Tíminn - 11.12.1946, Qupperneq 2

Tíminn - 11.12.1946, Qupperneq 2
2 TIMINN, miSvikndagiim 11. des. 1946 228. blað Miðvihudagur 11. des. Ódýr landbúnaður Oft er um það talað, að ís- lenzkar landbúnaðarvörur séu dýrar. Það er líka satt, þó að munur á þeim og sams konar vörum erlendum sé mjög sam- bærilegur og sízt meiri, en verð- munur á íslenzkum og erlend- um iðnaðarvörum t. d. Það eru allir sammála um það, að mjög væri æskilegt að land- búnaðarvörurnar gætu lækkað í verði, — ekki aðeins í samræmi við minnkandi dýrtíð, heldur líka hlutfallslega móts við aðrar neyzluvörur. Það er ekkert vafamál, að slíkt getur orðið. Það er hægt að gjörbreyta íslenzkum land- búnaði. Sú þróun stendur nú yfir. Ýmislegt, sem er að gerast sýnir, hvers er að vænta. Og framför íslenzkra sveita síðustu áratugi er nauðsynlegur undir- búningur og merkileg byrjun að því, sem koma skal. En það er ekki nóg að tala um nýsköpun, framfarir í sveit- um og ódýra framleiðslu. Hér þarf hugur að fylgja máli. Þeir, sem unna íslenzkum sveitum og bera framtíð þeirra fyrir brjósti hafa löngum fundið það, að mis- jöfn er alvaran, þó að fagurt sé mælt. Það er dálítið erfitt fyrir ýmsa að telja sér trú um það, að þeir, sem til þessa hafa talið eftir allt það, sem gert hefir verið fyrir farmfarir og viðreisn sveitanna, séu nú allt í einu orðnir brennandi í andanum af heilögum áhuga vegna landbún- aðarins. En því skyldu ekki augu manna geta opnast og þeir snúið frá villu vegar síns? Það stendur ekki á bændum landsins að vinna að framför atvinnuvegar síns. Þeir hafa komizt undya langt í hagsýni og sparnaði um daglega neyzlu, svo að þeir gætu fremur losað það- an nokkurt fé og lagt í tækni- lega framför og endurbætur. En þeir hafa ekki haft ráð á því að gera nen^a örlítið brot af því, ^sem þá langaði til, dreymdi um og liföu fyrir. Það sýnir sig nú, hvern stuðn- ing Alþingi veitir ræktunarmál- um landsins og framför sveit- anna. Þjóðarleiðtogarnir á Al- þingi hafa nóg tækifæri til að sýna hug sinn í þessum málum. Þeir komast ekki hjá því, að láta í ljós hvort þeim er alvara með' það, að gera framleiðslu landbúnaöarvara á íslandi ódýra eða ekki. Það er ekki nema ein sæmileg leið að því marki, að íslenzkir neytendur fái nægar, hollar, góðar og ódýrar neyzluvörur úr sveituhum. Sú leið er vegur ó- dýrrar framleiðslu, sem byggist á vélyrkju, ræktunarmenningu, ó- dýrri raforku o. s. frv. Þeir, sem ekki skilja þetta eru meinsmenn þess, að fólkið í bæjunum fái ódýra mjólk, kjöt, egg o. s. frv. Og þeir eru líka meinsmenn þess, að fólk geti haft góða afkomu í sveitum við að framleiða ódýrar og hollar vörur _ fyrir alþýðu bæjanna. Vegna þessa má enginn al- þýðumaður þessa lands láta sér í léttu rúmi liggja hverja af- greiðslu málefni sveitanna fá nú á Alþingi. Hvernig verður geng_ ið frá jaröræktarlögunum? Hvernig verður séð fyrir verk- færaþörf bænda? Hvernig verð- ur fylgt eftir lögum um' jarð- ræktarsamþykktir ? Hvað verð- ur yfirleitt gert til að tryggjaj Halldór Kristjánsson: Vín og veizlur Vika er liðin síðan ég mæltist til þess, að Mbl. gerði grein fyr- ir því, hvers vegna það kallaði mig slefbera, þó að ég minnt- ist á forsetabrennivínið. Blaðið virðist hvorki hafa manndóm til. að standa við orð sín né taka þau aftur. Uni ég hinu fyrra vel og fæst ekki um hið seinna. En vegna