Tíminn - 18.12.1946, Side 2
2
TÍMIXX. miðvikudagiiin 18. des. 1946
233. blað
FJ ALLAMEN N
Eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal
Komin er í bókaverzlanir ný bók, „Fjallamenn”, eftir
hinn alkunna og víðförla feröalang, Guðmund Einarsson frá Mlðdal
Bfókin „FJALLAMENN“ er um 500 blaðsíður að stærð, og eru í henni
myndir svo hundruðum skiptir. Eru það myndir frá ferðalögum Guð-
mundar á íslandi, sunnan úr Alpafjöllum og víðar.
Fjöldi mynda af málverkum hans, þar af nokkrar litprentaðar, og loks
mikill fjöldi teikninga, raderinga og vignetta.
Bókinni er skipt í þrjá meginkafla:
Fyrsti kaflinn: „Fjallamenn,“ eru ferðaþættir frá byggðum og óbyggð-
um íslands, meðal annars af hinum dulrömmu slóðum útilegumannanna,
glitrandi snæbreiðum suðurjökla, gosstöðvum Grímsvatna, auðnum há-
'lendisins og loks veiðisögur frá straumvötnum og blátærum heiðavötnum
fullum af laxi og silungi.
Annar kaflinn: „Af væringjaslóðum,“ segir frá ferðum Guðmundar
suður um Bayern, Týról, Dolomitfjöllin, Alpana og alla leið suður til Grikk-
lands. En í suðrænum blóðhita, hengiflugi og ægitign Alpafjallanna fær
Guðmundur svalað útþrá sinni og ævintýralöngun.
Þriðji kaflinn: „Myndir af málverkum," er greinargóð ritgerð eftir
Aðalstein heitinn Sigmundssoh, um málaralist Guðmundar og þróunar-
feril hans á listabrautinni.
Allir, sem unna ferðalögum, veiðiferðum og fagurri list, verða að
eignast þessa glæsilegu bók. Enginn íslendingur er eins víðförull og Guð-
mundur, og enginn kann betur að lýsa þvi, sem fyrir augun ber, hvort
heldur er í máli eða myndum. Þetta er fegursti óður í óbundnu máli, sem
íslendingur hefir samið um útþrá og fjallsækni.
„Fjallamenn” er sjálfkjörin jóla-
allra, sem
unna landinu, hinni einstæðu
fegurð þess og tign
Kaupið bókina „Fjallamenn” strax í dag
Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar
bók allra ferðamanna,
Miðv.dagur 18. des.
Búnaðarmálasjóður
Þeir þykjast nú ekki þurfa að
vanda bændum kveðjurnar,
stjórnarherrarnir á Alþingi.
Þeim finnst eftir reynslunni frá
kosningunum, að óhætt sé að
taka ómjúkt á málum bænda.
Það sýnir afgreiðslan á frum-
varpinu um Búnaðarmálasjóð.
Og þó er hrollur í hetjunum.
Þeim þykir kvíðvænlegt að hafa
þetta mál yfir höfði sér og eiga
að tala \im það. Þess vegna grípa
þeir til þess ráðs, að drepa málið
við fyrstu umræðu, án þess að
láta það fara til nefndar.
Sú skýring, sem stjórnarliðar
gefa á afstöðu sinni til þessa
máls er óvenjuleg. Jón Pálma-
son hefir sagt á prenti, að
stjórnarandstæðingar hafi gert
þetta mál stórpólitískt. Honum
þykir því, sem metnaður ríkis-
stjórnarinnar liggi við, að ekki
sé látið undan óskum bænda á
þessu sviði. Það má aldrei gera
bændum til geðs, ef ríkisstjórn-
in þarf að hvarfla frá því, sem
ákveðið var.
Hér er komið að ijótasta
þættinum í þessu máli. Jón
Pálmason má ekki til þess hugsa,
að þeir, sem standa með málstað
bændastéttarinnar í flokki hans
beri sigur úr býtum. Hann þolir
ekki að lægja metnað sinn, svo
að Jón á Reynistað og Pétur
Ottesen nái sigri fyrir hönd
bændastéttarinnar.
Það er furðuleg óskammfeilni
og, sem betur fer, fágæt, að al-
þingismaður segist vera á móti
máli, af því hinir hafi gert
það „stórpólitískt." Almenningi
finnst að það sé þingmanns-
skylda að fylgja réttu máli,
hvort sem það sé flokksmál eða
ekki. En að snúast gegn réttu
máli einungis fyrir metnaðar-
sakir mun flestum öðrum en
Jóni Pálmasyni þykja ómerki-
legt.
Þess er hér skemmst að minn-
ast, að svo er til Búnaðarmála-
sjóðs stofnað að nefnd, sem
Búnaðarþing kaus, samdi frum-
varp um hann og var það borið
undír öll búnaðarsamBönd
landsins og hlaut einróma
meðmæli. Búnaðarmálasjóður
var þannig ákveðinn eftir ósk-
um bændastéttarinnar.
