Tíminn - 15.02.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.02.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: PRAMSÓKNARPLOKKURINN S < Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚ3I. Lindargötu 9 A Símar 2353 og 4373 APGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A Simi 2323 31. árg. I&eykfavík. laugardagiim 1S. febr. 1947 »2. Man' ERLENT YFIRLIT. Viönám Þjóöverja gegn nazistum iVý.jar frásagiiir af þýzku mótstöðii- hreyfiiiguiuii. Síðan styrjöldinni lauk hafa komið út margar bækur, þar sem Sjagt er frá mótstöðuhreyfingunni í Þýzkalandi gegn nazista- stjórninni. Sum af þessum ritum eru vafalaust samin til að hiiekkja þeim áróðri, að öll þýzka þjóðin hafi staðið að baki nazistum, og má vera, að hlutur mótspyrnunnar sé þar gerður meirj en skyldi. Önnur munu hins vegar segja nokkuð hlut- laust og rétt frá staðreyndum. Niðurstaðan verður því sú, að meðal Þjóðverja hefir ríkt miklu meiri andúð gegn nazista- stjórninni en almennt hefir verið álitið til þessa. -Af þeim bókum, sem nýlega eru komnar út um þessi mál, er talin einna merkust bók eftir H. B. Gisevius, er nefnist: „Bis Zum bitteren Ende". Hún nær yfir tímabilið frá 1933 til striðs- loka. Höfundurinn var fyrst starfsmaður í dómsmálaráðu- neytinu, en síðar starfsmaður þýzku ræðismannsskrifstofunn- ar í Zurich. Canaris flotaforingi, sem var forstöðumaður þýzku leynistofnunarinnar.kom honum í þá stöðu, svö að hann gæti starfað fyrir mótstöðuhreyfing- una, en Canaris var einn af að- almönnum hennar. Gisevius hafði því góða aðstöðu til að fylgjast með þessum málum. Það voru margar stoðir, sem runnu undir valdatöku nazism- ans. Sú ástæðan var kannske örlagaríkust, að andstöðuöfl hans voru sundruð og báru kom- múnistar meginábyrgð á þvi. _Þeir töldu liklegt, að nazista- stjórnin gæti ekki staðið nema skamma stund og hrun hennar myndi skapa öngþveiti, er lyfti kommúnismanum til valda. Það var og kannske- engu minna ör- lagaríkt, áð kirkjan sýndi naz- ismanum nokkra samúð, þar sem hún -mat baráttu hans gegn kommúnismanum. Kirkj- unnár mönnum var ekki ljóst, að nazisminn barðist gegn öll- um siðalögmálum kristninnar. Fjölmargir hinna betur menntu Þjóðverja sáu strax hvert- stefndi eftir valdatöku nazista. Hins vegar var ekki neinum skipulegum samtökum komið við 'eftir það og ógerning- ur var að skapa neina fjölda- hreyf ingu meðal alþýðustétt- anna gegn nazistastjórninni. ERLENDAR FRETTIR Samkomulag hefir náðst milli Bandaríkjanna og Kanada um varnarbandalag. Tilkynning um þetta var birt í Ottawa í fyrradag. Vopnabúnaður land- anna og herþjálfun vprður sam- ræmd og komið upp sameigin- legu varnarkerfi fyrir norður- skautslöndin. Tekið er fram, að varnarbandalagi þessu verði ekki stefnt gegn öðrum þjóðum. Palestínuráðstefnunni lauk í London í gær, án þess að ár- angur næðist. Franska stjórnin hefir hafnað vopnahlésskilmálum Vietnam- manna. Slésvíkurbúar hafa borið fram krofur um sjálfstjórn við hernámsstjórn stórveldanna í Berlín. * Frá Þýzkalandi berast fréttir um sívaxandi neyð af völdum frostharkanna og samgöngu- erfiðleikanna, er hafa hlotizt af þeim. Fjöldi verksmiðja hefir stöðvazt. Daglega deyja tugir manna af völdum kulda og van- líðunar. Sjálfsmorðum fer si- fjölgandi. í Berlfn einni voru framin 200 sjálfsmorö í seinustu viku. Mörg þúsund manna liggja þar á spítölum í kalsár- um. Dakótafíugvélin nýja og áhófn hennar Til þess var leyniþjónusta henn- ar og lögregluvald alltof sterk. Mótstöðuhreyfingin varð því mjög í molum. Aðalfylgi henn- ar var hjá embættismönnum og herforingjum, sem fundu til þess, að náSisminn braut gegn