Tíminn - 06.11.1946, Qupperneq 3

Tíminn - 06.11.1946, Qupperneq 3
I 4 203. Mað lÍMEVIV, miðvikndagiim 6. nóv. 1940 Ritsafn um þjóðleg fræði Menn og minjar: Stærð 19X13 sm. — I. Úr blöðum Jóns Borg- firðings 150 bls. Verð 12,50. — III. Séra Jón Norðmann: Grímseyjar- lýsing 60 bls. Verð kr. 5,00. — IV. Séra Jón 170 bls. Verð 12,50. Bókaútgáfan Leiftur hefir hafið útgáfu ritsafns, sem helg- að er margvíslegum þjóðlegum fræðum og nefnist Menn og minjar. Eru þrjú hefti þegar komin út, eins og fram kemur hér að ofan, og eitt enn, sem raunar er II. heftið, er á döf- inni. Ritstjóri þessa nýja fræða- safns er Finnur Sigmundsson landsbókavörður. Gerir hann svolátandi grein fyrir því í for- mála að fyrsta heftinu: „Ritsafninu Menn og minjar, sem hefst með kveri þessu, er ætlað það hlutverk að halda til hagg, ýmis konar þjóðlegum fróðleik og skemmtiefni, sem pennafúsir forfeður okkar hafa ritað sér til dægradvala^ í tóm- stundum sínum, en hirðusamir menn séð um, að ekki glatað- ist. — „Mér er ekki markaður bás meir en sVona og svona“, kvað Leirulækjar-Fúsi, og líkt má segja um ritsafn þetta. Þar mun kenna margra grasa, ef framhald verður á útgáfunni, en hvert kver verður sjálfstætt að formi, og geta menn því val- ið og hafnað eftir vild.“ Fyrsta kverið er í fjórum meginþáttum. Hefst það á sjálf- ævisöguágriþi Jóns Borgfirð- ings, er nær fram til 1860. Næst koma kaflar úr dagbókum Jóns frá árunum 1860—1861, hinar skemmtilegustu frásagnir, ekki sízt fyrir það, að þær voru aldrei ætlaðar til birtingar. Koma þar margir við sögu, og víðsvegar að, því að þarna er aðallega sagt frá bóksöluferð- um Jóns, og þar á meðal er skotið inn í lýsingu á öllum þingmönnum þessara tíma. Þriðji þátturinn er stutt lýs- ing á lífi og starfi Jóns, skrifuð af Finni Sigmundssyni. Þótt sú frásögn sé ekki orðmörg, eru samt þar dregnar upp myndir, sem hugsandi lesandi hlýtur að staldra við, ^ins og þar sem segir frá suðurferð Jóns og fjöl- skyldu hans, er hann var að flytja búferlum til Reykjavíkur sumarið 1865. Hann fór landveg og var röskan hálfan mánuð á leiðinni — konan vanfær. Tvö eldri börnin gátu riðið ein, en yngsta barnið, Klemens, er síð- ar var sýslumaður, landritari og ráðherra, reiddi Jón fyrir framan sig á þófa. Gististaðirn- ir voru stundum fjárhús og varðmannatóftir á fjöllum uppi. Þannig hafa fyrstu ferðalög sumra íslenzku prófessoranna og ráðherranna verið. Lokaþáttur þessa heftis eru .svo bréf frá Jóni forseta til Jóns Borgfirðings, frá rösklega tutt- ugu ára tímabili. Eru þau á margan hátt óljúgfróður vitn- isburður um skaplyndi og hagi beggja. Hin tvö heftin, sem út eru komin, eru bæði sótt í syrpur séra Jóns Norðmanns, er prest- ur var í Grímsey og á Barði í Fljótum og drukknaði í Flóka- dalsvatni 1877. Séra Jón var maður stórvel að sér um marga hluti og merkur þjóðsagnasafn- ari. Grímseyjarlýsinguna samdi hann, er hann var þar prestur um þriggja ára skeið um mið- bik nítjándu aldar, og þar lýst eynni sjálfri og gæðum hennar og fólkinu og lifnaðarháttum þess og kjörum og fléttað inn í ýmsum sögnum, fornum og nýjum. Siðara heftið, Allrahanda, er þjóðsagnasyrpa, sem séra Jón safnaði, en þó þar úr felldar allar þær sagnir, sem Jón Árna- son tók úr syrpunni í þjóðságna- safn sitt. Þetta