Tíminn - 04.02.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.02.1947, Blaðsíða 2
2 TIMJMV, þrigJndagmM 4. febr. 1947 23. hlað Fréttabréf úr Öxarfirði OPIÐ BRÉF Þriðjudafiur 4. fébr. 1. febrúar Samtaand bindindisfélaga í skólum geröi 1. febrúar að baráttudegi í bindindismálum árið 1935,. þann dag, er ný á- fengislög gengu í gildi og síð- ustu slitrin af bannlögunum gömlu voru afnumin. Þá var leyfð sala sterkustu vína, enda drukku ýmsir frá sér vitið og lentu á Kleppi fyrstu vikurnar á eftir. Samband bindindisfélaganna hefir síðan jafnan haft 1. fe- brúar að baráttudegi sínum. Hefir bindindisstarfsemi lands- ins jafnan fengið góða liðveizlu frá skólaæskunni. . Saga áfengismálanna á íslandi síðan 1935 er engin fremdar- eða skemmtisaga. Margt hefir þar öfugt gengið og andsælis. En því dýrmætara er það, að innan skólanna hefir verið hald- ið uppi sterku og markvissu starfi fyrir bindindissemina. Út á við hafa bindindisfélög skólanna ekki unnið mikið, en þó hafa þau á hverju ári fengið nokkra stund til umráða hjá' útvarpinu og flutt þar boðskap sinn. Jafnframt hafa þau gefið út ritið „Hvöt“ og er þar margt vel sagt. En meira er vert um þá hlið þessarar starfsemi, sem inn á við snýr. ^ Á hverjum vetri hefir nokkur hluti skólaæskunnar skipað sér í sveit gegn áfengisvenjum og drykkjutízku. Frá starfi þeirra í 15 ár, því að í vetur á sam- bandið 15 ára afmæli, er margs að minnast. Þar hafá fyrst kom- ið fram opinberlega ýmsir þeir menn, sem nú eru komnir í þýðingarmiklar áhrifastöður. — Hitt er þó meira verti, að marg- ir þeir, sem nú gegna áhrifa- miklum störfum, hafa þar fengið mótun sína á betri veg í þessum málum.. Það er fljótséð, að æskan í skólunum skiptir miklu máli fyrir framtíð þjóðarinnar. Það væri hægt að gerbreyta ástand- inu í áfengismálunum, ef nem- endur skólanna vildu einbeita sér að því. Þeir, sem nú sitja á skólabékk, verða eftir tiltölulega fá ár komnir í trúnaðarstöður og valdamikil embætti. Þá ráða þeir yfir skólunum, kirkjunum, blöðunum, útvarpinu o. s. frv. Þeir hafa uppeldisstofnanir og áróðurstæki í sínum höndum. Og þeir ráða lika yfir verzlun, löggæzlu, framkvæmdastjórn o. s. frv. Þegar þessa er gætt og jafn- framt hins, hvílíkt þjóðarböl á- fengisnautnin er, þá er það Ijóst, áð bindindisfélög skþlanna eru einhver hin þýðingarmestu samtök, sem nú eru til I land- inu. Því miður eru áhrif þeirra minni en skyldi. En hvar stæð- um við nú, ef þeirra hefði hver^i gætt, fyrst ástandið er svona illt, þrátt fyrir viðnám þeirra og varnarstarf? Það er útlit fyrir, að nú sé loks ögn að rofa til í áfengis- málunum. Víðs vegar að berast kröfur um jákvæðar aðgerðir í þeim málum og aldrei hefir verið barizt meira um þau mál en nú. Það er ánægjulegt. Hin góðu öfl þjóðfélagsins fagna hverjum vekjandi og hressarídi blæ, sem þeim málum nær. Sú æska, sem sættir sig við áfengið, þekkir ekki köllun sína. Ríkisvaldið verður að gefa gaum að þeim hreyfingum, sem hollastar eru framtíð þjóðar- innar og styrkja þær til starfa. 