Tíminn - 29.03.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.03.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: PRAMSÓKNARFLOKKURINN Simar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. RITSTJÓRABKRD?STOFDR: EDDUHÚSI. Lindargðtu 9 A Sfmar 2353 og 4373 AFQRKTDSTiA, DÍNHEIMTA OG ATJGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu ÐA Siml 2323 31. árg. Reykjavík, laugardagiiui 29. marz 1947 62. blað Stjórnarfrv. um inngöngu islands í Bernarsambandið Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í gær. í gær var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um að héim- ila ríkisstjórninni að ganga í Bernarsambandið, sem tryggir vernd bókmennta og listaverka. í greinargerð frumvarpsins segir svo: Markmið það, sem unnið var að ' með stofnun Bernarsam- bandsins, var að fá viðurkenn- ingu fyrir því, að við hugverk erlendra manna væri einnig tengdur fjárhagslegur réttur, sem vernda bæri eigi síður en hverja aðra eign. Upphaflega var því gert ráð fyrir, að hag- kvæmast væri að vinna að sarh- ræmingu höfundalöggjafar í hinum ýmsu lóndum, líkt og unnið var að sameiginlegri lög- gjöf á Norðurlöndum á ýmsum sviðum. Við nánari athugun reyndist slíkt þó ógerningur, vegna þess að mikill munur var á því, að hve miklu leyti hin ýmsu ríki vildu vernda rétt höf- unda. Var því horfið að því ráði að tryggja það annars vegar, að í hverju ríki fengju erlendir höfundar sömu vernd og inn- lendir, og hins vegar, að ein- ungis þau ríki fengju upptöku í sambandið, sem uppfylltu til- tekin lágmarksskilyrði í löggjöf sinni um höfundarétt. Bernar- samningurinn frá 1886 var orð- aður út frá þessu sjónarmiði, og við endurskoðanir þær, sem síð- ar hafa farið fram á honum, hefir sama sjónarmiði verið haldið, en lágmarkskröfurnar hækkaðar smám saman með tilliti til nýrra tegunda hug- verka og vaxandi skilnings á réttarstöðu höfunda. Með inn- göngu íslands í Bernarsam- bandið myndu íslenzku rithöf- undalögin einnig ná til verka erlendra hófunda, og íslenzkir höfundar sömuleiðis' njóta verndar í þeim ríkjum,- sem í Bernarsambandinu eru. Þessi ríki eru ,nú meðlimir í Bernarsambandinu: Ástralía, Belgía, Brazilia, Bretland, Búlgaría, Canada, Danmörk, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Indland, írland, ítalía, Japan, Júgóslavía, Liechtenstein, Luxemburg, Monarco, Noregur, Nýja-Sjáland PÓHand, Portúgal, Rúmenía, Spánn, Suður-Afríka, Sviss, Sví- þjóð, Tékkóslóvakía, Vatikanið, Þýzkaland. Að vísu eru nokkur ríki enn utan sambandsins, svo sem Bandaríki Norður-Ameríku. En þess ber þó að.gæta, að rit sem eru gefin út í Bandaríkjunum njóta verndar í fjölmörgum öðr- um ríkjum, ýmist á gagnkvæm- is grundvelli eða vegna beinna samninga Bandaríkjanna við viðkomandi ríki. Sama gildir um flest ríki Mið- og Suður- Ameríku. Framlög íslands vegna rekst- urskostnaðar Bernarstofnunar- innar myndu verða um 650 svissneskir frankar á ári, þ. e. um kr. 1000.00 samkvæmt nú- verandi gengi. Hins vegar yrði eigi hjá því komizt að setja fastar reglur um framkvæmd samningsins hér á landi, bæði varðandi fjárgreiðslur fyrir af- not hugverka, svo og fyrir- greiðslur varðandi samnings- aðild. í 2. gr. laga nr. 49 14. apríl 1943, sbr. reglugefrð 21. janúar 1947, er gert ráð fyrir að menntamálaráðuneytið setji reglur um hliðstæð réttindi inn- lendra höfunda. Verður að telja eðlilegt, að það ráðuneyti sjái um tilhögun þessara mála einn- ig að því er erlenda höfunda snertir. Ný Stjórnarfrv. um f ramleiðslu landbúnaðarins og verðskráningu landbúnaðarafurða lagt Tveir frægir sundgarpar Sérstöku flugráði verður falin yfirstjórn flugmálanna Stjórnarfrv. um flugmálin lagt fram á Alþingi. í gær var lagt fram stjðrnarfrumvarp á Alþingi um breyt- ingar á lögunum um flugvelli og lendingarstaði. Aðalefni frv. er á þessa leið: fram á Alþingi í gær Yfirstjórn framleiðslumálanna lögð í hendur framleiðsluráðs, sém verður kosið af sam- tökum bænda. í gær var útbýtt á Alþingi frumvarpi til laga um framleiðslu- ráð landbúnaðarins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á land- búnaðarvörum