Tíminn - 05.06.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.06.1947, Blaðsíða 4
f-RAMSÓKNARMENN! A\unið ab koma í flokksskrifstofuna 4 I REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er Eddiihúsinu vib Lindargötu í Sími 6066 5. JtíNÍ 1947 101. hlað Aðeins 4 söludagar eftir í 6. flokki. — HAPPDRÆTTIÐ Kaupfélög! J, Höfum fyrirliggjandi og eigum von á á næstunni alls- Z konar verkfærum til garð- og jarðyrkju, svo sem: ▼ 1» stumgukvíslar, *' O.J5SSgVír-- ' ’ 11 arf asköf ur, ' ’ 1 ’! 11 garðhrífur, ,, !! f jölyrkjar, !! !! skóf lur, 11 n kvíslar, ” ' ’ járnkarlar, ° ’ hakar. u Allar nánari upplýsingar gefur: ♦ ii Samband ísl. samvinnufélaga ifc .1> nfi-i /U A A iHh rfi, rti, irt. rfV A rth rflh A Aðalfundur Verzlun- arráðs íslands Aðalfundi Verzlunarráðsins er nýlokið. í stjórn þess voru kosnir til þriggja ára Hallgrím- ur Benediktsson stórkaupmað- ur, Guðmundur Guðjónsson kaupmaður og Árni Árnason kaupmaður. Varamenn til eins árs vöru kosnir Sveinn M. Sveinsson*forstjóri, Óskar Norð- mann stórkaupmaður og Sveinn Helgason stórkaupmaður. Æskulýðsmót í Prag Alþjóðasamband lýðræðis- sinnaðrar æsku gengst fyrir mikilli æskulýðshátíð í Prag dagana 20. júlí til 17. ágúst. Hefir 67 þjóðum verið boðin þátttaka og er búizt við 40 þús. þátttakendum. íslendingum hefir verið boðið að senda 50 þátttakendur. Nánari upplýs- ingar veitir stúdentaráð há- skólans. 20 íslendingar á nám- skeiðum í Bretlandi í sumar munu um 20 íslenzkir námsmenn sækja ýms námskeið í Bretlandi á vegum British Council. M. a. eru nú tvéir lög- regluþjónar á námskeiði hjá Scotland Yard. Knattspyrnan. (Framhald af 1. síðu) vegna þess, að liðið hafði ekki nógu góðum framherjum á að skipa. íslendingar komust nokkrum sinnum í færi að skjóta á markið og gerðu það þá oftast, en aðeins sárafá skot þeirra voru hættuleg. Þau varði hinn prýðilegi markmaður Breta af miklu öryggi. Elest skotin voru allt of máttlaus og mátti heita að knötturinn væri orðinn ferð- laus, þegar hann hafnaði í höndum breza markmannsins. Eftir þriggja til fjögra mín- útna upphlaup íslendinga, mátti heita, að þeir kæmu knettinum aldrei inn á vallarhelming Bret- anna það, sem eftir var fyrra hálfleik, en að honum loknum höfðu Bretar fimm mörk skoruð. í síðari hálfleik sýndu íslend- ingar engu betri leik en í fyrri hálfleik, og var varla hægt að segja, að þeir yrðu Bretunum nokkurntíma hættulegir. Þegar síðari hálfleikurinn var nýlega byrjaður meiddist Sveinn Helgason af því að hlaupa á einn samherjann, og var hann úr leik vegna meiðsl- anna. Bretar sýndu drenglund sína og prúðmennsku þá með því að láta einn af sínum mönn- um hætta leik og fara út af vell- inum, þótt meiðsii Sveins væru þeim ekki að kenna. Þegar Sveinn hafði jafnað sig, eða eftir rúmar 10 mín., kom hann aftur til leiks og þá einnig Bretinn, sem fór út. í annað skipti sýndu Bretar einnig ljóslega prúðmennsku sína. Vítaspyrna var dæmd á ís- lendinga, en Bretar gáfu spyrn- una og veltu knettinum til ís- lenzka markmannsins. Endaði Happdrætti Háskóla íslands. Athygli skal vakin á auglýsingu happdrættislns í blaðinu í dag. Dregið verður í 6. flokki þriðjudaginn 10. þ. m., og eru því aðeins 4 söludagar eftir frám að