þeim siðavenjum, er þeir töldu grundvallarskilyrði sómasam- legs þjóðfélags. Markmið margra þeirra var kannske ekki fyrst og f remst að endurreisa lýðveldið, heldur að koma í veg fyrir það siðleysi og þá glæfra, sem r>az- isminn grundvallaðist á, og þeir álitu, að fyrr en síðar yrðu þjóðinni að falli. Lífið og sálin í þessum samtökum var Goer- deler, borgarstjóri í Leipzig, er var sannur lýðræðissinni, ó- hemju duglegur, óþrsytandi og alltaf jafn bjartsýnn, á hverju sem gekk. Af öðrum forystu- mönnum má nefna von Beck hershöfðingja, er lagt hafði nið- ur herþjónustu í mótmælaskyni gegn nazistum, en var svo vin- sæll í hernum, að -þeir þorðu ekki að ráðast gegn honum. Þá má ekki gleyma Canaris flota- foringja og Hans Oster, aðstoð- armanni hans. Allir þessir menn urðu að síðustu að láta lífið fyrir andstöðu sína gegn nazistum. Störf mótspyrnuhreyfingar- innar, sem þessir menn' héldu uppi, voru miklu víðtækari en menn utan Þýzkalands geröu sér í hugarlund. Stundum voru þau komin að því að hejapnast, en forsjónin virtist alltaf bjarga Hitler á seinustu stundu. Honum heppnuðust innlimanir Austur- ríkis og Súdettahéraðanna, og innrásirnar í Pólland, Noreg, Danmörku, Niðurlönd og Frakk- land. Forvígismenn mótspyruu- hreyfingarinnar höfðu oftast stimplað þessi tiltæki hans hreina glæfra og talið þau ekki geta haft annan endi en hrun ríkisins. Reynslan virtist hins vegar verða á aðra leið. Margir, er höfðu hallazt að mótstöðu- hreyfingunni, fóru því að ásaka forustumenn hennar um hrak- spádóma og ýmist féllu frá henni eða héldu að sér höndum til að sjá, hverju fram yndi. Forvígis- mennirnir, eins og Goerdeler, Beck og Canaris gáfusfl þó aldrei upp. Eftir að Þjóðverjar tóku að biða hrakfarir í Rússlandsslyrj- öldinni, bættust nýir aðilar í hópinn. Það voru ýmsir herfor- ingjar, einkum þeir prússne.sku, |er óttuðust um framtið Prúss- ^lands og herforingjastéttarinn- ^ar, ef Þjóðverjar biðu fullnað- arósigur. Leiðtogi þessara manna var Stauffenberg greifi. Þeir höfðu ýms önnur sjónar- mið en Goerdeler og menn hans. Þeir vildu t. d. semja \Mð Rússa og leggja aðaláherzlu á sam- vinnu við þá, en Goerdeler vildi leita samvinnu við - Engilsaxa. Sameiginleg andstaða gegn naa- ismanum sameinaði þó þessa menn. Tilraun þeirra lauk meö sprengjutilræðinu við Hitler 20. júlí 1944, er misheppnaðist og leiddi til handtöku og hrylli- (Framhald á 4. siðu) Þessi mynd var tekin á Reykjavíkurflugvelli í fyrradag, þegar hin nýja Douglas Dakota-flugvél var nýkomin. Hinir ungu flugmenn standa hér fyrir framan hana. — Ljósm.:v G. Þórðarson. 18 ára piltur setur svifflugmet Kemst í 12000 feta hæð Átján ára piltur, Hallgrímur Jónsson að nafni, flaug í síðast- liðinni viku á svifflugvél upp i 12000 feta hæð, og hefir aldrei fyrr verið svo hátt flogið á syjf- flugvél hér á landi. Uppstreymi var mikið yfir Reykjavik og Hvalfirði þennan dag, og hefði Hallgrímur senni- lega getað flogið mun hærra, ef flugvallarstjórnin hefði ekki skipað honum að koma niður aftur, er hann hafði náð þessari hæð. Var það gert vegna þess, að farið var að skyggja, stór farþegaflugvél í þann veginn að hefja sig til flugs, en svifflug- vélin ljóslaus. Hugur Hallgríms hefir lengi beinzt að flugi og flugmálum. Hann byrjaði tólf ára gamall að smíða flugSí'kön, hóf síðar svif- flugnám, og er nU byrjaður að nema vélflug. Áður hafði Kjartan Guð- brandsson (Magnússonar) flog- ið hér hæst í svifflugvél. Setti hann met sitt 1938 — flaug þá í 5000 feta hæð. Aðalfundur Kyndils Aðalfundur Fræðslu- og mál- fundafélagsins Kyndill, sem starfar meðal bifreiðastjöra í Reykjavík, var haldinn