o. fl. Frumvarpið er flutt af ríkisstjórninni í samræmi við málefnasamning herihar. Það er í átta köflum og fara hér á eftii tveir fyrstu kaflarnir, er marka aðalbreytingar frv. Annar þeirra fjallar um skipun framleiðsluráðs Iandbún- aðarins, er annist yfirstjórn framleiðslumálanna, en hinn er um verðskráningu landbúnaðarafúrða innanlands. Hér eru tveir af kunnustu sundmönnum okkar íslendinga, þeir Sig- urður Jónsson Þingeyingur, til vinstri, og Ari Guðmundsson, til hægri. Þeir kepptu báðir við sænska sundkappann Olsson á sundmóti K. R. í fyrrakvöld Er sagt frá úrslitum mótsins á öðrum stað í blaðinu í dag. Tvö ný sundmet sett á sundmót inu í fyrrakvöld Sænski sundmaðurinn flaug héoau í gær- morgun — ósigraður. Ráðherra sá, er fer með flug- mál, skipar fimm manna flug- ráð, og skulu að minnsta kosti tveir þeirra hafa sérþekkingu á flugmálum. Flugráð skal skipað til fjögurra ára í senn. Verkef ni f lugráðs er að hafa á hendi undir yfirstjórn ráðherra stjórn flugmála og annast rekstur flugvalla ríkisins. Þókn- un til flugráðsmanna skal á- kveðin af ráðherra, og greiðist hún úr ríkissjóði. Ráðhera skipar flugmálastjóra og flugvallastjóra að fengnum tillögum flugráðs. Flugmálastjóri skal . undir stjórn flugráðs fara með störf þau, sem hér greinir: Nýbygg- ingu flugvalla, loftferðaeftirlit, öryggisþjónustu og önnur störf, er flugið varða og ekki snerta rekstur flugvalla. Flugvallastjóri annast rekst- ur og viðhald flugvalla ríkisins undir stjórn flugráðs. í erindisbréfum, er ráðherra setur að fengnum tillögum flug- ráðs,' skal nánar kveðið á um störf flugmálastjóra og flug- vallastjóra. Ráðherra skipar og ræður fasta starfsmenn flugmála- stjóra og flugvallastjóra til að- stoðar, eftir því sem þörf krefur, að fengnum tillögum flugráðs. Þar VTí laún flugmálastjóra, flugvallastjóra og annarra fastra starfsmanna verða ákveð- in í launalögum, skulu þau á- kveðin af ráðherra, og greiðast þau úr ríkissjóði. í grjeinargerð frumvarpsins segir svo: Á síðustu árum hafa orðið stórfelldar framfarir i flug- málum íslendinga. Fyrir styrj- öldina voru flugvellir hér fáir og smáir og flugið lítill þáttur í samgöngumálum þjóðarinnar. Á styrjaldarárunum hefir þetta breytzt. Flugvellir hafa verið byggðir, einkum þó af hernað- aryfirvöldunum, en þeir síðan afhentir íslendingum. Flugvél- um hefir fjölgað mjög, og flug- ið er sivaxandi þáttur í sam- göngukerfi landsins. Hér starfa nú tvö flugfélög, og hér eru flugskólar, sem eiga æfinga- og (Framhald á 4. siðu) í fyrrakvöld fór fram í sund- höllinni í Reykjavík hið árlega sundmót Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Að þessu sinni var fylgst með því af sérstakri at- hygli, þar sem meðal þátttak- endanna var einn af kunnustu sundmönnum Svía, Per Olof Olsson. En hann kom hér við á leið sinni til Bandarikjannii, þar sem hann ætlar að keppa í sundi á sundmótum. Hinir íslenzku sundmenn stóðust Svíanum ekki snúning, enda varla við því að húast, og fór hann héöan ó- sigraður. . Árangur íslenzku sundmannanna á mótinu var samt sem áður ágætur og voru sett tvö ný íelandsmet. • Úrslit í einstökum greinum urðu annars sem hér segir: 100 metra skriðsund: 1. Olsson á 58.5 sek. 2. Ari Guðmunds- son á 61.5 sek. Þingfundum frestað Fundum Alþingis var i gær frestað. Á þingið að koma sam- an aftur 8. apríl, að afloknu páskaleyfi þingmanna. 100 metra bringusund: 1. Ols- son á 1.13.4 mín. 2. Sigurður Þingeyingur á 1.17.7, sem er nýtt íslandsmet. 50 metra baksund: 1. Ólafur Guðmundsson í. R. 34.9 sek, sem er nýtt íslandsmet. Gamla (Framhald á 4. síðu) Um skipan og verkefni framleiðsluráðs. 