Tíminn - 24.12.1946, Page 2

Tíminn - 24.12.1946, Page 2
2 TlMINIV, þrigjudagiiin 24. des. 1946 237. blað Þri&judagur 24. des. Jólin Undanfarna daga hefir há- tíðaundirbúningurinn sett svip sinn á bæinn. Allir hinir mörgu búðargluggar eru margvíslega skreyttir og það er óvenjulega mannkvæmt innan þeirra og utan. Það er óvenjulega mikið verzlað, því að allir keppast við að kaupa og selja. Það er að mörgu leyti gott eitt um það að segja, að menn vilji koma einu og öðru í lag fyrir jólin og kaupa gjafir til að gleðja vini sína og umbuna þeim alúð og tryggð. Þó bendir margt til þess, að tækifæris- gjöfum íslendinga sé nú þann- ig háttað, að óheppilegt sé fyrir fjárhag þeirra, að því leyti, að margt lítið þarfra hluta er keypt í því skyni, en myndi ókeypt ella. En auðvitað dregur það fé frá jákvæðum, lífrænum framkvæmdum. Það eru ekki gjafirnar og við- höfnin, sem er aðalatriðið í jólahaldinu. Sumum gengur illa að þola þetta umstang og auglýsingar vegna jólanna. Þeim finnst, að þau séu skemmd með prangi og tildri. Svo mun og stundum vera, en ekki þarf þess, þó að viðhöfn og tilkostn- aður fylgi hátíðahaldinu. Og fyrir fjölmörgum eru jólin heil- ög hátíð, — hátíð kærleika og hins innra friðar. Það er fiöldi manns, sem finnur þá nálægð og mátt verndandi krafta, þó að þeir kenni þess ekki hversdags- lega. Og á þúsundum heimila eru jólin hátíð gleði og góðleiks. Mörgum mun koma i hug dapurlegar minningar frá þvi, hvernig síðustu jól voru haldin af sumum. Það er átakanlegt að verða að minnast á það, en það er líka ábyrgðarhlutur að þegja. Það er ástæðulaust að dyljast þess, að vínið var um of notað í hátíðahaldinu þá, eins og oftar. Þessi gleðigjafi reyndisc ekki skuggalaus, heldur en endra- nær Beinar mannfórnir heimti vínguðinn af okkur á síðustu jólum vegna guðaveiga og gleði sinnar, auk margs annars, sem leiðindi er að og vekur viðbjóð. Fyrir þessu má ekki loka augunum. Þetta er skyldugt að minna fólk á, þó að óskemmti- legt sé, svo að það geti orðið mönnum til varnaðar. Slíkt má aldrei endurtakast. Jólin eru tengd hinum göf- ugustu hugsjónum, sem við þekkjum, hugsjón kærleikans, bræðralagsins og hins innra fri^ar, sem fylgir því, að gera vel. Þess vegna eiga margir svo létt með að lyfta anda slnum hærra á jólunum. Þá komast menn í snertingu við góð öfl og festa sjónir á þeim leiðarljósum, sem ein hafa kraft og vald til að leiða skammsýna menn til betri framtíðar og farsælla lífs. Það er þetta, sem er innsta gildi jófanna, að þá finna menn betur en hversdagslega tign og gildi hins fórnandi kærleika. Og þó að misjafnlega takist að fella sitt innra líf í samræmi við hina góðu krafta, sem menn finna umvefja sig, eru jólin þó mörgum hjálp til þess, að hefja sig yfir fánýti hversdagslegra smámuna og taka afstöðu sam- kvæmt æðri og háleitari sjón- armiðum. Þetta er hin trúarlega, and- lega og siðferðislega þýðing jóla- hátíðarinnar. Þetta er jóla- helgin. Og hvort ytri viðhöfn og Hermann Jónasson fimmtugur (Framhald af 1. síðu) ember 1916. En fram að þessum tíma hafði flokkurinn eigi haft menn í framboði við bæjar- stjórnarkosningar í höfuðstaðn- um. í janúar 1930 áttu að fara fram kosningar. Þótti þá rétt að reyna styrk flokksins. Var þá leitað til Hermanns Jónas- sonar, að vera efsti maður á listanum, og var framboðið að fullu ráðið og frá því gengið í desember 1929. Kosningaúrslit- in urðu mikill sigur fyrir flokk- inn, því að hann kom að tveirn fulltrúum í bæjarstjórninni. Kom þetta mörgum mjög á ó- vart. En það var ekki vel þokk- að af öllum aö ryðja Fram- sóknarflokknum braut inn í bæjarstjórn Reykjavíkur, enda