l'. febr. s. 1. — í stjórn félagsins voru kosnir: Formaður Tryggvi Kristjánsson, gjaldkeri Guðlaugur Guðmunds- son og ritari Valdimar Lárusson. í varastjórn voru kosnir: Ingi- mundur Gestsson, Einar Guð- mundsson og Þorvaldur Jóhann- esson. \ Félagið starfar nú í tveim deildum, málfundadeild og tafldeild. Á fundinum var sam- þykkt að sækja "umTupptQku í Skáksamband íslands fyrir tafl- deild féte,gsin6. Erlendur í Unuhúsi látinn Erlendur Guðmundsson í Unu- húsi við Garðastræti andaðist í sjúkrahúsi hér í bænum í fyrra- morgun. Hafði hann lengi verið vanheill, en þó aðeins legið skamma hríð í sjúkrahúsinu. Erlendur var tæplega hálf- sextugur. Hann var skrifstofu- stjóri hjá tollstjóra. En víð- kunnastur var hann fyrn->'það, hvernig hann og móöir bjuggu skáldum og listamönnum í höf uðstaðnum sitt annað heimili um langt skeið. 2 siglfirzkir skíða- kappar á Holmen- kollenmótið Tveir siglfirzkir skíðakappar, Jón Þorsteinsson og Jónas Ás- geirsson, munu taka þátt í Hol- menkollen-skíðamótinu hinn 2. marz næstkomandi. Hefir Skíða- samband ísiands tilkynnt vænt- anlega þátttöku þeirra. Þeir Jón og Jónas munu keppa í stökkum, en i öðrum greinum skíðamótsins munu íslendingar ekki taka þátt. Þeir Jón og Jónas eru báðír einhverjir fremstu skíðamenn landsins. Hafa þeir verið mjög sigursælir á skíðamótum hér á landi. Verður gaman að frétta, hvort þeir standast skíðaköpp- um annarra þjóða snúning. Fiskiðjuver tekur til starfa í Keflavík /SÍKi aii skita I — I '/> iniljón króna í erlendum gjaldeyri eftir veínriiin. Fyrír skömmu síðan tók til starfa í Keflavík fiskiðnaðarverk- smiðja, sem nú þegar getur unnið fiskimjöl úr 120 smálestum hráefnis og brætt 800—1000 mál síldar á sólarhring. Standa hraðfrystihúsaeigendur í Keflavík og Ytri-Njarðvíkum að þessu i'yrirtæki, en framkvæmdastjórinn og sá, sem mest allra hefir beitt sér fyrir því, er Huxley Ólafsson útgerðarmaður. Verksmiðjan er búin nýjum og góðum vélakosti. Verksmiöja þessi er inn við sjóinn milli Keflavíkur og Ytri- Njarðvíkna. Á þeim stað hafði Karl Runólfsson í Keflavík haf- ið beinavinnslu fyrir nokkrum árum. Keypti hið nýja félag þessa éign, reisti þar nýjar byggingar og bjó þær nýjum og góðum "Vélakosti. Hafði Þóröur Runólfsson, eftirlitsmaður véla, yfirumsjón með þvi verki. Vélarnar i Fiskiðjuna eru að mestu leyti smiðaðar hér innan- lands, sumar af vélsmiðjunni Jötni og nokkuð þeirra af Héðni. Hvort verkstæöi fyrir sig hefir sett niður það, sem það heí'ir smiðað, en endanlega hefir Héö'- inn gengið frá ¦ verksmiðjunni. Félagið, sem rekur þessa nýju fiskiðnaöarstöð, heitir Fiskiðjan s/f. Stofnendur. þess eru Kefla- vik h.f., Jökull h.f., Frosti h.f., Hraðfrystistöð Keflavíkur h.f., Hraðí'rýstihús Keflavíkur h.í'. og hraðfrystihús Karvels Ög- mundssonar. Formaður félags- ins er Elías Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri, en framkvæmda- stjóri Huxley Ólafsson, eins og áður er sagt. Landsbankinn hleypur undir baggann. Fyrst í stað voru talsverðir örðugleikar um öflun nægilegs fjár til þess að koma fiskiðjij- veri þess# upp, þar eð hrað- frystihússeigendur höfðu ekki aflögu svo mikið fé, sem til þess þurfti. Forráðamenn Lands- Meiri síid en nokkru sinni fyrr ilrottningin varo' ad (iræða mjlli síldarbát- anna til að koniai§it inn á liöfnina. Uppgripaafli var á ytri höfninni í gær, og mátti segja, að síld- in veiddistxí sjálfu hafnarmynninu. Kæmi það monnum ekki á óvart, þó að bátarnir þyrftu bráðum ekki að fara frá bryggj- unum til að komast í síld. Drottningin varð að þræða á milli bátanna í gærmórgun til þess að komast inn. Síldin uppi í landsteinum