Tíminn - 30.01.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.01.1947, Blaðsíða 1
s < RITSTJÓRI: ( i ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON \ ÚTGEPANDI: PRAMSÓKNARFLOKr:URINN Símar 2353 og 4373 í í PRENTSMIÐJAN EDDA li.f. í RITSTJÓRASKRrPSTOPUR: EDDUHÚ3I. Llndargötu 9 A Símar 2353 og 4373 ' APGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUaLÝSINGASKRIPSTOPA: j EDDUHÚSI, Llndargötu 9A Slml 2323 31. árg. Reykjavík, fimmtudagiiiii 30. jnunnr IÖ4T 30. blað Hervarnir Dana á Borgíindarhólmi ERLENT YFIRLIT: Burma verður sjálf stætt ríki Samkomulng brezku stjórnarinnar oj»" sendinefndar Burmabúa. i Innan skamms tíma mun nýtt, sjálfstætt ríki koma til sög- unnar. Viðræður, sem fulltrúar frá Burma hafa átt við' brezku stjórniná, hafa borið þann árangur, að samkomulag hefir orðið um, að Burma öðlist fullt sjálfstæði. Þetta var tilkynnt af Ind- landsmálaráðherra Breta, Lawrence lávarði, síðastl. þriðjudag. * Samkvæmt samkomulagi þessu fara fram kosningar til stjórn- lagaþings í Burma á komandi vori og hafa aðeins innfæddir menn kosningarrétt og kjör- gengi. Þetta þing mun kjósa bráðabirgðarstjórn, sem fer með völd, unz gengið hefir ver- ið frá nýrri stjórnarskrá. Það verður algerlega i höndum stjórnlagaþingsins áð gera Burma að sjálfstæðu ríki og á- kveða afstöðu þess til brezka heimsveldisins. Bretar munu engin afskipti hafa af þvi. en hafa hins vegar lofað að styðja inntöku Burma í bandalag sam- einuðu þjóðanna, hver sem nið- urstaðan yrði. Lawrence lávarð- ur kvaðst vona, að vinátta Breta og Burmabúa héldist á- fram, þótt stjórnlagaþingið ryfi algerlega sambandið milli ríkj- anna. Bretar fara hér áreiðaniega ólikt hyggilegar að en Frakkar í Indo-Kína, þar sem þeir reyna að ha'da í völd sín og efla með því öfgamenn í hópi þjóðernis- sinna. í Burma er hins vegar talið, að áhrif slíkra manna fari minnkandi og er athyglis- vert, að hin svokallaða and- fasistahreyfing, sem er stærsti skipulagði flokkurinn í landinu hefir nýlega vikið kommúnist- um burtu, en þeir tóku þátt i stofnun hennár. Það frjálslyndi, sem brezka verkamannastjórnin hefir sýnt með þessum gerðum sínum. mun þó ekki hljóta lof allra Breta. Kaldrifjaðir heimsveldis- sinnar eins og Churchill munu vafalaust verða því andvígir, að Burma fái sjálfstæði. Kemur hér fram sem oftar munurinn á utanríkismálastefnu brezka verkamannaflokksins og íhalds- ins. Með áðurnefndu samkomu- lagi er bundinn endi á 60 ára yfirráð Breta í Burma. Bret- ar lögðu Burma smátt og smátt undir sig á árunum 1876—85. Pram að þeim tíma hafði Burma skipzt í nokkur smáriki eða furstadæmi. Árið 1897 var Burma sameinað Indlandi og hélzt svo til 1837, er landíð var gert að sérstæðri rikisheild. — Sjálfstæðishugur Burmabúa hafði mjög eflzt á þessum ár- um. íbúar Burma eru nú taldir rúmlega 15 milj. Þeir eru taldir betur menntir en nábúar þeirra og engin stéttaskipting er þar i landi í líkingu við'þá, sem er í Indlandi. Burmabúar hafa orð fyrir léttlyndi sitt og vinnusemi. Landið er stórt, ca. 600 þús. ferkm., og er mikill hluti þess hálendur. Víða er þar mikil frjósemi og er hrísgrjónarækt þar svo mikil, að Burma er mesta hrisgrjónaútflutningsland heimsins. Olía er þar í jörðu og ýmsir góðmálmar. Allar líkur benda til að Burma geti átt glæsilega framtið sem frjálst og fullvalda riki. Shell og B. P. fara