Tíminn - 15.02.1947, Blaðsíða 3
/
32. blafS
i
Gömui kynni
ÞaÖ ræður ■a&líkum, að kona,
slík sem Ingunn Jónsdóttir frá
Kornsá er, gædd skarpgáfum,
góðri menntun og stórri lífs-
reynslu, og lifað hefir nærri
heillar aldar skeið, muni geta
í letur fært mörg spakleg lífs-
sannindi. Enda er þar skjótt af
aö segja, fyrir minn smekk, að
ég tel bók hennar, „Gömul
kynni“, eitt þaö bezta, sem ég
hefi af lesmáli litið. Þar kenn-
ir margra grasa — og göfugs
gróðurs. Þar er víða fótum nið-
ur stigið, svo vert sé um að
litast. Öll er frásögn hennar
skýr, tilgerðarlaus og hreinskil-
in. Það er mikið í hug og hönd
þessarar háöldruðu konu, þegar
hún lýsir mönnum og lífsvið-
burðum. Hún segir frá lífshátt-
um, siðvenjum og uppeldissið-
um fólks, sem lifði og starfaði
fyrir meira en þrem fjórðungum
aldar.
Hin mörgu æviár höfundar
skiptast til langdvalar á Suð-
ur, Norður- og Austurlandi.
Hún hefir því hlotið sjónhring
víðan og séð um þjóðlíf þvert.
Hún er ein þeirra kvenna, sem
hlotið hefir í vöggugjöf næma
athyglisgáfu, skarpan skilning
og menntaþrá. Hún skyggnist
um og lærir af lífinu. Hún er
nægilega mikil raunsæiskona til
þess, að geta séð og skilið, að
ekki er það einhlítt mannleg-
um lífsþroska, að góna alltaf til
efstu tinda og vænta sér þaðan
allrar vizku. Hún skilur, að
einmitt í einfaldleik'lífsins, oft
á hinum óliklegustu slóðum, er
stundum að finna hin djúpu
sannindi og andlegu lífsverð-
mæti.
Hún skilur, að gegnum erfið-
leika og þj^nga raun höndlazt
sannleikurinn og lífsþorið. Það
eru margar athyglisverðar og
heillandi frásagnir í þessari
bók. Ég vil aðeips minnast
tveggja þeirra lítillega. Sú fyrri
er frá þeim tímum þegar Ing-
unn, — ung móðir, búin lítilli
reynslu, stendur hálf skelfd og
kvíðandi frammi fyrir þeirri
lifsalvöru að þurfa að ala upp til
hlýðni og mannsæmdar stóran
barnahóp. Hún kennir vanmátt
sinn gegn vandanum. Þá. skeður
það undarlega, að vitsmuna-
vönkuð kona (að vísu barnelsk)
segir í áheyrn hennar, á réttri
stund, tvær setningar svo vitur-
legar, að hin kvíðandi móðir
grípur þær og notfærir sér í
uppeldisstarfi sínu og gefst vel.
Hún er strax, sem ung kona.
vaxin til þess skilnings og þroska
að geta tileinkað sér það sanna
og góða hvar, sem það er að
íinna. Hún skilur og veit, að
gull getur oft með grómi leynzt.
Hin frásögnin er frá hinum
erfiðu lífs- og búskaparárum
hennar í Grímstungu. Það er
hávetur. Skammdegis hríðarofs-
inn þylur og bylur á lágreistri
Grímstungu baðstofunni. Glugg-
' ana fyllir á skammri stund. Það
er rökkvað og kallt í baðstof-
unni. Börnin híma köld, skelfd,
grátin og kvíðandi. Þeim finnst
lifið ömurlegt. Þau þrá hlýju og
starf. Þá hugkvæmist Ingunni
móður þeirra það snjallræði að
færa börnunum poka einn mik-
inn, fullan af hvítu togi, ásamt
litlu sumarhrífunum þeirra og
biður þau nú breiða um bað-
stofugólfið og rifja, sæta og
binda í tóftir inn, og muni þau
nú ekki skorta sumar og skín-
andi sól, — og um leið er allur
uggur og ótti fhlinn úr barns-
sálunum. Þau lifa sig inn í sól-
gyllt starf liðins sumar. Ég er
ekki viss um að mörgum hefði
svo vel tekizt undir svipuðúm
kringumstæðum.