drætti. Sálarrannsóknafélag íslands. Eftirtaldra númera í happdrætti fé- lagsins, sem upp komu með vinning, er dregið var hinn 31. marz s.l., hefir ekki verið vitjað: nr. 1268, 4004, 12266, 3547, 8915, 9530, 12389, 10485 Og 14915. leikurinn, eins og áður er sagt, með sigri Queens Park Rangers með 9:0. Þó að fáir hafi búizt við því að íslenzka liðið sýndi yfirburði gagnvart brezka liðinu, höfðu víst fáir gert sér í hugarlund, að lið okkar dygði svo lítið, sem raun varð á. Má segja, að fátt gott hafi fundizt í leik þess, sem vert sé að hrósa því fyrir. Lið- ið var auðsýnilega illa þjálfað. Það var greinilegur samtíningur sitt úr hverri áttinni. Talsverð brögð voru að því, að íslending- arnir væri seinir að átta sig, þegar þeir loks höfðu náð knett- inum «g tækifærum til upp- hlaupa. Þannig kom það oftar en einu sinni fyrir, að einstak- ir leikmenn léku sér með knött- inn milli fótanna og biðu eftir því, að Bretarnir byggðu betur upp vörn sína, í stað þess að gefa hann strax áfram í skipu- lögðu upphlaupi. Margir menn í íslenzka liðinu voru ekki nógu góðir eða í nægri þjálfun til að I taka þátt í leik við sterkt er- lent lið. Nokkrir leikmanna sýndu stundum dálítil tilþrif og góðan leik «n yfirleitt voru þeir allir úthaldsláusir. Því verður ekki trúað fyrr en , fullreynt er, að íslendingar eigi ekki sterkara úrvalsliði á að skipa en þessu. Ef svo er ekki, þá eiga þeir að hugsa sig um tvisvar áður en þeir bjóða heim aftur jafn sterku erlendu liði. Dómari á þessum fyrsta leik var Guðjón Einarsson, og þótti honum farast það vel úr hendi. Fjöldi manns horfði á leikinn, sennilega 8—10 þúsundir. Komu áhorfendur víðs vegar að, af Akrapesi, Selfossi, Keflavik og víðar. í kvöld' keppa Bretarnir við K.R. Þó að íslendingar þurfi ekki að gera sér háar vonir um úrslitin, er varla hægt að búast við því, að K. R. standi sig öllu verr en þetta lélega úrvalslið. G. Þ. Islendmgur ákærður. (Framhald af 1. síðu) samband við norsku andstöðu- hreyfinguna í Bonnevie og út- vegaði henni m. a. sprengiefni og uppdrætti af virkjum. Hvort tveggja þetta fékk hann hjá Þjóðverjum. Afleiðingin ■ af þessu varð handtaka 45 Norð- manna. Einn af þesfeum mönn- um lézt við yfirheyrslur hjá þýzku lögreglunni, en 8 létust í fangabúðum í Þýzkalandi. — Seytján þeirra sátu í fangelsi til stríðsloka (flestir í Þýzka- landi), en aðrir sátu í haldi frá einum mánuði til tveggja ára. í septembermánuði 1941 fór Ólafur til Harðangurs í heim- sókn til skyldmenna kærustu sinnar. Hann aflaði sér upplýs- inga um andstöðuhreyfinguna þar. Afleiðing þess varð fyrst fangelsun 7 manna, en síðar 22 manna. Af þessum mönnum voru 19 teknir af lífi af Þjóð- verjum. Verjandinn krefst sýknunar. Verjandi Ólafs fyrir réttinum hefir krafist þess, að hann verði sýknaður, þar sem hann komizt, sem útlendingur, í flokk með þýzkum öryggislögreglumönn- um, sem aldrei hafi komið til mála að handtaka eða refsa. Auk þess uppfylli hann ekki þau skilyrði, sem þurfi til þess að hægt sé að dæma hann, þar sem hann hafi hvorki komið til landsins af frjálsum vilja né verið framseldur til Noregs af réttum stjórnarvöldum. Saksóknari ríkisins hélt því hins vegar fram, að brezka lög- reglan hefði haft fullan rétt til að handtaka