stórlega kringum hámarksverðið á olíum og bensíni AD LEIKSLQKUM Umræðurnar, sem orðið hafa um Svalbarða í tilefni af kröf- um Rússa, hafa m. a. valdið því, að Borgundarhólmur hefir kom- izt á dagskrá á ný. Þykir líklegt, ef Rússar fara að halda til streitu landakröfum á norðlæg- um slóðum, geti röðin komið íljótlega að Borgundarhólmi. Nokkuð er það, að Danir efla hervarnir sínar hvergi meira en á Borgundarhólmi. Líklegt þykir þó, ef kröfum stórveldanna um stöðvar á Svalbarða, Grænlandi og íslandi verði hafnað, muni Rússar ekki gera kröfur til Borgunarhólms. Myndin er i'rá æfingum danskra hermanna á Borgund- arhólmi. ERLENDAR FRÉTTIR Brezka stjórnin hefir lýst yfir, að hún sé mótfallin öllum breyt- ingum á landamærum Austur- ríhfis frá því, sem þau voru 1937. Júgóslavar hafa borið fram kröfur um slíkar landamæra- breytingar sér i vil. Kuldar eru nú meiri i Vestur- Evrópu en dæmi eru til um langt skeið. Umferð hefir víða teppzt á Bretlandseyjum vegna snjó- komu. Brezka stjórnin hefir boðið Dönum að kaupa af þeim smjör fyrir 10% hærra verð og flesk fyrir 16% hærra verð en ákveðið er í núgildandi verzlunarsamn- ingum. Skemmtun Fram- sóknarmanna OSELJA HRÁOLÍU A TUNNUM UIW 45% DÝRAR ES ÁKVEÐIÐ HAFÐI VERIÐ. Er þetta befnd í garð kaupfélaganna og olíu- samlaganna fyrir af skipti þeirra af olíu- verzluninni? Fyrir skömmu síðan var gerð allmikil verðbreyting á bensíni og olíum, og skyldi verð á þessum vörum lækka verulega frá þvi, sem áður hafði verið, samkvæmt þessari ákvörðun. Var þessi verðbreyting fyrsti árangurinn af afskiptum Sambands íslenzkra samvinnufélaga og oliusamlaganna og hins nýja olíufélags, sem þeir aðiiar stofnuðu, af oliuverzlun í landinu. Þóttu mönnum þetta að voninu góð umskipti. Þaí er víðar en í Reykjavík eda á Skagaströnd, sem menn gefa sér da- UtiS lausan tanminn á eamlárskvold. Þessl mynd er tekia í Malmey í Sviþjóð í vetur, um það bil, sem „ari* er liðið í aldanna skaut." Mikii upphlaup höl'óu orÖiS i götunum, en loks tókst lötreeluuni a* koma á kyrrS. Er hún hér að fara brott með atkvæðamestu óróaseffgina, en fólk- ið horfir forvitið á aðfarirnar, reiðubúið til þess að bregða sér á lelk á oý. Skemmtun Framsóknarmanna annað kvöld í Breiðfirðingabúð byrjar kl. 8,30 með Framsókn- arvist. Síðan verður talað, sungið og dansað. Fjöldi manns' var búinn að panta aðgöngumiða í gær, og ættu þeir Framsóknarmenn, sem sækja ætla þessa skemmt- un, að panta aðgöngumiða nú þegar i síma 2323. Þeir skulu svo sækjast 1 innheimtustofu Tímans fyrir kl. 3 á morgun. Áríðandi er, að allir þátttak- endur séu komnir að spilaborð- unum fyrir kl. 8,30 annað kvöld. Skattdómari lætur gera húsrann- sókn hjá mælingafulltrúa múrara f fyrradag lét skattdómarinn, Jón Sveinsson, framkvæma hús- rannsókn hjá Ólafi Pálssyni uppmælingafulltrúa Múrarafélaffs Reykjavíkur, off leita að skjölum viðvíkjandl vinnu og tekjum meðlima féiagrsins á seinasta ári. Fer i'rásogn formanns íélag-s- ins hér á eftir og ennfremur hefir Tíminn leitað upplýsing-a um málið hjá skattstjóra. Reykjavík vorra daga Kvikmynd sú, sem Óskar Gísla- son ljósmyndari gerði í sumar, er nú fullbúin til sýningar og verður frumsýning hennar i Tjarnarbió á laugardaginn Itl. 3. Formaðúr félagsins skýnði svo frá, að hann teldi hér vera á ferðinni árás á félagafrelsi verkalýðsins í landinu. Hann sagði, að