Tíminn - 24.12.1946, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.12.1946, Blaðsíða 1
30. árg. Reykjavík, þriðjudaginii 34. des. 1946 RITSTJÓRASKRIPSTOFUB: EDDTXH 'SI. Lindargðtii * A Slmar 2353 og 4373 AFGREEÐSLA, INNHETMTA OG AUGLÝSING ASKRIFSTO P t ■ EDDUHÚSI, Ltodargötu OA Síml 2323 337. blað Hermann Jónasson fimmtugur Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrv. £ forsætisráðherra, verður fimm- ] tugur á morgun, 25 þ. m. í til- 1 efni af því birtast í Tímanum í i dag greinar eftir nokkra sam- starfsmenn hans fyrr og síðar. ’ Rétt þykir samt að gefa hér ■ nokkurt yfirlit um helztu ævi- ' atriði hans og störf. Hermann er fæddur að Syðri- Brekkum í Blönduhlíð í Skaga- firði 25 des. 1896. Foreldrar hans voru Jónas Jónsson bóndi þar og kona hans, Pálína Björnsdóttir. Hermann stundaði nám i gagnfræðaskólanum á Akur- eyri og síðan í menntaskólan- um i Reykjavík og lauk stúd- entsprófi 1920. Síðan sneri hann sér að lögfræðinámi og lauk embættisprófi í þeirri grein 1924. Vann á námsárum öll al- geng störf. Á námsárum sínum i Reykja- vík. varð Hermann Jónasson þjóðkunnur af' íþróttaafrekum, glimukongur íslands 1921. Að loknu lögfræðisprófi gerð- ist Hermann fulltrúi bæjarfó- getans í Reykjavík. Þá hafði því embætti enn ekki verið skipt og' heyrði undir það, allt dóms- vald í héraði, — lögreglustjórn og fógetastörf. Var því embættið yfirgripsmikið og fjölþætt og störf fulltrúanna eftir því. Árið 1928 var embætti bæjar- fógeta skipt í lögmanns- og lögreglustjóraembætti. Var Hermann þá valinn til að taka embætti lögreglustjóra og fór utan til undirbúnings því starfi. Kynnti hann sér lögreglustjórn á Noröurlöndum og í Þýzka- landi. Tók hann síðan við em- bætti 1. janúar 1929. Gerði hann skjótt gagngerðar endurbætur á skipun lögregunnar og mæltist lögreglustjórn hans hvarvetna vel fyrir, og má um það vitna til lofsamlegra ummæla þeirra manna, sem voru andstæðingar hans í stjórnmálum. í ársbyrjun 1930 var Hermann Jónasson kosinn í bæjarstjórn Reykjavíkur af hálfu Framsókn- arflokksins. Sat hann þar alls í átta ár. Hermann Jónasson varð i framboði í Strandasýslu fyrir Framsóknarflokkinn árið 1934 og vann kosninguna. Var hann valinn til stjórnarforystu þá eftir kosningarnar, er Fram- sóknarflokkurin og Alþýðu- flokkurinn mynduðu stjórn sam an. Jafnframt því, sem hann var íorsætisráðherra komu í hans hlut dómsmál, kirkjumál og landbúnaðarmál. Þá var háð á Alþingi harð- snúin barátta um landbúnað- armálin og er þar einkum að nefna afurðasölulögin, sem voru kosningamál 1934. Sú löggjöf færði bændastéttinni það skipu- lag, sem hefir verið henni brjóst og skjöldur siðan og rétt stór- lega við fjárhag hennar. En fast var að þvi sótt fyrstu árin og af miklum fjandskap. Kom það sér þá vel, að skipulagsmál bændanna áttu ötulan og æðru- lausan fyrirmann. Þá er skylt að nefna í þessu sambandi endurskoðun jarð- ræktarlaganna, hækkaðan styrk til þeirra framkvæmda, sem mest kölluðu að og aukastyrk til peirra býla, er skemmst voru á veg komin, og aukna ríkisaðstoð við vélakaup til jarðvinnslu og ræktunar. Seinustu árin, sem Hermann var landbúnaðarráð- herra, voru sett lög um stór- fellt landnám ríkisins og stofn- un byggðarhverfa og var