Tíminn - 05.06.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.06.1947, Blaðsíða 3
101. blað TlMlIW. fimmtMdaginn 5. júní 1947 3 MorgunbLahih og áfengismáLin Morgunblaðið 29. maí s.l. ver næstum heilli blaðsíðu til þess að ræða áfengismálin, og þar í er sjálfur ritstjórnardálkurinn. Þar er kvartað undan drykkju- skap og ófremdarástandi í áfeng ismálum þjóðarinnar, og þar eru einnig ræddar „skynsamlegar tillögur". Auðvitað erum við bindindismenn sammála blaðinu í því að ástandið í þessum efn- um sé bágborið, en við erum því ekki sammála að öllu leyti. Ein yfirskriftin hjá Víkverja á þessari ritstjórnarblaðsíðu Morgunblaðsins er: „Haugavit- leysa“. Hún kemur sem niður- lag á harmatölum Víkverja yfir því, að áfengi skuli ekki selt í glösum, en aðeins í heilflöskum. Og svo koma þessar línur: „Hrein haugavitleysa alt sam- an. Og komi menn með skyn- samlegar tillögur í þessum mál- um, þá eru þeir úthrópaðir um allt land, eins og hverjir aðrir óbótamenn“. Það er satt, að hrein hauga- vitleysa er allt klúður þjóðar- innar með áfengismálin. Hitt eru Morgunblaðsöfgar, að komi menn með skynsamlegar tillög- ur, þá séu Jaiir úthrópaðir um allt land, sem hverjir aðrir ó- bótamenn. Eða vill blaðið ekki skýra málið nánar? Þær tillögur, sem ræddar eru í ritstjórnardálkinum og voru bornar fram fyrir nokkru af ein- um ágætum lækni bæjarms, Al- freð Gíslas., eru auðvitað skyn- samlegar, eins og nú standa sakir. Það er sjálfsagt að reyna að bjarga þeim, sem búið er að eyðileggja og lækna þá, sem búið er að sýkja, en sjálft eyði- leggingarstarfið er fordæman- legt. Það er skynsamlegt að draga mann upp, ef hann hefir dottið í sjóinn út af hafnargarð- inum, en það er ekki skynsam- legt að kasta manninum af garðinum og út í sjóinn og hrópa svo á hjálp til að draga hann upp úr. En þetta er nákvæmlega mynd af aðförum þjóðarinnar í áfengismálunum. Áfengið er selt viðstöðulaust og salan stöð- ugt aukin, menn þannig gerðir að ræflum, o.g svo er hrópað á hjálp þeim til handa. Jæja, haldið þið áfram með þetta góðir hálsar, ef samvizka ykkar og greind leyfir það. En það get ég sagt Víkverja góðum, að hann mun lengi þurfa að kvarta undan ósæmilegum drykkjuskap á meðan áfengið flóir, og ekkert síður þótt það yrði selt í glösum. Lítið þýðir að kvarta um þakleka, ef rifin eru göt á þakið. ÁTengi hefir verið selt í glös- um öldum saman í mörgum löndum. Hvernig hefir það gef- izt? Það er ekki til áfengissala, sem betur útbreiðir drykkjuskap heldur en þessi aðferð. Við ís- lendingar drekkum nú um 2 lítra af hreinum vínanda á hvert nef í landinu. Hér er ekki „staupa“ sala. Bandaríkjamenn selja áfengi með mjög frjálsu skipulagi, einnig í „staupum“. Þeir drekka 6,8 lítra á mann af hreinu áfengi, og í Washington D. og C., þar sem stjórnin situr, er neyzlan um 13 lítrar á mann af hreinu áfengi. Énglendingar hafa mjög svo frjálsa áfengissölu. Þeir drekka nú fyrir um 700 miljónir ster- lingspunda á ári. Þannig mætti lengi telja. Það drekkur engin þjóð áfengi og selur engin þjóð áfengi í neinni mynd og með neinu fyrirkomulagi, nema