almenningur hefði að undanförnu haldið, ~að múrarar yæru múraðri en þeir eru í raun og veru, og sagði hann, að hag- stofan hefði nú eftirlit með út- reikningum, sem eiga að sanna, að múrarar hafa ekki hærri laun nú, miðað við núverandi verðlag, en þeir höfðu fyrir stríð. Gat hann þess, að árangur þessara útreiknlnga ýrði gerður kunnur, strax og þeim væri lok- ið, eftir nokkra daga. í fyrradag hafði uppmælinga- fulltrúi félagsins verið kvaddur á fund skattdómara ög tekinn þar til yfirheyrslu. Var uppmæl- ingafulltrúinn beðinn um að gefa upplýsingar um vinnu múr- aranna og árangur af uppmæl- ingunum. En skattdómara mun ekki hafa þótt upplýsingar hans fullnægjandi, eða verið óánægð- ur með þær, svo niðurstaðan varð sú, að húsrannsókn var gerð á heimili uppmælingafull- trúa síðar um daginn, að und- angengnum úrskurði. Voru oph- aðar allar hans hirzlur og öll skjöl rannsökuð, sem þar var að finna. Árangur húsrannsóknarlnnar varð ekki annar en sá, aö sögn formanns félagsins, en að leit- armennirnir höfðu A brott með sér eitt blað, sem á voru tölur, er Ólafur hefir sér til srtuðnings við útreikningana. Tímlnn sneri sér til Halldórs Siasfússonar skattstjöra í tilefni þessa máls og spurði hann, hvað hann vildl um það segja. Tjáði hann blaðinu það, að mál þetta og allt sem því viðkemur væri i höndum skattdómara og gæfu skattayfir.völdin að svostöddu engar upplýsingar um málið. Osagt skal látið hér, hver þörf hefir verið á þessari um- ræddu húsrannsókn, en áreið- anlega er þá víðar pottur brot- in og ekki ólíklegt, svo ekki sé meira sagt, að fullþörf væri á þvi, að skattdómari gerði lika húsrannsókn hjá heildsölun- unum, og hefði þó fyrr mátt vera. Verðlagsbrot Nýlega hafa eftirgreind fyrir- tæki verið sektuð hjá sakadóm- ara: Heildverzlunin „Landstjarn- an" var sektuð fyrir of háa á- lagningu á jólatrjám. Nam sektin kr. 400,00. Heildverzlun Siggeirs Vil- hjálmssonar var sektuð fyrir of háa álagningu á fíkjur. Sekt og ólöglegur ágóði nam samtals kr. 943,40. Verzlunin Fram, Klapparstíg 37, var sektuð fyrir of háa a'- lagningu á silkisokka. Nam sekt- in kr. 2000,00. Verzlun , Soffíu Pálma var sektuð um kr. 500,00 fyrir brot gegn verðlagslöggjöfinni. Verzlunin Victor var sektuð fyrir of háa álagningu á regn- kápum. Sekt og ólögleeur ágðði nam kr. 842,60. Verðlagsstjóri gaf út tilkynn- ingu um hámarksverð á benzíni og olíum. Var« verð á hráolíu (gas- og dieselolíu) á tunnum þar meðal annars ákveðið 330 krónur á smálest i Reykjavík. fjörutíu krónum hærra í ver- stöðvum við Faxaflóa og á Suð- urnesjum og fimmtíu krónum hærra annars staðar á landinu. Átti hér eins og áður að vera að nokkru leyti um verðjöfnun að ræða. Samkvæmt þessu hefði þvi oliuverðið átt aö vera 370 krónunhver smálest i Faxaflóa- og Suðurnesjaverstöðvunum, en 380 krónur annars staðar á landinu utan Reykjavikur. Afstaða erlendu olíuiélasanna. Nú hefir það komið á daginn, að tvö af olíufélögum landsins, Sheil og B.P., hyggjast að fara i kringum þessi verðlagsákvæði, og það svo rækilega, að verðið hækkar af þeim sökum um ná- lægt 45% úti um land. í hverja smálest hráolíu þarf sex tunnur. Flutningsgjald fyrir I oliu i tunnum frá Reykjavik til hafna úti á landi er miklu meira en nemur þeim verðmun, | sem verðlagsákvæðin mæla i fyrir, að vera skuli í Reykjavík 1 og öðrum stöðvum á landinu. Þennan flutningskostnað hyggj- ast nú þessi tvö áðufgreindu olíufélög að leggja á olíuna þrátt fyrir ótvlræð verðlags- ákvæði. Skapast þannig1 mis- munandl olíuverð í landinu, um- fram það, sem verðlagsákvæðin gera ráð fyrir. Veldur þetta út- vegsmönnum vlða um land stórtjóni. Hio islemeka steinoliuhlutafé- lag, sem aú er oróin eign Olufé- laesins h.f., telur sig hins vegar bundið af verðla^sákvæðunum. 