varð H. J. þess fljótlega var. Er óhætt að fullyrða, að sjaldan hafi maður verið meira áreitt- ur en hann, bæði leynt og ljóst síðan þessir atburðir gerðust. Hefir og fleira borið til síðar. En Hermann Jónasson hlífði sér hvergi, og var innan skamms orðinn einn af forystumönnum ílokksins, ekki aðeins í bæjar- málum, heldur einnig í lands- rnálum, þótt hann sæti ekki á Alþingi fyrstu árin. Reyndist hann þegar hinn skörulegasti maður í ræðu og riti, og glögg- ur á hvaða mál, sem var. Fjórum árum síðar var flokk- urinn staddur í miklum vanda. Nokkrir af þingmönnum hans, sem verið höfðu, urðu viðskila við hann og buðu sig fram utan hans. Hepmanni Jónassyni tókst þá það, er þorri landsmanna taldi ómögulegt, að ná kosningu fyrir Framsóknarflokkinn í Strandasýslu. Hefir hann síðan verið þingmaður þess kjördæmis svci sem kunnugt er. En þegar um sumarið eftir kosningar bar honum að höndum meiri vanda en hann og aðrir þingmenn flokksins höfðu gert ráð íynr. Ný stjórn var mynduð milli þinga 1934. Og áður en Hermann Jónasson tæki sæti á Alþingi var hann orðinn forsætisráðherra landsins. Nokkrum árum síðar komst á kreik þjóðsaga um það, hvernig á því hefði staðið, að hinn nýkjörni þingmaður Strandamanna hefði myndað stjórnina, en ekki annar maður eldri og reyndari í hretviðrum síjónmálanna. Var þar að verki rikt ímyndunarafl en lítil sagn- fræði. Hitt er rétt, að þing- flokkurinn kaus í öndverðu annan mann til stjórnarmynd unar, en þegar til kom hafði sá maður ekki tök á að afla þess samstarfs utan flokksins. er til þess þurfti að hafa meiri hluta á Alþingi. Komu þar til gamlar væringar við samstarfsflokk- .inn, og er þetta ekki sagt n^in- um til hnjóðs. En aldrei hefir Framsóknarflokkurinn haft á- stæðu til að iðrast þess, að Her- manni Jónassyni var falið hið vandasama hlutverk. Það er ekki ætlun mín að rekja hér þingsögu Hermanns Jónassonar eða störf hans í ríkisstjórn. Hann hefir verið þingmaður í tólf ár, og er það raunar ekki mjög .i frásögur fær- andi um fimmtugan mann, og þó ekki algengt. Hitt er eins- dæmi, að hann hefir þegar verið forsætisráðherra landsins nál. átta ár samfleytt, 1934—1942. (næst lengsta forsætisráðherra irður er meiri eða minni geta in orðið öllum fagnaðarhátíð ss, sem finnur vilja sinn og eigðir falla saman við hin 5u og græðandi öfl lífsins. Vlættu þeir verða sem flestir þessari hátíð. Gleðileg jól! tíð eins manns, sem dæmi eru til hér, mun vera um sex ár, og þó í tvennu lagi).Hitt er og eftirtektarvert að á þessum ár- um hafði hann stjórnarforystu í þrenns konar ráðuneyti. Fyrstu fjögur árin í samstjórn Framsóknar- og Alþýðuflokks- ins, eitt ár í flokksstjórn og loks þrjú ár í samstjórn þriggja aðalflokka þingsins. Sjálfur hafði hann með höndum sem ráðherra bæði hörku deilumál innanlands, einkum framan af, og utanríkismál af viðkvæm- ustu tegund síðasta friðarárið og reyndist hvoru tveggja vel vaxinn. Það er og mín skiðun, að Hermann Jónasson hafi átt manna drýgstan þátt í því, að sambandsmál íslendinga og Dana var skaplega og skynsam- lega leyst. 'Á næsta flokksþingi Framsóknarmanna, sem háð var eftir að hann lét af ráöuneytis- forystu, var hann kosinn for- maður Framsóknarflokksins. Það var viðurkenning samherj- anna á því, að hann hefði skip- að sæti sitt vel og lengi og e'igi setið fastar en sæmd var að. Mun það mála sannast, að Hermann Jónasson hafi hvorki skap til að troða sér til valda, né sitja ómyndugur í trúnaðar- stöðum. Þegar Hermann Jónasson tók við stjórnarforystunni 1934, voru ýmsir þeir, sem ekki þekktu hann, nokkuð uggandi um, hversu hún myndi fara honum úr hendi, hvort