Tíminn - 09.04.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.04.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI; FRAMSÓKNARFLOKKURINN Slmar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. s RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚ8I. Lindargðtu 9 A Slmar 2353 og 4373 v } AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFf5TOFA: EDDUHÚSI, LindargÖW 8 A Sfml 2323 31. árg. Reykjavík, miovikudaginn 9. apríl 1947 ERLENT YFIRLIT: Friðarsamningarnir við Austurríki Lýkur Moskvuf undinum án nokkurs árangurs? Utanríkisráðherrafundurinn í Moskvu hefir nú staðið yfir í rúman mánuð, án þéss að nokkurt samkomulag hafi náðst. Vel má þó vera, að viðræður ráðherranna hafi orðið til þess að greiða fyrir samkomulagi síðar. Rússar hafi haldið fram ítr- ustu kröfum, eins og þeirra er vandi, en Bandaríkjamenn og Bretar hafa ekki sýnt nein merki undansláttar. Frakkar hafa að ýmsu leyti haft sérstöðu, en þó oftast staðið nær vesturveldun- um, er þau hafa deilt við Rússa. Höfuðdeilumálin ¦ hafa verið skaðabótagreiðslurnar og framtíðarstjórn Þýzkalands, en lítið hefir enn verið rætt um landamærin. Flestar horfur þykja nú benda til þess, að fundinum ljúki án árangurs. Þýðingarmikil embættisveiting hjá S. Þ, Gunnar Myrdal, verzlunar- málaráðherra Svía, hefir fallist á að taka að sér forstoðu nefnd- ar, sem starfar á vegum sam- einuðu þjóðanna og á að fjalla um endUrreisn Evrópu. Hann hefir tekið þetta starf að sér til þriggja ára. MYRDAL. Myrdal er einn kunnasti hag- fræðingur Svía. Hann hefir unnið sér mikið álit erlendis og var m. a. fenginn af Bandaríkja- stjórn til að rannsaka negra- málin þar í landi og gera tillög- ur um þau. Árið 1944 var hann kominn á þing og varð verzlun- armálaráðherra, þegar jafnað- armenn mynduðu flokksstjórn 1945. Mikill styr hefir staðið um hann síðan hann tók við þess- ari stöðu. Myrdal er 48 ára gamall. \ Eftirmaður Myrdals sem verzl- unarráðherra verður Axel Gjáres, sem hefir verið einn af f^emstu mönnum samvinnufé- laganna í Svíþjóð. ERLENDAR FRÉTTIR De Gaulle hélt ræðu í Strass- burg síðastl. mánudag, þar sem hann krafðist breytinga á stjórnarskránni og kenndi henni um stjórnaröngþveitið. Hann fór hörðum orðum um kom- múnista og gagnrýna þeir hann nú ákaft í blöðum sínum. Verkfall símamanna í Banda- ríkjunum hófst sðastl. mánu- dag. Símakerfið í Bandaríkj- unura er yfirleitt eign auðfélaga, og hefir Truman forseti ráðgert að láta ríkið taka rekstur pess í sínar hendur, ef verkfallið stendúr lengi. Bretar hafa æskt aukaþings sameinuðu þjóðanna til að fjalla um Palestínumálið. Þeir hafa og krafizt að kæra þeirra á hendur Albönum verði lögð fyrir alþj óðadómstólinn. Henry Ford, bílakóngurinn (Framhald á 4. síSu) ? Það mun tæpast valda al- mennum vonbrigðum, þótt þess- um fundi ljuki án árangurs. Það var vitað í upphafi, að friðar- samningarnir við ^Þjóðverja myndu valda miklu taugastríði milli stórveldanna áður en þeir jkæmust í höfn. Fyrsta utanrík- isráðherrafundinum, er