Tíminn - 29.03.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.03.1947, Blaðsíða 3
62. blað TÍMIM, laugardaglim 29. marz 1947 3 Sjötíu og fimm ára: Dr. Helgi Pjeturss Doktor Helgi Pjeturss á 75 ára afmæli næstkomandi mánulag. Hann er fæddur í Reykjavík 31. marz árið 1872, sonur hjónanna Önnu Vigfúsdóttur Thorarensen og Péturs Péturssonar, bæjar- gjaldkera. Helgi ólst upp hjá foreldrum sínum hér í bænum og vakti snemma athygli á sér fyrir óvenjuskarpar gáfur. Gekk hann í Latínuskólann og út- skrifaðist þaðan með mjög hárri einkunn árið 1891. Síðan fór hann utan og lagði stund á náttúrufræði og landafræði við háskólann í Kaupmannahöfn og lauk þaðan embættisprófi á öndverðu ári 1896. — Árið eftir tók hann þátt í rannsóknarleið- angri til Grænlands, en hvarf heim að því búnu og ferðaðist hér um til jarðfræðirannsókna næstu árin. í þann mund var Þorvaldur Thoroddsen að ljúka rannsókn- ar'ferðum sínum hér. Hafði hann þá ritað margt um jarðfræði landsins og hélt því fram, að ísland hefði allt, að kalla má, skapazt fyrir jökulaldir, móberg og grágrýti jafnt og blágrýtið. Dr. Helga tókst þegar að færa sönnur að því, að þessi skoöun Þorvalds var röng. í hálsunum í Ytra-Hreppi fann hann ótví- ræðar jökulmenjar í móberg- inu sjálfu, og kom þetta síðar berlega í ljós annars staðar. Samkvæmt þessu taldi hann mó- bergið hafa skapa?t á jökulöld og renndi svo traustum rökum undir þá skoðun sína, að hún hefir ekki haggazt síðan, þó að Þorvaldur Thoroddsen og raun- ar fleiri, risu öndverðir við henni um .sinn. Eins og gefuu að skilja, breytti þessi uppgötv- un dr, Helga mjög svo skoðun- um manna á sköpunarsögu landsins, enda mundi hún ein hafa dugað honum til frægðar meðan íslenzk jarðfræði er iðkuð. En að sjálfsögðu lét hann ekki staðar numið við hana. Árið 1905 varði hann doktors- ritgerð, er hann nefndi: „Om Islands Geologi“, við Kaup- mannahafnarháskóla, og jók þá sínar. Ekki er þetta stór bók, en enn við hinar fyrri uppgötvanir hún mun- jafnan verða talin meðal hinna merkustu rita um islenzka jarðfræði. — Þegar hér var komið, og þó \>rr, var heilsu dr. Helga tekið að hnigna, en á næ^tu árum ágerðist mein hans svo, að hann gat ekki gefið sig við ferðalögum. Varð hann þá að láta af rannsóknum sín- um til ómetanlegs skaða fyrir hin ungu jarðfræðivísindi vor. Síðasta ritgerð hans um jarð- fræði, sú er máli skipti, kom út á prenti í þýzkri fræðibók, „Handbuch der Geologie“ árið 1910. — En þótt þannig væri skotið loku fyrir þá leið, sem dr. Helgi hugðist fara, gafst hann ekki upp, heldur sökkti sér nið- ur í gríska heimspeki og aðra. Jafnframt tók hann að brjóta sér brautir gegnum hinn mikla myrkvið mannlegrar dulvitund- ar með drauma sína og annarra að leiðarljósi. Á ‘þeim stigum fylgjast fáir með honum, og virðir hann það nokkuð svo til tómlætis, eins og ætla má. Hitt er þó á að líta, að flestum förl- ast þar sýnin. Hefir dr. Helgi ritað margt um þessi efni, sem kunnugt er, en eigi verður það rakið hér. Hitt skal eigi undan dregið, að hann ritar flestum mönnum fegurra mál og þrótt- meira. Stíll hans er óvenju-. hreinn og stæltur með þeim hefðarbrag, sem fátíður er hér á seinni öldum, en samir vel vits- munum hans og atgervi. Tvímælalaust er dr. Helgi Pjeturss einn hinn merkasti og merkilegasti íslendingur, sem nú er uppi. Munu því margir og mega árna honum góðs á þessum afmælisdegi hans. P. H. gefur farþegum'gúmtuggur, og ef þeir tyggja nógu rösklega, sleppa eyrun við mestu óþæg- indin. Fljót ferð. Venjulegast fara flugvélar AOA milli New York og Kefla- víkur á 14 klst. og er þá talin með einnar klst. viðdvöl á Gander-flugvellinum á Ný- fundnal^di. Ferðin frá Reykja- vik til Gander tekur um 7—8 klst., en frá Gander til New York um 5—6 klst. Stundum eru þessir áfangar farnir á skemmri tíma, einkum ef flugvélarnar fá hentugan meðvind. Það hefði þótt ótrúleg spá fyrir fám ár- um, að maður, sem faéri frá