1. Tíðarfarið 1946. Veturinn frá áramótum var bæði mildur og snjóléttur. Hér var lengst af austanátt, en þá er jafnan létt tíð hér og frostin væg. Austanáttin á líka til að vera c^álítið mislynd hvað veðr- ið snertir, þó tíðin sé annars létt. Það gerði á vetrinum nokkrar austan-bleytu-stór- hríðar, en stóðu þó aldrei nema 1—2 daga í einu. Voru því all- margir innistöðudagar á vetrin- um, þótt jörð væri annars næst- um snjólaus. Vorið var frekar hagstætt, og kom gróðurbragð nokkuð snemma. Verluleg hlý- indi voru þó ekki, en stillur og heiðríkt loft oftast, og hin hag- stæðasta tíð fyrir sauðfé. En svo kom hvítasunnuhretið. Dagana 5. til 10. júní gerði mjög vont hret og kingdi þá niður miklum snjó. En verst var þó, að á eftir komu kuldar, er kipptu mjög úr öllum gróðri, Þar, sem ær b'era seint, olli hretið víða talsverðum lambadauða. En hér í sveit mun ekkert lamb hafa farizt. En hitt má fullyrða, að hretið og kuldinn á eftir drógu mjög úr þroska lambanna. Ef hret þetta hefði aldrei komið, er líklegt, að hver dilks-kroppur hefði vegið 1 kg. meira í haust en raun varð á. Þetta sýnir vel hvað bændur eru háðir tíðarfar- inu, þrátt fyrir það þó féð sé stríðalið og vel með farið að öllu leyti. Heyskapartíðin í sumar var með eindæmum góð og gras- spretta varð í meðallagi á end- anum. Er þetta í rauninni þriðja góðviðrissumarið í röð og mun það vera næsta fátítt. Má nú búast við að kulda og vot- viðrasumur fari að nálgast. Haustið, fram að miðjum nóv., var með eindæmum hagstætt. Þó skal þess getið, að dagana 22. til 25. sept. gerði eina mikla stórrigningu, líklega þá mestu, er elztu menn muna, og stóð hún uppstyttulaust í 4 til 5 daga. Hey, er ekki voru vel var- Náttúrleg fæða skal vera yðar lyf — og yðar lyf náttúrleg fæða. Þetta er ein af kenni- setningum Hippókratesar og undirstaða læknisfræði og kenn- inga hans, Þessi kenning er líka mjög í samræmi við það sjónarmið, sem Náttúrulækn- ingafélag íslands byggir starf- semi sína á. Náttúrulækningafélagið hefir nú byrjað að gefa út tímarit, og heitir það Heilsuvernd. Fyrsti árgangur þess er kominn út fyr- ir nokkru í einu lagi, 64 blað- síður. Áður hefir Náttúrulækninga- félagjð rekið nokkura útgáfu- starfsemi. Þessi eru rit þess áð- ur útkomin: 1. Are Waerland: Sannleikur- inn um hvítasykurinn. 2. Jónas Kristjánsson: Nýjar leiðir — fyrirlestrar og ritgerð- ir. — 3. Are Waerland: Matur og megin. 4. Nýjar leiðir II. — Þýddar og frumsamdar ritgerðir. 5. Are Waerland: Heilsan sigrar. — Frá „ólæknandi“ sjúk- in, skemmdust mikið, en öðru tjóni mun óveður þetta ekki hafa valdið hér í sveit. — Um miðjan nóv. gerði dálítinn snjó, en að öðru leyti hefir tíðin verið mjög hagstæð til áramóta. Fjárhöld hafa verið með ágætum á ár- inu, en dilkar reyndust ekki nema í meðallagi, en það stafaði af hvítasunnu-hretinu, sem áð- ur er getið. Afkoma bænda má teljast góð, og efnahagurinn fer frekar batnandi. En þess ber þó að gæta, að sökum fólks- leysis hafa bændur orðið að vanrækja stórlega viðhalid og endurbætur húsa og annarra mannvirkja á jörðunum. Og um nýbyggingar er ekki að ræða af sömu ástæðu. Hins vegar var hér nokkuð um jarðabætur, því að þær eru unnar með vél- um en litlum mannkrafti. Satt að segja horfir hér til stórra vandræða og er ekki útlit fyrir annað en að sumir bændur verði að flýja jarðir sínar, vegna þess, að ekki er hægt að við- halda nauðsyijilegustu húsum á jörðunum. Virðist það ætti að vera hlutverk Búnaðarfélags ís- lands og búnaðarsambandanna að koma í veg fyrir slíkt, þegar bóndinn hefir bæði vilja og efni á því að kosta framkvæmdir. Hreppsnefndaroddviti í 30 ár. Síðastliðið vor var Benedikt Kristjánsson, bóndi á Þverá, bú- inn að vera oddviti hér í hreppi i 30 ár. Hann flutti hingað vor- ið 1912 frá Eiðum, eftir að hafa verið þar tvivegis skólastjóri og ráöunautur Búnaðarsambands Austurlands í nokkur ár. Árið eftir var