Ég ræð fólki mjög til aö lesa
„Gömul kynni,“ bókina hennar
Ingunnar frá Kornsá. Það gæti
orðið þeim, sem enn eru ungir
að árum, fátækir af lífsreynslu,
hollur farkostur á ógengnum
vegum, að skyggnast inn í þann
heim mannvits og lífsspeki, er
sú bók hefir að geyma, spjalda
milli. Slíkar bækur er öllum gott
yfir að líta, því að þær eru
menntandi.
Þorbjörn Björnsson.
Geitaskarði.
Sextugskveðja
til Pálínu Guðmundsdóttur,
Katrínarkoti, Garðahverfi.
Þú svignar hvergi sigurglöð á brána,
þótt 60 árin falli þér í skaut.
þótt hrukkur stækki og háfin taki að
grána
þú horfir örugg fram á lífsins braut.
Þú hefir sigrað lífsins þungu þrautir,
á þinni löngu ævidagaslóð
og gengur ennþá beinar lífsins brauiir,
og börnum þínum miðlar ásiar glóð.
Þótt allt sé nú í elli föstum skovðum,
ég ylja frá þér lífsins þróttinn finn.
Þú enn ert glöð og ánægð líkt og forðum,
ef aðeins sólin skín á gluggam.' þinn
Nú bið ég guð að blessa ævi þína,
og bera þig á traustum örmum sér
svo eigi sæki að þér sorg né pína
og ellidaga njóta fáir hér.
A. H. V.
FRÁ HOLLANDI
06 BELGÍL
E.s. Zaanstroom
frá Amsterdam þ. 22. febr.
frá Antwerpen þ. 25. febr.
Fiiiarsson,
Zoega & €o. li.f.
Hafnarhúsinu, símar 6697 og
7797.
E.s. Fjallfoss
fer héðan laugardaginn 15.
febrúar til Antwerpen. Skipið
fer frá Antwerpen 27. febrúar
og frá Hull 6. marz samkvæmt
áætlun.
E.s. Lublin
fer frá Reykjavík miðvikudag-
inn 19. febrúar til vestur- og
norðurlandsins.
Viðkomustaðir:
ísafjörður
Siglufjörður
Akureyri
H.f. Efmskipafélag
tslands.
TÍMINN, láugardagimi 15. febr. 1947
ALICE T. HOBART:
Yang og yin
En það var annað skilyrði, sem var Ló Shí meiri þyrnir í augum.
Frændi hans hafði krafizt þess, að hann tæki sér frillu, ef ekki
gengi allt að óskum. Fyrstu sex mánúði hjónabandsins' átti Ló
Shí að búa í húsi hans, og sæist þess þá engin merki, að kona
hans væri þunguð, átti hann að taka sér hjákonu. Hann varð að
hafa getið son, áður en hann fór til Ameríku.
Þaö gladdi Peter að heyra, að Ló Shi átti ættingja á lífi. Hann
hafði trúað því hingað til, að Sen S Mó og Ló Shí hefðu ein lifað
af þau ósköp, sem yfir ættina dundu. En kínverskar ættir teygja
greinar sínar vítt. Nú minntist hann þess líka, að gamall maður
úr fjarlægu héraði hafði við og við heimsótt Ló Shí í seinni tíð.
Hann hafði veitt honum sérstaka athygli, því að hár hans var
snjóhvítt, og það vþ.r sjaldgæf sjón í Kína. En honum hafði aldrei
dottið í hug, að þessi gamli maður væri ættingi Ló Shí, enda hafði
hann aldrei vikiö að því einu orði. Hann hafði ekki heldur þá
fáguðu framkomu og hið göfugmannlega yfirbragð, sem var ein-
kenni Ló Shí og föður hans.
VIII.
ALLAN þann tíma, sem Ló Shí hafði unnið í rannsóknar-
stofunni, hafði óbifandi bjartsýni og trú á glæsilegan
árangur viðhaldið og aukið starfsorku Peters. Þótt lítið
miðaði áleiðis, hafði hann aldrei efast um sigur að lokum. En nú
fyrst fann hann, hvað áhugi og þolinmæði Ló Shí hafði verið
honum mikils virði. Nú kom hvað eftir annað fyrir, að hann sat
auðum höndum og spurði sjálfan sig, hvort hann væri ekki að
reyna að gera það, sem var ómögulegt. Hann hafði lítinn tíma
aflögu og öll tæki hans voru af slíkum vanefnum, að enginn
vísindamaöur gat sætt sig við slikt til lengdar. í þokkabót var
svo hitinn, sem nú enn á ný lagðist yfir landið með öllum þeim
plágum, sem honum fylgdu.
