Tíminn - 19.12.1946, Page 2
2
Finuntudagur 19. des.
Sjálfstæðið er ekki
söluvara
Betri horfur með afurðasölu,
segja blöð Ólafs Thors. Mun
öllum þykja það mikil tíðindi og
góð að vel seljist. Hinu er þó sízt
að neita, að sumt í kringum þessi
mál hefir vakið leiðinlega at-
hygli.
Heimsblöðin tala nú hispurs-
laust um utanríkisviðskipti ís-
lendinga, eins og þar væri ekki
um venjulega vöruverzlun að
ræða, heldur pólitíska refskák.
Þau tala um ótta við vaxandi
áhrif Sovétríkjanna, þar sem
svo virðist, sem Bretar og
Bandaríkjamenn láti sig engu
varða fjárhag íslands.
Það hefir nú raunar verið
venja, að hið kalda lögmál við-
skiptalífsins byggðist á gagn-
kvæmum hagsmunum. Smá-
þjóðirnar hafa yfirleitt orðið að
byggja sinn búskap á því, að
framleiðsla þeirra og útflutn-
ingsafurði^ væru söluhæfar og
samkeppnisfærar. Þar hefir það
yfirleitt ekki komið til hjálpar
að voldugar viðskiptaþjóðir létu
umhyggju fyrir fjárhag hinna
varða sig svo mjög, að þær
semdu á þeim grundvelli.
Það er kannske farið að votta
fyrir því, að þjóðirnar miði við-
skiptasamninga sína við það
hvað hinum hentar, og hvers
þeir þurfa fremur en eigin
þarfir og hag. Gott er til þess
að hyggja, ef svo er.
Það er vitanlegt að Rússar
léðu máls á allmiklum við-
skiptum við íslendinga nú í
haust, þó að margt sé óljóst um
þá hluti. Sýndist það á margan
hátt vera eðlilegt, að markað-
ur fengist þar fyrir ýmsar sjáv-
arafurðir frá íslandi.
Svo undarlega vildi til að
ýmsir menn hér á landi tóku
þessum fregnum illa. Er það
minnisstætt að dómsmálaráð-
herrann brást illa við og lét í
ljósi mikinn óþokka á siíkum
samningum.
Nú berast fréttir um samn-
ingstilboð frá Bretum. Ekki
liggur ljóst fyrir um verðtyboð
þar, en vitanlegt að um hækkun
er að ræða frá fyrri tilboðum.
Bendir margt til þess, að síldar-
lýsið sé svo eftirsótt, að stór-
þjóðirnar vilji mikið til vinna
að fá það, og hiki ekki við að
yfirkaupa fiskafurðir í því skyni.
En þegar þessar fréttir berast
bregður syo við, að Þjóðviljinn
tekur þeim eins og harmafrcgn.
BJaðið spyr með miklum sáJ’ind-
um, hvort verið sé að spilla fyrir
viðskiptum við Sovétríkin. Er
helzt svo að sjá, sem því sé
meira atriði að verzla við Rússa,
en að fá hátt verð fyrir út.flutn-
inginn.
Það er þetta, sem er svo al-
varlegt mál, að ástæða er til að
vekja athygli á því. Áhrifamenn
um íslenzk stjórnmál leggja
höfuðkapp á það, að verzlað sé
í austur eða vestur. Þeim er það
fyrir mestu að skipt sé við réttar
þjóðir.
Jafnframt þessu tala svo
heimsblöðin hispurslaust, eins
og hægt sé að kaupa hylli ís-
lenzku þjóðarinnar, — hafa
áhrif á hana með hagstæðum
verzlunarsamningum.
Þegar svona er ástatt, er full
ástæða til að vaka vel yfir sjálf-
stæði landsins. Við verðum að
gæta þess að selja ekki annað
en framleiðsluna, hvorki landið
né fólkið.
Og það má skiljast, þegar
TÍMIMV. fimmtiidaginm 19. des. 1946
234. hlatS
NÝJAR BÆKUR f
Sigfús M. Johnsen: Saga
Vestmannaeyja, I. og II.
bindi. — ísafoldarprent-
smiðja. — Stærð: 338+
260 bls., 24X16 sm. Verð:
innb. 170.00, ób. 100.00.
í þessu mikla riti hefir verið
dreginn saman mjög mikill fróð-
leikur um Vestmannaeyjar og
sögu þeirra og þess fólks, sem
þar hefir alið aldur sinn. Hefir
þar líka oft verið viðburðaríkt,
eyjarnar þéttbýlar miðað við
aðra landshluta og margt á því
mætt. Hér er lýst atvinnuhátt-
um Eyjamanna að fornu og
nýju, verzlun og viðskiptum,
álögum og arðráni, vígaferlum
og róstum, Tyrkjaráni og Mor-
mónatrúboði, samgöngum og
daglegu lífi ríkra og fátækra
og mörgu öðru, sem gagnlegt
er og skemmtilegt að lesa. En
heldur þykir mér það lýti á
þessu mikla riti, hversu mikið
er þar af þurrum skýrslum og
upptalningum, þótt vitanlega
sé álitamál, hvað beri að taka
og hverju að sleppa af því tagi.
Og segja má kannske, að í
svona stóru og viðamiklu riti
þurfi ekki við slíku að amast og
sé enda óhjákvæmilegt.
Fólkið, sem um getur, hygg ég,
að skipti þúsundum, og myndir
eru af nálægt þrjú hundruð
mönnum. Auk þess eru í ritinu
fjöldi annarra ágætra mynda
frá Eyjum, bæðt landlagsmyndir
og myndir frá atvinnulífinu.