fjallaði ! um friðarsamningana við bandamenn Þjóðverja, lauk án i samkomulags. Frá friðarsamn- ingum við Þjóðverja verður á- 1 reiðanlega ekki gengið fyrr en stórveldin telja hvert um sig fullprófað, hyað þau geta kom- izt lengst. Það þarf því engan | veginn að vera merki um versn- andi friðarhorfur í heiminum, þótt mál þetta dragist á langinn og ýmsar ýfingar virðast'fara vaxandi milli stórveldanna á meðan, t. d. í sambandi við Grikklandsmálin. ' Það mun þó alltaf valda einni þjóð miklum vonbrigðum, ef Moskvufundinum lýkur án samkomulags. Það eru Austur- ríkismenn. Þeir haf gert sér vonir um, að fundurinn gæti alltaf gengið frá friðarsamn- ingum við þá, þótt friðarsamn- ingarnir við Þjóðverja drægist á lang.tfm. Svo getur líka farið, að funduriruj afgreiði austurrísku friðarsamningana sérstaklega, en litlar líkur eru þó fyrir því, eins og málin horfa nú. Af hálfu vesturveldanna er ekkert því til fyrirstöðu, að strax verði gengið frá friðar- samningum við Austurríki. Öðru mali gegnir um Rússa. Þeir kref j ast allhárra skaðab^a. Þeir krefjast einnig, að allar eignir, sem Þjóðverjar áttu í Austur- riki, þegar stríðinu lauk, verði gerðar upptækar. Bandamenn styðja.hins vegar þá kröfu Aust- urríkismanna, að aðeins þær eignir, sem Þjóðverjar áttu 1938, verði gerðar upptækar. Yrði fallizt á kröfur Rússa, myndi af því hljótast fjárhags- leg upvigjöf Austurríkismanna, því að 'Þjóðverjar lögðu undir sig allar helztu verksmiðjur þeirra qg iðjuver á" tímabilinu 1938—45, er þeir réðu lögum og lofum í landinu. % Ef Rússar slaka ekki til á þessum kröfum, verður erfitt fyrif Austurríkismenn að ganga að friðarskilmálunum. Rússar eru hins vegar ekki líklegir til undansláttar, eins og málin standa nú. Ef þeir semja frið vlð Austurríki, verða þeir ekki aðeins að flytja her sinn þaðan, heldur einnig frá Ungverjalandi og Rúmeníu, því að eftir 10. maí geta þeir aðeins réttlætt hersetu sína í þessum löndum með því, að þeir þurfi að halda upp sam- gönguleiðum til setuliðs síns I Austurríki. Allt bendir til, að Rússar vilji hafa her í þessum löndum sem lengst. Eld.arn.Lr í Heklu loga glatt :^^m^ ^^ '"^i^** 66. blað Vikurinn hefir skafið úr brekkum og börð- » Tl''i 1 \>X* • ;'. L>4:'*~'-?* . V* ¦ \/-|^^<*'' ¦ ... f,. * ': : ' -- ^KmWtmaÍ£ tfjiíölli Efri myndin er tekin að næturlagi frá Galtalæk á landi. Gígurinn uppi í öxlinni spýr eldi og eimyrju, en nið- ur hlíðina byltast glóandi hraún- straumar. - Neðri myndin er af Pálma Hannessýni aektor og danska prófess- ornum N. Nielsen, kvöldið sem jarð- fræðingarnir dönsku komu hingað til lands. Hún er tekin á heimili Pálmá. eir ræða af sýnilegum áhuga um þau verkefni, sem - nú bíða þeirra, enda er það ekki á hverjum degi, að jarðftæð- ingar fái slíkt tækifæri til rannsókna á jarðeldum og eðVi þeirra. En þrátt fyrir það vona þeir, sem aðrir, að þessu gosi megi sem fyrst linna. Ljósm.: Guðni Þórðarson). Það kemur einnig til greina, að pólitiskar skoðanir Austur- ríkismanna eru Rússum ekki heldur að