þess, að vín og veizl- ur hefir nú borið á góma, og Al- þingi mun innan skamms skera úr því, hvort vín skuli veita í veizlum ríkisins, vil ég ræða þau mál lítils háttar. Hefir líka ræða sú, er Vísir birti í gær, eftir sr. Sigurð Ein- arsson, ýtt við mér. Menn hafa skiptar skoðanir um þessi efni. Sumir halda því fram, að það sé rökvilla að hætta vínveitingum í op,inberum veizlum, meðan leyft sé að flytja áfengi inn. Þetta er rangt. Innflutning- ur áfengis og sala þess, er leyft af illri nauðsyn aðeins, af því þjóðfélagið finnur sig ekki hafa styrk til þess, eins og sakir standa, að fjarlægja vínið með valdi. En þó að svo sé, er eng- in ástæöa til þess, að ríkisvald- inu sé ekki frjálst að ákveða sjálft, að það hætti vínveiting- um, þegar því sýnist. Og ef því skilst, að það væri til góðs, þá ber því skylda til að hætta. Aðrir eru veikir af sér gagn- vart smekk og veizlukröfum út- lendinga. Þeirra vegna er rétt að benda á það, að um öll nálæg lönd eru nú átök um þessi mál. Hugsjónamenn og umbótahreyf- ingar berjast gegn því, að á- fengi sé veitt í opinberum veizl- um. Hér er því um það að ræða, hvort við eigum að skipa okkur í flokk með liíandi siðbótar- hreyfingu þeirra, sem vinna að fegurri mannfélagsháttum, eða hinum, sem ekki eiga á því sviði æðra takmark en glasaglaum og freyðandi skálaræður. Ég hefi enga ástæðu til að leyna því, að ég hefi þann metnað vegna þjóðar minnar, að mér er ekki sama með hvor- um hún tekur afstöðu í þessari baráttu. Ég held, að það þurfi ekki að ræða um manntjón íslendinga af áfengisnautn. En það er sennilega ekki vanþörf á að minna á hlutdeild veizl.utízk- unnar í þeim mannskaða. Það er hart að heyra frumherja ís- lenzkrar kirkju gerast talsmann drykkjuskaparins. Sigurður Ein- arsson segir, að í hópi stúdenta hafi jafnan ríkt „ölteiti við hóf“, og hann fagnar því, að nú er það af, sem áður var, að konur drukku ekki með. Hér hafa tröll togað honum túngu. Sigurður Einarsson hlýt- ur að vita það, að stúdentar hér á landi hafa ekki gætt hófs um nautn sterkra drykkja frernur en aðrir menn. Margir úr þeirra röðum hafa orðið aumingjar vegna vínsins. Menn, sem sakir gáfna, hugsjóna og atgervis voru komnir í fremstu raðir mannfélagsins og stóðu þar, sem mest þurfti með, hafa fallið frá störfum á miðjum aldri eða fyrr. Og það veit eng- inn, hvað veizlurnar hafa oft framför sveitanna og bæta framleiðsluhætti þar? Þetta eru ekki þýðíngar minnstu spurningarn.'ar, sem menn bíða eftir svörum við í þeirri óvissu, sem nú gfrúfir yfir stj órnmálalíf inu. ráðið úrslitum um auðnuleysi peirra. Hverju sem við annars trúum í þessum efnum og öðrum, þá er ?að víst, að sú kennd, sem okk- ur er ómissandi, félagskemíd- in og samúðarþráin, er oft not- uð til að draga menn niður á þessu sviði. Mönnum er það eiginlegt að vilja njóta unaðs- semda lífsins með félögum sín- um, — sameinast þeim í lífs- nautn. Grátlega oft sameinast iríenn í þeirri nautninni, sem leggur líf þeirra í rústir. Þann- ig hefir djöfull drykkjubölsins brugðið sér í ljósengilslíki og tekið félagskenndina í þjónustu sína, til að draga fórnarlömb sín niður í dýki eymdar og' þjáninga. Ég þoli það ekki þegj- andi, að kennimenn íslenzkrar kirkju gangi erinda áfengis- guðsins, svo sem sr. Sigurður Einarsson. Ég á dálítið erfitt með að skilja þá, sem segja eitthvað á þessa