hann myndi hafa í fullu tré við vígfúsa and- stæðinga eða ásælna samstarfs- flokka. Sá uggur varð þó ekki langvinnur og hvarf með öllu í kosningunum 1937, er Fram- sóknarflokkurinn jók þing- mannatölu sína úr fimmtán upp í nítján og atkvæðamagn til mikilla muna. Myndun hinnar nýju samstjórnar 1939 undir forystu hans talaði og sínu máli. Síðasta áratuginn hafa allir, sem eitthvað fylgjast með, vitað, að Hermann Jónasson er mikilhæfur stjórnmálamaöur. Einn af merkustu andstæðing- um hans í Reykjavik sagði við þann, er þetta ritar fyrir nokkr- um árum, að Hermann Jónas- son bæri gleggra skyn á stjórn- mál en nokkur annar maður ís- lenzkur og taldi hann af þeim ástæðum viðsjárveröan. Sjálfur heyrði ég Hermanns Jónassonar fyrst getið, er ég var við nám í Gagnfræöaskólanum á Akureyri fyrir 27 árum. Hann var þá farinn „suöur“ fyrir nokkrum árum að loknu gagn- fræðaprófi, og lék þá enn nokk- ur ljómi um nafn hans eins og fleíri manna, er „suður“ voru gengnir, vegna loflegra vitnis- burða og forystu meðal nem- enda. En ekki óraði mig fyrir því þá, að fyrir mér lægi aö kynnast þessum manni syðra og starfa með honum að stjórn- málum árum saman. Örlögin höguðu þessu þó á þann veg, og lasta ég það eigi. Er mér ljúft að árna honum heilla og þakka liðna tíma. Hermann Jónasson hefir að minni hyggju forystumanns hæfileika, sem nú þegar hafa miklu góðu áorkað og munu þó meira fá að gert, ef honum endist líf og heilsa og landinu gifta. Tel ég þá fyrst hinn ó- bilandi kjark hans, þrek og ein- beitni, en það eru eiginleikar, sem margan mann skortir, sér og öðrum til skaða. Einn af kunningjum mínum úr bænda- stétt skrifaði mér: „Það líkar mér bezt við Hermann, að hann er stærstur, þegar mest reynir á“. — Hann er manna snarráð- astur, þegar á þarf að halda, en þó er honum forsjálni í blóð borin. Svo mun vera um þá menn, sem djarfir eru en „lán fylgir". Skilningur hans á mönn um er skarpur, og engan þekki ég fljótari að átta sig á þjóðfé- lagsviðburðum og þýðingu þeirra. En eigi er um það minnst vert, að Hermann Jónasson er drengur góður. Og þó að lang- rækni sé honum ekki að skapi, hygg ég að honum líði það seint úr minni, ef honum þykir mönnum fara lítilmannlega í stjórnmálabaráttunni eða mis- takast um drengskapinn. Má vera, að sumum þyki þetta „gamaldags.“ — Ekki hefir hann tilhneigingu til að telja skoð- anir sínar óskeikular eða ráða yfir sannfæringu flokksmanna eins og oft vill brenna við með menn í hans aðstööu hér og annars staðar. En því fremur eru orð hans og persóna mikils virt einkum meðal þeirra, sem mest hafa með honum unnið. Ég hefi stundum velt því fyrir mér, hvers virði maður með kjark og karlmennsku Hermanns Jónassonar hefði getað orðið þjóð vorri á fyrstu tímum sjálf- stæðisbaráttunnar í viðureign við einokunarkaupmenn og drambláta embættismenn út- lends valds. Til þeirrar sjálf- stæðisbaráttu þurfti manndóm og þor. Þá hentaði eigi deigum mönnum að vera foringjar hinna smáu. Það þurfti menn eins og Skúla Magnússon, sem leysti lóðið af reizlunni, þegar rangt var vegið á Bátssöndum. Nú eru margir þeirrar skoð- unar, að mælska og „brandara" smíði í ræðu og riti séu höfuð- einkenni þjóðskörunga. Gott er það með öðru góðu. En meira þarf til, ef vel á að vera. í blöðum hefir stundum ver- ið rætt um „sterka“ menn í stjórnmálum, og orðið þá notað í óeiginlegri merkingu. Er það stundum vafasamt hrós, og skal eigi nánar um það rætt í grein- arkorni þessu. En geta má þess, að Hermann Jónasson er „sterk- ur“ maður í bókstaflegri merk- ingu, þ. e. rammur að afli, og vann ágæt íþróttaafrek fyrr- um. Hann hefir miklar