Tíminn - 23.11.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.11.1946, Blaðsíða 2
216. hlað 2 Laugardagur 23. nóv. Hvað lengi verður þjóðin forystulaus? Menn gerast nú langeygir eftir nýrri ríkisstjórn og er það að vonum, svo brýn, sem þörf þjóðarinnar er orðin á því, að hún fái forystu og fram- kvæmdastjórn, sem greiðir úr því öngþveiti, sem skapazt hefir. En það verða menn að hafa í huga, að engin von er til þess, að á örfáum dögum sé samið til fulls um stjórnarsam- starf, svo illa sem málum al- þjóðar er komið. En það væri fullkomið ábyrgðarieysi og æv- intýramennska að hlaupa sam- an í ríkisstjórn á þessum tím- um, án þess að gera sér grein fyrir því, hver stjórnarstefnan ætti í aðalatriðum að vera. Það vekur óneitanlega ærnar vonir um einhverja jákvæða úr- lausn í stjórnarmálunum, að hagfræðinganefndin hefir skil- að sameiginlegu áliti. Að sönnu vita menn ekki enn hvernig það er, og er því of snemmt að taka afstöðu til þess og sízt bindandi. En svo mikið hlýtur þó að vera víst, að þegar álit þeirra kem- ur fyrir almenningsaugu, verði lokið þeim leiðindadeilum, sem nú þarf að heyjá við fjármála- stjórn rikisins, um það, hvern- ig gjaldeyrismál þjóðarinnar raunverulega standi o. s. frv. Og það eitt er nokkurs virði. Hagfræðinganefndin átti að gera athugun á fjárhagsástand- inu, og fyrst hún er sammála, þá má treysta því að álit henn- ar um þau mál sé skýrsla, sem þjóðin getur treyst. Þar er sá fróðleikur, sem alt framhalds- starfið verður að miðast við og byggjast á. Það skiptir alls ekki litlu máli fyrir framtíðaráætlanir um þjóðarbúskapinn hvort notkun erlends gjaldeyris síðustu tvö ár hefir verið 700 milj. kr. eins og Oddur Guðjónsson heldur fram, og þjóðin ætti því að eiga um 500 milj. kr. óeyddar, eða hvort eytt hefir verið öllum þeim 1200 milj. kr., sem þjóðin hafði til ráðstöfunar á þessu tímabili, eins og Tíminn héfir haldið fram. Um tillögur nefndarinnar er alt óvissara að segja að ókönn- uðu máli, en þó má treysta því, að þær séu fróðlegar og gott að hafa þær til hliðsjónar við úr- lausn málanna. Það er erfitt að hugsa sér, að hagfræðinga- nefnd, sem er skipuð eins og þessi, verði sammála um annað en það, sem er hagfræðilega rétt. Hitt er svo alltaf umdeil- anlegt, hvernig aðgerðir, sem byggðar væru á slikum grund- velli, verða bezt framkvæmdar. Að óreyndu máli vekur það bjartar vonir, að frétta um sam- komulag hagfræðinganna. Það sýnist ekki vera ótrúlegt að byggja mætti samstarf á grund- velli þeirra. En nú vill svo undarlega til, að það er eins og hagfræðinga- álitið leggist illa í Mbl. Það tekur því heldur önuglega og segir, að þingið ætti heldur að leita til sálfræðinga. Ekki er hægt að fjölyrða neitt um af- stöðu Mbl. nánar, en óneitan- lega eru þessar undirtektir ekki til þess fallnar að örva vonir um einhuga samstarf allra flokka. Atvinnumál íslendinga eru komin i öngþveiti og sjálfheldu. Það verður eitthvað að gera til að bjarga afkomu þjóðarinnar. TÍMITVN, langardaginn 23. nóv. 1946 4 oíiaHanq / i Af hinu austræna sæði. Einn hinna upprennandi bókmenntafræðinga Þjóðviljans heitir Einar Bragi. Nýlega birt- ir Þjóðviljinn langa grein eftir hann. Þykir þessum unga spá- manni það mikið hneyksli og skömm, að þýddar séu á ís- lenzku og lesnar í útvarp, sögur eftir