Tíminn - 23.11.1946, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.11.1946, Blaðsíða 4
Flokksfcfing Framsóknarmanna hefst í Reykjavík 28. nóvember næstkomandi 4 REYKJAVlK Skrifstofa Framsóknarllokksins er í Edduhúsinu við Lindargötu Sími 6066 23. JVÓV. 1946 216. blað t œnum í dag: Sólin kemur upp kl. 9.22. Sólarlag kl. 15.20. Árdegisflóð kl. 4.55. Síðdeg- isflóð kl. 17.15. í nótt: Næturakstur annast bifreiðastöðin Hreyfill, sími 6633. Næturvörður í Reykjavíkur Apoteki. Næturlæknir er í læknavarðstofunni í Austurbæjar- skólanum, sími 5030. Útvarpið í kvöld: Kl. 19.40 Auglýsingar. 20.00 Préttir. 20.20 Leikrit: „Swedenhielmsfólkið", eftir Hjalmar Bergman (Leikstjóri: frú Soffía Guðlaugsdóttir). 22.00 Frétt- ir. 22.05 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Skipafréttir: „Brúarfoss" fór frá Reykjavik kl. 16.00 í gær til Vestmannaeyja. „Lag- arfoss" kom til Reykjavíkur 19. nóv. frá Gautaborg. „Selfoss" kom til Reykjavíkur 20. nóv. frá Leith, fer 25. nóv. til Leith. „Fjallfoss" kom til Patreksfjarðar í gærmorgun á norð- urleið. „Reykjafoss" fór frá Réykja- vík 18. nóv. til Hamborgar. „Salmon Knot“ kom til New York 11. nóv. frá Reykjavík. „True Knot‘“ kom til Reykjavíkur 20. nóv. frá Halifax. „Becket Hitch" hleður í New York síðari hluta nóvember. „Anne“ kom til Kaupmannahafnar 21. nóv. frá Fredriksværk. „Lublin" hleður í Ant- werpen næstu daga. „Lech“ kom til Leith 22. nóv. frá Reykjavík. „Horsa" fór frá Leith 20. nóv. til Hull. Farþegar með m.v. „True Knot“ frá New York til Reykjavíkur: Kristín H. Thorfins- dóttir, Ragna H. Bjarnadóttir. Hólm- friður Jónsdóttir, Jón Björnsson. Lára Björnsson, Gylfi Björnsson, Ólafur R. Björnsson, Karl Guðmundsson, Aðal- steinn Thorsteinsson, Bent J. Ósk- arsson. Farþegar með e.s. „Lagarfoss" frá Norður- löndum til Reykjavíkur: Sigríður Sandholt, Solvey Bjarnadóttir m. barn 4 ára, Einar Þorvaldsson, Magnús O. Magnússon, Henni Kristensen, Eggert Proppé, Valur Hinriksson og allmargir útlendingar. Framsóknarfélögin efndu til skemmtunar í Brelðfirð- ingabúð s.l. fimmtudagskvöld. Var skemmtunin vel sótt. Þar var spiluð hin vinsæla Framsóknarvist. Bjarni Ásgeirsson alþingismaður flutti þar gamanþætti og Valdimar Helgason las upp kvæði. Var þeim báðum vel fagn- að af samkomugestum. Samkoman fór vel fram í hvívetna eins og venja er til um skemmtanir Framsóknar- manna. Áheit á Strandarkirkju: frá tveim austfirzkum sveitabörnum kr. 20.00. Óþekktum að norðan kr. 20.00. B. V. G. 30.00. H. Á. 50.00. N. N. 15.00. Áheit á Hallgrímskirkju: frá Á. E. K. kr. 20.00. Sterkir þjófar. Tveimur kössum var nýlega stoliö af ógirtu geymslusvæði, sem Eim- skipafélagið hefir við Haga í Reykja- vík. Annar kassinn var hálf smál. að þyngd og voru geymdir í honum flug- vélavarahlutir. Kolakraninn af sporinu. í fyrradag vildi það tii að kola- kraninn fór út af sporinu og lá við að stórslys hlytist af. Kraninn rann sex metra út af sporinu og hallaðist mikið, svo litlu munaði að hann félli ofan á Brúarfoss, sem lá vlð uppfyll- inguna. Anglíufundurinn, í fyrrakvöld var fjölsóttur. Var það fyrsti fundur félagsins á þessum vetri Mr. Willey umboðsmaður Britlsh Council flutti erindi á fundinum mn eyjuna Cyprus, en þá voru kvikmyndir sýndar og að lokum dans. Héraðabönn (Framhald af 1. síSu) verulega úr áfengisbölinu, og það úrræði, sem tvímælalaust á mestu fylgi að fagna meðal þjóðarinnar, er það, sem hér er lagt til, sem sé þetta, að Al- þingi gefi ríkisstjórninni ákveð- in fyrirmæli um að láta heim- ildarlögin um héraðabönn koma tll íramkvæmda.