hann kosinn í hrepps- nefnd hér og 1916 hreppsnefnd- aroddviti og hefir verið það ó- slitið siðan. Og síÖastliðið vor var hann ennþá endurkosinn, bæði í hreppsnefndina og sem oddviti sveitarinnar. Hann er harðduglegur maður og gætir hagsmuna hreppsins svo sem bezt má vera, svo að hann nýtur dómum — til fullkominnar heil- brigði. Það er fljótséð af þessv yfir- liti, að Are Waerland er hinn mikli spámaður þessarar hreyf- ingar. Skal nú hér í stuttu máli gerð grein fyrir aðalat- riðum stefnunnar, eins og hún kemur mér fyrir sjónir, en ég stend utan við hreyfinguna, ó- háður áhorfandi. Náttúrulækningamenn líta þannig á, að margir þeir sjúk- dómar, sem nú þjá mannkynið mest, stafi af óhollu fæði. Sumt rekja þeir beinlínis til vöntunar og vanfóðrunar. Ávextir þess eru til dæmis tannskemmdir og minnkandi viðnámsþróttur gegn ■hvers konar sóttkveikjusjúk- dómum. í annan stað ætla þeir Náttúrulækningamenn, að óhollt fæði og tregar hægðir, sem stafa af því, verði til þess, að ýms eiturefni safnist fyrir í lík- amanum. Myndist við það margs konar bólgur, eksem og krabba- mein. Þessu til sönnunar eru sagðar margar sögur í ritum félagsins. Ef til vill bezt að gefa hug- alltaf mikils trausts og er því endurkosinn. Samsæti. Hinn 15. nóv. s. 1. var haldið hér í hreppnum mjög veglegt samsæti í tilefni af því, að tveir bændur áttu afmæli um þessar mundir. Sigvaldi Jónsson, bóndi í Klifshaga, varð sextugur, en Benedilct Björnsson, bóndi í Sandfellshaga, fimmtugur. Báð- ir eru mennirnir gildir bændur, og mjög vinsælir, svo að eigi verður á betra kosið. Samsæti þetta fór hið bezta fram, með ræðuhöldum, söng, risnuveit- ingum og margs konar gleðskap. Látinn öldungur. Hinn 29. nóv. andaðist að heimili sínu, Núpi hér í hreppi, Nikulás Vigfússon, fyrrv. bóndi þar. Hann var fæddur að Núpi hinn 6. apríl 1857 og vantaði því aðeins 4 mánuði í nírætt. Hann ól allan aldur sinn að Núpi og var stórmerkur maðúr. Hann var snemma bráðgjör, heljarmenni að burðum og vík- ingur til allrar vinnu. Um tví- tugt tók hann að nokkru við stjórn búsins með föður sínum, og fertugur fór hann að búa og bjó hann síðan rausnarbúi á Núpi til vorsins 1938, að hann seldi jörðina Guðmundi Krist- jánssyni* bróður Björns alþm. á Kópaskeri. Síðan hefir hann átt góða og rólega ellidaga hjá Guð- mundi. Nikulás var lengst af vel efnum búinn og mátti raunar teljast stórbóndi, er bætti jörð sína mjög. Hann bjó í þjóðbraut, gestrisinn mjög og vildi ávallt hvers manns greiða gera. En það, sem bezt mun þó halda minn- ingu hans á loft hér í sveitinni, mun þó kannske vera það, að um langt skeið, hér fyr á árum, vár hann helzti styrktarmaður og málsvari fátæklinganna og lítilmagnanna gegn þáverandi valdhöfum sveitarinnar. Nikulás á Núpi mun ætíð verða minnst hér sem hins mætasta manns, enda var hann sannur dreng- skaparmaður. B. S. mynd um þessi fræði með því, að rekja efnið úr kverinu „Heilsan sigrar“, enda byrjar höfundur hana með þessum inn- gangsorðum: „Saga sú, sem hér verður sögð, er eitt hið fiiö átakanlegasta og lœrdómsrikasta dæmi þess, hvernig menn eyðileggja líf sitt og heilsu; og hún sýnir jaf.n- framt framúrskarandi > vel, hvernig þœgt er að hefja sig uyy úr sjúkdómafeninu til full- kominnasr heilsu og Ijómandi lífshamingju. Sagan er af konu, sem á bfomaskeiði œvi sinnar hafði lifað venjulegu stórborg- arlífi, borðaði að jafnaði á gisti- húsum og matsöluhúsum, drakk■ mikið kaffi, vín, „cocktail“ og