sér til stórskaða. Allt tal um slíkt eru blekkingar og slúður. Það má því fullyrða, að svo mikil „haugavitleysa“, sem öll meðferð þjóðarinnar er á áfeng ismálunum, þá er þó krafa Morg unblaðsins um frjálsari áfengis- sölu, rýmri vínveitingaleyfi og sölu áfengis í glösum, enn meiri „haugavitleysa“. Það eru létt rök að tala stöð- ugt um öfgamenn, eins og gert er í áðurnefndum ritstjórnar- dálki Morgunblaðsins, en það er þá víst, að öfgarnar eru ekkert síður þeirra manna megin, sem að slíkum skrifum standa. Pétur Sigurffsson. Afkoma atvinnuveganna (Framhald af 2. síðu) 310 uppi 316 stig, var það meðal annars • fyrir verðhækkun á fatnaði og kolum. Kaupstaðabú- ar hafa fengið þessá verðhækk- un bætta með niðurgreiðslu á verði landbúnaðarafurða, en bændurnir, sem líka nota fatn- að og kol hafa engar bætur fengið fyrir þessa verðhækkun. Má telja víst, að niðurgreiðsl- ur landbúnaðarafurðunum verði framkvæmdar áfram líkt og verið hefir undanfarið. En verði það gert eiga bændur skýlaus- ann rétt á því að fá hliðstæðar kjarabætur og neytendurnir fá með niðurgreiðslunum. Þangað lig'g'ja leið- irnar. Síðan 1940 er talið að um 10 þúsund manns hafi flutt til Reykjavíkur. Bendir flest til þess, að áður en langt um líður mun nærri helmingur þjóðar- innar búa þar. Reykjavík hefir margt að bjóða fram yfir aðra staði á landinu. Þar eru flestar helztu menntastofnanir lands- ins og því hvergi jafnauðvelt að afla sér menntunar. Þar er fjölbreyttara skemmtanalíf en annars staðar á landinu, raf- magn og hitaveita og fjþlda mörg önnur þægindi, sem lokka og draga hugi manna til sín, og þá sérstaklega unga fólksins. Eitt af mestu vandamálum sveitanna og strjálbýlisins eru skólamálin. Þar verða börn og ungt fólk að dvelja langdvölum fjarri heimilum sínum við skólanám. Þetta hefir mikinn kostnað og óþægindi i för með sér, og er meðal annars ein af orsökunum til hins mikla fólks- flutnings úr sveitunum til Reykjavíkur. Af hinum mikla fólksfjölda sem safnazt til Reykjavíkur leiðir það, að hvergi mun meiri nauðsyn fyrir þjóðina á nýsköp- un atvinnuveganna en einmitt þar. Það ætti að mega vænta þess, að þar væri alltaf hægt að fá fólk til nauðsynlegra og aðkall andi starfa, en svo mun þó ekki vera. Má í því sambandi benda á það að sjúkrahúsin munu oft vera í vandræðum með að fá nauðsynlegt starfsfólk. Það er langt um of margt fólk í Reykjavík, sem lifir á verzlun inni. Ríkisvaldið ber fyrst og fremst ábyrgð á þessu með því að hafa að undanförnu leyft óhóflega álagningu á vörur bæði í heildsölu og smásölu. Er fátt (Framhald á 4. síðu) * Gunnar Widegren: Ráðskonan á Grund — Honum hefi ég ekki gleymt heldur .... en .... elsku góði Svanur — heyrðirðu ekki hvers ég var að biðja þig? Þú hefðir mátt segja mér allar þínar hug- renningar og spyrja og heimta svar, ef þú hefðir bara komið fáeinum vikum fyrr — og guð má vita, hverju ég hefði þá svarað. En nú er það of seint. — Hvers vegna það? spurði Svanur og tók svo fast um stýrið, að hnúarnir hvítnuðu. — Það veit ég ekki, Svanur sagði ég og lagði hönd mína á hné