haf- izt handa um stofnun eins slíks hverfis í Ölfusi. Síðan Hermann fór úr stjórn, hefir ekkert verið aðgert í verki í þeiin' málum. Um dómsmálastjórn Her- manns Jónassonar er það að segja, að hann fór svo með vald sitt að lítt var að fundið, og mun einsdæmi að jafn lítið hafi verið deilt á íslenzkan dóms- málaráðherra af þeim sökum. Sýndi það sig þar, að maðurinn var bæði réttvís og hófsamur og lét það ekki leiða sig í gönur, hvort andstæðingar eða sam- herjar áttu í hlut. Þá lét Hermann endurskoða löggjöf um hæstarétt, meðferð einkamála og hegningarlögin og voru samþykktir nýir laga- bálkar um þetta allt. Ennfrem- ur lét hann undirbúa á sama hátt lagfæringar á löggjöf um meðferð opinberra mála, þó að ekkert hafi verið gert í þeim efnum síðan hann fór frá völd- um. Kemur þó flestum saman um að þar sé breytinga þörf. Árið 1938 tók Hermann við kennslumálastjórninni, og ut- anríkismálunum eitt ár, þegar Framsóknarflokkurinn fór einn með stjórn með hlutleysi Al- þýðuflokksins. Á því ári bárust tilmæli Þjóðverja um lendingar- rétt flugvéla hér og voru af- greidd. Sýndi það sig þá, sem og jafnan síðan, að Hermann er giftudrjúgur í ti’llögum um við- kvæm utanríkismál. Hefir hann átt þann þátt í afgreiðslu þeirra siðan að trauðla mun verða bet- ur sameinað örugg gæzla ís- lenzkra réttinda og hagsmuna og lipur og vinsamleg sambúð við aðrar þjóðir. £ » Meðan Hermann Jónasson var menntamálaráðherra voru í- þróttalögin samþykkt, en þau mun mega telja merkasta ný- mæli í uppeldismálalöggjöf síð- ustu ára. Jafnframt var líka 1 hans ráðhe^ratíð stofnað til garðyrkjuskóla og þann veg séð fyrir sérmenntun þeirri, er land- búnaðurinn þarfnast ’á því sviði. Árið 1939 voru gerðar sérstak- 1 ar ráðstafanir til hjálpar útveg- ’ inum en auk þess voru þær horfur í alþjóðamálum að rétt þótti að hafa sem víðtækast stjórnarsamstarf. Var þá mynd- 1 uö þjóðstjórn með Hermann í 1 forsæti. Meðan Hermann sat í ■ henni, sem forsætisráðherra var ' landið hernumið, og siðan gerð- ; ur herverndarsamningurinn við ‘ Bandaríkin; þar sem íslending- 1 um var heitið fullu sjálfstæði og 1 því, að allur her hyrfi úr land- 1 inu við ófriðarlok. Mun öllum 1 þykja að stjórnarforustan hafi ' gæfulega mótað sambúð ís- (Framhald á 4. s(0u) Hermann Jónasson. Stjórnarforusta Hermanns Jónassonar Hermann Jónasson verður fimmtugur 25. þ. m. Það er ekki ætlun min að gefa yfirlit um æví Hermanns Jónassonar af þessu tilefni. Hltt ætla ég mér, að senda honum kveðju í Tímanum og minna á nokkur atriði í því sambandi. Hermann Jónasson var ungur að aldri þegar honum var falin stjórnarforusta og því starfi gegndi hann í nærfellt átta ár samfleytt. Hann er því mörgum kunnur og störf hans alþekkt. Þegar umbóta og framfaraöflin í landinu tóku saman höndum og mynduðu ríkisstjórn árið 1934, varð Hermann Jónasson forsætisráðherra í fyrsta sinn og þar með var honum falin forustan fyrir þvi liði, sem að samstarfipu stóð. Liðskostur mátti ekki minni vera & Alþingi. Aðeins eins at- kvæðjg meirihluti í hvorri deild. Á brekkuna þurfti að sækja, þjóðin var fátæk og skuldug. Markaðshrun, aflabrestur og óáran i búfé landsmanna dundi yfir. En menn vissu hvað þeir vildu, og undir forustu Her- manns