1. gr. Framleiðsluráð land- búnaðarins hefir á hendi aðal framkvæmd laga þessara, og skal það skipað þannig: 5 mönnum kosnum af Stéttar- sambandi bænda á fulltrúaráðs- fundi þess, og sé einn þeirra formaður framleiðsluráðs, og 4 mönnum er stjórn Stéttarsam- bandsins skipar samkvæmt til- nefningu eftirgreindra aðila, einn frá hverjum: þeirri deild Sambands ísl. sa-mvinnúfélaga, er fer með sölu landbúnaðar- afurða, Mjólkursamsölunni i Reykjavík, Sláturfél. Suður- lands og. mjólkurbúunum utan mjólkursvæðis Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, allir til 2Ja ára í senn. . ¦ ' Framleiðsluráð kýs úr sínum flokki 3 menn i framkvæmda- nefnd og jafnmarga til vara. Verkefni nefndarinnar er að taka ákvörðun um og afgreiða mál, sem ekki þykir fært að fresta til fundar framleiðslu- ráðs. Framleiðsluráð ræður sér fulltrúa er annast dagleg störf, Nýjung í byggingariðnaði Fyrsta vibrósteinaverksmiðja á fslandi. Suður í Kópavogi er verksmiðja, sem steypir byggingasteina af sænskri gerð. Telja forstöðumenn fyrirtækisins, að steinarnir séu bæði ódýrari og betri en annars þekkist. En lívað segja ráðunautar almennings um þessa nýjung? Búnaðarþingi slitið ígær Búnaðarþinginu var slitið í gær. Fjallaði það um mörg mik- ilvæg mál sem snerta landbún- aðinn og bændur sérstaklega. Verður á næstunni skýrt frá þeim málum, sem það hefir fjallað um og ekki hefir enn verið sagt frá í blaðinu. í fyrradag var fréttamönnum boðið að skoða byggingarefna- verksmiðju, sem er suður i Kópavogi og steypir svokallaða Vibrosteina. Eru það bæði hol- steinar og heilsteinar. Steyp- an er vélhrist svo að minna vatn fari í hana og síðan eru stein- arnir þurrkaðir eða hertir í miklum hita. Með þessu móti er talið, að steypan verði sterk- ari og endingarbetri en ella. Framkvæmdastj óri verksmiðj - unnar er Örn Guðmundsson, en verkstjóri Óskar Magnússon frá Steinum undir Eyjafjöllum. Þessi steinagerð er sænsk og hófst framleiðslan árið 1938. Verksmiðjan í Kópavogi býr til 700—800 steina á dag, en þar vinna aðeins 4 menn. Er ætl- azt til þess, að steinarnir verði því ódýrara byggingarefni. en nú er almennt fáanlegt og ekki sízt vegna þess, að hitaeinangr- un á að vera betri en títt er í steyptum holsteinum. Þess er að vænta, að starfs- menn alþjóðar, þeir sem sér- fróðir eru um byggingamál og eiga að veita fólki upplýsingar og ráðleggingar, fylgist með þessari nýjung, reyni þessa steinategund og beri henni vitni. Vibrp-steinninn tekinn úr vélinni. það getur einnig valið sér trún- aðarmenn til eftirlits eftir því sem þörf krefur. 2. gr. Aðalverkefni fram- leiðsluráðs (auk þess sem um j-æðir í 1. gr.) eru: 1. að fylgjastmeð framleiðslu, sölu og vinnslu landbúnaðar- vara; 2. að stuðla að eflingu land- búnaðarframleiðslunnar i sam- starfi við Búnaðarfélag íslands svo að hún fullnægi eftir þvi sem kostur er á þörfum þjóð- arinnar 3. að stuðlá að umbótum á vinnslu og meðferð varanna; 4. að vinna að aukinni hag- nýtingu markaða fyrir þessar vörur utan lands og innan; 5. að vinna að því að beina framleiðslu landbúnaðarins að þeim framleiðslugreinum sem landbúnaðinum eru hagfelldast- ar og samrýmast bezt þörfum þjóðarinnar á hverjum tíma; 6. að ákveða verðmiðlun á kindakjöti, mjólk og mjólkur- vörum samkv. fyrirmælum laga þessara; 7. að ákveða mjólkursölusvæði samkv. lögum þessum; 8. að verðskrá landbúnaðar- vörur í samræmi við vísitölu hagstofunnar, sbr. 2. málsgr. 6. . og 7. gr. 3. gr. Framleiðsluráð lætur safna og gefa út ár hvert skýrslu um framleiðslu landbúnaðar- vara, vinnslu þeirra og sölu, markaði, markaðshorfur og af- komu landbúnaðarins á hverj- um tíma. Skylt er öllum þeim fyrir- tækjum og stofnunum er hafa með höndum vinnslu eða sölu landbúnaðarafurða, að láta ráð- inu í té allar upplýsingar, er því geta að gagni komið við störf þess og þær geta veitt. Um verðskráningu. 4. gr. Söluverð landbúnaðar- vara á innlendum markaði skal miðast við það, að heildartekjur þeirra, er landbúnað stunda, verði í sem nánustu samræmi við tekjur annarra vinnandi stétta. Hagstofu íslands er skylt að afla nauðsynlegra gagna fyrir 1. júlí ár hvert um framleiðslu- kostnað landbúnaðarvara pg tekjur annarra vinnandi stétta á sama tima. 5. gr. Við útreikning fram- leiðslukostnaðar og verð'agn- ingu á söluvörum landbúnað- arins á innlendum markaði i heildsölu og smásölu skal sam- kvæmt ákvæðum 4. gr. byggt á verðgrundvelli, sem fenginn er með samkomulagi milli þriggja fulltrúa, sem tilnefndir eru af (Framhald á 4. sUSu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.