honum. Ég veit bara, að það er of seint. — Þú hefir kannske komizt í kynni við einhvern skógarguð hér um slóðir? sagði Svanur háðslega. Það seig í mig, og ég dró að mér höndina. — Sá karlmaður, sem ég hefi nánust mök við, er húsbóndinn, og hann er rauðhærður ýstrubelgur, sem segir aldrei annað en e-há og ja-há, hvað sem við hann er sagt, og svo er sextugur fánaberi, sem fengið hefir liðsforingjatign, og vörubílstjóri, sem trúlofaðist hinni stúlkunni á Grund fyrir fáum dögum, og loks Jóhann í Stórholti. Báðir þessir síðasttöldu hafa beðið mín og verið hryggbrotnir. Aðra karlmenn hefi ég varla séð. — Og ég er þá þriðji biðillinn, sem þú hryggbrýtur í sumar. Jú — ég þakka auðsýnda vináttu. Svanur hló gremjulega. — Vertu nú skynsamur, Svanur. Þú verður alls ekki hryggbrotinn, ef þú berð ekki upp neitt bónorð, og bónorð hefirðu ekki borið upp enn. — En góða Alfa — hvað í ósköpunum er það, sem bannar okkur að njótast? — Það veit ég ekki — ég segi það einu sinni enn, Svanur. Ég veit það ekki, og ég kalla allar helgar vættir til vitnis um • það, að ég segi satt. Ég finn bara, að þetta er svona. — Það er skrítið. — Já, Svanur. Mér finnst það líka, en ég get ekki að þessu gert. — En nú er ég komin heim. Finnst þér ekki dásamlega fallegt hérna? Ég þakka þér fyrir skemmtunina og bílferðina, og vænt þætti mér um, ef þú gætir verið vinur minn áfram. Ég fann, að ég varð að vera sem vingjarnlegust við hann, ef ég gæti á þann hátt dregið ofurlítið úr þeim sársauka, sem ég hafði valdið honum. Ég var í þann veginn að rétta honum höndina og hafði þegar sagt „í drottins ást og friði.“ En nú varð ég skyndilega að venda mínu kvæði í kross. Hýsbóndinn og Skjöldur komu allt í einu í ljós við bugðuna á veginum, nokkur skref frá okkur. Ég smellti fingrum í dauðans ofboði og botnaði þessa fallegu,kveðju mína á þann veg, sem mér þótti bezt við eiga í svipinn. — í drottins ást og friði, flýtti ég mér að endurtaka, í drottins ást og friði, Skjöldur, og ég, sem hefi ekki séð blessaðan karlinn minn í allan dag! — Verið þér sælir, kæri prestur, og þakka yður ægilega vel fyrir ómakið, sem þér gerðuð yður mín vegna. Ég hneigði mig fyrir honum, þar sem hann sat agn- dofa við stýrið. Ég hneigði mig líka fyrir húsbóndanum, sem stóð agndofa á miðjum veginum og starði á bilinn, prestinn og mig, og svo stikaði ég hnarreist upp trjá- göngin heima að bænum með Skjöld dansandi í kring- um mig. Ég hélt á kökupokanum í annarri hendinni, en i brjósti mínu toguðust hryggð og gleði á um völdin. Eitthvað varnaði mér þess að fara beina leið inn í eldhús til Hildigerðar, sem ég vissi, að beið mín með óþreyju, þar eð hún hafði spáð því, að ég myndi koma heim með sitthvað gott, er hún hafði náttúrlega hugsað sér að tolla dálítið. Ég rölti út í garðinn, í stað þess að fara inn, og þar vafði ég armana utan um stofn á gömlu reynitré, því að annað betra var ekki fyrir hendi. Ég lagði kinnina að hrufóttum berkinum og rak reyn- inum loks rembikoss, því að allt í einu var eins og ljós rynni upp fyrir mér. Það var ekki nein mannleg vera, sem hafði