Tíminn - 26.03.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.03.1947, Blaðsíða 3
59. blað TÍMI\\. miðvikadagimn 26. marz 1947 3 SJÖTUGUR: Guðmundur Bjarnason á Mosvöllum í Önundarfirði. r- Gunnar Widegren: Ráðskonan á Grund Guðmundur Bjarnason á Mos- völlum í Önundarfiröi varð sjötugur síðastliðinn mánudag. Hann er fæddur í Álftafirði vestra 24. marz 1877. Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson, sem verið um ógætni að ræða, því að vel má öruggur maður, sem veit hvað gera skal og getur gert það, bjóða sér talsvert. Guðmundur Bjarnason hefir mætur á skíðafari. Hann var Guðmundur og Guðrún á Mosvöllum. síðar var í Tröð í Álftafirði og Guðrún Jónsdóttir kona hans. Bjarni var ættaður úr Jökul- fjörðum, dugnaðarmaður mikill og hinn vaskasti sjómaður, en drukknaði á Álftafirði, þegar hann var um fimmtugt. Guðmundur Bjarnason var á- fyrsta ári tekinn til fósturs að Mosvöllum í Önundarfirði og hefir átt þar heima síðan. Fóst- urforeldrar hans voru Gils Bjarnason og Guðmundína Jónsdóttir, sem enn er á lífi hjá Guðmundi syni sínum í Hjarðardal, 96 ára gömul. Guðmundur Bjarnason kvænt. ist árið 1901 Guðrúnu Guð- mundsdóttir frá Kirkjubóli, góðri konu og gjörvulegri, sem ekki lét sér allt fyrir brjósti brenna. Hófu þau síðan búskap á Mosvöllum, og þar hafa þau gengið að verki til þessa dags, þó að dóttir þeirra og tengda- sonur hafi haft þar búsforráð um hríð. Þau Guðrún og Guð- mundur áttu 5 börn, sem úr bernsku komust, og eru þau öll á lífi. Én auk þess ólu þau upp nokkur börn. Guðmundur Bjarnason var maður æðrulaus og öruggur til harðræða. Hann stundaði sjó- mennsku allmjög á yngri árum, reri m. a. í Bolungarvík og víð- ar við Djúp og var á þilskipum við hákarlaveiðar. Sagði hann mér einhverntíma, að hann hefði um tlma ekki verið mikið sjóhræddur, en aðrir segja mér, að hann hafi verið hinn djarf- asti maður til siglinga og svaðil" ferða. Hygg ég þó, að ekki hafi er í fyrsta versinu hjá H. P. en | í þessum línum: Á Valhúsahæðinni er verið að krossfesta mann Hvað sem þvi líður, að skáld hinnar nýju stefnu eigi ein framtíðina þá er það víst, að fyrsti passíusálmur H. P. lifir svo vel meðal íslenzku þjóðar- innar, að það hefir þótt hlýða „að beztu manna yfirsýn“ að taka hluta af honum í sálmabók þjóðkirkjunnar við endurskoð- un hennar, sem nýlega er lokið, þótt hann væri ekki prentaður í sálmabókinni áður og sé nú sennjilega því sem næst þrjú hundruð ára gamall. Það verður að segjast í þessu sambandí, að líkjingaauðurinn er najög takmarkaður í hinum nýja sálmi. Sennilega vekur mesta eftirtekt af efni hans þeirra, er það lesa, myndin af hinu mógula hári mannsins og léttur göngumaður, einkum á skíðum, þar sem hann var af- reksmaður. Og ekki hefði hon- um vaxið í augum að koma á skíðum sínum í tæka tið til vinnu sinnar í Reykjavík, þó að hann hefði 'haft náttstað uppi á Kolviðarhóli, ef grillt hefði öðru hvoru milli símastaura. Svo oft mun hann hafa verið kominn til ísafjarðar um fóta- ferðartíma þar, og er þó leiðin þangað nokkuð á þriðja tug km. og liggur yfir 600 metra hátt fjall, snarbratt, og maðurinn sjaldnast laus. Guðmundur lærði ungur sund í Reykjavík hjá Ásgeiri Ásgeirs- syni, sem síðan var lengi pró- fastur í Hvammi í Dölum. Guðmundur Bjarnason er mað ur vinsæll og hlýtur svo að vera. Hann er greiðvikinn með af- brigðum og þarf ekki að ganga eftir liðsveizlu hans, en mað- urinn ærulaus og ókvalráður og hinn ágætasti verkmaður. Hann er félagslyndur og raungóður samferðamaður i félagsmálum. Jafnan er hann glaður og reifur, hnittinn í orðum og spaugsam- ur. Hafa tilsvör hans stundum minnt mig á Ingjald i Hergilsey. Mér finnst mannlífið auðugra vegna slíkra manna, skemmti- legra, þróttmeira og fallegra. H. Kr. Vinnið ötullega fyrir Tímann. Utbreiðlð Tímann! ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦« |hinum sægrænu augum stúlk- unnar. Það getur og leitt til um- hugsunar, hvað þessi spurning „skyldi manninum ekki leiðast að láta krossfesta sig“ muni vera sprottin af djúpri úð. Sé sú staðhæfing sannleikan- um samkvæm, að „öll grózka hins vaxandi lífs, allur veru- leiki þess, búi í skáldskap hinn- ar nýju stefnu,“ má búast við, að þjóðin fari brátt að sýna óþreyju við að bíða eftir fram- haldi af hinum nýja „passiu- sálmi“ eða farið verði að ó«ka endurprentunar á honum. Ef til vill þykir og hlýða að taka hann í sálmabókina innan skamms eða í ljóðaúrval ellegar a. m. k. í kennslubók, svo sem Lestrar- bók Sig. Nordals, sem sýnishorn af bókmenntum hinnar nýju stefnu. — Við bíðum og sjáum hvað setur. þöktir í vitunum á henni. Hún veit þá, hver Alfreð er, þegar fundum okkar ber næst saman. — Ég þakka, sagði ég, en það er búið að bjóða mér upp. Og svo stakk ég hendinni undir handlegginn á Arthúr. — Sagðirðu, að það væri búið að bjóða þér upp, sagðirðu það? hélt berserkurinn áfram og. hvessti nú augun á aumingja Arthúr. Og hvaða labbakútur ert þú? Þú ert kaupstaðarræfill og ekkert annað, og nú kemur þú hingað til þess að dansa við stúlkurnar okkar, og þú skreytir þig einkennishúfu með bind- indisáletrun og þeysir um allar trissur á mótorhjóli. En þú getur skreiðzt upp á það tafarlaust og snáfað heim, og þetta færðu frá mér í veganesti .... Og svo sló hann Arthúr slíkt bylmingshögg, að hann endasteyptist í grasið. Hildigerður rak upp ógurlegt hljóð, en annars þorði enginn að æmta né skræmta. Enginn hreyfði heldur minnsta fingur, þótt Alfreð, þessi ógnvaldur allrar sveitarinnar, þrifi í mig og kippti mér upp í fangið á sér. — Nú skaltu komast að raun um, hvernig Alfreð tuktar ókunnugar tæfur, sem ætla að standa upp í hárinu á honum! öskraði hann framan í mig. Um leið og hann sleppti orðinu ætlaði hann að reka rembingskoss á munninn á mér. En hann lenti nú á kinninni. Ég varð öskuvond og hafði reynt að snúa mér undan, og það leggur mér vonandi enginn til lasts. Alfreð linaði heldur takið á mér og hvæsti að mér: — Hvað segirðu um þetta, illfyglið þitt? Mér sortnaði fyrir augunum, en ég var ekki á þeim buxunum að láta í minni pokann fyrir honum: — Ég segi, að þú sért sá argasti dóni, sem ég Jiefi augum litið, og þetta — hviss — færðu fyrir, að þú slóst hann Arthúr áðan, og þetta — hviss — færðu fyrir, að þú ætlaðir að sletta .grönunum á þér framan í mig, og þetta — hviss .— færðu, svo að þú gleymir ekki hinum löðrungunum. Arthúr hafði nú staulazt á fætur aftur og vildi ólm- ur rjúka á Alfreð, en Hildigerður ríghélt honum, svo ~ að hann mátti sig ekki hræra. En Alfreð velti vöngum og blimskakkaði augunum, og mér er ekki grunlaust um, að honum hafi orðið dálítið þungt yfir höfðinu af klappi mínu. Það var dauðaþögn, en svo byrjaði ein stúlknanna að krimta, og krimtið varð að flissi, og flissið varð að margrödduðum hlátrasköllum. Það var meira en hinn hugrakki Alfreð þoldi. Hann æddi burt frá fólkinu og özlaði út I birkikjarrið með ógur- legum formælingum. Við sáum hann seinast úti á veginum. Þar barði hann.