við Reykjavíkurhöfn. Ef til vill hefir aldrei fyrr í vetur verið eins mikill uppgripa síldarafli og á ytri höfninni tvo undanfarna daga. í gærmorgun voru margir bátar á veiðum á ytri höfninni og, sumir þeirra að heita mátti fast við hafnar- mynnið, alveg i siglingaleið. Aðrir voru nokkru utar og enn aðrir fast upp við land annars staðar, svo sem við Örfirisey og upp í vikinu milli hafnargarös- ins og olíustöðvarinnar á Klöpp. Voru sumir þessara báta svo skammt undan landi, að hægt var að sjá síldina, þegar verið var að háfa. 700 mál í einu kasti við hafnarmynnið. Sumir bátanna voru öðru hverju í gær að snurpa rétt við hafnarmynnið. Vélbáturinn Á- gúst Þórarinsson, sem er nýr og stór bátur frá Stykkishólmi, kom að bryggju um hádegi i gær, fullhlaðinn af síld, sem hann hafði fengið i einu kasti utan við hafnarj»»nnið. Voru það um 700 mál, er á honum var. Nýstárleg og matarlcg sjón. Þegar Dronning Alexandrine kom til Reykjavíkur í gærmorg- Iluxlcy Olafsson. bankans féllust þá á að lána félaginu 900 þúsund krónur. Er , það skilningi bankastjóra hans að þakka, að þetta fyrirtæki er nú komiö upþ og tekið til starfa. Nýbyggingarráð studdi einnig að framgangi málsins og mælti með því, að Fiskiðjan fengi lán í stofnlánadeild sjávarútvegsins. Von um 1—1% miljón króna í erlendum gjaldeyri í vetur. Félagið hugsar sér að hafa með höndum hvei's konar fisk- iðnaö. Eins og nU standa sakir getur verksmiðjan unnið fiski- mjöl úr 120 smál. hráefnis, og virðist mega auka afköstin nokk- uð. Síldarbræðslu getur félagið framkvæmt, og ætti að vera hægt að bræða 800—1000 mál á dag. Fiskiðjan ætti í vetur að geta framleitt útflutningsvöru, sem gefur 1—ry2 miljón króna í er- lendum gjaldeyri. Má segia, að þetta sé að miklu leyti fundið fé, því fiskbeinunum hefir að mestu verið hent í sfciinh á undanförnum- árum. un, ætlaði skipið varla' að kom- ast inn á höfnina í'yrir síldar- bátunum, sem voru í ó'ðá önn að veiða sildina. Varð skipið að þræða milli þeirra til að komast að bryggju. Þótti bönum þetta nýstárleg og matarleg sjón. Hið sama þurftu einnig önnur skip að gera sem fóru út eða inn frá Reykjavík, ¦einkum þó f/rrihluta dagsins. Drckkhlaðnir bátarnir bíða losunar. Sjómenn eru vongóðir um á- framhaldandi veiði á ytri höfn- inni, en það tefur mjög fyrir yeiðunum, að bátarnir þurfa að biða lengi eftir losun, þar sem skip eru enn af skornum skammti tir að flytja síldina norður. í gær biðu níargir bátar fullir af síld á höfninni. Meðal þeirra voru Ágúst Þórarinsson, Fagriklettur og Andvari, sem allir eru drekkhlaðnir, eins og mest gerist á sumarveiðum fyr- ir Norðurlandi. Fjöld* fólks gekk niður á bryggjur í gær til að skoða síld- arbátana og var ekki ósvipað um að litast við Löngulínu og á Siglufirði um hásíldveiðitím- ann. Er það nýstárlegt, að:kom hingaö til lands mörgum Reykjavík tekur svO'^njög á sig sinnum. Hann skrifaði doktors- svip síldarbæjarins. | (Framhald á 4. siðu) MERKUR ISLANDS- VIMR LÁTINN Fyri fáum dögum barst hing- að andlátsfregn hins kunna ís- landsvinar, Arne Möller, dr. phil. og theol. Dr. Arne Möller var af ís- lenzku kyni í móðurætt. Jón landritari var afi hans. Faðir hans var prestur í Velling viö Ringköbing, og þar fæddist hann 1876. Lauk hann guðfræði- prófi, en gerðist fyrst í stað kennari. Síðar var hann prestur á Jótlandi og Fjóni, eji 1929 gerðist hann kennaraskólastjóri í Jonstrup á. Sjálandi og síðar í Haderslev á Suður-Jótlandi. . Hann var hinn einlægasti vin- ur íslands og íslendinga og gagnkunnugur íslenzkum mál- um og íslenzkri menningu og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.