Tíminn - 06.05.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.05.1947, Blaðsíða 3
83. blað TÍMINN, briðjnclagiim G. maí 1947 3 MIMINGARORÐ: Þorleifsson bóndl I Stóra-öal undlr Eyjafjjöllum Hinn 2. marz þ. á. andaðist að heimili sínu, Stóra-Dal undir Eyjafjöllum, öðlings- og sæmd- armaðurinn Kristófer Þorleifs- son bóndi þar. Hann var fæddur í Stóru-Mörk 16/2.—1866, sonur hjónanna Þorleifs Árnasonar og Kristínar Hannesdóttur. Ungur fluttist Kristófer að Stóira-Dal, höfuöbóhnu forna, sem þjóðin mun telja, að sífellt hafi verið í eign og ábúð manna af sömu ættinna, afkomenda goðans stórbrotna, Runólfs Úlfs- sonar. Tengsl Kristófers við þá ætt voru ótvíræð, en hann var einnig tengdur böndum náins skyldleika annarri merkri ætt, Högnaætt, sem jafnan hefir ver- ið í margt þjóðkunnra ágætis- manna. Nægir í því sambandi að minna á eina grein hennar, Þorvaldsættina og Tómas Sæ- mundsson, sem allir íslend- ingar elska og dá. Jón gamli Sig- urðsson í Syðstu-Mörk sagði: Ætternið er ráðríkt og víst er um það, að Kristófer bar glögg merki góðrar ættar. Arið 1891 kvæntist hann Auð- björgu Ingvarsdóttur frá Neðra- Dal, mannkostakonu að allra dómi, sem hana þekktu. Lífið krafðist mikillar atorku af þeim og fórna og lét þeim enda raunir í té, en mikið gaf það þeim. Tólf mannvænleg börn gaf það þeim, sem öll éru á lífi. Auðbjörg and- aðist eftir langvarandi van- heilsu 19. ágúst 1943. Með Kristófer í Stóra-Dal hvarf á braut einn gagnmerk- asti fulltrúi hinnar eldri kyn- slóðar undir Eyjafjöllum, maður, sem stóð jöfnum fótum í hinum gamla og nýja tíma og hafði nóg vit og fulla djörfung til að hag- nýta sér hvort tveggja til aukins þroska, manndóms og menning- ar. Gáfur átti hann, sem hefðu getað skapað honum sess meðal helztu menntamanna þjóðar- innar, ef efni hefði ekki brostið til þjálfunar þeim. Hlutskipti hans varð þrotlaust brauðstrit frá æskudögum til elliára, sem oft gaf lítið í aðra hönd. Það sá þó borgið uppeldi tólf góðra og dugmikilla borgara og óðal ætt menna hans mun lengi bera handtökum hans vitni. Það er sýnilegur og dýrmætur ávinn- ingur af ævi þessa dáðríka drengs. Líkamlegt strit hans gaf honum ærið verkefni, en þó sneið það anda hans engan veg- inn þröngan stakk. Víðsýnn og leitandi andi hans var gæddur orku og magni, sem jafnan leit- aðist við að brjóta til mergjar viðfangsefni samtíðarinnar á sviði þeirra andlegu efna, sem mestu varða og fróðleikur hans og ást hans á sögu þjóðarinnar og aðdáun hans á baráttu henn- ar við mannraunir og erfiðleika og þeim mönnum, sem fyrr og síðar stóðu í fylkingarbrjósti og vörðuðu veginn, var hverjum þeim heimil eign, sem eyru hafði til að heyra. Var fengur og yndi að ræða við hann um þau efni, sem önnur, er á góma bar hjá honum. Ég hefi drepið lítillega á fáa en merka þætti í ævi Kristófers, bóndann, eiginmanninn, föður- inn, trúmanninn og fræðimann- inn, en fleiri mætti nefna. Ekki væri óviðeigandi að minnast líka á gestgjafann, sem öllum tók opnum, hlýjum örmum og naut í því góðrar aðstoðar konu og barna, og það samir líka vel að geta þess, þegar Kristófers er minnzt, að hann var einn þeirrg mörgu, frjálslyndu umbóta- manna með þjóð vorri, sem hug- sjón samvinnustefnunnar var ekki hégómi, heldur hjartans mál. Ungur hafði hann kynnzt hörðum fjötrum verzlunarhátta, sem voru leyfar útlendrar á- þjánar og hann vissi, að sam- vinnan var merkur þáttur í bar- áttu íslenzkrar alþýðu fyrir bættum lífskjörum og meiri menningu. Kjörorð hans virtist: Ekkert mannlegt er mér óvið- komandi. Átthagatryggð virðist nú í rénun hér á landi og los á mörgu. Kristófer í Stóra-Dal var þar rótfastur og hann varð þeirrar náðar aðnjótandi að fá að dvelja þar til hinztu stundar í öruggu skjóli barna sinna og látinn hlaut hann legstað í ná- lægð kirkju sinnar í Stóra-Dal, sem hann hafði þjónað með elsku og trúmennsku