leið um áfengismálin: Við skulum drekka fínt, og þeim, sem ekki hafa lag á því, skulum við kasta út á götuna, og þar er verkefni fyrir ykkur bindindismennina, að taka þá upp úr svaðinu, sem þeir eru fallnir í, og flytja þá á hæli. Við látum ykkur hafa peninga til þessa alls, og sjáið okkur svo , friði. Hér er ekki nóg að leggja fé í drykkjumannahæli og bind- Svo að segja hver einasti ís- lendingur, sem kominn er nokk- uð til vits og ára, þekkir íslend- ingasögurnar meira eða minna. Þá þekkingu hafa menn yfir- leitt fengið af útgáfu Sigurðar Kristjánssonar. Sigurður hóf að gefa fornsög- urnar út fyrir hálfri öld. Þá var bókagerð á íslandi látlaus og ekki tilgerðarleg, og þessi út- gáfa bar merki þess í ýmsu, og var þó ýmislegt gert til við- hafnar. T. d. var þar merkja- skraut og viðhafnarstafir. Ég ætla að útgáfa Sigurðar Kristjánssonar hafi borið öll einkenni, ráðvendni og beiðar- leika. Hún var svo vönduð, sem kostur var á. Hæfustu menn voru fengnir til að búa sögurn- ar til prentunar, rita við þær glögga, alþýðlega formála og vísnaskýringar eftir því, sem þá var talið réttast. Pappír var góður og allt eftir þessu. Þannig gaf Sigurður Krist- jánsson út fornsögurnar og 40 íslendingaþætti, Snorra-Eddu og Sæmundar-Eddu og Sturl- ungu. Er það enn í dag eina fáanlega útgáfan af þessum öndvegisritum íslenzkrar tungu. Þessi útgáfustarfsemi verð- ur seint fullþökkuð og aldrei ofmetin. Það er höfuðnauðsyn íslenzkri tungu og íslenzkri þjóðarsál, að fólk sé handgeng- ið fornbókmenntunum. Auk þess eru hinar merkari íslend- ingasögur þau listaverk um frásögn, mannlýsingar og skáld- skap, að aldrei fyrnist. Sturlunga er óþrjótandi við- fangsefni þeim, sem geíur sig að henni. Það er svo ótal margt, sem dregur að' sér huga góðs lesanda í þessari stuttorðu frá- sögn af fjölda ólíkra manna í stórkostlegum átökum upp- lausnartímans. Um Eddurnar þarf hér ekki indisstarfsemi, eins og þegar gamlir glæpamenn slettu fé í Heilaga kirkju, til að kaupa sinni syndugu sál aðgang að Himnaríki bakdyramegin , án þess að- vaða hreinsunareldinn. íslendingar hafa átt í æðstu embættum menn, sem voru heil- ir og einlægir bindindismenn. Björn Jónsson veitti aldrei vín í sinni ráðherratíð og eins var Tryggvi Þórhallsson. Kröfurn- ar um það, að þetta verði svo að vera, vegna álitsins út á við, eru fjarstæða. Hér er búið að brjóta ísinn og vorkunnarlaust að fara í slóðina. Það eru til menn, sem meta þaö mest í þessum efnum að vera frjálsir að sinni staupa- gleði og ölteiti. Hér gerir hver eftir því, sem honum endist auðna og manndómur til að fylgja því, sem hann telur heið- arlegt. En ég trúi því, að fyrr eða síðar muni þeir sigra, sem heldur- vilja reyna að tendra og glæða þann vonarneista, sem lifir undir sorg og kvöl þeirra, sem þjást vegna áfengisnautn- ar sjálfra sín og ástvina sinna, en dekra við drykkjugleðina, þó að vinsælt sé á vissum stöðúm. Og- ég minni að síðustu alla samherja mína í þessum efnum á það, að taka vel eftir því, hvernig atkvæði falla um jállögu Skúla Guðmundssonar. að fjölyrða heldur, en Sæmund- ar-Edda er ein hin bezta ljóða- bók á íslenzka tungu og fræg- ust þeirra allra. Bókaverzlun Sigurðar Krist- jánssonar hefir haldið útgáfu þessara öndvegisrita áfram, þannig, að þær bækur, ,sem seldust upp, hafa jafnan verið endurprentaðar. Hefir þá