skapi. Rússar telja Austurríkismenn eiga að vera sér þakkláta, því að þeir hafi frelsað þá undan oki nazista. (Framhald á 4. siöu) Brottflutningi Bandaríkjahersins lokið Brottflutningi leifa Banda- ríkjaiiersins hér á landi var lokið klukkan átta í, gærkvöldi. Herliðið átti að fara héðan 5. apríl í síðasta lagi, en vegna ó- fyrirf jáanlegratafa fékk Banda- ríkjastjórn þriggja daga frest. En nú er herinn með öllu far- inn héðan, og íslendingar geta kvatt hann með þeim orðum, að hin langa dvöl hans hér hafi verið eins árekstralítil og frek- ast var hægt að vænta. Benedikt Einarsson í Miðengi sjötugur Benedikt Einarsson, bóndi í Miðengi í Grímsnesi, varð sjö- tugur 1. apríl sðastliðinn. Benedikt er myndarlegur bóndi og gegnasti maður í hví- vetna og gáfumaður mikill. Benedikt ólst upp að Valda- stöðum i Kjós. Hann er kvænt- ur frændkonu sinni, Halldóru frá Valdastöðum, Guðmunds- dóttur. Hekla klofin að endilöngu Gríðarstór björg kastast enn í sífellu upp úr ef sta gígnum Viðlal viS jarðfræoingana í Næfiirholti í fyrrinótt. Tíðindamaður Tímans fór í fyrradag austíir að Heklu og hitti jarðfræðinga þá, sem þar eru að rannsóknum, í Næfurholti, um miðnætti í fyrrinótt. Voru þar tveir Danir, Niels Nielsen og Noe Nygaard, einn Svíi, Sven Gavelin, og sex íslendingar, Pálmi Hannesson, Sigurður Þórarinsson, Steinþór Sigurðsson, Guð- mundur Kjartansson, Jóhannes Áskelsson og Trausti Einars- son. Er Pálmi Hannesson fyrirliði þessara Heklurannsókna. Fundir Alþingis hefjast að nýju. Fundir Alþingis hófust aftur í gær eftir páskafríið. Áðupr en gengið var til dagskrár í deild- um, var haldinn fundur í sam- einuo'ii þiligi til að minnast fráfalls Árna Jónssonar frá Múla. Erfitt verkefni og hætulegt. Það er bæði erfitt verkefni og hættulegt að rannsaka Heklu- gosið og gang þess, þótt Palmi Hannesson segði reyndar, að hann teldi það litlu meiri á- hættu en standa á götuhorni í Reykjavik. Grjötflugið úr gig- um Heklu er enn allhatramt, þegar hún tekur andköfin, en jarðfræöingarnar eru alla daga á ferli eins hátt uppi í fjallinu og nærri eldstöðvunum og unnt er. Þeir hafa jafnvel gengið alla leið niður í sum'a gígana í norðan verðu fjallinu, þar sem gos eru nú hætt eða hlé á þeim. Til þessara rannsókna sinna fara jarðfræðingarnir á fætur með birtu, en koma iðulega ekki heim aftur fyrr undir miðnætti. Þetta kvöld, sem tíðindamaður- inn var eystra, gengu þeir ekkí til náða fyrr en komið var fram á miðja nótt. Ekki sízt mun þetta vera út;- lendu jarðfræðingunum erfitt, þar eð þeir eru óvanir slíku landslagi og fjallgöngum. Eigi að síður voru þeir hressir í bragði og glaðir. Hekla klofin að enðilöngu. — Fjallið er klofið að endi- löngu frá norðaustri til suð- vesturs, sagði Pálmi Hannesson, en gígaröðih, sem er í þessari sprungu, gengur þó ekki eftir háhrygg fjallsins, og dálítið hefir hún færzt til síðustu dag- ana. Þrír gígar eru nú virkir. Einn þeirra er uppi á háfjall- inu — hann spýr hraunleðju og stórum björgum hátt í loft upp með dálitlum