Að öllu samanlögðu má telja,
að Saga Vestmannaeyja standi
sizt að baki hliðstæðum ritum,
sem við eigum. Þeir, sem litið
þekkja til Vestmannaeyja og
þess lífs, sem þar hefir verið
lifað, geta áreiðanlega lesið
hana sér til þekkingar og skiln-
ingsauka, ekki síður en hinir
sér til ánægju og upprifj unar.
J. H.
Vigfús Guðmundsson:
Saga Eyrarbakka. Síðara
hefti fyrra bindis. — Vík-
ingsútgáfan. — Stærð:
234 bls., 24X16 sm. Verð:
ib. kr. 40.00, ób.. 30.00.
Saga Eyrarbakka ætlar að
verða mikið ritverk í höndum
Vigfúsar Guðmundssonar frá
Keldum. Bæði hefti fyrra bind-
is eru samtals yfir 600 blaðsíð-
ur, og ef til vill annað eins og
eða fast að því ókomið út.
Eins og vænta má, er hér
geysimikill fróðleikur saman-
kominn, og mjög samvizkusam-
lega virðist að . ritinu unnið.
Verður það því hið bezta heim-
ildarrit um margvíslega atburði
bæði fyrr og síðar, ekki aöeins
að því, er snertir sögu Eyrar-
bakka og raunar alls Suður-
lands, heldur og um margt ann-
að. En ekki finnst mér það æv-
inlega ' skemmtilegt aflestrar,
sem ef til vill er ekki heldur að
vænta, og þaðan af síður get ég
fellt mig við þann skilning höf-
undar, er sums staðar kemur
fram, á framvindu þjóðíélags-
þróunarinnar. En eigi að síður
er ból^in þakklætisverð, hvað
sem líður lífsskoðunum manna.
Væri betur, að fróðir menn og
starfhæfir gerðu sögu byggðar-
laga sinna jafn rækileg skil og
Vigfús.
Mikill fjöldi mynda er í rit-
inu. J. H.
ssi mál eru rædd, að sjálf-
rrga atvinnulíf með sam-
ppnisfæra framleiðslu, er
jákvæmileg undirstaða sjálf-
eðrar tilveru hverrar þjóðar.
ð viljum hreina viðskipta-
tnninga en engin pólitísk upp-
Kaupfélög!
Höfnm
f y rir liggj andl
stunpskóflur
Vinsamlegast
sendið oss
pantanir
sem fvrst.
Vinnufatagerð Islands Ii. f. H
Tilkynning
Viðskiptaráðið hefir ákveðið eftirfarandi hámarks-
verð á hárliðun:
1. Fullkomin hárliðun í allt hárið:
a. Kalt olíupermanent .................. kr. 110.00
b. Kalt permanent almennt .............. — 80.00
c. Heitt permanent .......!............. — 70.00
2. Vatnsliðun fullkomin með þvotti og þurrkun,
allar tegundir ......................... — 11.20
3. Vatnsliðun fullkomin með þurrkum en án
þvottar, allar tegundir ................ — 8.00
í hárgreiðslustofum skal jafnan hanga verðskrá, þar
sem getið sé verðs sérhverrar þjónustu, sem innt er
af hendi, og sé önnur þjónusta, en nefnd er að ofan,
verðlögð 1 samræmi við fyrrgreint hámarksverð. Aðilar
á eftirlitssvæði Reykjavíkur skulu nú þegar fá verð-
skrá sína staðfesta af verðlagsstjóra, en aðilar utan
þess hjá trúnaðarmönnum hans.
Ákvæði tilkynningar þessarar ganga í gildi frá og
með 18. desember 1946.
Reykjavík, 18. desember 1946.
Verölagsstjjórinn.
Samband ísl. samvinnuf elaga
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
TILKYNNING
Vér viljum hér með vekja athygli heiðraðra við-
skiptavina vorra á þvi, að vörur, sem liggja í vöru-
geymsluhúsum vorum eru ekki vátryggðar af oss
gegn eldsvoða, og ber vörueigendum sjálfum að
brunatryggja vörur sínar, sem þar liggja.
H.f. Eimskipafélag islands
KRAFTTALIUR
fyrirliggjandi í eftirfarandi stærðnm:
Fyrir P/a tonn
- 2
- 3
- 5
Samband ísl. samvinnufélaga
ÚTBREIÐIÐ TIMANN
sABooe 2183/i622
Útvegum allar stærðir og gerðir af sjálfvirkum, raf-
knúnum kælivélum fyrir matvörubúðir, veitingahús
og heimili.
Aðalumboðsmenn fyrir:
Thoinas Ths. Sabroe & Co. A/S
Samband ísl. samvinnufélaga
O
I»
< I
o
O
(I
o
<»
< i
< >
O
o
o
o
o
o
o
O
o
O
O
o
o
o
O
o
O
O
O
o
o
O
o
< I
O
<»
O
o
o
o
o
O
o
O
o
O
O
o
o
o
O
o
o
o
Tímann
vantar tilflnnanlega börn til að bera
blaðlð út til kaupenda víðs vegar um
bæinn. Heitið er á stuðnlngsmenn
blaðsins, að bregðast vel við og reyna
að aðstoða eftir megni við að útvega
ungllnga til þessa starfs.
HVAÐ ER MALTKO?
Vinnið ötullega fyrir
Timann.