, kengboginn eftir meiðsli, sem hann hafði hlotið í bakið. „Það tímir ekki að gefa öndunum neitt. Þeir fá aldrei reykfórnir, aldrei ljós né peninga seðla. Ai — það elur guði sína á söng, en hirðir sjálft peningana.“ sem varla sást þó í fyrir stórri léreftssvuntu, er hún var með „Þú ert auli. Ertu búinn að gleyma taó lí, hinum góðu siðum? Þú baktalar þá, sem ala önn fyrir þér. Viltu kenna unglingunum að kalla þá ágjarna?“ Sálmasöngurinn hljóðnaði. Hinn hvíti söfnuður varp öndinni ánægjulega og lagði eyrun við ræðunni. Tjöldin, sem höfðu verið dregin fyrir gluggana, hlífðu þeim með að sjá hina háu kínversku múra, typpt þakið á porthúsinu og mjóa, regnvota götuna, þar sem burðarstólarnir biðu í röðum. Allt, sem blasti við augum í samkomusalnum, hefði eins vel getað verið á Vesturlöndum: Myndirnar á veggjunum, bekkjaraðirnar, ræðustóllinn og vatns- glasið og kannan, sem þar stóð. Hér var friður og öryggi. Safnaðarstjórinn var hár og grannur AmeríkUmaður, toginleitur Sendisveinar Vantar tvo sendisveina nú þegar. Samband ísl. samvinnuf élaga Kaupmenn! Byggingarfálög! Kaupfálög! Útvegum frá tékknesku málmverksmlðjunum: Steypustyrktarjára, Bindivir, Vatnspipur, alls konar, Saum, alls konar, Járn- og stálplötur, Smíðajárn o. fl. Stuttur afgreiðslufrestur. R. Jóhannesson h.f. Sími Rauðarárstíg 1, 7181. Reykjavík. Símnefni: Rjóh. Kaupendur og inn- heimtumenn Tímans Gjalddagi blaðsins var 1. júlí. Vinsamlegast, dragið ekki lengur að senda greiSslur. Argangurinn kostar kr. 45.00 utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. INNHEIMTA TÍMANS Þann 1. okt. opnum við undlrrltaðar skrifstofu í Garðastrætl 2, undir nafninu: Bókhald og Bráfaskriftir Tökum að okkur: Bókhald - bréfaskriftlr. — Þýðingar á - vélritun — fjölritun — dönsku, ensku og norsku. Jóhanna Guðmundsdóttir. María Thorsteinsson. PENINGASKAPAR Höfum fyrirliggjandi vandaða peningaskápa. Jóh. Karlsson & Co. Þingholtsstræti 23. — Sími 1707. ;mmnt:mm:»»mi»»mmtmn»«mm»»»ii tttn«»tm»»:»:»mmmnm»tmm Utbreiðið TÍMANN VINNBÐ ÖTULLEGA AÐ ÚTBREIÐSLU TÍMANS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.