útgáfufyrirtæki Leift- urs er hið þarfasta, og þess að vænta, að það hljóti góðar und^ irtektir meðal fróðleiksfúsra manna, svo að tryggt sé, að á framhald geti á því orðið. J. H. FRÁ HDLL M.s. Rynstroom þ. 11. þ. m. Flutningur tilkynnist til: THE HEKLA AGENCIES Ltd. St. Andrews Dock Hull. EINARSSON, ZOÉGA & C. h.h. Hafnarhúsinu. — Sími 6697. arnar, sumar, svo bjartar og hlýjar, að þær lýsa víða vegu og verma inn í hjartarætur: Man ég fátt til mæðu dró, man ég kátt var geðið, man ég sátt í muna bjó, man ég hátt var kveðið. Ég er sátt við allt og eitt, ennþá kátt er geðið, er þó háttum orðið breyt.t, optast lágt er kveðið. Hún er vorsins barn, sem kennir kulda vetrarins I hverri taug: Hugann gleður heldur fátt, hroll að mönnum setur, úti er kallt og orðið grátt, enn er að koma vetur. — en elskar og þráir sól og gróður: Allir strengir óma af þrá, eftir sól og gróðri, ' ég hefi lengi lifað á léttu vetrarfóðri. Og svo er það kímnin. Raunar er mér ekki grunlaust um, að Ólína eigi í fórum sínum all- miklu meira af kímnivísum heldur en ráða má af þessari bók. Þó eru þær nokkrar birtar þarna. Hér er ein: Þó ég tali þar um fátt, þykir mér alltaf skrýtiö hvað hún getur hreykt sér hátt með höfuðið svona lítið. — En því skyldi ég halda áfram? Er ég fletti bókinni í annað, sinn, hleypur hver vísan annarri betri upp í fangið á mér. Og ég get með engu móti fest þær allar á pappírinn. Til- gangur minn með þessum línum var líka sá einn, að vekja at- hygli á bókinni. Hún er vissu- lega þess verð. Þetta er bók, sem menn verða að eignast og lesa sér til yndis og sálubóta. Hún svíkur engan. — Og svo er hér að lokum vísan, sem bókin endar á. Hún lýsir Ólínu betur, en orð fá gert —: Hæstur Drotjtinn himnum á, heyr þá bæn og virtu: Lofaðu mér að leggja frá landi í sólarbirtu. Frágangur bókarinnar frá hendi útgefanda er allur hinn prýðilegasti. Pappir og prentun í bezta lagi, og prófarkalestur ágætur. Er slíkt ávallt til mik illar ánægju, og þó eigi hvað sízt, þegar um góða bók er að ræða. ALICE T. HOBART: Yang og yin á hendur kínverskum konum, átti enn rík ítök í huga hennar. Lamandi ótti, sem hún hafði aldrei fundið til, áður en hún sleit að fullu tengsl sín við fólk sitt, heltók hana skyndilega þarna úti í auðum garðinum. Henni hafði allt af leiðzt yfirdrottnun ættmóðurinnar og hið rígskorðaða líf, sem kínverskum konum var búið í kvennaskálunum. Og stundum hafði henni legið við ör- vilnun, þegar tengdamóðir hennar beitti hana sömu tökum og embátt — fýrst vegna þess, að hún eignaðist ekki börn, seinna vegna þess, að hún var ekkja. Og samt sem áður hafði henni íundizt hún vera hluti af hinni frjóu veröld, hvort sem hún var óbyrja eða ekkja. Straumur lífsins hafði flætt um hana, og einstæðingsskapur hafði aldrei þjáð hana. Einstæðingsskapur- inn var í ætt við kuldann og myrkrið. Hún bað Wang Ma um fáeinar mánakökur og hélt síðan upp í herbergi sitt, sem var uppi í risinu á skála hinna ógiftu kvenna. Þar bjó hún sér til mánaaltari, kraup á kné fyrir framan það og spennti greipar að eldgamalli siðvenju. Fjaöraherfi 9 og 15 fjaðra Samband ísl. samvinnuf élaga I Sen S Mó var ekki fyrr komin út úr dyrunum en hinn aust- ræni virðuleiki vék um set fyrir eirðarlausri og óstöðvandi