Kínverjarnir voru nær einu mennirnir, sem hann umgekkst —
sjúklingar i sjúkrahúsinu og kaupmenn og iðnaðarmenn, sem
hann hitti á kvöldgöngum sínum. Þessu kunni hann að vísu ekki
sem verst, og hann fann, að hann var að mörgu leyti farinn að
hugsa líkt og þeir.
Um þessar mundir fæddist ný hugsun í heila hans. Ef honum
átti að auðnast að sanna, hvernig innyflaormarnir bárust í líffæri
manna, varð hann að snúa heim til Ameríku og koma þar á fót
fullkominni rannsóknarstofu. Hann var sannf'ærður um, að hann
gæti leyst þessa þraut, ef hann fengi að njóta góðrar aðstöðu til
rannsóknanna. Og tækist honum það, hafði hann fært manh-
kyninu dýrmæta þekkingu og stuðlað að því, að hræðilegum
þjáningum yrði létt af aragrúa fólks. En hann varð að koma sótt-
kveikjunni lifandi til Ameríku, og það var mörgum vandkvæðum
bundið. Hann gat farið-með veikan Kínverja með sér til Ameríku.
En hann gat líka sýkt sjálfan sig.
Sumari'ð leið, haustið gekk í garð, veturinn fylgdi á eftir haust
inu. Peter haföi notað sumarleyfi sitt til þess aö grúska í síkjunum,
þar sem veikin var landlæg. Hann ætlaöi að gera eina tilraun enn.
Honum hafði ekki heppnast að klekja út eggjúm, sem hann
hafði fundið en hann hafði í’annsakað sniglana og lifnaðar-
hætti þeirra nákvæmlega, og vera mátti, að honum tækist að
sýkja sig.
Morgun einn var hann snemma á fótum. Hann hafði ekki vakið
Wang Ma, heldur búið sjálfur til kaffisopa handa sér. Allt var
hljótt og kyrrt og gott að starfa. Hann tók einn af sniglunum og
lét hann á glerplötu, sem hann ýtti undir smásjána. En þegar
hann leit í hana, varð hann þess var, að sjónglerið var brotið.
Enginn vissi, hvernig á þvi gat staöið. Maðurinn, sem gerði
hreint í rannsóknarstofunni, fullyrti, að hann hefði ekki snert
við neinum tækjum. Auk þess gilti einu, hvernig þetta slys hafði
viljað til. Hitt var aðalatriðið, að hér var endir bundinn á rann
sóknarstörf hans um ófyrirsjáanlegan tíma.
Og nú skaut hugsuninni upp aftur: Hann varð að sýkja sjálfan
sig og fara síðan til Ameríku. Hann vissi ekki, hvernig fara átti
að því að forðast sýkingu. En hitt hlaut að vera vandalítið að
sýkja sig.
Áhættan var ekki svo gífurleg, og i liíshættu stofnaði hann sér
alls ekki. Um hitt var erfitt að segja, hversu mikið tjón líffæri
hans kynnu að bíða við sjúkdóminn. Sumir, sem sjúkdóminn
fengu, urðu alheilir, að því er séð varð, aðrir urðu hálfgerðir
aumingjar, enn aörir náðu ekki fullri heilsu, þótt þeir fengju
varanlegan bata.
En þrátt fyrir þetta var Peter það ógeðfelld hugsun að sýkja
sig. Sjúkdómar voru andstyggilegir, heilbrigði líkamans var einnig
hreinleiki líkamans. En öðrum þræði skammaðist hann sín fyrir
hikið. AÖrir læknar höfðu margoft fært miklu stærri fórnir, sumir
jafnvel gengið út í opinn dauðann.
En svo var það Díana. Hingað til'*hafði honum ávallt fundizt
sjálfsagt að leita álits hennar, er hann ttik örlagarikar ákvarðanir
En nú flaug honum það ekki einu sinni í hug. En hann varð að
tryggja henni meiri lífeyri en þann, sem hún átti tilkall til frá
trúboðsfélaginu, ef svo illa tækist til, að hann léti lífið við þessa
tilraun. Hann ákvað að líftryggja sig.
