Tíminn - 29.10.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.10.1946, Blaðsíða 2
2 TtMCVN, þrlðjndaglnn 29. okt, I94C 197. blað Eiríkur Jónsson, Vorsabæ: Landbúnaðarþekking Gunnars Benediktssonar Af framboðsfundum í Barðastrandarsýslu Að lofa og lofa. Á framboðsfundi i Beruílrði I vor lét Guðmundur Hagalín svo ummælt, að það gæti verlð varhugavert að lofa ógætilega i kosningabaráttu, því að svo langt mætti ganga í þvi, að það væri á einskis manns færi að standa við fyrirheitin. Þessu svaraði Gísli Jónsson svo: „Guðmundur Hagalín segir, að það geti verið varhugavert að lofa. Ég sé ekkert ljótt við það að lofa. Lofar ekki Guðmundur Hagalín líka? Jú, hann lofar. Hann lofar sinn ílokk. Mér finnst miklu ver um menn sem svikja." Synir frumskóganna. Gísli Jónsson hefir þá venju, ef sömu menn eru með honum á fleiri fundum en einum, að lýsa því sem hroðalegast, hvað framkoma þeirra hafi verið óskapleg áður. Á öðrum framboðsfundi í vor, í Beruflrði, lýsti hann þvi kröftuglega, hvað Halldór á Kirkjubóli hefði verið miklu hraklegri daginn áður í Króksfjarðarnesi, og fór ekkl dult með það, að framförin myndi stafa af því, að maðurinn hefði gist hjá góðu fólki og orðið fyrir siö- legum áhrifum af þvi. sem veldur. En fyrst svona hefir gengið hingað til með útvegun þessara verkfæra og nú, þegar mjög er farin að skerðast doll- araeign landsmanna, er ástæða til þess að vera ekki alltof bjartsýnn á framkvæmd þess- ara mála á næstunni. Og ekki er ólíklegt að farin verði að grána hárin á ýmsum, sem nú eru ung- ir, þegar þetta er komið í við- unandi horf. Að lokum þetta: Ef ég á að kenna G. B. heilræði, sem ekki mun af veita, vil ég benda honum á að kynna sér betur framleiðslukostnað landbúnað- arafurða og innflutningsmögu- leika bænda á nýjum vélum og lífskjörum þeirra yfirleitt, en gera minna að því að slá um sig með margþvældu nýsköpunar- skváTdri og tækni á sviði land- búnaðarins. Einnig mætti hann athuga það, að enn- hefir ís- lenzVa bændastéttin ekki dreg- ig sig í hlé til þess að vinna að uppbyggingu landsins og fram- tíð þess. Og vart mun hún gera það að sinni, þrátt fyrir van- þakklæti og eftirtölur hinna ýmsu nýsköpunarpostula. Þessu svaraði Guðmundur Hagalín svo: „Ég skll vel, að Gísll Jónsson vilji tala vel um fólk hér og honum er það sjálfsagt óhætt. Mér fellur vel við fólk í Barðastrandarsýslu, eftir þvi sem ég þekki það. Mér virðist það vera líkt og aðrir Vestfirðingar, kjarngott fólk og myndarlegt. Það er enginn flatneskjuhreimur í máli þess. Það nefnir stafina nokkurnveginn réttum nöfnum og hljóðum og ruglar ekki saman hugtökum eins og að lofa eitthvað og lofa einhverju. En ég eí- ast um, að það borgi sig hér að láta eins og við Vestur-ísfirðingarnir séum komnir úr einhverjum lítt siðuðum villimannabyggðum I frumskógunum þarna vestur í fjörðunum." Ekki slæmt ósamkomulag. Maður nokkur fékk að taka mynd af frambjóðendum í Barðastrandar- sýslu öllum saman síðastliðið vor. Þeg- ar þeir höfðu raðað sér hlið við hlið sagði GM« Jónsson: „Það er ekki slæmt ósamkomulagið. Nei. Það er ekki slæmt ósamkomu- lagið núna.