“ Yínveitingar (Framháld af 1. slðu) um. Ekki verður séð, að ástæða sé til að láta einstaka menn njóta sérréttinda hjá víneinka- sölunni. Þar eiga allir að búa við sömu viðskiptakjör." Af tillögum þeim um áfengis- málin, sem liggja fyrir Alþingi er þessi tillaga Skúla tvímæla- laust þýðingarmest. Áfenginu verður ekki útrýmt fyrr en búið er að skapa það almenningsálit, að það samræmist ekki heil- brigðum lifnaðarháttum og menningu. Fyrsta sporið í þá átt er að gera það útlægt úr opinberum samkvæmum, sem oftast eru öðrum veizluhöldum til fyrirmyndar. Það er viður- kennt um allan heim, að veizlu- siðirnir séu ein helzta undirrót áfengisneyzlunnar, enda er það hvarvetna eitt af helztu bar- áttumálum bindindissamtak- anna að fá þessum siðum breytt. í Svíþjóð, þar sem bindindis- samtökin eru öflugust á Norð- urlöndum, er það t. d. efst á stefnuskrá þeirra, að vinveit- ingar verði bannaðar í epinber- um veizlum. Um gjafaáfengið, sem veitt er ráðherrum og þingforsetum, er óþarfi að fjölyrða. Það setur óvirðingarmerki á þessi virðu- legu embætti, að slík hlunnindi skuli fyigja þeim, — og ætti sú ástæða ein að nægja til þess, að slíkur ósómi verði afnuminn. FerSSafél. Islands (Framhald af 1. síðu) hliðsjón af því, að árgjöld fé- lagsins rétt hrökkva fyrir kostn- aði við útgáfu árbókarinnar. en hins vegar ýmiskonar önnur út- gjöld, sem félagið verður að standa straum af, þótti ekki fært annað en hækka árgjöld- in úr 15 kr. í 20 kr. Sömuleiðis hækka ævifélagagjöld í 300 kr. og gjöld fjölskyldufélaga í 10 krónur. Skuldlausar eignir fé- lagsins nema nú, samkvæmt á- ætlun, um 220 þús. kr. Þá var og skýrt frá því, að árbókin fyrir þetta ár væri nú fullbúin til prentunar, en vegna pappirsskorts í augnablikinu, myndi hún naumast koma út fyrr en eftir áramót. Sú bók fjallar um Skagafjarðarsýslu, og hefir Hallgrímur Jónasson kennari ritað hana. Það verður ein stærsta bók, sem félagið hefir gefið út og mjög myndum skreytt. Hefir Páll Jónsson aug- lýsingastjóri tekið flestar mynd- irnar. Forseti félagsins, Geir G. Zoega, var endurkjörinn, sömu- leiðis varaforseti, Steinþór Sig- urðsson. Auk þeirra áttu Krist- ján Ó. Skagfjörð, Helgi Jónas- son, Hallgrímur Jónasson, Jó- hannes Kolbeinsson og Þor- stein Jósepsson að ganga úr stjórninni, en voru allir endur- kosnir. Aðrir í stjórninni eru: Gísil Gestsson, Guðmundur Ein- arsson'frá Miðdal, Jón Eyþórs- son, Pálmi Hannesson og Lárus Ottesen. Náttúrnlækningafél. (Framhald af 1. siðu) til þess, að litlar líkur eru til, að fundinn verði annar staður, sem sameinar betur alla þá kosti, sem nauðsynlegir eru fyrir væntanlegt heilsuhæli. Stjórn sjóðsins hefir unnið að fjársöfnun undanfarin ár. Hún hefir m. a. gefið út minn- ingarspjöld, smekkleg og vel gerð. Verður nú settur aukinn kraftur í fjársöfnunarstarfið, í trausti þess, að almenningur