texti þeirra verið endurskoðaður, rit- aður nýr formáli, ef ástæða hefir þótt, og skýringar lag- færðar. Þar hafa menn því jafn- an getað fengið íslendingasög- urnar í heild, þó að stundum hafi einstök rit vantað í safn- ið nokkrar vikur í senn. Þá er nú byrjað á því að láta kort af helztu sögustöðum fylgja og fást þau nú við Njálu og Bax- dælu, og er von á fleirum. Munurinn á- útgáfu Sigurðar Kristjánssonar og íslendinga- sagna-útgáfunnar nýju er þessi helztur: Nýja útgáfan hefir fleíri sög- ur og þætti. Eru þau rit flest að sönnu ekki rnikils virði, en þó er fengur að þeim, þó að lít- ils áé um þau vert móts við Sturlungu og Eddurnar, sem þar eru ekki. Sum viðbótarrit- in eru munnmæli, sem færð eru í letur á síðustu öld. Á texta og vísnaskýringum mun ekki Hera neinn munur, sem þýðingu hefir efnislega, en í nýju útgáfunni eru skýring- arnar neðanmáls, þar sem vís- urnar eru, en aftan við sögurnar í útgáfu Sigurðar. Textaskýr- ingar við óbundið mál eru í hvorugri útgáfunni. Nýju útgáfunni á að fylgja nafnaskrá í heild fyrir allt safn- ið. — Greinaskil eru höfð miklu víðar í henni en útgáfu Sig- urðar. Pappír í nýju útgáfunni er stórum lakari. H. Kr. 6. desember 1946. / sterLct'LngcLsögur \ i ! ! ! Þrjár frábærar barna- og unglinga bækur DÝRHEIMAR - NÝIR DÝRHEIMAR Þetta er frábærlega skemmtileg og fróðleg bók, einkum fyrlr yngri börn. Betri gwll en einhverja — eða ailar — þessara þriggja árvalsboka geta for- eldrar tæplega lagt í ló£a bams sins. SNíÆLANOStTGAFAX. Skógarsögur Kiplings hafa löngum verið taldar meðal beztu barna- og unglinga- bóka, sem til eru, enda mun það ekki ofmælt, því að Kip- ling var mikfll rithöfundur, þekkti glögg skil á frumskóg- arlífinu og kunni allra manna bezt að segja börnum sögur. Þessar sögur eru því flestum bókum betur, fallnar til þess að glæða fegurðarskyn og málsmekk barna, en eru um leið fræðandi og bráð- skemmtilegar, enda má segja, að þær hafi farið sigurför um allan heim. — Nú eru þessar bækur komnar út í afburðasnjallri þýðingu Gísla Guðmundssonar, fyrrv. al- þingismanns og ritstjóra. — Þær eru i tveim bindum og nefnast DÝRHEIMAB og NÝ- IR DÝRHEIMAR, en eru þó hvor um sig sjálfstæðar að frásögn. Útgáfan er mynd- skreytt og forkunnar vönduð, en verði þó mjög stillt í hóf. Skátahöfðinginn well var, auk þess að vera merkilegur æskulýðsleiðtogi, frábær rithöfundur fyrir börn. Ritaði hann allmargar dýra- sögur svo frábærlega hugð- næmar og skemmtilegar og viðburðaríkar, að hvert barn hefir yndi af, og teiknaði sjálfur í þær margar ágæt- ar myndir. Ein helzta þess- ara bóka er nú komin út í ís- lenzkri þýðingu eftir Jón Helgason, blaðamann. Bókin nefnist SÓL OG REGN — sög- ur frá Kenya. — wwww^wwwwwwwwwwwwwwwwwwwww Sláturfélag Suðurlands Reykjavik. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag, Reykhús. - Frysihús. Niðnrsuðnverksmiðja. — BjúgnaiJerð. FramleiOír og selur í heildsölu og smásölu: NiOur- soOiO kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls Jconar áskurö á brauO, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viOurkennt fyrir gœOL Frosiö köt alls konar, fryst og geymt í vélfrystihúsi eítir fyllstu nútímakröfum. VerÖskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. VINNIÐ ÖTULLEGA A» ÚTBREIÐSLU TÍMANS /

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.