“ Fjármálaspeki. Guðmundur Hagalín ræddi um það á fundl að Alþýðuflokkurinn hefði sýnt ábyrgðartilfinningu þegar hann stóð að gengislækkuninni 1939, því að enginn hefði þá séð annað fyrir, en hún væri óhjákvæmileg nauðsyn til að bjarga útgerðinni. Gísli Jónsson sagði að gengislækk- unin hefði ekki verið neitt bjargráð, og nefndi það til dæmis um ókosti hennar, að erfiðara hefði orðið að greiða erlendar skuldir eftir en áður, rétt eins og hann héldi að lántökur okkar erlendis og vörusala úr landi færi öll fram i íslenzkum krónum. Þegar hann hafði sagt þetta setti hann fram magann, brýndi röddina og sagði eins og hann finndi til yfir- burða sinna. „En þetta er nú fjármálaspeki, sem Guðmundur Hagalín ekki skilur." „Margt leggja þeir sér til munns, ef satt er.“ Gísli Jónsson lýsti því oft og víða hve Framsóknarmenn væru haturs- fullir og fjandsamlegir öllum fram- förum síðan Ólofur Thors myndaði stjórnina. ‘Þessu tll sönnunar sagði hann m. a. svo frá Bernharð Stefáns- syni I sambandi við launamálið eftir st jórnarmyndunina: „Þá át hann undan sér ein og svínin gera, þegar þau éta undan sér. Þá át hann allt undan sér.“ Litlu síðar gat hann þess að Bjarnl Ásgeirsson hefði étið frumvarp. í því tilefni sagði Hagalín: „Betur trúi ég því, að Bjami Ás- geirsson hafi étið frumvarpið, þó að þurrt hafi verið, en sitthvað eru þeir þó farnir að leggja sér til munns, þessir Framsóknarmenn, ef satt er.“ Þriðjudagur 29. oht. Sín klækjóttur kennir Mbl. hefir mörg orð um það nú, að Framsóknarflokkurinn sé klofinn og stefnulaus flokk- ur. Vitnar það þá einkum I atkvæðagreiðsluna um flug- vallarmálið eða önnur utan- ríkismál. Það er erfitt að hugsa sér Mbl. svo heimskt, að það viti ekki. að flokkur sjálfstæðra landa myndast yfirleitt eftir viðhorfi til innanlandsmála. Getur það verið, að Mbl. sé lokað fyrir öll- um skilningi á því, að t. d. verkamannaflokkinn brezka greinir mjög á innbyrðis um utanríkismál? Daglega eru nú fluttar útvarpsfréttir um þann ágreining og margt má um hann lesa í blöðunum og ekki sizt Mbl. Fylgist stjómmálarit- stjórnin aldrei með fréttaflutn- ingi blaðsins, Eða er aldrei hlustað á útvarp heima hjá Mbl„ Mbl. veit sínu viti. Hitt er annað mál, að það er löngu hætt að miða málflutning sinn við hæfi hinna greindari manna, ef það hefir nokkurn tíma reynt það. Mbl. ætti að skrifa um sam- heldni sinna manna, — ekki sízt í innanlandsmálum. Það gæti byrjað 1939, þegar flokkurinn skiptist í 8 og 9 um gengismálið. Svo var raunverulejga sama skipting um stjórnarmyndun- ina þá. Síðan gæti blaðið haldið áfram og rakið málin allt fram að afstöðunni til núverandi ríkisstjórnar, meðan hún var og hét. E. t. v. gæti það líka eitthvað sagt okkur frá ágreiningi í flokki í fyrra haust, þegar beiðni Bandaríkjanna um her- stöðvarnar kom fram, og ef það man svo langt, gæti þaJS kannske rifjað eitthvað upp i sambandi við kosningu forseta íslands að Lögbergi 1944. Mbl. hefði frá mörgu að segja, ef það vildi hreinskilið og hisp- urslaust kannast við opinberan og falinn ágreining í flokki sin- um um þýðingarmestu mál, — bæði utanríkismál og innan- lands. Þess er heldur ekki langt að minnast, að Mbl. hefir þráslnn- is hælzt um þennan klofning og kallað hann frjálslyndi flokks, þar sem menn búi við samvizkufrelsi og séu ekki handjámaðir. „Eitt rekur slg á annars horn.