Tíminn - 09.04.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.04.1947, Blaðsíða 3
66. blað TmiíVTV, migvikadaginn 9. apríl 1947 3 NÍRÆ9: Steinunn Einarsdóttir á Stokkseyri. Frú Steinunn Einarsdóttir, Brún á Stokkseyri, varð níræð 7. apríl í ár. í tilefni af þessu afmæli langar mig að taka penna í hönd og skrifa nokkrar línur. í því sambandi verður að vísu stiklað á stóru og ritsmíðin verður býsna fátækleg því níu- tiu ára ævisaga verður ekki skráð í smáblaðagrein. Stein- unn er fædd 7. apríl 1857 að Eystri-Tungu í Landbroti. Þaðan fluttist hún ung með foreldrum sínum að Holtsmúla í Landsveit, þar sem hún ólst upp og lifði æskuárin unz hún giftist unn- usta sínum, Páli Jónssyni frá Múla í sömu sveit. Ungu hjónin reistu þá bú að Þverlæk í Holt- um, en fluttu brátt þaðan á æskustöðvar Steinunnar, Holts- múla. Þar vpru þau unz þau fluttu suður í Flóa fyrst að Rúts- stöðum en síðar að Vorsabæjar- hól þar sem þau bjuggu 20 ára skeið, þar til aldurinn fór að færast yfir. Þá fluttu þau sig árið 1932, niður á Stokkseyri þar sem þau hafa búið síðan. Steinunn hafði frá fyrstu tíð því láni að fagna að njóta mik- ils styrks af trú sinni. Ung lærði hún um meistarann frá Nazaret og hefir aldrei efast um hand- leiðslu hans og náð, enda hefir það hugarfar „jafnan auðkennt alla framkomu hennar allt hennar langa líf og mun svo verða að leiðarenda. Það væri vel, ef þeir sem hafa átt þess kost að vera samferðafólk Stein- unnar í gegnum lífið hefðu lært af henni, til hennar var ætíð gott að koma því þar var styrkur og skjól fyrir hreti lífsins, auk þess var Steinunn alíslenzk hús- móðir. Hún unni landi sínu og þjóð og naut þess að sjá full- veldisbaráttu þjóðar sinnar, sjá moldarkofa breytast í stórhýsi, sjá fátæktina breytast í velmeg- un. Nú, þegar litið er um öxl, mun Steinunn vera ánægð með sitt mikla dagsverk. Hún vissi vel að undirstaðan var að vinna. Enda byrjaði hún snemma á morgn- ana og hætti seint á kvöldin. Starfið var margt. Steinunn fæddi manni sínum eina dóttur, Helgu að nafni Hún var gift Guðmundi Guð- mundssyni frá Rútsstaða-Norð- urkoti en fyrir fáum árum and- aðist hún og var að henni mikil eftirsjá. Það munu margir hugsa hlýtt til Steinunnar á þessari afmæl- ishátíð og þakka hinni aldur- hnignu góðu konu fyrir öll sín góðu verk, sem hún hefir látið samferðafólkinu í té fyrr og síð- ar. Enn horfir Steinunn björtum augum á lífið, þrátt fyrir árin og æðrast ei. Hjartanlegar hamingjuóskir Steinunn. Guð blessi þig og lífs- förunaut þinn alla tíð. Samferðamaður. Nokkrar leiðréttingar Grein mín „Þrír Eyrbyggjar“, sem birtist í Tímanum 27. marz s. 1., hefir fengið þær skráveifur af „prentvillupúkanum“, að ég tel nauðsynlegt að leiðrétta verstu vitleysurnar. (Leturbr. það sem leiðrétt er). Undirfyrirsögn greinarinnar: „Minningarorð um Eyrarfeðga“, hefir alveg fallið niður. Síðasta setningin i öðrum dálki (I. þætti) hefir talsvert úr lagi færzt. Sú setning á að vera þannig: — „Eins þeirra feðga hefir áður minnst verið opinberlega, en ég tel að þar sé þeirra merkismanna að minn- ast, að ekki sé sæmandi að láta hinna að engu