mætur á hinu fornkveðna „hraust sál í hraustum líkama" og hefir hagað lífi sínu í samræmi við það eftir því sem störf hans hafa leyft. Það er honum hin mesta unun að bregða sér út fyrir bæjarysinn öðru hverju, gleyma hinu síþrumandi vopna- glamri stjórnmálanna um stund, leggja land undir fót og skyggn- ast um víðan bláfjallageim ís- lenzkrar náttúru. Við lok slíkra ferða kemur oft bezt í ljós eld- heitur áhugi hans og æskuþrek, sem hann virðist hafa varðveitt til þessa. En á kyrrsetutímum leitar hann til íslendingasagna og gamla Gríms á Bessastöðum sér til sálubóta. Á þeim merkisdegi í ævi Her- manns Jónassonar, sem nú fer í hönd, þykir mér sérstök á- stæða til að óska honum og fjölskyldu hans gleðilegra jóla. Gísli Guðmundsson. Sonur sveitarinnar Spölkorn suður af Reykjavik liggur landsspilda nokkur, mýr- arjaðar og móaskák, sem lengst af hafði enginn gaumur verið gefinn. Landskák þessi varð snöggvast, fyrir fáum árum, ein- hver þekktasta og umþráttað- asta jarðeign á landinu. Það var rættum hana af á- fergju manna á meðal, deilt um, hana á opinberum umræðufund- um og ritaðir um hana leiðarar í landsmálablöðin. Og orsökin til þessara óvæntu alþjóðar athygli, er hinn um- komulausi mýrarjaðar ' dró skyndiléga að sér, var þaö, að ungur maður búsettur í höfuð- staðnum, hafði fengið umráð yfir honum, og hafið þar nokk- urn ræktunarundirbúning. Þá var það að nokkrir framsýnir stjórnmálamenn eygðu hættu, er stafað gæti af þessum yfir- fáðum og aðförum hins unga manns. Það eru fleiri íslending- ar en Einar á Þverá, sem ógjarn- an láta afskiptalaust hvernig fer um yfirráð yfir landi voru. Maður sá er hér átti hlut að máli var Hermann Jónasson, þá lögreglustjóri í Reykjavík. Hann var á þeim árum í sum- um landsmálablöðunum jafnan nefndur „Hermann í Mýrinni" og hin fræga landsskák var þá einnig nefnd „Hermannsmýri." Mun hafa verið til þess ætlazt, að bæði maðurinn og mýrin hefðu nokkra óvirðingu af nafn- giftum þessum. Ýmsir voru þeir, er áttu bágt með að skilja, hver hætta gæti stafað af ráðum Hermanns yfir þessum bletti. Engir höfðu get- ið um það, að líkur væru til þess að gull eða aðrir góð- málmar leyndust þar í jörð. Engar líkur voru heldur til þess að land þetta gæti á næstunni orðið eftirsótt vegna byggingar- lóða, og þetta tvennt er það, sem helzt er til þess fallið að gera land að gróðalind fyrir einstak- linga. En það voru líka margir, sem þótti það álíka torskilið, hvers vegna Hermann var að sælast eftir landinu. — Það hafði yfir- leitt ekki þótt gróðavegur að verja fé sínu í að rækta rytju- land. Hvað gat vakað fyrir manninum? Til þess að skilja þetta, þurftu menn að skilja manninn Her- mann Jónasson. Hann er af bændum kominn í ættir fram, fæddur í sveit og alinn þar upp fram á fullorð- insár. Þetta er að vissu leyti ekki annað og meira en það sem til skamms tíma mátti segja um allan þorra íslendinga. Hitt er meira um vert, að hann er fæddur bóndi, ofinn flestum beztu og sterkustu eðl- isþáttum bóndans. Þegar hér var komið sögu var Hermann búinn að brjótast gegnum háskólanám, á eigin spítur af mikilli atorku og sjálfs- afneitun. Hann var orðinn emb- ættismaður í höfuðstaðnum, borgari á „i]iölinni.