“ Svo mæla börn sem vilja. Mbl. veit hvaðan hættan staf- ar fyrir brjóstmylkinga þess, — braskaralýðinn. Það veit, að ef Framsóknarflokkurinn nær samstarfi við umbótamenn ann- arra flokka, er braskarastjórnin búin að vera. Þá fá ekki Kveld- úlfsmenn að byggja fleiri hallir að gamni sínu og mjög hætt við, að spurt verði, hvort þeir hafi stolið fé út úr rekstri togara sinna til að byggja persónuleg einkahótel. Þá er hætt við að þrengi að húsabröskurunum, og það er viðtyæmt mál fyrir fleiri, en Fétur afneitara í gamla timb urhúsinu. Þá er hætt við að sumar gróðaleiðir Garðars, Lár- usar, Gísla, Jóhanns, Péturs, Ólafs, Hallgríms o. s. frv. tepp- ist. Og þá er líka hætt við að minnki bitlingarnir og stássið, sem Jón Pálmason og slíkir fá í fylgdarlaun hjá forréttinda- stéttinni. Þajö er þetta, sem Mbl. veit. Maður er nefndur Gunnar Benediktsson. Hann er þekktur landsmönnum af mörgu og ekki sízt Árnesingum 1 seinni tíð. Var kennarl á Eyrarbakka. Byggði þar upp deild úr Sósíal- istaflokknum, sem nú er genginn fyrir ætternisstapa. Hann hefir stundað ritstörf 1 Hveragerði og talað I útvarp oftsinnis. Verið frambjóðandi Sósíalista í Árnessýslu við undanfarandi kosningar og leitast við að kynna sér störf okkar bænda hér í héraði og víðar og hlotið þau laun fyrir að verða rltstjóri að blaði flokksins, sem sérstak- lega er ætlað lesendum I sveit- um landsins. Þetta blað er að visu lítið út- breltt og áhrif þess enn minnl. Það hefir samt af einhverri til- viljun borizt mér i hendur að undanfömu. Við flausturslegan yfirlestur rakst ég þar á grein, sem heitir: „Búvörur hækka í verði um 7—10%“. i grein þessari kemur ekkert nýtt fram í garð okkar bænda, heldur er þar gamla túlkun Þjóðviljans á verðlagsmálum landbúnaðarins, sú, sem Alþýðublaðið smjattar svo á, þegar mikið þyklr vlð þurfa. Gunnar hneykslast yfir þvi, að framleiðsluvörur bænda hafa hækkað í verði í haust og læzt ekki skilja ástæðuna, erida þótt hann viðurkenni I grein- inni, að kaupgjald hafi hækk- að á árinu. Þá hneykslar það ennfremur Gunnar, að ekki skuli meira tillit tekið til neyt- enda, — þ. e. verkamanna — við verðlagningu á framleiðslu- vörum bænda og getur ekki á sér setið að ausa þá menn níði, er með þessi mál fara og hafa látið þau til sín taka að undan- förnu. Að visu er ég þeirrar skoðunar, að bezt færi á þvl, að samkomulag og fullur trúnaður ríkti milli framleiðenda og neytenda um verðlagsmálin. En ég verð að játa, að ég vantreysti mjög verkamönnum i þessum efnum og þá fyrst og fremst leiðtogum þeirra. Gunnar Bene- diktsson ekki undanskilinn. — Hvað gerðist t. d. þegar sex- mannanefndarálitið birtist? Þótt fulltrúi Sósialista í nefnd- inni gerði ekki ágreining og við- urkenndi þar með, að bænda- stéttin átti rétt til hliðstæðra tekna við aðrar stéttir, þá leið ekki á löngu þar tii blað Sósial- istaflokksins og þingmenn hans lýstu yfir, að bændum bæri ekki þetta verð. Það væri engin skylda, að þeir fengju það og væri raunar sjálfsagt að svikja þetta samkomulag þegar í upp- hafi. Má svo hver lá mér sem vill, þótt ég vantreysti þessum mönnum til þess að hafa skiln- ing á verðlagsmálum okkar bænda. Þess vegna hamast það nú að Framsóknarmönnum með öll- um þeim ráðum, sem því hug- kvæmist í örvæntingu sinni. „Sjálfstæðisflokkurinn er svo frjálslyndur, að hann þolir að vera margklofinn um öll mál, innan lands og utan. En takið aldrei mark á Framsóknar- flokknum í innanlandsmálum, fyrst hann skiptist einu sinni eða tvisvar í atkvæðagreiðslu um utanríkismál." Örvæntingin gerir menn ekki alltaf gáfaða. Hvað mundi nú G. B. og aðrir forkólíar