getið —“. í III. þætti hefir misprentast bæjarnafn „Hítarholti" í stað Hítarneskoti. V. þáttur hefir þó orðið verst úti. Þar hefir setningum verið slegið samtn og orðum úr þeim sleppt. Sá hluti þáttarins á að vera svo: „Þrátt fyrir ýmsa erf- iðleika hefir þó mörg gæfan fylgt þeim feðgum og blessun. verið í búi þeira. Eyri mun lengi bera minjar þeirra feðga og sveitungar og nágrannar blessa minningu þeirra. í þriðja sinn, við sama ættararin, býr nú ekkj* an á Eyri. Það er trú og von vina og vandamanna, að þeir holl- vættir — —“ o. s. frv. Aðrar prentvillur, svo sem „heitir heitir“ fyrir heitir, „virð- ist“ fyrir virtist o. fl. held ég að séu svo meinlausar að ekki komi verulega að sök við lestur grein- arinnar. Guðm. Illugason. Búið var af öryggisástæðum að flytja Ragnheiði húsfreyju og Kristínu systur hejnnar niður í sveitir. Einnig Guðrúnu hús- freyju og börn þeirra Haraldar frá Hólum. Að sjálfsögðu er þetta fólk, sem næst býr eldstöðvunum engan veginn óttalaust, þótt flest eða allt sé það æðrulaust. í jarðskjálfta 1912 hrundi bærinn í Næfurholti. Ófeigur bóndi var þá nýgenginn út í smiðju og var þar staddur, þegar hinn snarpi kippur varð. Honum varð það til lífs, að smiðjuþilið, sem féll inn, nam við allháan stein neðst í gaflhleðslunni, og komst hann síðan fljótlega út. Sá hann þá að bæjarhúsin voru einnig hrunin, en móðir hans, Guðrún Jónsdóttir, var hálf upp undan þekjunni. Barn fórst þarna, en annað fólk á bænum hafði líf fyrir þá tilviljun, að' baðstofuborðið féll inn á gólf og reisti rönd við þunga þekjunnar. Konan með þekjuna í kjöltunni lærbrotn- aði. Þá skyldu menn einnig gera sér ljósa aðstöðu þess fólks, sem fyrir því verður, að aska og vikur leggst ekki aðeins yfir tún þeirra og engjalönd, heldur einnig yfir úthaga og afrétti, og breytir þessu öllu í samfelda eyðimörk á nokkrum klukku- stunjdum. Er slík reynsla svo stórbrotin, að enginn gerir sér i hugarlund, annar en sá, sem fyrir verður. Og varlega skyldu menn lá bónda, sem þá hvarflar að, að fella fremur ásauð sinn, heldur en að eiga á hættu að hann, eftir fórnfúsa hjálp sam- sýslunga, flæmist um þessi ör-- æfi þegar fram á sumar kemur, og verði ýmist nytjarýr eða jafnvel hungurmorða. Á þetta ekki skylt við uppgjafartilfinn- ingu* Og mun sú tilfinning eigi síður frábitin því fólki sem enn býr í sveitum landsins, en for- eldri voru og forfeðrum,, sem þoldu hvers konar óáran, og það við færri úrræði en nú til úr- bóta. Vel koma heim við þessa á- gizkan orðræða og æðruleysi systkinanna í Næfurholti, sem róleg bíða og taka því sem að höndum ber, og ekki ætla sér að yfirgefa óðal sitt fyrr en hraunglóðin hefir gert það með öllu óbyggilegt. Ellegar úrræði bóndans á nýbýlinu Hólum, með hinu furðu víðlenda nýbrotna túni innan vallargarðsins vall- (Framhald á 4. slBu) Gunnar Widegren: Ráðskonan á Grund þessum trjálundi er gomul róla, nákvæmlega eins og rólan hjá Gripenstedts-fólkinu í Lindarbrekku. Þú manst. auðvitað eftir henni og ekki sízt stólnum — djúpum og sterkviðuðum. Þú datzt nú einu sinni úr stólnum í Lindarbrekku, þegar við vorum að róla okk- ur — við