145 króna hækkun i, smálest. Þar sem um flutning á olíu á tunnum er að ræða til hafna úti á landi hefir þessi skilningur Shell og B.P. í för með sér hvorki meira né minna en 145 króna hækkun á hverja smálest. Flutningsgjald fyrir hverja tunnu er tuttugu krónur, eða 120 krónur fyrir smálestina, út- skipunarkostnaður fimmtán krónur og kostnaður við endur sendingu tunnanna, er félög þessi reikna lika, sextíu krónur með því, að þau teljl sér ekki skylt að fylgja hámarksverðinu, þegar um er að ræða olíu, sem flutt er á tunnum hafna á millí. Þörf á að taka rösklega í taumana. Timinn átti í gærkvöldi tal við verðlagsstjóra um þetta framferði Shell og B.P. á ís- landi. Var heizt a honum að heyra, að hann teldi' þeim heimila þessa verðhækkun, þrátt fyrir ákvæðin um hámarksyerð- ið, er auglýst voru fyrir fáum dögum. Sætir það talsverðri furðu, hversu skoðanir þessara erlendu gróðafélaga virðast eiga mikinn hljómgrunn hjá verð- lagsráði. Virðist kominn tími ti! þess að taka hér alvarlega í taumana. Sérleyfishafar vilja sjálf ir reka samgöngu miðstöðina Stjórn Félags sérleyflshafa bauð blaðamönnum á sinn fund í gær og skýrði þeim frá ýms- um áhugamálum f^agsins og aðalfundi þess, sem haldinn var fyrir skömmu síðan í Reykjavík. Úhentugar bifreiðar. Telja þeir bifreiðakost slnn allt of lltinp til að geta stund- að eins vel og æskilegt væri alla fólksflutninga á þeim 115 sér- leyfisleiðum, sem nú eru hér á landí. Þá telja þeír bifreiðar þær, sem þeir hafa orðið að notast við til fólksflutninga undanfarin ár, ekki nægjanlega burðarmiklar. Eru þær upphaf- lega smíöaðar tii venjulegra vöruflutninga og burðarþol þeirra allt að því helmingi minna en á þœr verður að leggja við fólksflutningana, þeg- ar hinar þungu yfirbyggingar eru komnar á bifreiðarnar, sem einar eru raunverulega næg hleðsla. Betra vegarviðhalð. Sérleyfishafar beindu þeim tilmælum til vegamálastjóra, I að hann beittí sér fyrir bættu Þessi kostnaður nemur þvi sam- ] viðhaldi veganna, meðal ann- tals 195 krónum á hverja smá-!ars með tíðari heflun þeirra. lest. Hér er því ekki um neitt smáræði að ræða, ekki sízt ef á það er litið, að útgerðin á i vök að verjast um þessar mund- ir og melra en tvisýnt um af- komu hennar. Bkki er grunlaust um, að fé- lögin Shell og B.P. geri þetta tbeinlínis til óhagræðis fyrir kaupfélög og olíusamlög, sem enn þá þurfa að kaupa oliu af þeim. Þessa verðhækkun, sem Shell og B.P. ftera þannig, þrátt fyrir verðlatsákvæði, munu þau fóðra Einnig fara þeir þess á leit, að undinn verði bráður bugur að þvi, að vegirnir verði lagfærðir á ýmsum þeim stöðum, þar sem þeir eru hættulegastir — hættu-* legar beygjur verðí teknar af og mjóar brýr breikkaðar. Mótfallnir samgöngumlðstðð rfkisins. Þá eru sérleyfishafar mót- fallnir því, að rikið reisi og reki hina fyrirhuguðu samgöngu- miðstöð í Reykjavik og vilja sjálfir reisa hana, reka og eiga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.