Knut Hamsun, af því að hann varð nazisti í elli sinni. Tíminn hefir aldrei dregið taum nazismans og mun ekki gera enn. Hann hefir jafnan rætt þau mál, svo sem samboð- ið er lýðræðisblöðum, og þarf því ekki að fela fortíð sína með hrópum og hávaða. Og enn vill hann hófsemd og alvöru í um- ræðum. Vilja þeir álykta rökrétt? Það er rangt að meta bók- menntir eftir afstöðu, fram- komu og óskyldum verkum höfundanna. Snorri Sturluson skrifaði Heimskringlu og þar á meðal ræðu Einars Þveræings, og þó lofaði hann Hákoni gamla því, að koma íslandi undir hans ráð. Það væri þó misskilin sjálf- stæðisbarátta að brenna og banna bækur Snorra Sturlu- sonar. Svo má taka dæmi nær sér. Á þeim tíma, er norskir kvisl- ingar höfðu hjálpað Þjóðverj- um að hertaka Noreg og Bretar báru einir þungann af því að stöðva yfirgang nazismans, höfðu þeir lið hér á landi, til að vernda siglingar að landi sínu og frá. Þá voru til menn hér á landi, sem reyndu að fjandskapast við Breta, en drógu taum nazism- ans. Þeir heimtuðu, að við gerð- um viðskiptasamning við Þjóð- verja og framleiddum fyrir þá. Þeir sögðu, að það væri bara smekksatriði, hvort menn væru nazistar eða ekki. Þeir illmæltu Bretum, en nazisminn var í augum þeirra aðeins gamall og meinlaus seppi. Eigum við nú að meta þá rit- 'aöfunda okkar, sem þennan flokkinn fylltu, t. d. H. K. Lax- ness og Jóþannes úr Kötlum, eftir þessari skammarlegu af- .stöðu og kalla það t. d. undar- legt dekur við illræmdar naz- istasleikjur að gefa út eða lesa Ægur þeirra og kvæði? sín á klíkuskap, þröngsýni og bókabrennum. En það samþýð- ist aldrei andlegu frelsi og sjálf- stæðri dómgreind þess lýðræð- is, sem verndar vaxtarbrodda andlegrar menningar. Sú þjóð, sem lætur hrífast af rödd of- stækisinsi, verður leiksoppur öfgamanna og óaldarflokka. Þeir voru svo duglegir að tapa. Mbl. er oft að minnast á kosningaúrslit í Suður-Múla- sýslu, og heldur að það sé Ey- steini Jónssyni til hnjóðs. Frá því Eysteinn bauð sig fyrst fram hefir atkvæðatala hans jafnan farið hækkandi við hverjar kosningar. Hitt er svo annað mál, að í síðustu kosningum var Sjálfstæðisflokkurinn svo sérstaklega duglegur að tapa at- kvæðum yfir til Sósíalista, að Lúðvík Jósefsson komst að, þrátt fyrir aukið atkvæðamagn Eysteins. „Sigurvagn“ borgarstjórans. Mbl. mætti svo gjarnan upp- lýsa hiærs konar sigurvagni Bjarni Benediktsson hafi ekið inn í þingsalinn. Sá lystitúr var sem sé ekki glæsilegri en það, að mókerra útstrikunarmann- anna var notuð undir þennan höfðingja, sem sóttur var í val- inn aftan við fallgryfju þá, sem þeir gerðu Birni Ólafssyni. Annar sigurvagn. Þá er nú heldur ekki furða, þó að Mbl. verði dátt að minnast á sigurvagn Jónasar Jónssonar, því að svo góðan hlut átti það að því farartæki, þar sem sessan í heiðurssæti sigurvegarans var harmonikubelgur Leifs Auðuns- sonar og hið aldraða yfirvald Þingeyinga stóð berhöi’ðað í heiðursverði íhaldsins við sig- urförina. Sjálfstæðisflokkurinn sýndi þar líka mikinn dugnað í að tapa. Finnst mörgum, að það sé sízt um of, þó að Jónas sé nú sálusorgari og skriftafaðir Jóns Pálmasonar. Tveir heimar. Þeir, sem lesa Mbl., kynnast þar tveimur heimum. Annað er Sviþjóðarbréf-. hinn þokukenndi heimur rit- stjórnarheilanna, þar sem Ól- afur Thors er hinn mikli