Jónassonar var vörn gegn vágestum þessum snúið i sókn. Þjóðin varð að neita sér um margt og margt varð að láta ógert, sem menn vildu hafa á- orkað. En samt sem áður urðu á þessum árum þær mestu fram- farir, sem nokkru sinni höfðu orðið í landinu á jafnskömm- um tíma. Þáttaskil urðu árið 1938. Þá losnaði um í fylklngu þelrri, sem Hermann Jónasson hafði verið oddviti fyrir. Hermann Jónasson myndaði þá annað ráðuneyti sitt, án beinnar þátt- töku Alþýðuflokksins, en með stuðningi hans. Var þá haldið áfram, þar sem áður var frá horfiö, en sérstök áherzla lögð á að undirbúa víðtæk stjórn- málasamtök, til þess að gera ný átök til varnar aðalútflutníngs- atvinnuvegi þjóðarinnar. En langvarandi markaðsþröng, aflabrestur og verðföll höfðu þá búið honum þungar búsifjar. Um þessar mundir gerðist út- lit æ þungbúnara í alþjóðamál- efnum og bjuggust menn við því versta, sem og fram kom. Einnig þetta átti þátt í því, að stefnt var að víðtæku samstarfi. gat haft í för með sér fjárhags- legar og viðskiptalegar búsifjar fyrir þjóðina og hefði vafalitið haft, ef rás viðburðanna hefði eigi fljótt tekið nýja stefnu. En Hermann Jónasson, sem ábyrgð- ina bar á stefnunni í utanríkis- málum, bar gæfu til þess að hafa forustu um rétta úrlausn og gefa fordæmi, sem þýðingar- mikið gæti verið fyrir framtíð- ina. Lítil þjóð fær ekki lengi staðist, ef allt er til fjár metið. Slík var reynsla manna af stjórnarforustu Hermanns Jón- assonar, að hann þótti sjálf- kjörinn til þess að vera oddviti fyrir þeim samtökum, sem und- irbúin voru árin 1938—1939, og svo varð. Myndaði Hermann Jónasson þriðja ráðuneytið sitt árið 1939, og stóð það þangað til í apríl 1942. Starf þess hófst með átökum þeim, sem gerð voru til eflingar sjávarútveginum sérstaklega. En ráðuneytið fékk brátt til með ferðar nýstárleg verkefni. Stríð ið skall á, landið var hernumið og loks kom svo árið 1941, að sérstakur samningur var gerð- ur við Bandaríkin um hervernd landsins tll ófriðarloka. Á þess- um árum skeði og raunveruleg- ur skilnaður íslands og Dan- merkur. Árin fyrir styrjöldina og styrjaldarárin urðu örlagarik islenzku þjóðinni, svo sem mörg- um öðrum þjóðum. Hér verður það ekki nánar rakið. En hinu held ég fram, að á þessum ár- um hafi þannig verið mörkuð stefna íslendinga um utanríkis- mál, sambúð við heri þá, sem i landinu dvöldu, og þjóðir þær, sem samband var við, að ís- lendingar áunnu sér traust þeirra og virðingu, sem harðast þurftu að sér að leggja i barátt- unni fyrír lýðræði og frelsi. Á þessum árum var og raunveru- lega lagður sá grundvöllur skiln- ings og samúðar, sem lýðveldis- stofnunin var reist á og ákveðið í aðaldráttum, hvernig sækja skyldi síðasta spölinn að loka- marki íslenzkrar sjálfstæðis- baráttu. Ég hika ekki við að fullyrða, að það var islenzku þjóðinni mikil gæfa, að Hermann Jónas- son hafði á þessum árum aðal- forustu um málefni landsins. Með óvenjulegri lægni og festu tókst Hermanni Jónassyni að finna hið vandrataða meðalhóf við úrlausn þeirra mörgú og ó- venjulegu vandasömu mála, sem leysa þurfti. Arið 1944 var Hermann Jónas- son kjörinn formaður Fram- sóknarflokksins. Það hefir fallið í hans hlut að stýra flokknum í stjórnarandstöðu síðan hann tók við