stóðum víst sín á hvorum karmi. í þessum stóli er ég vön að dorma, þegar tómstund- ir gefast, en Hildigerður flatmagar í grasinu. Ég hlusta með öðru éyranu á hressilegt skraf hennar og frumleg- ar hugmyndir hennar um lífið og vandamál þess. En hugurinn hvarflar til þín og Evu Gripenstedt og allra hinna. Þarna uni ég reglulega vel. Ef sólskin er, þen ég fallegu japönsku sóihlífina yfir mig. Við Hildi- gerður eigum báðar svona sólhlífar fyrir meðalgöngu hins eðla riddara,* Arthúrs Lundkvists, er fékk þær í Svenssonsverzlun. Á þeim sér maður Fújíyama í öllum regnbogans litum, japanskar brýr, háfættar trönur og ótal margt annað, sem hugurinn getur ímyndað sér, að beri fyrir auga manns í fallegri, japanskri sveit. Auk þessa er svo hin brennandi áskorun: Drekkið aðeins Svenssonskaffi! Ávallt nýbrennt og malað! Fyrsti dropinn og síðasta löggin — ætíð jafn gott: Við notum líka Svenssonskaffi, og það er ekkert skrum, að Svenssonskaffi sé gott. Lára komst að þeirri niðurstöðu einn daginn, þegar það vafðist venju fremur fyrir henni, hvað hún ætti nú til bragðs að taka, að þessi róla væri auðvitað ætl- . uð henni. Hún klifraði samstundis upp í hana og tróð blessuðum bakhlutanum á sér niður í stólinn í reynslu- skyni. Dómur hennar féll á þann veg, mér til sárrar gremju, að þarna færi ágætlega um hana. —Æ, hvað hér er notalegt, kurraði hún. Hvers vegna hefir Anna ekki sagt mér af þessari rólu? Hlaupið þið inn og sækið kodda og púða. Ég varð við óskum hennar, sótti kodda og púða, og eftir mikið stimabrak og umstang fór loks svo vel um Láru, að hún gat sætt sig við það. Ég þakka kærlega fyrir, sagði hún — dettur þér auð- vitað í hug. — Nei, ó-nei, gerðu þér það ekki í hugar- lund. Hún gerir sér ekki þess háttar ómak. í þess stað , sagði hún: — Sækið fyrir mig bjölluna, og akizt þið nú einu sinni úr sporunum! Ég sótti bjölluna. Að því búnu fór ég inn í eldhúsið, þar sem Hildigerður stóð eins og klettur úr potthaf- inu, því að nú er fyrst fyrir alvöru byrjað að búa til saft og sultu og sjóða niður margs konar góðgæti á Grund i Gullbringusýslu. Litlu síðar hringdi Lára, og ég flýtti mér út aftur. Garmur stóð geltandi undir rólunni og vildi fá að komast upp í hana. — Anna, sagði skessan í rólunni, fáið mér hann' Garm og sækið svo ábreiðu hans og vefjið hana vel ut- an um hann. Ég tók Garm í fangið og lyfti honum upp í róluna og sótti svo ábreiðu hans og vafði hana vandlega utan | um hann. En ég var ekki fyrr komin inn í eldhúsið en ég varð að hlaupa aftur út. Lára hringdi enn. — Anna — það er sólskin! Sækið sólhlífina mína og ! spennið hana yfir um mig. Flestir hefðu sennilega beðið mig að lána sér sól- hlífina. En Lára hirðir ekki um þess konar hégóma. Ég sótti nú samt sólhlífina og þandi hana yfir hana eins og vel og ég kunni. Eftir þetta fékk ég að vera í friði drjúga stund — svo einkennilegt sem það var. Þetta er allrækileg frásögn, en ég hefi af ásettu ráði reynt að lýsa hverju smáatriði, svo að þú getir gert þér í hugarlund, hversu yndislegt bað er að njóta samvista við Láru. Nú var um hríð friður og kyrrð á Grund, og enginn ónáðaði