þjóð- arleiðtogi og sjálfstæðishetja og Pétur Magnússon situr við hlið hans með geislabaug mikilla tolltekna um höfuð sér. Hitt er svo sá verulegl heim- ur, sem gæfulaus stjórn þessara manna hefir mótað, forríkir braskarar, hallarekstur at- vinnuveganna og stöðvun og margs konar féfletting almenn- ings. Það fer nú að verða langt frá heimi veruleikans að hugar- heimum Mbl. Ein hjörð og einn hirðir. Alþbl. þykist þess umkomið að leggja illt til Tímans, fyrir að hafa minnzt á átök milli hægri og vinstri manna í flokki þess. Tímanum væri annað ljúfara en að þurfa að troða illsakir við málsvara Alþfl., en ekki verður hjá því komizt að minna blaðið á vitnisburð Gylfa Þ. Gíslason- ar um dómsmálastjórnina, greinar úr Útsýn í fyrravetur og Skutli þá og síðar um stjórn- arfa)r landsins, Ásgeir Ásgeirs- son o. fl. Svo má þá Alþbl. halda áfram að tala um hina miklu einingu, þar sem hvorki er hægri né vinstri til að rugla fólkið. Heimilisfriður. í útvarpsræðu fyrir kosning- arnar 1933 sagðist Jónas Jóns- son vilja endurtaka það, sem flokksbróðir hans, Ásgeir Ás- geirsson, hefði sagt litlu áður á fundi vestur á Snæfellsnesi, að í öllum flokkum væri ágrein- ingur, en minnstur í Framsókn- arflokknum. Það er Ásgeiri sjálfsagt vel að skapi, enn sem fyrr, að því sé haldið á loft, að heimilisfrið- ur og heimilisánægja sé í kring- um hann, þó að hann hafi lengstum farið þeirra gæða á mis í hinu pólitíska lífi. Allir með Gylfa. Það er ekki nóg að semja ein- hverjar loðnar ályktanir í lang- hundsformi og fá þær sam- Vill Þjóðviljinn óska þessum gæðingum sínum sömu með- ferðar og Einar Bragi boðar Hamsun? Aldarminning Tegnérs Andi skrílmennskunnar. Það er rödd hins blinda of- stækis, sem talar í Þjóðviljanum fyrir munn Einars Braga. Þar er sá, sem ekki hefir heilbrigða dómgreind til daglegra þarfa. Þar blæs andi skrílmennskunn- ar, sem er reiðubúinn að grýta í dag, þann, sem hann tilbáð í gær. Það má vel vera, að slíkt of- stæki geti verið stundarstyrkur fyrir öfgaflokk, sem byggir völd Hagfræðingar, tilnefndir af öll- um flokkum, hafa orðið sam- mála um hvernig ástatt sé, og hvað sé tiltækilegast til bjarg- ar. Þjóðin hefir því fulla ástæðp til að krefjast og vona, að þess verði ekki mjög langt að bíða, að ákveðinn þingmeirihluti taki höndum saman um viðreisnar- starf og þjóðmálaforustu, til að reisa við úr þeim rústum, sem ríkisstjórn Ólafs Thors hefir gefizt upp 1. Minningu þjóðskáldsins og biskupsins Esaíasar Tegnérs ber hátt í hugum Svía um þessar mundir.Ber þar tvennt til, annað er hundrað áira dán- arafmæli hans, hitt er það, að nú hefir einn hinn snjallasti bókmenntafrömuður Svía. Fred- rik Böök, sent frá sér síðari hlutann af hinu mikla verki sínu um Tegnér. Aðal hátíðarhöldin fóru fram í Lundi 2. nóvember. En hófust þó raunar í Váxjö við gröf skáldsins, þó að sú athöfn væri ekki opinber. Þessu varð svo til að haga, vegna þess að sömu mennirnir, sem mæltu við gröf hans þurftu að mæta á hátíð- inni í Lundi. Athöfnin í Váxjö hófst með því, að tvöfaldur kvartett söng „Stjárnesángen" eftir Tegnér. Því næst flutti rektor háskól- ans 1 Lundi, prófessor Lind- blom ræðu. ......Hin visnandi, hrynj- andi laufblöð voru í skáldskap Tegnérs, tákn fallvaltleikans,“ mælti prófessorinn. „En Tegnér lét þar ekki staðar numið. Fall- valtleiki og eilífð eru grunntón- ar í verkum hans. „Maðurinn er duft ag aska, maðurinn er fallvaltur og dauðlegur, vegfar- andi, sem fer villur vegar á jörðinni," sagði Tegnér. Þó er eilifðartrúin óaðskiljanleg minningu hans . . .