sýni málinu þann skilning og þann stuðning, að brátt geti ris- ið þarna myndarlegt heilsuhæli, sem á ekki aðeins að lækna sjúka, með böðum, mataræði og og öðrum náttúrulegum aðferð- um, þeldur einnig að kenna fólki að lifa þannig, að menn getl varðveltt heilsu slna óskerta til hárrar elli. Garðyrkjustöð mun verða sett upp 1 Gröf á næsta ári á vegum hlutafélagsins Gróska h f., sem er eign NFLÍ og nokkurra fé- lagsmanna. Stöð félagsins í KRAFTTALÍUR fyrirliggjandi í eftirfarandi stærðnm: Fyrir 1 yz tonn - 2 - 3 - 5 Samband ísl. samvinnufelaga * Utgáfustarfsemi N áttúrulækninga- félagsins Stjórn Náttúrulækningafé- lagsins skýrði blaðamönnum frá því í gær að félagið hefði nú mikinn hug á að efla verulega bókaútgáfu sína og hefði þegar hafið útgáfu tímarits. Alls hefir félagið nú gefið út fimm bækur. Sannleikurinn um hvítasykurinn og Nýjar leiðir eftir Jónas Kristjánsson lækni, sem báðar eru uppseldar. Bæk- urnar Matur og megin og Nýjar leiðir II fást enn, og 5 bókin kemur í bókabúðir næstu daga. Hún heitir Heilsan sigrar og er stutt, snilldarleg frásögn af ungri konu, sem hafði árum saman þjáðst af margs konar kvillum, án þess að fá nokkra meinabót með venjulegum lækn- ingaaðferðum, en varð heil heilsu á skömmum tíma, við það eitt að breyta lifnaðarháitt- um sínum. Tímarit. Þá er félagið að hefja útgáfu tímarits, sgm heitir Heilsuvernd og á fyrst um sinn að koma út 4 sinnum á ári. Er nú komið út tvöfallt hefti, sem er verið að senda til félags manna o<j verður sett i bóka- búðir næstu daga. Heilsuvernd mun flytja lærdómsríkar frá- sagnir af heilsubót manna, er- lendra og innlendra, ritgerðjí, þýddar og frumsamdar, um heilbrigðismál, mataruppskrift- ir og margs konar bendingar og hollráð. Verður mest áherzla á það lögð, að kenna lesendum hagnýt ráð til verndar heilsunni, þannig að hver maður geti orðið sinnar eigin heilsu smiður og — innan vissra takmarka — sinn eigin læknir. Á wæsta ári mun félagið gefa út fleiri bækur, þ. á. m. stór- merkilegan fyrirlestur um sam- bandið milli næringar, heil- brigði og sjúkdóma eftir heims- frægan lækni og vísindamann, Mac Carrlson. Smíðisgallar (Framhald af 1. síðu) hægt væri að ganga að nokkr- um, þá væri það ísl. ríkisstjórn- in. Skipstjórarnir hefðu á sinni tíð, þegar þeir veittu bátunum móttöku, neitað að láta vinna meira við bátana, vegna tíma- skorts, og m. a. t. d. óskað eftir að toggálgar yrðu ekki settir upp, en nú fari þeir fram á skaðabætur fyrir það, að það hefði ekki verið gert, svo að eitt dæmi sé nefnt. Ólafur kveðst myndi senda skýrslu til nefndarinnar um öll þessi mál við fyrsta tæki- færi, og ef til vill kæmi hann heim I stutta heimsókn síðast í þessum mánuði. Laugarási verður seld, en hin nýja mun halda áfram að sjá Matstofunni fyrir grænmeti og svo heilsuhælinu sjálfu, þegar þar að kemur. IPEDOX er nauðsynlegt í fótabaðið, ef : þér þjáist af fótasvita, þreytu : í fótum eða líkþornum. Eftir : fárra daga notkun mun ár- angurinn koma í ljós. — Fæst í lyfjabúðum og snyrtivöru- verzlunum. ctíinm Tónlistarfélagið gengst fyrir æsku- Beethovenshátíð í vor. Tónlistarfélagið gengst fyrir því, að haldnir verða í vetur 10—20 æskulýðshljómleikar I Reykjavík. Eru þeir