at- hafnaþörf hvíta fólksins. Frú Baker breiddi 'bezta damaskdúk- inn sinn á skellótt furuviðarborðið, sem ungu hjónin höfðu jrengið að láni um stundarsakir — hrukkurnar sléttaði hún með snöggum, hröðum handtökum. Og nú fylltist herbergið af ang- ?! aninni af qua húa, sem Stella hafði korpið með og steypti nú á hvíta dúkinn. Matsveinar séra Bakers og Bergers komu inn með « rjúkandi skálar í höndum sér. En á undan þeim sigldi Wang Ma, lítil og þéttvaxin kona, með svarta slátrarasvuntu utan yfir bláum buxunum. Hárið var kembt aftur, og hið háa enni henn- ar, sérkenni giftra kvenna í Kína, var að nokkru leyti falið bak við svart silkiband, sem hún hafði dregið alveg niður á eyru. Sokkar hennar voru drifhvítir, og á fótum hafði hún mjóa, svarta silkiskó. „Ugluhaus!“ hvæsti hún nístandi biturt að hinum unga og ðreynda matsveini Bergers. „Það er taó lí í þessu húsi! Láttu skálina þarna! — Og þú, Ting Ta Shíh Fú“ — hún vatt sér ösku- grá af vonzku að hinum matstfeininum, sem komið hafði inn — „í tíu ár hefir þú þjónað útlendingum, og svo kemur þú til þess- arar miklu brúðkaupsveizlu með mat, sem þú hefir keypt á göt- unni fyrir fáeina koparskildinga. Hypjaðu þig út og náðu i eitt- hvað, sem hægt er að kalla ólívur.“ „Það er ekki til nema ein krukka," tautaði Ting Ta Shih Fú. „Sonur og sonarsonur lygarans! Hunzkastu af stað og komdu tafarlaust með tvær krukkur!“ Séra Baker setti tvo stóla við borðsendann. „Komdu,“ sagði hann og tók undir handlegginn á Díönu. „Staddu hérna bak við þennan stól. Og Peter bak við hinn.“ Frú Berger hlóð saman pökkum á borðið fyrir framan þau. Hendurnar á henni voru eins og vængir á fugli, sem berst um. „Já — en Soffía! Hvað er orðið af henni?“ hrópaði frú Baker „Við getum ekki byrjað að henni fjarstaddri.“ „Já — hvar\er ungfrú Dyer?“ hrópuðu margir í einu. Ungfrú Dyer, sögðu þeir. Það var aðeins frú Baker, sem þorði að nefna hana skírnarnafninu. „Hún sagðist koma eins fljótt og hún gæti frá húsvitjunum sínum,“ sagði Stella. „Á ég að skreppa út og vita, hvort hún er komin?“ „Væri það hneykslir þótt við byrjuðum ,strax?“ spurði Peter gætilega. Berger brosti einkennilega. „Þorirðu það?“ spurði hann. „Heyrið þið! Nú hringir portbjallan.“ Allir lögðu við hlustirnar. Burðarmenn nálguðust. Svo kvað við valdsmannsleg og skipandi kvenrödd. „Uss,“ sagði frú Baker aðvarandi. Ungfrú Dyer snaraðist inn, stuttfætt og kerrt. Hún hafði stungið baðmularhlífinni sinni þétt upp í handarkrikann, og á höfði bar hún hvíta sjóliðshúfu. Hún kastaði grænleitum skugga á andlit hennar og gaf því ískyggilegan og ógnandi blæ. Það sló dauðaþögn á alla, þegar hún birtist. En svo áttaði fólkið sig, og allir þustu á móti henni, tóku við húfu hennar og regnhlíf og hjálpuðu henni úr grárri, síðri kápunni. Gerðu sér óeðlilegt far um að vera léttir í bragði, hugsaði Díana. „Ég hefi haft nóg að gera,“ tilkynnti ungfrú Dyer um leið og hún hlammaði sér niður í hið sjálfsagða sæti sitt við borðsend- ann. „Ég varð víða að koma inn og minna fólk á fagnaðarerind- ið. Heiðindómurinn fer eins og brennandi bál um borgina í k.völd.