“ „Aldurinn yngir ásjónu ljóða hans“, stóð skráð á silkiborða sveigsins, sem rektorinn lagði á gröf skáldsins frá háskólan- um í Lundi. Dr. Anders Österling, ritari sænska akademisins, lagði á gröfina sveig frá akademíinu, „blöð af tré Apollons“. Hann hyllti skáldið, sem bezt hefði á sænska tungu mælt máli hugar og hjarta. Hinn þriðji og síðasti sveigur, er lagður var á gröf Tegnérs var frá borginni Váxjö, með þökk fyrir þann Ijóma, sem nafn hans hafði várpað yfir þennan stað. Talið er að Váxjö og Lundur séu Mekka og Medína, sem Tegnér- minningin hlýtur ávallt að vera tengd. þykktar í einu hljóði. Þegar kemur til að vinna á stjórn- málasviðinu, þarf að taka hlut- ina ákveðnari tökum en svo. Það er gott, ef Alþfl. er einhuga flokkur, því að óneitanlega er það nú áríðandi fyrir þjóðina, að hún eigi stjórnmálaflokka, sem vita vilja sinn. Gylfi var eini alþm. 1 hag- fræðinganefndinni, og það er gott að sjá það í Alþbl., að flokkur þess stendur allur og einhuga saman með honum. Það verður þá bráðum eitthvað farið að gera, skulum við vona. Það er a. m. k. góður styrkur að vita um samkomulag hag- fræðinga frá öllum flokkum og svo það í viðbót, að Alþfl. er ó- skiptur með sínum fulltrúa. Þetta voru góðar fréttir í Al- þýðubl. Það liðna, sem liggur að baki, gleymist fljótt í góðu starfi í framtíðinni. Leitað til læknis. Nú er Mbl. stúrið og útgrát- ið í fyrradag. Er helzt að skilja leiðara þess svo, sem það vilji láta Helga Tómasson athuga Ólaf Thors og hans nánustu á stjórnarheimilinu, ef fást mætti einhver skýring á því hvers vegna svo er komið, sem komið er. Ástæðulaust er að finna að því, þó að Mbl. leiti vinum sín- um læknis. En sumir halda, að þessir menn séu pólitískt ó- læknandi. Daufir í dálkinn. Annars hefir verið heldui dauft yfir Mbl. um sinn, sem von er, fyrst það uggir um and- lega heilbrigði ástvina sinna, auk kvíðans um völd þeirra, stóla og forréttindi. Mikil þörf væri þeim nú á blíðu og ástúð, og þykir sumum furða, að gervi- konan úr Yztu-Vík hefir ekkert komið þar við dálka undanfar- ið á þessum hrellingartímum. Líklega á að spara hana til jól- anna. Gatnagerðin. Flestum, sem til þekkja, of- bjóða vinnubrögðin hjá bæn- um. Þó tekur út yfir með gatna- gerðina. Eins og allir vita þarf í götu leiðslu fyrir vatn, skólp, hitaveitu og síma. Allar þessar leiðslur má auðveldlega sam- eina í einn og sama skurð. En það er nú ekki aldeilis, Athöfninni við gröfina laúk með því að áttmenningarnir sungu: „Över skogen, över sjön“. Daginn eftir héldu hátíða- höldin áfram í Váxjö, meðal annars með minningarathöfn í dómkirkjunni og blysför til styttu skáldsins. í Lundi var öllu til tjaldað, til þess að hátíðahöldin þar yrðu sem áhrifaríkust og eftir- minnilegust. í veizlusalnum, skreyttum haustblómum, bjarm- aði af brjóstlíkani Tegnérs, en bakgrunnurinn tjaldaður rauðu og gylltu skar fagurlega af við hinn hvíta svala marmarans. Hér var það aftur prófessor Lindblom, sem setti hátíðina, en hámark kvöldsins var þegar Anders Österling flutti hið hug- fagra ljóð