íslandi kl. 10 að kvöldi (íslenzk- ur tími), væri kominn til New York kl. 8 næsta morgun (New York tími). Svona er þetta samt orðið og þó mun þessi tími eiga eftir að styttast mikið enn, þegar fullkomnari flugvélar koma til sögunnar. Brautryðjendastarf. Félagið AOA, sem hefir tekið að sér fyrstu áætlunarferðirnar milli Evrópu og Ameríku um ísland, er að vinna brautryðj- endastarf, sem íslendingar eiga mikið undir. Hlunnindin, sem fylgja því fyrir íslendinga að fjöjfarin alþjóðaleið liggi um landið, er ótvíræð. Kynningin af landinu eykst, fleiri ferða- menn munu leggja leið sína hingað, og íslendingar munu njóta hagkvæmra samgangna. Verði leiðin um ísland vinsæl, getur það orðið landinu til þýð- ingarmikilla hagsbóta. Það er víst, að forráðamenn AOA hafa fullan hug á því að gera íslandsleiðina vinsæla. Það virðist ekki neitt sparað til þess af þeirra hálfu. Hinn öri vöxtur félagsins sýnir, að það hefir snjalla forustumenn, og því er öll ástæða til að vænta góðs árangurs af þessum fyrirætlun- um þeirra. Á síðastl. ári flutti félagið rúmlega 34 þús. farþega milli Evrópu og Ameríku og var það margfallt hærri tala en árið áður. Búizt er við, að far- þegatalan margfaldist enn á þessu ári. Félagið heldur nú uppi 16 áætlunarferðum á viku milli Evrópu og Ameríku. Auk þess heldur félagið uppi áætlunar- ferðum milli flestra aðalborga Bandaríkjanna. ísland og ferðamennirnir. Fastar flugsamgöngur um ís- land skapa íslendingum mörg ný verkefni í sambandi við (Framhald. á 4. slðu) Gunnar Widegren: Rádskonan á Grund Ég átti erindi út á svalirnar seinna um daginn. Bi-æðurnir voru fyrir skömmu komnir heim. — Bíðið þér aðeins við, sagði Lára óvenjulega blíð- mælt. Hvað tók Anna mörg'egg í hænsnahúsinu í dag? — Ég sagði frúnni það, þegar hún spurði mig um það í dag, svaraði ég, því að ég fann undir eins, að nú var nýtt herhlaup í aðsigi. — Ja-há, sagði Lára, og þá tölu hefir Anna líka skrifað í búreikningana. Allt, sem búið gefur af sér, er nefnilega bókfært. Húsbóndanum þykir g-amer* að tölum og bókfærslu og reikningshaldi. Mér varð orðfall. \ — Ég fór nú niður í hænsnahúsið á eftir yður, hélt hún áfram og brýndi nú röddina, og getur Anna látið sig gruna, hvað ég fann«þar? — Nei, svaraði ég — hvernig ætti ég líka að vita það? — O-jæja, sagði Lára — það er bezt, að Anna hugsi sig vel um. — Hva§ var það þá, sem frúin fann spurði ég. — Hvað er eiginlega á seyði? bætti ég við og sneri mér að húsbóndanum. — Ég skal segja ykkur, hvað er á seiði, sagði Lára. Ég fann þetta hérna í hænsnahúsinu. — Og nú dró hún körfu undan borðinu. — Manstu, hvað ég sagði um vinnufólk og stelsýki þess, fyrsta daginn sem ég var hérna? hélt hún áfram og sneri nú máli sínu til húsbóndans. Náttúrlega hefir hún ætlað að skjóta þessum eggjum undan og selja svo og hirða sjálf pen- ingana. — Því trúi ég ekki, sagði húsbóndinn með hægð, en lagði áherzlu á hvert orð, og sízt af öllu af því, að þetta eru postulínsegg, og þau eiga að vera þar, sem þú tókst þau. Þú skalt fara með þau aftur niður í hænsnakofann og láta þau þar, sem þau eiga að vera. En fyrst skaltu biðja Önnu fy .... . Ég vissi varla, hvort ég átti heldur að reiðast þess- ari aðdróttun Láru eða hlæja að tiltækinu, þvi að. ég fann strax, hve hlægilega vopnið hafði snúizt í hönd- um henni. En okkur vannst ekki ráðrúm til þess að móta afstöðu okkar frekar, hvorki mér né húsbóndan- um, því að Hildigerður kom í þessum svifum æðandi upp að svölunum, og sá boðskapur, sem hún hafði að færa, kórónaði þetta allt saman. — Hvur hefir opnað hænsnaRofann? hrópaði hún. Öll hænsnin eru komin út um hvippinn og hvappinn, og Garmur er búinn að drepa tvo unga! — Húsbóndinn verður að koma og hjálpa okkur .að reka hænsnin inn, áður en þau eyðileggja matjurta- gaíðinn og blómabeðin, hrópaði ég, um leið og ég skauzt eins og pila niður svalaþrepin. Lára var horfin, þegar við komum aftur frá hænsn- unum, og