Hann komst brátt að raun um, að það er dýrt að líftryggja sig
fyrir þá, sem búa í Kína. Líftryggingarfélögin eru vantrúuð á
langlífi þeirra, sem eyða ævi sinni í Kína. En Peter hafði ávallt
verið fílhraustur, og eftir nokkra vafninga tókst honum að komast
að skárri samningum heldur en menn áttu annars kost á.
Það var ekki fyrr en seinna, aö það hvarflaði að honum, að
hann hefði hér verið að beita líftryggingarfélagið svikum og
undirferli. En hann gat ekki snúið við. Hann sá í anda miljónir
karla, kvenna og barna, sem sjúkdómurinn hafði rænt hreysti og
framtíðarvonum. Æskulýður Kínaveldis var magur og tærður,
brjóstin innfallin, andlitið rist rúnum þjáninganna. Lýðræðið
var vanburða, og myrkur og óvissa grúfði yfir framtíð þessarar
miklu þjóðar. Hann mátti ekki liggja á liði sínu.
BUNAÐARFELQG!
Áriðandi að pantanir í sátSvörur berist
©ss eigi síðar en 20. febrúar næstkom-
11 andi.
Samband ísl. samvinnufélaga
jT ■ ■
KAUPFELOG
s ■■
Málverkasýning
Kjarvals
í Listamannaskálanuin er opin daglega
frá kl. 11—22.
Landbúnaðarsýning
Á næsta sumri verður haldin 1 Reykjavík almenn
LANDBÚNAÐARSÝNING.
Mun hún verða opin í 10—15 daga og hefjast seint í
júní. — Fyrirhugað er að sýnt verði:
1. Garðyrkja.
2. Búfjárrækt.
3. Heimilisiðnaður.
4. Jarðyrkja.
5. ,Húsagerð.
6. Kjötafurðir.
7. Loðdýr og grávara.
ö. Mjólkuriðnaður.
9. Skógrækt og sandgræðsla.
10. Búvélar og verkfæri.
11. Veiði og hlunnindi og ef til vill fleira.
Fyrirtækjum og einstaklingum verður gefinn kostur á
að hafa á sýningarsvæðinu, gegn sérstöku gjaldi, eigin'
vöru- og auglýsingasýningar, og kemur þar einkum til
greina:
1. Búvélar, ílutningatæki, verkfæri og áhöld, sem not-
uð eru í þágu landbúnaðarins.
2. Iðnaðarvörur framleildar úr hráefnum landbúnaðar-
ins, s. s. ullarvörur, skinnavörur, sláturafurðir o. fl.
3. Rafmagnsvélar, heimilistæki og húsgögn, sem telja
má að henti sérstaklega á sveitaheimilum.
4. Byggingafefni, sem vel hefir reynst eða talið er
æskilegt í sambandi við hýsingu til sveita.
5. Annað, sem stofnanir eða einstaklingar óska að sýna
og' rétt þætti að taka, samkvæmt ákvörðun sýning-
arstjórnar.
Umsóknir um þátttöku samkvæmt þessu, þurfa að ber-
ast, eigi síðar en fyrir lok þessa mánaðar, og sé 1 þeim tek-
ið fram:
Stærð sýningarsvæðis, sem óskað er til afnota:
á. fyrir búvélar,
b. fyrir flutningatæki,
c. fyrir búvélar og tæki, sem ekki veröur komizt hjá, að
hafa undir þaki,
d. upptalning á munurn þeim, sem gert er ráð fyrír að
sýna. *
Auk véla- og verkfærasýninga verður aðallega um það
að ræða, að fá á leigu hólf eða afmörkuð svæði í sýning-
arskálanum og ganga fyrir í því efni, þeir sem sýna vilja
vörur þær, sem áður er getið, allt eftir því sem húsrúm og
aðstæður leyfa.
Skrifstofa sýningarinnar í Kirkjustræti 10 i Reykjavík,
er opin daglega kl. 9—12 og 1—7, óg ber að senda þangað
öll erindi varðandi sýninguna, en sími skrifstofunar er
7995.
Framkvæmdanefndin