sitt um skáldið, sem sólguðinn gaf blessun sína. En líf snillingsins var ekki eintóm sólársýn, heldur einnig myrkv- un. Sársaukinn kom eins og eld- ing og lagði musteri sálarinn- ar í rústir. „Men dýrköpt ár den heligaste gávan, snart droppas gift i livets básta vin“. (En dýrkeypt er hin helgasta gjöf, brátt drýpur eitur í bezta mjöð lífsins). „Og ræskir hann sig nú, bölvaður’ Hagnýtingu vinnuaflsins hef- ir stundum verið talað um, og við bændur skammaðir fyrir lé- leg vinnuafköst um að nenna ekki að framleiða nóga mjólk og rjóma fyrir bæina. Kunn- ingi minn, sem hefir verzlun, sagði mér þessa sögu um „hag- nýtingu vinnuaflsins" í Rvík: „í vöruskemmu einni vestur í bæ átti ég kassa, er ég þurfti að ná út af afgreiðslu. Ég var með vörubíl. Kl. var 2,45, er ég kom í geymsluna. Þar var heill her af mönnum, er sátu á skrani og biðu eftir að næsti bíll kæmi. Nú er farið að leita að kassan- um og finnst hann ekki strax. Þá er kl. 3. — Kaffitími er kom- inn, — og nú var ekki um ann- að að gera en að bíða, þar til kaffitíminn var úti, þó ég yrði að borga bíl og bílstjóra. Annars þekkist það hvergi hjá siðuð- um þjóðuin, að opinberar af- greiðslur geri verkfall sökum þess, að menn fái ekki að skipt- ast á í kaffi. Loks þegar kaffitíminn er lið- inn stendur verkstjórinn upp Dg ræskir sig. — Segir þá einn pilturinn: „Og ræskir hann sig nú bölvaður, ekki fær maður nú 3inu sinni frið til að drekka iaffi“. Kassinn fannst. Hann var átinn á bílinn og svo 'fengu verkamennirnir hlé eftir kaffi- imann." Þannig er vinnuaflið nagnýtt okkar góða og kæra nýsköp- inarbæ. H. að slík vinnubrögð séu viðhöfð og samvinna milli viðkomandi aðila. Þrisvar sinnum eru göt- urnar grafnar upp til aö koma þessum leiðslum í þær. Þegar vinnuflokkur frá bænum er ný- búinn að grafa niður skólpið, kemur annar frá simanum og mokar upp úr sömu gröfinni. Siðan kemur hitaveitan og mokar í þriðja skiptið upp úr þessari sömu gröf. Ef menn vilja með eigin augum sjá þessi vinnuvísindi, geta þeir gengið vestur á Grenimel eða í önnur af nýju hverfunum, þar sem verið er að vinna á þennan hátt. Hvað finnst mönnum um þessa hagnýtingu vinnuaflsins? Allt ljóðið, frá fyrsta til síð- asta orðs, er fagurt, og inni- haldsríkt, jafn nátengt líðandi stund — heiminum í dag — sem hafið yfir alla tíma. Ljóð voru sungin úr Frið- þjófssögu og um hana talað, hjartað í ljóðagerð Tegnérs. Ánægjulegt fyrir okkur að eiga þessa perlu sænsku bókmennt- anna á íslenzku tungu. Minningarhátíðinni lauk úti í regnmóðunni yið styttu Tegnérs, þar sem hinn mikli skáldjöfur var hylltur. Tegnérs sýningar hafa verið opnaðar, bæði i Váxjö og Lundi. Á sýningunni í Váxjö vakti eirma mesta athygli púnsskálin, sem Tegnér og Öhlenschláger drukku úr þúbræðraskál sína. í Lundi voru til sýnis handrit Tegnérs og hið fullkomnasta safn mynda af honum, sem til er. Ennfremur var sýnd íbúðin, sem Tegnér bjó í, þegar hann var prófessor í Lundi. Tegnérfélag var stofnað, sem hefir að markmiði útgáfu á verkum hans og að styrkja vís- indalegar rannsóknir á lífi hans og list. (Vesalings Tegnér! Rétt eins og ekki sé búið að rann- saka hann nóg, ekki búið að rífa nægilega upp geðveiki hans og mannlega breyskleika). Minnispeningur hefir verið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.