máð brott úr huga mér mynd Svans, sem mér hafði einu sinni virzt svo fögur og glæsileg. Það var sjálf Grundin, sem hafði unnið hjarta mitt. Ég er sem bergnumin. Ég er þegar farin að kvíða þeim degi, er ég verð að kveðja þennan stað. Sú var tíðin, að ég beið með óþreyju eftir dagblöðunum, ef þar kynni að vera auglýst einhver staða, er ég gæti fengið. Nú þori ég varla að snerta þau. Ennþá hræddari er ég við bréf. Hver veit, nema bráðum komi bréf, sem heimtar mig burt úr þessari indælu sveit. Það yrði eins og dauðadómur yfir mér. Hæ, hæ og hó! Mér dettur þó alltaf í hug eitthvert ráð. Þín Anna Andersson. SEYTJÁNDI KAFLI. Hjartans engillinn rpinn! Ég bið þig að láta bréfið, sem þessum línum fylgir, í póstinn fyrir mig. Það er til Svans Hedelíusar, eins og þú sérð, og það er svar við bréfi, sem ég fékk í gær. Það var dásamlega elskulegt bréf, og detti þér í hug, að hann hafi verið að endurnýja bónorðið, þá ertu á villigötum. Hann fór bara ofur-varlega í kringum það, Tilkynning frá landbúnaðarráðuneytinu í Vegna ráðstafana um kaup á smjöri er hér með skorað á öll mjólkurbú, jmjörbú, kaupfélög og kaup- menn að tilkynna landbúnaðarráðuneytinu um smjörbirgðir sínar þann 6. þ. m. og taka fram, hve mikið af þeim er í söluumbúðum (y2 kg. og 1 kg.). Tilkynningu þessa ber að senda ráðuneytinu sím- leiðis fyrir 8. þ. m. 4. júní 1947. LaiidbúuaðarráðuneyÉið. Jörðin Ashraun í Skeiðahreppi fæst til ábúðar nú þegar. Kaup geta komið til greina. Tún, áborin. Véltækar engjar á áveitusvæðinu. Lax- og silungsveiði fylgir jörðinni. Allar upplýsingar gefur eigandi jarðarinnar, Jónas Mag'uússon Stardal. Hjúkrunarmenn vantar á Klepi>sspítalann. IJppl. í síma 2319. Sköft á steypuskóflur úr brenni, fyrirliggjandi. Arinbjörn Jónsson, heildverzlun Laugaveg 39. — Simi 6003. Starfsstúlkur vantar á Kleppsspítalann. Upplýsingar í sima 2319. Kona manns Nýja bió í Reykjavík er nú byrjað að sýna sænsku stór- myndina „Kona manns“, sem gerð er eftir samnefndri skáld- sögu eftir Vilhelm Moberg. Er saga sú kunn mjög hér á landi, og ekki sízt meðal lesenda Tím- ans, því að hún birtist fyrst á islenzku sem framhaldssaga hér í blaðinu, svo sem öllum mun minnisstætt. Öðlaðist hún mikl- ar vinsældir meðal lesenda blaðsins, og þegar sagan svo kom út í bókarformi, seldist hún svo ört, að slíks mun fá dæmi áður. Á þremur dögum seldist upplag bókarinnar algerlega1 upp, og var þó sáralítið af upp- J laginu sent til bóksala utan Reykjavíkur. Bókin var því næst gefin út öðru sinni, og munu samtals hafa selzt af henni fleiri eintök hér á landi en nokkurri annarri þýddri skáldsögu. í Svíþjóð og á Norðurlöndum yfirleitt hefir „Kona manns" ekki síður átt vinsældum að fagna en hér á landi. Og sama hefir raunin orðið með kvik- myndina, sem hvarvetna hefir fffinnumit iLuídar uorrar vi<) landi&. ^JdeitJ á cJ^andcjrœ Ji (mjóf). Jdbripitopa ^JdtapparitLf 29. átt hinu mesta gengi að fagna. Og geta má þess, að síðastliðinn vetur var sagan sýnd á leiksviði i Kaupmannahöfn við ágætar undirtektir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.