Sóslalista segja, ef bændur krefðust þess að vera alltaf kallaðir til ráða, ef gerð- ar eru ályktanir um kaupgjald og kauphækkanir? Þetta væri álitin hrein fjarstæða. Þó er þetta sama eðlis og ef verka-. menn ættu að verðleggja vörur bænda, án þess að hafa nokkurt yfirlit um framleiðslukostnað þeirra. Þetta er hvorttveggja mat á verðmæti. Annars vegar vörum til neyzlu. Hins vegar vinnu við framleiðslu og önnur störf. Það er þvi útilokað, að neytendur almennt séu færari til þess að verðleggja þessar vör- ur í samræmi við annað verðlag en bændur sjálfir og þeir full- trúar aðrir, sem til þess eru kvaddir með aðstoð Hagstofu ísl. Hér er byggt á fullkomnum stað- reyndum, en engri löngun minni til að fjandskapast við neytend- ur, enda þótt G. B. og sálufé- laga hans langi til að halda því fram. Að sinni skal ekki lengra út i þetta farið. Aðeins á það bent, að útreikningur hagstofunnar sýnir um 10% hækkun á land- búnaðarvisitölu frá haustinu 1945. Þessa hækkun mega bænd- ur ekki fá á búvörur sínar, að dómi G. B„ þótt reiknuð sé mánaðarlega vísitala fram- færslukostnaðar og kaup greltt jafnóðum eftir henni. Með fáum orðum vil ég minn- ast á annan kafla í þessari sömu grein G. B. Þar segir eitt- hvað á þessa leið: Er ekki á- stæða til að ætlast til þess, að með þeirri tækni sem nú er orð- in á framleiðslu bænda, geti farið að draga úr framleiðslu- kostnaði þeirra almennt, sem hafi áhrif á vöruverð þeira? Það er eðlilegt, að G. B. spyrji svo, eftir þvl sem aðalblað Sjálfstæðisflokksins skrifaði 1 ágúst s. 1. og sem G. B. vill sennilega gera að sinum orðum. Þar er því slegið föstu, að eng- Um hvað snerist þjóðarat- kvæðagreiðslan ? Þjóðaratkvæðagreiðslan i Fær- eyjum fór sem kunnugt er fram laugardaginn 14. september, og voru atkvæði greidd um það, hvort Færeyingar kysu heldur að ganga að tilboði dönsku stjórnarinnar um nokkra sér- stöðu innan danska ríkisins og undir danskri yfirstjórn eða segja skilið við danska ríkið. Höfðu þingmenn þeirra fær- eysku flokka, sem vildu ganga að tilboði stjórnarinnar, Sam- bandsmenn og jafnaðarmenn, ráðið formi atkvæðaseðilsins, þar eð það var lagt lögþinginu á vald, en samþykkt eftir á af stjórninni, Færeyskir sjálfstæð- in stétt 1 þessu þjóðfélagi hafi haft jafn mikið gagn aí „ný- sköpuninni” og bændastéttin. Það sé ánægjulegt að ferðast um sveitir landsins og sjá öll þessi nýtízku vinnubrögð við heyskapinn, með þeim vélum sem bændum hafi nú hlotnazt. Svo mörg eru þau orð. Þeim mönnum, sem ekki virð- ast hafa meiri þekklngu á þess- um málum en G. B„ vil ég benda á, að frumskilyrði þess að afla heyja á fljótan og þar með ódýr- an hátt, er að hafa ræktað land og nægan vélakost við heyskap- inn. Til þess að draga auðæfin úr djúpi hafsins þarf ekki nema fullkomin tæki, til hjálpar mannshöndinni, en við land- búnaðinn koma þau ekki að gagni, nema margþætt ræktun- arstarf fari áður fram. Það munu vera innan við 20 ár síðan ræktun landsins fór að komast í það horf, sem viðun- andi má teljast, þó enn vanti mikið á að fullkomið sé. Þó er eins og G. B. og fjöldi annarra haldi að slíku megi klppa 1 fullkomið lag á 3—5 árum. Það væri ekki úr vegi að ræða um það I alvöru, ef nýsköpunin væri annað en orðagjálfur, sem inh- antómum mönnum er svo tamt að taka sér I munn. í þessu sambandi vil ég benda á þá staðreynd, að af þeim 900 