kryddvín og reykti allt að 50 vindlinga á dag. Enda varð hún ímynd þess allsherjar heilsu- leysis, sem einkennir meningar- þjóðirnar." Síðan kemur ævisaga stúlk- unnar. Hún var heldri manna dóttir á Norðurlöndum. Æsku- fæðið hafði of mikið af eggja- hvítu en skorti grófefni, fjör- efni og málmsölt. Af þessu fékk hún tregar hægðir, magaveiki, veika kokeitla og kirtla í hálsi. Auk þess varð hún afar kvef- sækin. Ekki batnaði hagur stúlkunn- ar og heilsa við þátttökú í sam- kvæmislífinu. Einlæg veizlu- höld: „Kjöt-, fisk-, fugla- og eggjaréttir með öllum hugsan- legum frönskum nöfnum og margs konar sósum og öðru til- Herra Ásgeir' Jónsson, frá Gottorp! Nýlega hefi ég lokið við að lesa hið glæsilega bókmennta- verk þitt, „Horfnir góðhestar." Með þessu ritverki þínu hefir þú bjargað frá glötun mörgum sögnum um þessa yndislegu og glæsilegu góðhesta, sem lifað hafa hér í norðursýslum þessá lands, og vert er að minn- ast. Marga fleiri góðhesta og fjör- hesta hefði mátt grafa upp sagnir um, en það hefði verið mikið verk og tæpast .fram- kvæmanlegt. Því miður hafa slæðst inn í þessa bók þína dálítið villandi frásagnir, og mun ég fátt af þeim gera hér að umtalsefni. Á blaðsíðum 349—351 er frá- sögn um hestinn Glóa, sem var í minni eign um 3 ára bil. Inn í þessa hestlýsingu hefir þér þóknast að letra frásögn um það, að ég hafi notað Glóa í símastauraflutning upp á Helj- ardalsheiði, í illu færi um há- vetur. Það er nú hvorki meira né minna við þessa frásögn þína að athuga en það, að þessi saga er rakalaus ósannindi frá upp- hafi til enda. Ég flutti aldrei einn einasta símastaur upp á þessa umtöluðu Heljardalsheiði, hvorki í illu færi né góðu, á þessum árum, sem ég átti hest- inn Glóa. Það er því dálítið villandi frásögn, sem þér hefir þóknast að koma þarna að í þetta annars lofsverða ritve'rk þitt. Sama er að segja um sina- skeiðabólguna, sem hesturinn átti að hafa verið þjáður af, er hann fór úr mínum höndum. Þú getur Bjarna Jóhannes- sonar að góðu í bók þinni, og það að verðleikum, en þú ert svo lánssamur að bæta Bjarna heitnum dálítið upp lofsverð orð, með því að segja, að hann hafi tekið Glóa hjá mér til sölu og í langferð austur á land, illa kominn í fótum af sina- skeiðabólgu. Þetta var nú dálít- heyrandi, súyur búnar til úr ýmsum „dularfullum“ efnum, mikið sykraðir eftirréttir, ýmis konar niðursoðið hnossgœti og ósköyin öll af sœlgœti, smurt brauð og alls konar munaður í mat og drykk, kaffi „coktails“, <vin og kryddvín af ýmsum teg- undum. Auðvitað var maturinn yfirleitt mikið blandaður salti, yiyar og öðru sterku kryddi, gegnsósa af ediki, útvatnaður og dauðsoðinn og þar með rændur megninu af fjörefnum og stein- efnum ásamt grófefnunum. Á eftir hverjum rétti var svo auð- vitað gert hlé til þess, að fá sér reyk.“ Af þessu líferni fór nú svo, að stúlkan þurfti daglega ■ kynstrin öll af hægðapillum og fékk siðan magabólgu, ristil- bólgu og sár í skeifugörn. Út frá meltingarfærunum sýktust önnur líffæri kviðar- holsins. Auk þess byrjuðu nú húðsjúkdómar og illkynjuð ek- sem. Er svo ekki að orðlengja það, að lasleikinn jókst stöðugt. Það komu sárir gigtarverkir í liðamót og síðan hitasóttarköst og lamanir. Gerðust að þessu svo mikil brögð, að stúlkan fór að friða sig með deyfilyfjum og notaði jafnvel morfín. Fylgdi því óreglulegur hjartsláttur og óbærileg hræðluköst, andvökur, grátkviður og sjálfsmorðshugs- anir. „Nú tóku við fjórar eða fimm langar legur í