Ólaf og flytja hann til dóms þangað, þar sem hann hefir unnið afbrot sín. Krafðist saksóknarinn þess, að málið yrði tekið til dóms og Frá Englandi E.s. Zaanstroom frá Hull 11. júní. EINARSSON, ZOEGA & Co., h.f. Hafnarhúsinu. Símar: 6697 & 7797. Aðsókn að Núpsskóla. (Framhald af 1. síðu) enn lokið. Er nú byrjað að grafa fyrir leikfimishúsi, en leikfim- iskennsla hefir til þessa farið fram í gamla skólahúsinu frá 1906, en það er nú bæði oröið of litið og lélegt. Upphaflega tók skólinn ekki nema 20 nemendur, en 1929 var hann stækkaður og svo hefir á undaníörnum árum verið byggt til viðbótar við skólahúsin bæði fyrir nemendaíbúðir og kenn- araíbúðir, svo nú rúmar skól- inn um 60 nemendur, eins og áður er sagt. Kennarar skólans eru, auk Eiríks skólastjóra, þeir Björn Guömundsson, sem gengdi skólastjórastörfum við Núps- skóla frá því að séra Sigtrygg- ur lét af skólastjóri 1929 og þar til núverandi skólastjóri tók við 1942. Björn kennir þó áfram við skólann. íþróttakennari er Ólaf- ur H. Kristjánsson og hefir hann einnig á hendi bóklega kennslu og sér um vornámskeið skólans í sundi, sem haldin eru á hverju ári. Skólinn hefir oft verið starf- ræktur sem gistihús að sumrinu, í sumar verður ekki hægt að koma þeirri starfrækslu við. Mikil aðsókn hefir verið að skólanum frá því fyrsta og jafnan orðið að neita mörgum um skólavist vegna þrengsla. Eru þegar farnar að berast um- sóknir um skólavist fyrir næsta vetur. Ólafur dæmdur í þyngstu refs- ingu. Fyrir réttinum krafðizt Ólaf- ur sýknunar. Fyrir réttinum lágu læknisvottorð þess efnis, að Ólafur væri berklaveikur. Eftir því, sem Tíminn veit bezt, hafa íslenzk stjórnarvöld haft mjög lítil afskipti af þessu máli. Eðlilegt virðist þó, hverj- ar sem sakir Ólafs kunna að reynast, að reynt sé að fá mál hans dæmt hér. Afkoma atvimiuvegaiina. (Framhald af 3. síðu) meiri nauðsyn fyrir þjóðina, en sem fyrst verði ráðin bót á þessu ófremdarástandi. Annar aðalatvinnuvegur Reykvíkinga fyrir utan ríkisreksturinn og sjómennskuna, sem tiltölulega fáir stunda, er byggingavinna. Hana stundar fjöldi manns, og mun þar oft lítið horft í kostn- aðinn, þar sem smáíbúðir kosta um og yfir 100 þús. kr. Þessi mál þyrfti að taka hið fyrsta föstum tökum og lækka húsa- verðið og húsaleiguna mikið, því þessi baggi mun verða mörgum Reykvíkingum erfiður, auk þess sem þetta snertir alla þjóðina í heild. Ríkisreksturinn, verzlunin og húsbyggingarnar í Reykjavík, hafa á undanförnum árum dregið til sín vinnuaflið frá framleiðslunni, með yfirboðs- kaupgreiðslum. Er nú svo komið, að við alla framleiðslu til lands og sjávar vantar fólk og aftur fólk, og hljóta allir að sjá hvern- ig slíkt ástand endar. Aiðnrlagsorð. í þessum greinarköflum hefi ég gert afkomu atvinnuveganna að umræðuefni, og þá sérstak- lega afkomu landbúnaðarins. Ég hefi"sýnt fram á, að ef ekki verður gert meira til þess að jafna lífskjör og þægindi sveita- fólksins og þeirra, sem í kaup- stöðum búa, nú á næstunni en að undanförnu, megi búast við því að nokkur hluti sveitanna leggist í eyði á næstu árum. Það þarf að hlynna þannig að sveitunum að fólkinu fjöjgi þar til muna frá því sem nú er, því vélarnar geta aldrei komið þar, nema að litlu leytj í staðinn