formennskunni. Engin tilviljun ræður því, að það hefir orðið hlutskipti Framsóknar- flokksins að vera í stjórnarand- stöðu undanfarin ár. Vegna á- greinings um stjórnarstefnu baðst Hermann Jónasson lausn- ar fyrir ráðuneyti sitt 1942 og vegna málefnaágreinings hefir flokkurinn ekki átt þátt í stjórn síðan. Það er skoðun formannsins og liðsmanna hans, aö málefni skuli ráða þvi, hvort flokkar séu í stjórn eða utan stjórnar, en ekki annarleg sjónarmið, þvi aðeins sé þingræði og lýðræði virt sem vera ber. Hermann Jónasson hefir ekki setið á friðstóli um dag- ana fremur en aðrir þeir, sem við stjórnmál fást í þessu landi. Ekkert hefði þó verið auðveld- ara fyrir mann með hæfileika Hermanns Jónassonar, en að sitja í góðu embætti ævilangt og njóta friðar og margs konar velgengni. Það gat ekki- orðið og það vita þeir, sem þekkja Herm.J ónasson. Löngun hans til þess að berjast fyrir fram- gangi góðra mála er meiri en svo, að hann gæti unað slíku hlut- skipti. Áhugi hans og þrek er meira en svo, að hann gæti unað annars staðar en þar, sem bar- daginn er harðastur. Þessa hef- ir Framsóknarflokkurinn og þjóðin notið, og vonandi verður svo um langa hríð. Frá þessu tímabili er sá at- burður minnisstæðastur í sam- bandi við útlit í alþjóðamálum, að stjórn Þjóðverja fór fram á að fá aðstöðu til þess að koma upp flugvelli á íslandi og lenda farþegaflugvélum. Þessu var af- dráttarlaust hafnað. Hefir ekki leynzt fyrir mönnum síðan hverja þýðingu það hefir haft fyrir íslenzku þjóðina, að þann- ig var á málum haldið — og raunar hverja þýðingu það hafði fyrir lýðræðisþjóðirnar í baráttu þeirra gegn ofbeldi og yfirgangi. Nú eftir á fínnst víst mörgum sjáifsagt að þetta væri gert og til allrar hamingju voru þeir einnig nógu margir þá, sem þannig litu á. En holt er mönn- um að minnast, að þessi neitun Ég á margar endurminningar frá samstarfi okkar Hermanns Jónassonar og þær eru allar góðar. Ég hefi því sérstaka ástæðu til að flytja honum þakkir fyrir samvinnu og sam- starf á þessum timamótum í ævi hans. Og það geri ég af heilum hug. Eysteinn Jónsson. Stjórnmálamaðurinn I þessum mánuði fyrir seytján árum tók Hermann Jónasson til starfa í Framsóknarflokknum. Hann var þá nál. þrjátíu og þriggja ára gamall,en hafði ekki gefið sig opinberlega að stjórn- málum fyrr. Það var þó nokkr- um mönnum kunnugt, að hann hafði hafnað málaleitun stærsta stj órnmálaf lokks Reykj avíkur, íhaldsflokksins sem þá var nefndur, um að gerast einn af forvígis og ráðamönnum þess flokks í bænum. Hermann Jónasson var, þótt ungur væri, orðinn lögreglustjóri í Reykja- vík og gengdi þannig einu virðulegasta og vandasamasta embætti landsins (lögreglustjór- inn í Rvík var þá bæði yfirmaö- ur lögreglunnar og dómari í sakamálum). Naut hann al- mennrar viðurkenningar í starfi sínu. Minnist ég þess ekki, að neinn ágreiningur væri um, að hann væri vel að embættinu kominn, enda hafði hann lokið ágætu lögfræðiprófi á skömm- um tíma og gefið góða raun sem embættisfulltrúi í Reykjavík. Um þessar mundir var meira en áratugur liðinn frá því, að þingflokkur Framsóknarmanna var stofnaður á Alþingi. Það gerðist sem kunnugt er í des- ^ (Framhald á 2. síOu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.