á helgum dögum lengst af ævinnar. Jarðarför hans var fjölmenn, glöggur vottur vinsælda hans, og þrír prestar mæltu yfir mold um hans af næmum skilningi og mikilli hlýju í garð hins góða drengs, sem kvaddur var hinztu kveðju. Svo þakka ég Kristófer marg ar ánægjulegar viðræðustundir og óska honum til hamingju með það samfélag, sem ég veit, að hann dvelur nú í í dýrð guðs. Eyfellingur. Gunnar Widegren: Stjóriiarsamstarfið og' landbúnaðarmálin. (Framhald af 2. síðu) meginhluti greiðslunnar mun nú verða færður inn í við- skiptareikninga viðkomandi þænda. Sú upphæð, sem samkomulag varð um að greiða þessum aðil- iim, vegna hinnar óseldu ullar og ábyrgðarhallans, nam 4.8 miljónum, en fullnaðargreiðsla fer svo fram, þegar eftirstöðvar ullarinnar verða seldar — og rikisstjórnin hefir átt þess kost að endurskoða kostnaðar- geymslureikningana og hefir lagt samþykki sitt á þá. — Að síðustu vil ég svo geta þess að tekjuöflun sú, er ríkis- stjórnin hefir beitt sér fyrir á þinginu og sem nú er orðin að lögum og kommúnistar hafa gert mestan hávaða.út af, er að sjálfsögðu einn liður i þeim ráð- stöfunum, sem nauðsynlegar eru til þess að ríkið sé m. a. þess megnugt að standa undir gjöldum þeim, sem hér hefir verið á minnzt, svo og löggjöf þeirri, sem samþykkt hefir verið undanfarið, bæði lög um land- nám og nýbyggðir o. fl., sem kommúnistar hafa hælt sér af að hafa samþykkt, en sem vit- anlega yrðu ekki meira virði en pappírinn, sem þau eru prentuð á, ef ekki jafnframt væri staðið að tekjuöflun, sem óhjákvæmi- leg er til þess að þau komi að liöi. Gamall biskup giftir sig. Erkibiskupinn í írlandi eða Eire heitir J. A. P. Gregg. Hann er 72 ára gamall. Hann giftist nýlega í kyrrþey prestsdóttur nokkurri, sem er tœpra 35 ára. Faðir hennar vígði brúðhjónin, svo að ekki vantaði „blessun föður- ins“. — Pyrri kona dr. Greggs erki- biskups dó fyrir nokkrum árum. Ráðskonan á Grund fljótari til. Það eru margir, sem hafa augastað á stúlkum eins og henni. — Það getur verið. En ég er hálf-ragur, þegar svona fór nú um fyrsta bónorðið mitt. — Það þyrfti áreiðanlega hvorugt ykkar Hildigerð- ar að harma það, þótt þú hleyptir í þig kjarki. Þetta með okkur getur legið í þagnargildi. íhugaðu það, að Hildigerður er sú fórnfúsasta og elskulegasta stúlka, sem ég hefi þekkt. Mér þykir reglulega vænt um hana. — Mér þykir það nú líka, sagði Arthúr. En bara, að hún væri eins skynsöm og prúð í framgöngu og þú. — Hún verður það, sagði ég og rýndi niður í gras- ið, því að ég kinokaði mér við að líta beint í spyrjandi augu Arthúrs, þótt ég neyddist einu sinni enn til þess að taka munninn helzt til fullan. Hún verður það á- reiðanlega, þegar hún er orðin þrjátíu og sjö ára eins og ég. Þá nam Arthúr staðar, lagði höndina á öxl mér og sagði': — Veiztu það, Anna, að aldrei hefi ég eignazt því- líkan vin sem þig! Og svo kyssti hann mig beint á munninn — mjúk- an, einlægan og heiðarlegan vinarkoss, serri mér datt auðvitað ekki í hug að víkja mér undan — fyrsta „ fölskvalausa kossinn, sem ég hefi verið kysst á ævinni. Ég er hreint ekki svo lítið montin yfir þeim kossi. En nú eru líklega allir mínir biðlar komnir og farn- ir — í bráð að minnsta kosti. Þín Anna Andersson. TÓLFTI KAFLI. Hjartans engillinh minn! Nú ^er Lára komin aftur úr leiðangrinum til Veg- sjós. Fyrsta uppátæki hennar var það, að hún skyldi fara út á vatn með bræðrunum. Þeir ætluðu að leggja lóð — það var nefnilega orðið fisklaust í lóninu. Hún lagði sig samt upp úr hádeginu og var ekki vöknuð, þegar bræðurnir tóku að búast í veiðiförina. Hún hafði mælt stranglega fyrir um það, að ég skyldi vekja hana, en húsbóndinn hafði jafn stranglega bannað mér að vekja hana. Sem betur fór þurfti ég þó hvorki að óhlýðnast boðinu né banninu, því að á síðustu stundu vaknaði Lára sjálfkrafa og skundaði af stað niður að vatni, þar