í kringum sig með krepptum hnefum og ákallaði alla ára hins neðsta vítis, og þann- ig hvarf hann sjónum okkar. — Hann kemur ekki aftur í kvöld, sagði elzti spilar- inn. Hann fékk það, sem hann þurfti. Þú getur reitt þig á það, að ég var dáð og tilbeðin þessa nótt, og þú hefðir átt að sjá, hvernig Hildigerður blés út af monti yfir frægð minni, þar sem hún sner- ist kringum Arthúr og tróð grasi upp í nefið á honum til þess að stöðva blóðnasirnar, er hann hafði fengið í viðureigninni. En hvað ímyndarðu þér, að gamla breddan hefði sagt, ef hún hefði verið nærstödd? Eða skólaráðið heima, þegar það fer að lesa umsókn mína um matreiðslukennslukonustarfið, ef það vissi um þennan atburð? Eða þá bara aumingjfi foreldrar mínir? Sjálf hefi ég komizt að þeirri niðurstöðu, að ég hafi aldrei lifað jafn skemmtilega Jónsmessunótt. Geturðu skilið það? Þín Anna Andersson. SJÖTTI KAFLI. Hjartans engillinn minn! Nú eru þau komin, bróðir húsbóndans og Lára, sem hann hefir einhvern tíma á veikleikans og freisting- anna stund lofað að elska 4 blíðu og stríðu og tekið sér fyrir eiginkonu. Ofan í kaupið hefir svo fylgt henni írski völskuhundurinn Garmur, og andstyggilegra og verr innrætt kvikindi finnst ekki á jörðinni, nema ef það væri þá sjálfur eigandinn. — Velkomin, sagði húsbóndinn, þegar við komum niður að hliðinu, þar sem spegilgljáandi Chrysler-bíll- . inn hafði numið staðar. — Velkomin, ságðí ég brosandi, um leið og ég opn- aði afturdyrnar, hneigði mig og rétti fram höndina. — Sælinú, sagði Hildigerður. — Það dugar, að þú segir, að ég sé velkomin hing- að, ef ég er það á annað borð, sagði Lára við húsbónd- ann. Vinnukonurnar þínar geta þagað. Við flýttum okkur heim, en ég heyrði húsbóndann segja: — Aðeins eitt, Lára — við skulum forðast öll ónot, ef þetta á að verða skemmtidvöl hjá ykkur hér á Grund. Heima hjá þér geturðu látið eins og þér líkar, en hér er það ég, sem hefi húsbóndavöldin, og ég vil sjálfur kenna mínu fólki rétta siði. Getusia afgreitt nú þegar liandsáðvélar „Jalco” fyrir rófur. ►•♦♦♦♦♦♦•♦♦••♦♦••♦•♦♦ &♦♦•♦♦♦••♦•••♦••••••♦ Samband ísl. samvinnuf élaga ALUDAR ÞAKKIR flyt ég öllum þeim, sem vottuðu mér vináttu sína og hlýhug með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum á sextugsafmæli mínu. INGIRÍÐUR ÁRNADÓTTIR, Holti. HÚNVETNINGAR! Við færum ykkur hjartanlegar þakkir fyrir vináttu og ógleymanlega samveru og samstarf á liðnum árum. Einnig þökkum við innilega gjafir og ástúð í sambandi við brottför okkar úr Húnavatnssý/lu og biðjum ykkur öllum guðs blessunar. Akranesi, 20. marz 1947. ÁSTA SIGHVATSDÓTTIR. KARL HELGASON. Jörð til sölu Jörðin Bjarg í Hrunamannahreppi, Árnessýslu, fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Á jörð- inni er nýlegt, vandað íbúðarhús úr steini. Önnur hús í góðu lagi. Semja ber við undirritaðan eig- anda jarðarinnar, sem gefur allar nánari upplýs- ingar. MjjöiTeifiir Sveinsson, Unnarsholtskoti, Hrunamannahreppi, Árnessýslu. reiðslustúlkur geta fengið fasta atvinnu hjá oss. Upplýsingar á skrifstofu vorri. Mjólkursamsalan. SKIPAUTG6R9 RIKISINS „ESJA” Hraðferð vestur og norður til Akureyrar miðvikudaginn 2. apríl kl. 5 síðdegis. Flutningur til Akureyrar, Siglufjarðar og fsafjarðar óskast afhentur á föstudag og árdegis á laugardag. ÓDÝRT Bollabakkar .........350 Glasabakkar ........ 2.50 Þvottabretti ..... 10.50 Flautukatlar, alú- minium ........... 8.50 Skaftpottar, em.... 5.25 Glerskálar ......... 5.00 Glerskálar m. loki.... 8.00 Glerföt ............ 3.00 Diskar, grunnir.... 2.00 E. Eisiarsson & Björusson h.f. Rolex Um fjölmörg ár höfum við átt vaxandi viðskipti við fólkið í dreifbýlinu, sem hefir trúað okkur fyrir því, að velja skart- gripi sína og fengið þá senda gegn póstkröfu. Gjörið svo vel og skrifið eða símið og við mun- um senda yður það, sem þér óskið. Trúlofunarhringar, Gullsmíði, Siifurvörur, Kristall, Sjónaukar, Úr, ROLEX, hið heimskunna merki. uðn Bipmun^sson Skúrlpripoverzlun Laugaveg 8. IVjótið sólarinnar i skammdeginu og borðið hinar fjörefnaríku Alfa-Alfa töflur. Söluumboð til kaupmanna og kaupfélaga utan Reykjavikur HJÖRTUR HJARTARSON Bræðraborgarstfg 1 Sími 4256.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.