Alþýðublaðið - 15.06.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.06.1927, Blaðsíða 3
ALBÝÐUBLAÐIÐ I)) MBTM3M1 OllSEW (( Hænsnafóður Blandað hænsnafóður. Hveitihrat. Heill Maís. Samsöng heldur Karlakór Reykjavíkur í fríkirkjunni fimtudaginn 16. þ. m. kl. 9 e. h. Einsöngur: hr. Einar E. Markan og hr. Sueinn Þorkelsson. Piano-undirspil: hr. Emil Thoroddsen og hr. Þoru. Thoroddsen. Aðgöngumiðar seldir í bókaverzlunum Sigf. Ey- mundssonar og Arinbjarnar Sveinbjörnssonar. sér óheimilt, en það tók þó út yfir, að það var skrifstofa Kin- chiuks forstöðumanns deildarinnar, en hann naut, af því að hann.var í sendimannsstöðíu (ayant le ca- nactére diplomatique) heimilis- og skrifstofu-befgi, sem tekur til allra hluta, sem par eru geymdir (franchise de l’hotel). Nú voru settir verðir við allar dyr, og skömniu síðaT kom enn meira lögreglulið. Litlu eftir klukkan 5 var húsinu lokað og öllum mein- að útgöngu, sem inni voru, jafnt aðkomumönnum sem öðrum, og var meðal þeirra kona sendi- herrans Rosengolz. Meðai þeirra vax og einn maður af sendisveit Rússa, sem auðvitað naut sömu réttinda fyrjr sig sjálfan. Brezka lögrcglan var því á lið« ugri hálfri stundu búin að hjpl- brjóta helgustu ákvæði þjóða- réttarins. Skömmu síðar var þó öllu kvenfólki leyfð útganga. Lög- reglan óð síðan rannsakandi um alt húsið og stakk nefinu inn í hvern skáp og hverja skúffu, en það kom á daginn, að raansóknin var framin sérstaklega vandlega á hinum friðhelga stað, verzlunardeiltíinni. Klukkan um 9 var öllum lofað að fara úr húsinu, en peir voru vandlega rannsakaðir innan klseða, og frömdu karlmenn þær rannsóknir á kvenfólki, og voru jafnvel Bíó-farseðlar skoðaðir í krók og kring. Reynd- ust 75<>/o af starfsmönnum „Arcos" vera hrezkir pegnar. Við rannsóknina fengu engir umboðsmenn sendisveitarinnar að vera viðstaddir, og við einn mann í sendimannsstöðu var beitt ofbeldi til að ná af honum iyklum að eldtraustum skáp, j>ar sem geymdar vöru ráðningar á Iaun- Túnum sendisveitarinnar. Var lögregluvörður í húsinu um nótt- ina, og daginn eftir kom lögreglan með nýtízku-innbrots- þjófatæki i húsið. Þennan dag brá svo skrítilega við, að starfsmönnum „Arcos“-fé- lagsins var heimiluð innganga í húsið, en starfsmönnum vec lun-, ardeildaxinnar var meinað að komast í sínar slcrifstofur. Var sfðan brotist inn í skápa verzlunardeildarinnar með þjófa- tækjunum og greipar Látnar sópa án þess að neinn væri við af hennar hendi. Loks þóttist lögreglan vera búin að Ijúka starfi sinu og hypjaði sig á burt á mánudag 16. xnaí, og var þá búin að standa i því í 4 daga að kurla niður alþjóðarétt. (Frh.) Vérkfail vlð vegavinnu £ ÁrraessýslEJ. Tímakaup við vegavinnu í Ár- nessýslu hefir verið 65 aurar. Voru menn ráðnir upp á þetta yfir vortímann, en áttu að fá 85 aura yfir sumartimann. Þótt mörgum hrysi hugux við að vinna fyrir þessi sultar- og seyru-Iaun, var litlu öðru til að dreifa þar eystra, og neyddust verkamenn þvi til að taka þessu í fyrstu. Þeir fundu það bezt, þegar þeir voru farnir að vinna, hversu þessi laun voru gersam- lega óhæf, og fóru þeir því fram á við verkstjóra sína, að þeir töiuðu við Geir Zoega landsverk- fræðing, sem orðinn er kunnur, verkalýð landsins sem höðull sá, er fiamkvæmir kaupgjaldsdóma íhaldsins við vegavinnu og fleiri störf, sem landssjóður hefir yfir að ráða. Verkamennimir þar eystra fóru fram á, að kaupið yrði 85 aurar, jafnt fyrir alian tímann, eða tii vara, að ákveðinn yrði skýrt sá tími, sem nefndist vorvinna og sumarvinna, en það hafði ekki verið greinilega tiltekið í upphafi, og átti þar með af hálfu íhalds- stjórnarinnar að blekkja verka- lýðinn. Allir hljóta að Sjá í þessu sann- girni verkalýðsins; en svar Zo- ega var neitandi. — Engar umhætur voru hans kjör- orð. VeTkamennirnÍT fóru heim við svo búið — og bíða nú átekta. Verða nú stéttarbræður þeirra a'ð fylgja þeim fast og vel og ráða sig ekki í þeiira stað, enda er ekki eftir miklu að sækjast. ' Ihaldssvjpunni er sveiflað yfir höfðum hins vinnandi lýðs. Ihaldskjöxorðin eru: „Kúgun og prœlkun.