heimilisdráttarvélum, sem pant- aðar hafa verið hjá Sambandi íslenzkra samvinnufélaga, er þegar búið að útvega og afhenda til bænda aðeins 370. Mörg hreppabúnaðarfélög hafa pant- að 4—14 Jeppa. Eftir þvi sem ég bezt veit hafa enn yíirleitt ekki verið afgreiddir nema 2 Jeppar i hvert búnaðarfélag eftir eðlilegum leiðum. Nokkrir piltar 1 minni sveit pöntuðu fyrir árl síðan fullkomna jarð- ýtudráttarvél með tilheyrandi á- höldum. Fyrir skömmu var eng- in vissa fyrir því, hvenær hún kæml. Svona mætti lengi telja. Þetta eru staðreyndir, hvað ismenn, sem i upphafi óskuðu yfirleitt ekki fulls skilnaðar við Danmörku, heldur hugsuðu sér að knýja fram viðurkenningu á rétti Færeyinga til þess að skipa færeyskum málum án er- lendrar íhlutunar, vildu gefa mönnum kost á að kjósa um fjórar leiðir: Amtsstöðu, stjórn- aruppkastið, frjálslega íær- eyska sérstjórn og samband við Danmörku, skilnað. Þessu íengu þeir ekki framgengt, því að hinlr flokkarnir voru 1 meiri hluta á lögþinginu (höfðu á að skipa 12 þingmönnum af 23), og hafa ráðamenn þeirra ef til vill hugsað sér að knýja fram samþykkt stjórnaruppkastsins með þvl að ógna fólki með al- gerum skilnaði ella. Hefði hins vegar verið farið að vilja Fólka- flokksins og sjálfstæðismann- Thorstein Petersen, foringi færeyskra sjáifstæðismanna. anna, er vart að efa, að mikill meiri hluti almennra kjósenda hefði aðhyllzt þriðju leiðina: færeyskt fullveldi um öll fær- eysk mál, en samband við Danmörku. Afstaða færeysku flokkanna. Hríðin fyrir þjóðaratkvæða- greiðsluna varð allhörð eins og vænta máttí, því að allir aðilar sóttu fast sitt mál. Jafnaðar- menn og Sambandsmenn börð- ust eins og ljón fyrir því, að stjórnaruppkastið yrði sam- þykkt. Jafnaðarmenn túlkuðu sína afstöðu þannig, að miklum mun betra væri að samþykkja þetta dágóða tilboð dönsku stjórnarínnar en slíta öllu sam- bandi við Danmörku með þá óvissu og beinu hættu, sem þá væri framundan. Einn þingmað- ur jafnaðarmanna tók þó aðra stefnu. Það var Jákúp í Jákups- stovu, þingmaður Vogeyinga og hinn yngsti allra lögþings- manna. Hann hvatti eindregið til skilnaðar og hafði enda áður en atkvæðagreiðslan fór fram boðið Fólkaflokksmönnum að lýsa með þeim yfir sjálfstæði Færeyja. Fólkaflokkurinn og Sjálvstýr- isflokkurinn, sem er í banda- lagi við hann, voru fyrst ekki á einu máli um það, hversu snú- ast bæri við atkvæðagreiðsl- unni. Jóhannes Patursson, hinn aldni foringi færeyskra sjálf- stæðismanna, hvatti eindregið til þess, að menn greiddu at- .kvæði með skilnaði. Thorstein Petersen, formaður Fólkaflokks- ins og núverandi foringi fær- eyskra sjálfstæðismanna, lagði til, að menn skrifuðu á at- kvæðaseðilinn „nei“ við þeirri spurningu, hvort þeir vildu taka Það, sem gerzt hefir í Færeyjum Færeyingar eru næsta grannþjó? okkar og nánasta frænd- þjóð. Þetta ár hefir orðið söguríkt í Færeyjum, og enn er ekki séð fyrir endann á því, sem þar er að gerast. Öriagaríkar kosn- ingar eiga að fara þar fram 8. nóvember. tslendingar hafa samúð með öilum frelsisunnandi þjóðum og telja skylt að virða rétt þeirra, hversu smáar, sem þær eru. Fyrir því má ætla, að ís- lenzkum blaðalesendum sé kærkomið að vita full skil á þvi, sem gerzt hefir í Færeyjum í haust, og er að gerast þar nú. Þess vegna birtir Tíminn þessa yfirlitsgrein.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.