“ % En nú var högum hans svo komið að hann taldi sig „meira megna en munninn fylla og sínu gegna“ um brýnustu þarfir. Þá varð ekki lengur á móti staðið hinni meðfæddu . sigrandi þrá þránni eftir landi. Ein sterkasta eðliskennd bóndans er hungrið og þorstinn eftir landi, — þráin að ráða yfir landi, að eiga land Landið er sem hluti af honum sjálfum. Hermann er dóttursonur Björns Péturssonar bónda á Hofsstöðum í Skagafirði, er var alkunnur búhöldur á sinni tíð og hinn mesti fjáraflamaður. En mér er sagt, að hann hafi ekki horft í það að verja jafnvel jarðarverði í landamerkjamál, ef hann taldi að af sér ætti að hafa, þó ekki væri nema óveru- lega landsskák. Þannig var til- finning afa Hermanns gagnvart landi — og þessu lík er tilfinning flestra bænda í öllum löndum. Þannig var og tilfinning þessa landlausa bónda á „asfaltinu" í höfuðstaðnum. Þess vegna varð hann að fá land — land til að ganga um, annast 'og rækta í tómstundunum. Þetta skildu ekki þeir, sem ekki þekktu Hermann Jónasson. En honum hélzt ekki á „mýr- inni.“ Hann lét hana aftur af hendi. Og nú er aftur orðið hljótt um þennan gamla móa- rima og nú stafar engin hætta af yfirráðum hans lengur. En Hermann lét ekki þarna staðar numið með þessi áform sín fremur en endranær. Þegar hann nokkru síðar sat í ríkisstj órninni féll í hans hluta að leigja út nokkur ræktunar- lönd, er ríkið átti í nágrenni höfuðstaðarins. Einn þeirra manna er lofun hafði fengið þar fyrir Jands- spildu afsalaði sér henni áður en ræktunin var hafin. Nú sneri Hermann sér til landbúnaðar- nefnda beggja deilda Alþingis og bar undir þær ósk sína um að mega taka þetta land til rækt- ar. Og nefndirnar voru sam- mála um það, að mæla með því. Og þá var ekki beðið boðanna. Ræktunin var þegar hafin af jötunmóði. Landið var ræst og brotið, jafnað, herfað, plægt að nýju og herfað og sáð. Áburðar var aflað úr öllum áttum, bú- fjáráburðar, fiskiúrgangs og er- lendra áburðartegunda, og ekk- ert til sparað. Þarna var unnið allan ársins hring, þegar vinnu- fært var. Sjálfur sagði Hermann fyrir um öll vinnubrögð. Þarna var hann vakinn og sofinn öll- um tómstundum, og tók oft rösklega höndum til, er svo bar undir. Einn daginn vann forsætis- ráðherra landsins að skurð- greftri frá morgni til kvölds með mönnum sínum, og þurfti eng- inn að ætla sér að etja kappi við hann daginn þann. Eftir 4—5 ár frá því að landið var tekið á íeigu, lá þarna full- ræktað um 18 hektara tún, eitt hið fegursta og gróskumesta nýræktartún landsins, v:afið töðu frá vori til hausts, nema nokkur hluti þess, er var alþak- inn fagurri og gróskumikilli skógarbreiðu. Upphaflega hafði Hermann hugsað sér að koma þarna upp búi og byggja íveru- og fénaðarhús. Hann hvai'f þó að þvi ráði að selja bónda í Reykjavík landið til búskapar eftir aö það var fullræktað, og kaupa sér í stað þess bújörð uppi í Borgarfirði, með takmarka- litlu ræktunarlandi, laugahita og laxveiði. Þar með hefir hann fengið ráð yfir sjálfseignarjörð, sem um ófyrirsjáanlegan tíma getur orðið viðfangsefni stór- huga og stórvirkum umbóta- manni. Þó að honum muni nú e. t. v. hafa þótt landþrá sinni fyrst fullnægt, með eignarland- inu, geri ég ráð fyrir að honum hafi þótt fulllangt á „næstu grös“ úr Reykjavík í Reykholts- dalinn. Hann lét því ekki af hendi skógarlundinn sinn í Fossvoginum, en á þar enn frið- land sitt og frístundahæli. Og þá kem ég að hinum merkasta þætti í hans tiltölulega skömmu búnaðarsögu. Er þar skemmst frá aö segja, að þarna hefir hann komið upp, á fáum árum, mesta og blómlegasta trjálundi, sem til er á þessu landi, í ein- staks manns eigu og umsjá. Þarna teygja nokkir tugir þúsunda íslenzkra trjástofna greinar sínar og blöð hærra og hærra frá jörðu meö hverju sumri, og hafa sumir fyrir löngu vaxið herra sinum og hús- bónda yfir höfuð. Hermann er hvorki „búfræðingur“ né „skóg- fræðingur“ sem kunnugt er. En á sama hátt og hann aflaði sér sinnar eigin búfræði, er hann stjórnaði jarðyrkju sinni og

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.