Tíminn - 18.12.1946, Side 3
233. folað
TtMlNN, miðvikndaginn 18. des. 1946
3
»
Eiríkur á Brúnum
*
er jólabókin
Eiríhur Ú Brúnunt var einn af Sérkennilegustu mönnum sinnar samtíðar hér á landi. Hann var fæddur
1823 og bjó á Brúnum í nærri aldarfjóröung. Skömmu eftir þjóðhátíðina fór hann í kynnisferð til Kaupmannahafn-
ar. Um þá ferð skrifaði hann „Litla ferðasögu,“ sem er ein skemmtilegasta og einkennilegasta ferðabók, sem til er
á íslenzku. Eiríkur á Brúnum tók eftir mörgu, sem aðrir veittu ekki athygli, eða þótti ekki ástæða til aö segja frá.
Hann kom úr fásinni íslenzkrar sveitar og undrun hans og einlægni kemur vel fram í ferðaþáttunum, í hispurs-
lausri, skemmtilegri og skrítilegri frásögn. Ferðasagan á sinn sess í bókmenntasögunni, bæði vegna frásagnargleði
og málfars Eiríks á Brúnum, og vegna þess að hún sýnir þau áhrif, sem ný menning og óþekkt erlend tækni hafði
á íslenzkan bónda upp úr miðri seinustu öld. Ýms sömu einkenni koma fram í „Annari lítilli ferðasögu," sem
segir frá Ameríkuför Eiríks nokkrum árum seinna. Hann gerðist þá um skeið mormóni. Eiríkur á Brúnum var
einnig góður sagnamaður og skráði ágæta þætti um'huldufólk, útilegumenn og samtíma atburði. „Eiríkur á Brún-
um“ er í senn fróðlegt menningarsögulegt heimildarrit og skemmtilestur til dægradvalar.
Rit Eiríks Ú Brúnunt komu út á tvístringi í bókum og pésum á árunum 1878 til 1890. Flest af þeim er nú
sjaldgæft eða með( öllu ófáanlegt. — Hér er ritum Eiríks á Brúnum safnað í eina heild í fyrsta sinn, nærri
hálfri öld eftir dauða hans. Ritunum er raðað hér í fjóra meginþætti: Lítil ferðasaga, Önnur lítil ferð>saga, Sögur
og sagnir, Mormónarit. Hverjum þætti fylgja formálsorð útgefandans Vilhjálms Þ. Gíslasonar. Hann hefir einnig
samið bókarauka með athugasemdum og skýringum. Þar er safnað saman ýmis konar fróðleik úr samtíma heimild-
um, prentuðum og óprent^ðum, sem bregða birtu yfir frásagnir Eiríks á Brúnum. Samtímamyndir eru einnig í skýr-
ingunum, og myndír af Eiríki á BVúnum sjálfum og rithönd hans. Ritunum er raðað hér í bálka eftir efni og
aldri og leiðréttar augljósar prentvillur í fyrstu útgáfunni, en óbreytt að öllu hið uphaflega efni og orðfæri höf-
undarins. Auk skýringarmyndanna er í þessari útgáfu bókarskraut, upphafsstafir eftir Jörund Pálsson og teikning-
ar eftir Halldór Pétursson.
Bókaverzlun ísafoldar
::
::
«
NEW YORK — ÍSLAND
Frá og með þessum mánuði taka
Culliford’s Associated Lines Ltd.
að sér gegnumgangandi flutninga frá New York til allra íslenzkra hafna,
með umskipun í Glasgow og Liverpool.
Þar sem ferðir eru mjög tíðar frá New York til Glasgow og Liverpool, en
skip félagsins ganga vetrarmánuðina á 20 daga fresti frá Fleetwood og Glasgow
til íslands, þurfa vörur svo að segja aldrei að bíða flutnings í New York, og
er hér því um mjög hagkvæma flutninga að ræða.
Farmgjaldið greiðist allt í sterlingspundum, og sparast landinu á þann hátt
mikill dollaragjaldeyrir.
Umboðsmenn í New York eru:
A. L. Burbank & Co. Ltd.
17, Batter place, New York.
Allar upplýsingar veitir:
GUNNAR GUÐJÓNSSON
skipamiðlari, sími 2201.
Merkur ferðamaður
Eiríkur á Brúnum:
Ferðasögur, sagnaþættir
mormónarit. — Vilhjálm
ur Þ. Gíslason sá um út-
gáfuna. — ísafoldarprent
smiðja. — Stærð: 280 bls.
22X15 sm. — Verð: ib
kr. 40.00.
Eiríkur Ólafsson á Brúnum
var einn þeirra ævintýramanna
sem fæðst hafa í íslenzku fá-
sinni. Hann fæddist 1823, og
bjó lengi á Brúnum undir Eyja
fjöllum. Þegar hann var kom-
inn yfir miðjan aldur, tók
hann sig upp og réðist til utan-
ferða — fyrst til Kaupmanna-
hafnar og síðan til Vesturheims
þar sem hann gerðist mormóni
Kom hann í trúboðserindum
heim aftur, en dvaldi síðan
alllengi vestan hafs. Meira en
hálfsjötugur maður kom hann
svo alkominn heim, átti um
skeið heima á ísafirði og síðan
í Reykjavík, þar sem hann and-
aðist aldamótaárið.
Eiríkur var gáfaður. maður og
(Framhald á 4. slöu)
Merk bók
EH MIKIL GJÖF
1
^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*&♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
g ^
I
og 21
Orösending til félagsmanna
K R O N
Afgreiðsla á nýjum og niðursoðnum ávöxtum sam-
kvæmt vörujöfnun hefst frá öllum matvörubúðum KRON
miðvikudaginn 18. desember og lýkur laugardaginn 21. j|
desembar.
Út á reit nr. 1 er jafnað 2 kiló epli fyrir hvern fjöl-
skyldumeðlim.
Út á reit nr. 2. er jafnað, 1 dós niðursoðnir ávextir fyrir
hvern fjölskyldumeðlim, þó ekki fleiri en 6 dósir til fjöl-
skyldu.
Reykjavík 17./12 1946.
::
Kaupfélag Reykjavíkur
og nágrennis
Tilkynning
varlSandi umsóknir um kaup á vörum
frá ítalíu.
Þeir sem geta keypt og hafa í hyggju að kaupa
vörur frá Ítalíu gegn greiðslu í lírum sendi um-
sóknir um innflutnings og gjaldeyrisleyfi nú þegar
ásamt nákvæmum upplýsingum um verð og gæði
varanna og afgreiðslumöguleika.
Reykjavlk 16. desember 1946.
VIÐSKIFTARÁÐIÐ.