einkum ætlaðir unglinum og ungu fólki og við það miðaðir að vekja á- huga æskulýðsins á göfugri tón- list. Fyrstu hljómleikarnir verða í næstu viku. Mun þá ungverski fiðlusnillingurinn, Emil Tel- manyi leika. Kom hann hingað til lands með Drottningunni í fyrrakvöld. Tónlistarfélagið hefir unnið mikið og gagnlegt starf í þágu tónlistarlífsins hér í bænum. Er þessi nýja hugmynd, æsku- lýðshljómleikarnir, eitt af mörgu, sem það hefir ráðizt í til þess að glæða áhuga og skilning manna á þessu sviði. Til þess 'að gefa sem fiestum kost á að njóta þessara tón- leika verður 100 gjafamiðum úthlutað á hvern hljómleik. Skulu þeir, sem þeirra vilja verða aðnjótandi, senda Tón- listarfélaginu umsóknir sínar. í vor hyggst Tónlistarfélagið að gangast fyrir Beethoven- hátíð hér í bænum, og er það gert í tilefni af því, að þá eru 120 ár liðin frá dánardægri tón- skáldsins. Gert er ráð fyrir, að þá verði leikin einhver af stór- verkum Beethovens, og ætlar Tónlistarfélagið að fá hingað til lands fræga, erlenda hljómlist- armenn íslenzkum hljómlistar- mönnum til aðstoðar. Aðf lutningsg j ald (Framháld af 1. síðu) nokkra vernd. Undanfarið hafa íslenzkar bátasmíðastöðvar alls ekki getað með nokkru móti tekið að sér smíði allra þeirra báta, sem keyptir hafa verið. Það virðist því óeðlilegt, að þeir, sem keypt hafa báta frá öðrum löndum, greiði sérskatt af bát- um þessum. Ef til vill er ekki búið að Inn- heimta aðflutningsgjöld af öll- um innfluttum bátum, og sé svo, þá er að sjálfsögðu ætlazt til þess, að fallið verði frá inn- heimtunni." (jatnla Síc 30. sek. yfir Tokió ASalhlutv. leika: Spencer Tracy, Van Johnson. Sýnd kl. 6 og 9. v 'V Vtjja Síé (vi9 Shúlnnötu ) LÁTIJM DROTTEV DÆMA. (Leave Her to Heaven) Hin miklð umtalaða stórmynd. Sýnd kl 9. Patrekur inikli FJörug gamanmynd meB Donald O’Connor og Peggy Ryan. Sýnd kl. 3. 5 og 7. ^tí&ðbúli ^uéíníí $5álgfonat $)aflbæhuc oo ritfltc&ic 1791-1797 7jathatbíc í kvennafans (Bring on the Girls) Amerisk söngvamynd í eðlileg- um litum. Veronica Lake Sonny Tuíts Eddie Bracken í Marjorie Reynoids Sýning kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: !! " o. Jónsmessudraumur á fátækraheimilinu. *1 o Leikrit í 3 þáttum, eftir Pár Lagerkvist. <1 o Leikstjóri: LÁRUS PÁLSSON. Sýning á smmudag kl. 30. Aðgöngumiðasala í Iðnó frá kl. 3 í dag. — Tekið á móti !! pöntunum í síma 3191 kl. 1 til 2 og eftir 3V2. Pantanir 0 sækist fyrir kl. 6. X ÖLLUM vinum mínum og vandamönnum, fjær og nær, sem glöddu mig og heiðruðu á níræðisafmælinu þann 17. nóv., sendi ég mínar beztu þakkir. MAGNÚS ÓLAFSSON, Eyjum. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< TENGILL H.F. Heiði við Kleppsveg, tekur að sér hvers konar raflagnir og uppsetningu á raf- stöðvum, viðgerðir á mótorum og heimilisvélum. Fljót vinna. Góðir menn. Upplýsingar í síma 5994. ■♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ f o o o O o O o o O o o o o O <» .0 Kaupendur og inn- heimtumenn Tímans Gjalddagi blaðsins var 1. júlí. Vinsamlegast, dragið ekki lengur að senda greiðslur. Árgangurinn kostar kr. 45.00 ntan Reykjavíknr og Hafnarfjarðar. INNHEIMTA TÍMANS ÚTBREIÐIÐ TÍMANN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.