hún sást ekki, það sem eftir var dagsins. En „eggin“ voru kyrr á svölunum, og það kom á Hildi- gerði að fara með þau niður í hænsnakofann. Það var óvenjulega hljóðlátt á Grund þetta kvöld, þótt bræðurnir reyndu báðir að bæta eftir fremstu getu fyrir þá rangsleitni, sem ég hafði verið beitt. Maður Láru vildi gefa mér tíu krónuL en ég þver- neitaði að taka við þeim, og hann var hnuggnari í bragði en hann átti að sér. Daginn eftir var Lára ekki atkvæðaminni en henn- ar var :vandi, og þegar maður hennar spurði, hvort hún hefði beðið mig fyrirgefningar, svaraði hún: — Vilji hún ekki taka við tíu krónum hjá þér, kærir hún sig sjálfsagt ekki um neina fyrirgefningarbón frá mér. Óbreyttar vinnukonur geta ekki leyft sér þess háttar stórbokkaskap. Æ, æ — elsku hjartans I.ára mín! Það skyldi verða himnesk stund, ef mér mætti einhvern tíma auðnast að standa andspænis þér sem Alfa Rósengren! Þín Anna Andersson. SJÖUNDI KAFLI. Hjartans engillinn minn! Hérna um daginn ætluðum við að bæta okkur í munni við hádegisverðarborðið með fyrstu jarðar- berjunum, sem náð höfðu þroska í ár. Húsbóndinn hafði verið úti í garði um morguninn og fundið mörg stór og fullþroska jarðarber niðri í viðarullinni, og eftir að ég hafði sannfært mig um, að hann hefði á réttu að standa, var málið rætt og loks afráðið, að þessum fyrstu jarðarberjum sumarsins skyldi fórnað á matborð Grundarheimilisins um hádegið. Stundu síðar arkaði ég út í garð með stóra skjólu til þess að tína góðgætið. En þá brá svo undarle^a við, að ég fann ekki eitt einasta fullþroskað ber. Förin eftir hælana á skóm Láru færðu mér heim sanninn um það, að þau höfðu samt ekki orðið uppnumin með yfirnáttúr- legum hætti. Svo leið að matmálstíma. Fólkið settist að borðum, • og ég veitti því athygli, að húsbóndinn brosti ánægju- Kaupfélög'. GcÉum afgreití iiú þegar MJÓLKURSIGTI venjulega stærð. Ennfremur vattbotna ýmsar stærðir. Samband ísl. samvinnufálaga | Tilkynning Það tilkynnist hérmeð, að sandnám er bannað i landar- eign Sanda í Miðfirði nema með leyfi ábúanda jarðar- innar, Þorvarðar Júlíussonar. Reykjavík, 28. marz 1947. Þórir Baldvinsson. Hjálmtýr Pétursson. Tilkynning til auglýsenda I framhaldi af fyrri auglýsingu tilkynnist, að frestur fyrirtækja og eiristaklinga til að sækja um aðstöðu til eigin sýninga í sambandi við landbúnað- arsýninguna á næsta sumri, er útrunninn 20. apríl næstkomandi. Þeir aðilar, sem hyggjast að taka þátt í sýning- Greiðið áfallna útsvarshluta, bæði fyrir sjálfa yð- skilyrði, eru beðnir að snúa sér til skrifstofu sýn- ingarinnar í Kirkjustræti 10, eða hringja í síma 7995 og verða þeim þá veittar allar upplýsingar. Umsóknum um sýningarsvæði þurfa að fylgja sem nánastar upplýsingar u.v hvað sýna á. Landbúnaðarsýningin. Útsvör Annar hluti fyrirframgreiðslu upp í útsvör til bæjarsjóðs Reykjavíkur árið 1947, fellur í gjalddaga ‘ 1. apríl. Þá ber gjaldendum að greiða sem svarar 12% af útsvarsupphæð þeirra árið 1946, en þeim, sem ekki hafa greitt fyrsta hluta fyrirframgreiðslunnar, ber að greiða 25% af útsvarinu 1946. Greiðið áfalna útsvarshluta, bæði fyrir sjálfa yð- ur og launþega yðar, nú þegar, og í síðasta lagi fyrir páskahátiðina. líOUGAUIUTAKIVV SKl PA'UTGCKO RIKISINS fV SUÐIN” fer austur um land i hringferð um miðja næstu viku. Tekur flutning á allar venjulegar viðkomuhafnir milli Horna- fjarðar og Húsavíkur, ennfrem- ur til Ólafsfjarðar, Haganesvík- ur, Skagastrandar, Hvamms- tanga, Borðeyrar, Óspakseyrar, Norðurfjarðar og Ingólfsfjarðar. Vörumóttaka í dag og árdegis á mápudaginn. Pantaðir farseðlar óskast sóttir á mánudag. Hvít kjólaefni í fermingarkjóla. H. TOFT Skólavörðustíg 5. — Slmi 1035. Njótið sólarinnar i skammdeglnu og borðiff blnar fjörefnaríku Alfa-Alfa töflur. Söluumboð tll kaupmanna og kaupfélaga utan Reykjavíkur HJÖRTUR HJARTARSON Bræðraborgarstfg 1 Síml 425«.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.