sjúkrahúsi, þar sem hún var skafin út, skorin ið líkt Bjarna Jóhannessyni eða hitt þó heldur, sem allt at- hugaði, þegar hestar voru ann- arsvegar, þessi mikli hestamað- ur og ágæti drengur. Nei, Geiri minn, svona lagað gengur ekki. Bjurni var hestin- um nægilega kunnugur til þess, bæði af reynslu og sjón, að á- kveða hestinn ósvikinn, er hann tók á móti honum og lét hann aftur úr sínum höndum. Ég hefi aldrei þekkt fótvissari hest en Glói var á þessum árum, sem ég átti hann, hvernig sem vegur- inn var. Þér verður líklega að góðu að hafa komið þessu auka- atriði inn í hestlýsinguna til deilu við mig, og njóttu heiðurs- ins vel. Mér dettur í hug það, sem skáldið og mikilmennið Hannes Hafstein sagði eitt sinn um Bjarna Jóhannesson: Að hann væri merkari maður en almennt gerþist, og er það orð að sönnu. Ég held, Ásgeir minn, að það hefði verið sanni nær, að þú hefðir sagt í þessari málsgrein þinni, að Glói hefði haft frekar litla notkun og sæmilegt fóður á vetrum, þessi ár, sem ég átti hestinn, en að gefa þá lýsingu, sem þú hefir gert. Það eru enn til vitni, sem geta sannað, að framanrituð umsögn mín er sannari en þín frásögn. Ásgeir Jónsson! Ég krefst þess, að þú takir aftur i opinberu blaði þessa röngu frásögn þína um notkun á hestinum Glóa, á meðan hann var í minni eigu. Ef þú vilt ekki tafarlaust hlíta þessari kröfu minni, sem er væg, er ég tilneyddur að viðhafa aðra aðferð. 11. janúar 1947. Virðingarfyllst. Sigurjón Benjamínsson, frá Nautabúi í Hólahreppi. Sú misprentun varð í sambandi við greinina um Höllu og Böðvar í Voga- tungu í blaðinu sl^fimmtudag, að undir henni eru stafirnir Á. G. Hér átti að standa Á. E. — Blaðið biður velvirðingar á þessu. uyy og dælt inn i hana kynstr- um af dýrum efnum. En allt kom út á eitt. í stað þess að réna, ágerðust blæðingarnar enn og urðu að sannkölluðu flóði og höfðu svo mikinn blóð- missi í för með sér daglega, að óttast var alvarlega um llf hinn- ar ungu konu.“ Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Og nú kemur upp- risusagan og kraftaverkið gerizt. „Það, sem bjargaði henni, var lítil bók“, sem varð henni opin- berun. „Með öruggri vissu í huga og takmarkalausa von í hjarta“ yfirgaf hún sjúkrahúsið, sem hún hafði verið flutt til með þá „einu ósk — að fá að deyja". Jæja. Það er skemmst frá því að segja, að nú fór ungfrúin að éta daglega „kynstrin öll af hráu grœnmeti.“ „Þessi heil- næma og lútargœfa fœða stuðl- aði að því 'í senn, að hreinsa líkamann og byggja hann uyy, ásamt mikilli hreyfingu og úti- vist og nœgum svefni, en þetta voru hin einu réttu lyf, og ráku smiðshöggið á lækninguna. Öll útbrot hurfu nú af líkama konunnar, og húðin varð mjúk og þétt og fékk á sig frískleg- an og blómlegan litarhátt. Gigt- in lét lika undan síga fyrir fullt og allt. Hálskirtlarnir og kokeitlarnir, sem höfðu stöðugt verið bólgnir og sjúkir eins langt og hún mundi, fengu nú eðlilega stœrð og urðu alheil- brigðir. Sárin í maga og þörm- um lœknuðust sjálfkrafa. Boðskapur náttúrulækninganna Afturhvarf frá lífsvenjum vélamenningar og tækni lýsir sér meðal annars i svokölluðum náttúrulækníngum. Hér á landi er nokkurra ára gamalt náttúrulækningafélag, sem starfar af fjöri og krafti. Það gefué út kynningar- og áróðursrit, rekur mat’sölu í Reykjavík og hefir í undirtaúningi stofnun heilsuhælis. Helzti forgöngumaður þessarar hreyfingar er Jónas Kristjánsson læknir. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.