okkur, píurnar í eldhúsinu. Karlmennirnir höfðu skroppið til bæjarins eins og þeirra er vandi. Þeir urðu að kaupa í svanginn á Garmi eins og vant var, og þær ferðir verða æ tímafrekari. Svo hringdi síminn, og ég hljóp inn til þess að anza hringingunni. Þ?tta var húsbóndinn. Hann var að spyrja mig um suitukrukkur og niðursuðuglös, sem hann átti að kaupa, og svo vildi maður Láru fá að tala við eisku konuna sína. Ég skundaði út að rólunni, en nú sváfu Lára og Garmur, hvort í annars örmum. Vesalings Lára litla — hun var náttúrlega þreytt, morguninn hafði verið svo lýjandi. Hún var ævinlega skapvond á morgnana, og þennan dag hafði hún byrjað með þvi að ausa skömmum yfir manninn sinn, vegna þess að hann blútraði meðan hann hvatti rakblaðið sitt. Rokunni haiði lokið með þeirri yfirlýsingu, að það hefði verið versta skyssan, sem hana hefði hent á lífsieiðinni, að giftast honum. Húsið hérna á Grund er sannarlega ekki hljóðbært, en rödd Láru myndi bergmála gegnum margra álna þykka múrveggi frá miðöldunum, svo að ekkert fór framhjá mér af því, sem hún sagði. Þessu næst átti hún í dálitlu orðaskaki við Hildigerði, sem ekki hafði brugðið nógu fljótt við, er hún hringdi svefnherbergisbjöllunni. Síðan hafði hún snætt morg- Kaupfélög! || Getnm afgreilí nú þegar * * MJÓLEURSIGTI II venjulega stærð. Ennfremnr vattbotna <> ýmsar stærðir. 0 o | Samband ísl. samvinnufelaga Sláturfélag Suðurlands Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. Reykhús. — Frystihús. IViðursuðuverksmiðja. — Bjúgnagerð. FramleiÖir og selur í heildsölu og smásölu: Niður- soöið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alis konar áskurö á brauö, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávaUt nýreykt, viöurkennt fyrir gæöi. Frosið köt alls konar, fryst og geymt í vélfrystihúsi eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Tilkynning Það tilkynnist hérmeð, að sandnám er bannað í landar- eign Sanda í Miðfirði nema með leyfi ábúanda jarðar- innar, Þorvarðar Júliussonar. Reykjavík, 28. marz 1947. Þórir Baldvinssou. Hjálmtýr Pétursson. Tilkynning um pípulagnir í Reykjavík Bæjarstjórn Reykjavikur hefir löggilt allmarga pípu- lagningameistara til þess að hafa með höndum fram- kvæmd vatns-, hita- og hreinlætislagna innanhúss í Reykjavík, svo og lagningu kaldavatnsæða frá götuæð- um Vatnsveitunnar inn í hús. Engir nema þeir, sem fengið hafa slíka löggildingu, mega héreftir standa fyrir slíkum verkum í Reykjavlk. Hitaveituheimæðar og tengingar við hitakerfi húsanna framkvæmir Hitaveitan sjálf, eftir umsóknum þeirra lög- giltu pípulagningameistara, sem staðið hafa fyrir lagn- ingu hitakeyfanna. Upplýsingar um, hverjir hlotið hafa löggildingu, má fá hér í skrifstofunni.' Vatus- og Hitaveita Reykjavíkur. I ----------------------------------------------- Jöröin Rauðkollsstaðir Hnappadalssýslu er til sölu og laus til ábúðar frá næstu fardögum. Búfénaður er einnig til sölu, ef samið er fyrir 14. maí. Semja ber við undirritaðan — Símstöð Rauðkollsstaðir. Hákon Kristjánsson. ÚTBREIÐIÐ TÍMANN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.