“ Gott til minnis á kjördegi V. Khöfn, FB., 14. júni. Þjóðabandalagið lætur sendi- herramorðið til sintaha.—Fækk- un setuliðs í Rínarbyggðum. Frá Genf er símað: Ráðsfundur Þjóðabandalagsins var settur í gær. Búist er við, að ákvarðanir verði teknar á ráðsfundinum um fækkun isetuliðs Bandamanna í Rínarbyggðum og enn freniur á- kvarðanir um eyðileggingu virkj- anna á austurlandamærum Þýzka- lands. Sennilegt er talið, að ut- anríkismálaráðherrar stórveldanna ræði um deiluna milli Rússa og Breta og deiluna, sem nú er kom- in upp mlili Pólverja og Rússa út af sendiherramorðinu. Póllandsstjórn vill sætt við Rússa út af sendiherramorðinu, en blöðin víija annað. Frá Berlín er símað: Zaleski, utanríkismálaráðherra Póllands, væntir þess, að samkomulag ná- ist milli pólsku stjórnarinnar og ráðstjórnarinnar rússnesku við- víkjandi kröfum Rússa út af Voj- kof-morðinu. Hins vegar heimta blöðin í Póllandi að kröfum Rússa verði synjað. __________ fialdramemi komu hingað tveir með „Lyru“ í gær. Eru það hjón, Solimann og Solimanné, og er hann pölskur en hún norsk. Eru þau annáluð um allan heim fyrir töfra sína. Til eru ýmsar sögur af honum. Eitt sinn var hann á ferðalagi á sjó; tóku fiarþegar þá eftir því, að hann tók upp gullúr sitt, pyngju og bréfaveski og varpaði því fyr- ir borð, og loks óð hann í tvo kanarífugla, sem voru þar í búri og fleygði þeim íyrir borð líka. Nú var ná!b í skipstjórann, því að talið var víst, að þetta væri óður maður. En þegar hann kom á vettvang, dró Solimann úrið, pyngjuna og kanarífuglana úr vasa sínum og gaf sig fram. Annað kvöld og næstu kvöld sýna þau Soliman# listir sínar í Iðnó. Til riístjóra Morgimblaðsms. Khöfn, 7. júní. Herrar mínir! Þið reynið að draga dár að rit- máli mínu! Ykkur ferst þó ekki að gera það, því að gamalt mál- tæki segir, að sá, sem búi i gler- húsi, skuli sízt kasta steini! Þið hafið vaðið inn í hús, þar sem eitt sinn bjó maður, sem ég vil ekki nefna í sambandi við ; ykkur; sá kunni að halda á penna og láta þau orð ein úr honum drjúpa, er áttu við um hlutina. Þaðan kom aldrei á hans tíma illa rituö grein eða með málleys- um. ÞíD íiafið gert þetta sama fiús að hinni mestu sorpkistu ís- lenzkrar tungu, svo að leita verður í svartasta 18. aldar máli tii að finna nokkuð svipað máli ykkar — þxátt fyrir ykkar margra ára skólagang. Vinsamlegast. Porfinnur Kristjánsson. BellmannskvoM söngvarans sænska Áke Claesson var ein bezta skemtunin, sem hér hefir verið boðinn lengi, og hefir þó verið völ á mörgu góðu um skeið. Var aðsóknin góð, enda voru það gamlir kunningjar, sem boðnix voru, lög, sem menn hafa raulað frá þvi í barnæsku, af því að ’þau féllu vel í eyra, en. hvað margir þekkja sænska tekst- ann, sem undir þeim er, er annað mál. En hann er ekki síðri en lögin, og var flutningur söngvar- ans á honum ágætur. Eins og menn muna, söng Henrik Dahi nokkra Bellmannssöngva hér fyr- ir skemstu, suma hina sömu og Claesson söng, og var nógu gam- an að bera saman meðferð þeirra á þeim; var hún gerólík, en svo

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.