“ „Göturnar eru líka 'bjartari og hlýlegrí en venjulega,“ sagði Stella. ! Ungfrú Dyer virti hana fyrir sér. „Heiðindómur getur aldrei verið fallegur,“ svaraði hún hörkulega. Peter byrjaði að skoða pakkana, mest til þess að beina sam- ræðunum í friðvænlegri átt. Fyrsti pakkinn var gjöf frú ungfrú Dyer — mynd af Kristi með þyrnikórónuna í ódýrum ramma. Dlana opnaði einn böggulinn. í honum var heimagerð bók í pappaspjöldum — gjöf frá frú Berger. „Hundrað aðferðir til þess að matreiða kínversk matvæli eftir amerískum smekk,“ sagði hún til skýringar. „Þarna er til dæmis sagt, hvernig hægt er cið gera vatnshnetur líkar á bragð og maís. Á þann hátt hefi ég getað dregið stórum úr heimilisútgj öldunum. Það er hægt að búa til sæmilega máltíð fyrir þrjá skildinga. Og sjáið til — hér er önnur uppskrift.“ Peter opnaði síðasta pakkann. út úr umbúðunum kom lítil Búddhamynd úr bronzi. Díana gleymdi matreiðslubókinni og starði bergnumin á lík neskið. Guðinn sat á lótusblómi, og krónublöðin voru gerð af hárfínu víravirki. Hinar löngu, grönnu hendur hvildu í djúpri lífsfjarlægri ró í skauti hans. „Þú hefir brotið settar reglur, Stella. Engin gjtff mátti kosta AÐVÖRUN Samkvæmt ákvörðun byggingarnefndar er bannað að nota gler I húðun mann- virkja í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Byggingarfulltrúinn í Reykjavik i Bifvélavirki Óskast til að veita forstöðu viðgerðaverkstæði í fjölförnu kauptúni Norðanlands. Getur gerst með- eigandi ef vilL Lysthafendur leggi tilboð inn á afgreiðslu Tím- ans fyrir 15. þ. m. merkt Bifvélavirki. o o o <> O O O O o O o o O O o O' < > o o REGNKÁPUR mislitar og glærar. Enskar plastik- regnkápur. Silkisokkar, 3 teg., Bómullarsokkar, Sportsokkar drengja, Drengjabuxur, o. fl. Nýkomið. DYNGJA H.F. Laugaveg 25. Til kaupenda Tímans í Reykjavík Oft veldur miklum leiðindum, hve erfitt er víða í bænum að koma blaðinu með skilum til kaupendanna. Það eru vinsam- leg tilmæli til þeirra, sem- verða fyrir vanskilum, að þreytast ekki á að láta afgreiðsluna vita um þau, þar til þau hafa verið löguð og jafnframt að leiðbelna börnunum, sem bera út blaðið, hvar bezt sé að láta það. Þeir kaupendur,sem búa utan við að- albæinn og fá blaðið í pósti, gerðu Tímanum mikinn greiða, ef þeir borguðu andvirði blaðs- ins á afgreiðslunni. — Þó að kaupendafjöldi Tímans í Rvík hafi tvöfaldazt nú á rúmlega einu ári, þá væru kærkomnir fleiri áskrifendur í bænum. Sími afgreiðslunnar er 2323. * E.s. HORSA fer héðan laugardaginn 9. nóv. kl. 10 síðdegis til Austfjarða og Leith. Viðkomustaðir: Fáskrúðsf j örður Reyðarfjörður Eskifjörður Norðfjörður Seyðisfjörður. Skipið fermir í Leitli og fer þaðan samkvæmt áætiun 22. nóvember. ' H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. T K I C O er óeldfimt hreinsunarefnl, sem fjarlægir fitubletti og allskonar óhreinlndl úr fatnaði yðar. — Jafnvel fingerðustu siiklefni þola hreinsun úr því, án þess að upplitast. — Hreinsar elnn- ig bletti úr húsgögnum og gólí- teppum. Selt í 4ra oz. glösum ó kr. 2.25. — Fæst 1 næstu búð. — Heild- sölubirgðlr hjá fHEHIHX Menningar- og mlnningarsjóðnr kvenna Minningarspjöld sjóðsins fást í Reykjavik í Bókabúðum ísa- foldar, Bókabúð Braga Bryn- ólfssonar, Hljóðfærahúsi Reykja víkur, Bókabúð Laugarness og Bókaverzluninni Fróða, Leifs- götu. Mennt er máttur. Sjóðsstjórnin. Burstasett Nora-Magasin »♦♦♦♦♦♦♦♦<

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.