sem sögulegir atburðir biðu hennar. Hún skipaði mér að bera það, sem hún taldi sig þurfa til ferðarinnar — regnkápu, sessu, súkkulaðiöskju, sögubók, sígarettupakka, eldspýtnastokk og ábreiðu Garms. Sjálf hafði hún búizt hinum dýrðlegasta skrúða — hvítum kjól, sem náði ekki nema niður undir hnés- bæturnar, hvítri peysu með grænum akkerum á brjóstunum, grænum tennissokkum og hvítum striga- skóm. Um hálsinn hafði hún brugðið grænköflóttum klút í líkingu við klúta sjóræningjanna í gamla daga, og loks keyrt á höfuð sér gulan sjóhatt, sem hún bretti upp að aftan. Á síðustu stundu hugkvæmdist henni, að hún þyrfti líka að hafa með sér saftblöndu á ölflösku, ef hana kynni að þyrsta i veiðiförinni, og jafnframt skipaði hún mér að sækja fáeinar brauðsneiðar handa Garmi, ef hann skyldi svengja. Ég hljóp eins og fætur toguðu upp brekkuna og heim að bænum til þess að fullnægja þessum kröfum henn- ar. En auðvitað nægði ekki þessi eina ferð, því að Lára komst að þeirri niðurstöðu, meðan ég var heima, að hún gæti alls ekki setið á þóftunni í bátnum. Hún rak hnén i magann, sagði hún, og um það get ég ekki rengt hana/slíkur magi og slík hné sem eru á henni. En þú veizt ekki, hvernig hún Lára okkar er í laginu. Ég varð því að hlaupa heim aftur eftir rimlastól, og þegar hann var kominn, var loks hægt að leggja frá landi. Sjálfur var húsbóndinn í skutnum, en bróðir hans sat undir árum. Lára hreykti sér á rimlastólnum á milli þeirra. Garmur og súkkulaðiaskjan lágu í keltu hennar, og í annarri hendi hélt hún á súkkulaðibita, en sögubókinni i hinni. Við fætur hennar var stampurinn, sem lóðin var í og engan grunaði, að neitt illt mynda af hljótast. — Nú situr þú grafkyrr í bátnum, sagði húsbóndinn. Hann er nógu valtur samt. — Hefir þú séð annað en ég sæti kyrr í bátum? svaraði Lára illskulega. Húsbóndinn svaraði ekki, svo að orðaskiptin urðu ekki lengri. Friður og kyrrð ríkti við fagran vatnsbakkann. Silungur rak trjónuna upp í vatnsskorpuna, droparnir smjattaði og kjamsaði og saug valhnetukremið úr smjattaði og kjammsaði og saug valhnetukremið úr tanngarðinum með tungunni. Þetta var hið eina, sem rauf kyrrðina þennan fagra sólskinsdag. Sennilega hefði allt gengið slysalaust, ef Ásta- Brandur hefði ekki komið tifandi niður bryggjuna. Hann hefir haft eitthvert .hugboð um, að ég væri þar, Kaupfélög! FJÖLYRKJAR Plánet Junior nr. 11 Samband ísl. samvinnufélaga Hjartanlega þakka ég öllum, fjær og nær, sem á einn eða annan hátt glöddu mig á sjötugsafmæli minu og umliðnum árum. Guð blessi ykkur öll og launi fyrir mig af ríkdómi náðar sinnar. Grjótá 27. apríl 1947. HELGA PÁLSDÓTTIR. Helga Sigurffardóttir. Matur og drykkur Ný, fullkomin matreiðslubók, sniðin eftir þörfum is- lenzkra húsmæðra og fyllstu kröfum nútímans í matar- gerð og efnasamsetningm Höfundur bókarinnar, ungfrú Helga Sigurðardóttir, skólastjóri Húsmæðrakennaraskóla íslands, er löngu þjóð- kunn fyrir margar ágætar bækur um matreiðslu, sem hún hefir samið og gefið út á undanförnum árum. Þessi stóra, nýja bók, Matur og drykkur, er 500 blaðsíður, skreytt mörgum fögrum litmyndum og miklum fjölda annarra mynda. Þar eru um 1300 uppskriftir alls, að súpum, grauíum, kjötréttum, fuglaréttum, fiskréttum, síldarrétt- um, sósum, kartöfluréttum, ábætisréttum og búðingum, köldum réttum, salötum, íslenzkum haustmat, eggjarétt- um, smurðu brauði, sælgæti, veizludrykkjum, kökum og brauðum. Auk þess eru í bókinni sérstakir kaflar um sjúkrafæffu, borffsiffi, nesti, heita og kalda drykki, mál og vog og ítarleg næringarefnatafla. Þessi bók er ekki aðeins sjálfsögð fermingargjöf og tæki- færisgjöf handa stúlkum, heldur er hún og bezta vinar- gjofin og nauðsynleg gjöf handa hverri einustu góðri eigin- konu og húsmóðúr. BókaverzL ísafoldar og *5»KMI UTBREIÐIÐ TIMANN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.