hvildum. Þessi björg falla ýmist niður í gíginn aftur eða hrapa niður í hlíðar, sum margir metrar að þver- máli. Tilsýndar að sjá eru þessi björg e'ins og eldspýtustokkar, flögra og dansa í eldhafinu. áetta er líka eini gígurinn, sem nú spýr dálítilli ösku. Annar gígur, sem enn lætur að sér kveða, er í suðuröxlinni. Hinn þriðji er neðarlega í hlíðum Heklu. Hann myndaðist við sprengingu mikla að kvöldi fyrsta- gosdagsins, og úr hon- um vellur sífellt glóandi hraun, sem streymir niður á jafnsléttu. Auk þess eru svo gígar og augu, þar sem glóandi hraun kraum- um í Hætt við að slátra fénn Sér í auða jörð í Fljótshlíðinni. Tiðindamaður blaðsins talaði við Ólaf Túbals bónda í Múla- koti. Hann sagði, að heldur væri nú skárra umhorfs í Fljótshlíð- inni. Á laugardaginn hvessti af austri, og fauk þá askan og vikrið til, svo að nú eru komnir auðir grandar í btekkur og leiti og slétta velli, þar sem stormur- inn náði sér. Var veður hið versta sökum vikurfoks þennan dag, svo að vart var komandi út fyrir húsdyr, þótt menn neyddust samt til þess að sækja vatn handa skepnunum. En vatn verður víða að sækja lang- ar leiðir í Innhlíðinni. Hætt við niðurskurð. Niðurskurður sauðfjár verður ekki framkvæmdur, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn, og hestum öllum í Innhlíðinni hefir verið komið burt, alveg út í Hvolhrepp. Þótt talsvert hafi skafið, er sauðfé ekki beitt, enda mun það ekkert gagn gera sér úti, fyrr en jörð fer að grænka. 300 gramma þungur steinn. Vikurinn, sem féll var yfir- leitt hálfur og upp í þrjá senti- metra i þvermál, en stærstu vik- ursteinarnir eru á stærð við stærstu karlmannshnefa. Til dæmis fannst nýlega hjá Nik- ulásarhúsum í Fljótshlíð steinn, sem var 300 grömm að þyngd. Er enginn vafi á því, að vikur- fallið hefði orðið búfénaði að bana, ef gosið hefði ekki komið svona snemma morguns, áður en búið var að hleypa út. Hætt er einnig við, að það hefði orðið mönnum að skaða, ef fóJk hefði almennt verið úti við, þegar gosið hófst. Erin allt við hið sama í Hekju Eldarnir virðast magn- ast á nóttu hverri. Tíðindamaður Tímans átti tal við símstöðina að Fellsmúla i gær. Sagði hahn, að gosmökkur væri enn yfir fjaliinu, svo sem verið hefði síðustu daga, og dynkir hefðu heyrzt fram undir klukkán tíu i gærmorgun. Á hverju kvöldi sjást eldar miklir, og svo virðist sem gosin færist í aukana á kvöldin, en hjaðni svo aftur, er kemur fram á daginn. Olafur Pálsson á Þor- valdseyri sjötugur Olafur Pálsson, bóndi á Þor- valdseyri undir Eyjafjöllum, er sjötugur í dag. Hann er einhver athyglisverðasti og myndarleg- asti bóndi á Suðurlandi, og munu fáir reka búskap sinn með 'jafn miklu nýtizku sniði og hann. . Afmælisviðtal við Ólaf bónda á Þorvaldseyri birtist í næsta blaði. '' ar, án þess að fljóti út úr þeim. Að kvöldlagi sést lika víða í glóandi hraunstraumana. Drun- urnar i fjallinu hafa minnkað stórlega, og 'nú heyrist þaðan aðeins líkt og þungur ölduniður (Framhald á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.