Svo gerðist það í meðferð
þingsins, að stjórnarherrunum
þótti ekki annaö sæma, en
landbúnaðarráðherra yrði að
samþykkja fjárhagsáætlun og
reikninga sjóðsins. Fulltrúum
þeim, sem bændur kysu sjálfir,
væri ekki til þess trúandi. Fyrir
metnaðarsakir var þetta knúið
fram.
Þegar svo var reynt að breyta
þessu var því svarað með því,
að ákveða að skipta Búnaðar-
málasjóði upp aftur milli bún-
aðarsambandanna. Þá fannst
ríkisstjórninni að málið væri
komið á það stig, að hér væri
metnaður sinn í húfi. Og þvi
berst hún eins og hungrað ljón
gegn því, að nokkur krafa eða
ósk frá bændastéttinni verði
tekin til greina í þessu máli.
Það hefir verið lagt sérstakt
kapp á það í stjórnmálaflokk-
unum, að leggja þau bönd á
menn, að „heiðri" og metnaði
ríkjisstjórnarinnar yrðí borgið.
Þetta hefir líka tekizt að þessu
sinni. En vel má vera, að það
eigi eftir að sýna sig, að dýr verði
þessi þjónusta við metnaðinn.
Má vel vera að nú hafi verið
fullreynt á þolinmæði ýmsra
þingmanna og fullvíst er það,
að utan þings mælist þessi sér-
staka málmeðferð' hvarvetna
illa fyrir.
Fyrir andstæðinga ríkisstjórn-
arinnar getur það jafnvel borg-
að sig að bíða sigursins enn um
sinn, ef honum er frestað með
slíkum endmemum, sem hér er
raun á orðin.
Tímann
vantar tilíinnanlega böm til að bera
ilaðið út til kaupenda víðs vegar um
bæinn. Heitið er & stuðningsmenn
blaðslns, að bregðast vel vlð og reyna
að aðstoða eftir megni við að útvega
ungllnga til þessa starfs.
Lofa þú svo einn kon-
ung, að þú lastir ei
annan
í síðasta tölublaði Tímans
hefur H. Kr. ritað meðmæla-
grein með íslendingasögum
Bókaverzlunar Sigurðar Krist-
jánssonar. Sú útgáfa hefir gert
og getur enn gert mikið gagn,
t. d. með því að selja einstakar
sögur í lausasölu. Vér unnum
henni alls þess lofs, sem hún á
skilið. En H. Kr. hefir ekki lát-
ið sér það nægja. Hann finnur
sig knúðan til að hnýta um leið
í hina nýju útgáfu íslendinga-
sagna og fer þar með svo vill-
andi staðhæfingar, að vér telj-
um oss sjcylt að benda lesendum
blaðsins á sumar þeirra.
1. H. Kr. segir, að í útgáfu
Sig. Kristjánssonar hafi stund-
um einstök rit vantað „nokkrar
vikur í senn“. Þetta er mælt af
miklum ókunnugleik. Að öðr-
um kosti hefði sú útgáfa ekki
stundum verið seld heil fyrir ó-
hæfilega hátt verð manna á
milli. Annará skiptir þetta ekki
miklu máli nú. Til nýju útgáf-
unnar var ekki stofnað til þess
eins að fylla í þau skörð. Henni
var ætlað að gera miklu betur.
Viðtökur þær, sem hún hefir
fengið hjá almenningi, eru
ólygnust raun um, hvernig það
hefir tekist og hver þörf var á
henni.
2. H. Kr. segir, að „flestar"
þær sögur og þættir, sem nýja
útgáfan hefir fram yfir hina
gömlu, áéu „ekki mikils virði“,
lítils um þau rit vert móts við
Sturlungu og Eddurnar o. s. frv.
Er ekki þessi dómur fullfljótt
kveðinn upp, meðan hann hefir
ekki séð líkt því öll þessi rit?
Þetta er útgáfa íslendinga
sagna, aðeins þeirra sagna, en
allra þeirra sagna. Hvort aðrar
bækur eru jafngóðar eða betri,
kemur ekki málinu við. Eða
mundi H. Kr. vilja finna gömlu
útgáfunni það til foráttu, að
lítils sé vert um sumar sögurn-
ar þar móts við Biskupasögurn-
ar, sem eru þar ekki?
3. Ef H. Kr. hefði ritað grein
sína af hlutleysi og til leiðbein-
ingar almenningi, hefði hann
skýrt nánar frá sumu t. d. hinni
fullkomnu nafnaskrá, sem mun
gera nýju útgáfuna ómissandi
öllum fróðleiksmönnum. Og
hann mundi hafa látið annað
ósagt, t. d. að pappírinn í nýju
útgáfunni sé „stórum lakari“.
Þetta er sagt af undarlegri van-
þekkingu eða skorti á ábyrgðar-
tilfinningu. Pappírinn í nýjy
útgáfunni er valinn að ráði
beztu fagmanna og er þegar
reyndur í vönduðum útgáfum
íslenzkra bóka. Og við hverja af
hinum sundurleitu og misjöfnu
tegundum pappírs í gömlu út-
gáfunni miðar H. Kr„ þegar
hann gerir slíkan samanburð,
eða dæmir hann þarna eins og
blindur maður um lit?
fslendingasagnaútgáfan.