fyrir fólkið. Það þarf að búa svo að at- vinnuvegunum til lands og sjáv- ar, að vinna við þá verði eftir- sóttari en önnur vinna. Á því veltur framtíð íslenzka ríkisins. Stríðsgróðinn, erlendi gjaldeyr- irinn er nú að mestu eyddur og það, sem er eftir, ráðstafað fyrir innflutning ákveðinna tækja. Framvegis verður því þjóðin að byggja afkomu sína á (jamla Síó Saga frá Amerlku. . (An American Bommance). Amerísk stórmynd í eðlilegum litum, samin og tekin af King Vidor. Aðalhlutv. leika: Brian Donievy, Ann Bichards, Walter Abel, Sýnd kl. 5 og 9. Vijja Síc (við Shúlmtötu) KONA MANNS (Mans kvinna) Hin mikið umtalaða sænska mynd sýnd kl. 9. Bönnuð yngri en 16 ára. Sjaldgæfur sigur. Sérkennileg og spennandi mynd frá frumskógum Sú- mötru. Aðalhlutverk: Julia Bishop, Lowell Gilmore. Sýnd kl. 7 og 9. Innheimtu- menn Tímans Muniff aff senda greiffslu sem allra fyrst. c— ———~~—i—-— ---- 7jarnatbíó VORLJÓÐ (Spring Song). Skemmtileg ensk söngvamynd. Carol Baye, Peter Graves, Leni Lynn,*-í Lawrence O’Madden. Aukamynd: Hnefaleikakeppnin milli Baksi og Woodcock nú í vor. Sýningar kl. 5—7—9. Beethovenhátíð Tónlistarfel. 1. Tónleikar laugardaginn 7. þ. m. kl. 9 síðd. 2. Tónleikar sunnudaginn 8. þ. m. kl. 9 síðd. í Austurbæjarbíó. Busch kvartettinn leikur Aðgöngumiðar að öllum tónleikunum seldir i dag hjá Eymundscn, Lárusi Blöndal og Bókabúð ísafoldar. framleiðslunni til lands og sjávar. Það leiðir af sjálfu sér að jafn fámenn þjóð og íslending&r eru, og sem á jafn mörg og stór verk- efni óleyst, þurfi að gæta var- úðar um það, hvernig hún ver tekjum sínum. Framtíð þjóðarinnar sem menningarþjóðar hlýtur í fram- tíðinni að byggjast á því, að hún kunni hér að velja rétt og hafna. Og fyrst og síðast verður hún að varast að tefla sjálf- stæði sínu í voða með erlendri skuldasöfnurr. Þjóðin á að keppa að því að lifa sem mest á sinni eigin fram- leiðslu, því að „hollur er heima fenginn baggi,“ eins og gamla spakmælið segir. Rlkisújtgjöldín eru á næsta ári áætluð kringum 200 miljónir króna. Það þarf mikla bjartsyni til þess að trúa því, að þjóðin fái risið undir þeim gjöldum Og það alvarlegasta við þetta er það, að nærri fjórðungur þess- arar upphæðar er fenginn með sölu áfengis og tóbaks. Ég held, að í framtíðinni þurfi þjóðin að byggja ríkisrekstur sinn á heil- brigðari tekjustofnum en þetta er. Með fengnu sjálfstæði og með því að taka aukna tækni í þjón- ustu sína, eiga íslendingar áreiðanlega mikla framtíðar- möguleika. Með samtaka átaki geta þeir á tiltölulega stuttum tíma klætt landið skógi á ný. Það sést bezt á Hallormsstað og öðrum friðuðum svæðum á landinu. Tilraunir Klemensar á Sámsstöðum benda til þess, að í framtíðinni geti rætzt hér hug- sýn skáldsins, að akur hylji hér móa, og menningin á að vaxa með lundum nýrra skóga. Ekki er það ósennilegt, að það verði hlutskipti mitt eins og fleiri bænda, að verða kaup-i staðarbúi. En þó svo yrði, mundi það ekki breyta afstöðu minni til þessara mála, sem ég hefi hér gert að umræðuefni. Ég veit að í sveitunum verður alltaf unnið eitt mikilsverðasta starf þess- arar þjóðar og „Bóndi er bú- stólpi, bú er landstólpi.“ Stóra-Sandfelli, 10. april 1947.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.