Tíminn - 04.07.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.07.1947, Blaðsíða 3
119. blað TÍMBVN, föstndaginm 4. jiilí 1947 3 MDíNINGARORÐ: Olafur Guðmundsson á Þóreyjaruúpi Hinn 15. febrúar s. 1. andaðist að heimili sínu Ólafur bóndi Guðmundsson á Þóreyjarnúpi, 67 ára gamall. Hann var fædd- ur að Urriðaá í Miðfirði 1. nóv. 1879, sonur Guðmundar Jóns- sonar bónda þar og Sigurrósar Einarsdóttur. Ólst hann upp á Urriðaá og dvaldist þar að mestu unz hann keypti jörðina Þór- eyjarnúp fyrir um 40 árum og fluttist þangað. Bjó hann þar alla tíð síðan. Eftir að Ólafur fluttist að Þór- eyjarnúpi hóf hann þar veru- legar jarðabætur, á þeirra tíma mælikvarða. Strax á fyrstu bú- skaparárunum byggði hann þar timburhús, sem enn stendur, og önnur jarðarhús; gerði túna- sléttur og umbætur á engjum. Var það honum alla tíð áhuga- efni að bæta og prýða jörð sina, og ber hún merki þess. Eigi naut Ólafur skólamennt- unar, en hann var vel greindur, lesinn og fróður um margt, vel að sér í fornsögum, kunni vel að meta ljóð og var sjálfur hagorð- ur. Hann var ágætlega ritfær; ritaði gott mál og var létt um að skrifa. Áhugasamur var hann um landsmál, fylgdi- Framsókn- arflokknum að málum og beitti áhrifum sínum honum til styrkt ar. Fylgdi hann ætíð hiklaust 'fram skoðunum sínum, á mann- fundum og annars staðar, við hvern sem var að eigat Ólafur var ákveðinn samvinnumaður og tók mikinn þátt í málum Kaupfélags Vestur-Húnvetn- inga. Átti hann sæti í stjórn þess í 12 ár samfleytt og sat á 20 aðalfundum þess. Ólafur á Þóreyjarnúpi kvænt- ist aldrei, en eignaðist tvær dæt- ur, sem báðar eru á lífi. Dætur hans eru Jónína, húsfreyja á Þóreyjarnúpi, gift Gísla Jakobs- syni frá Neðri-Þverá, og Ragn- heiður, nú búsett í Reykjavík, gift Gísla Sæmundssyni frá Ögri. Ólafur var aldrei vel heilsu- hraustur, og fór heilsu hans mjög hnignandi á síðustu árum. Laust fyrir áramót í vetur fór hann til Reykjavíkur a® leita sér lækninga, en fékk þar ekki bót meina sinna. Starfsþrekið og lífsorkan var þrotið, og þegar svo er komið er gott að hverfa héðan til annars heims. Við, sem áttum samleið með Ólafi Guðmundssyni og störf- uðum með honum að sameigin- legum áhugamálum, kveðjum hann með þökkum fyrir liðnu árin. Sk. G. lika sem einstaklirigar, þó Skjalda beri þar af. Þá kemur þriðji hópurinn, sem líka fékk I. verðlaun. í honum er Klufti frá Kluftum, albróðir Mána, og er hann eign Nautgriparæktarfélags Gnúp- verjahrepps. Með honum eru fjórar dætur hans. Klufti er ljómandi vel byggt naut, og má segja hið sama um dætur hans, er þó er ekki eins öruggt, að undan honum komi góðar kýr og hinum tveim. Flestar dætur Mána taka mæðr- um sínum fram, ein dóttir Repps hefir lægri fitu en móðirin, en nokkrar dætur Klufta eru verri en mæður þeirra. En þær dætur Klufta, sem hér mæta, eru hver annarri betri, og því fær hann I. verðlaun, enda á þessi hópur það eftir útlitinu. Dætur hans sem hér mæta eru: 1. Búkolla 52 Stóru-Mástungu, eign Bjarna Kolbeinssonar. Hún bar 1. kálfi 1.3/5. 1946 og mjólk- aði til næsta burðar 3755 kg. með yfir 4.5% fitu. Þetta er afburða nyt af 1. kálfs kvígu, enda var hún 2 y2 árs er hún bar. Kýrin er stór og gripsleg, þó hún eigi enn eftir að þroskast, enda er Kola 33 í Mástungu, móðir hennar, ágætiskýr. 2. Búkolla 8 Stórá, eign Guð- jóns ólafssonar, Vel byggð, myndarleg kjr, sem mjólkar um 4000 kg. á ári með um 4% fitu. 3. Búkolla 2 Háholti, eign Filippusar Jónssonar. Þetta er framúrskarandi mjólkurkýr, sem mjólkar hátt á fimmta þúsund lítra á ári með yfir 4% fitu. En þessi kýr er að gefa sig, hana vantar orðið stimefni, og ber það orðið utan á sér, en þó má enn rétta hana við, og að því þarf eigandi hennar að gæta. 4. Laufa 8 Ásólfsstöðum, eign Stefáns Pálssonar er fjórða kýr- in í þessum hóp og er allt gott um hana að segja. í fjórða hópnum er Glæsir frá Kluftum undan Huppu 52 og Stalin. Þessi hópur fær II. verðlaun. Glæsir er eign Naut- griparæktarfélags Hruna- mannahrepps. Glæsir er vel byggt naut, Jafn gamall Repp. Dætur hans eru fáar til í hreppnum og lítt reyndar. Þær virðast hafa feita mjólk, en hafa verið seinni að ná sér upp I nythæð, en dætur Mána og Repps. En þær gefa góðar vonir, en einu kýr í Laugardal sem hafa yfir 4% fitu er undan Glæsi. Önnur ágæt kýr er undan honum á Skeiðunum og víðar utan hans heimasveitar eru góðar dætur hans, því Hreppamenn hafa selt meira af þeim en Mánadætrum. Dætur Glæsis, sem fylgja honum eru: 1. Huppa 34 í Unnarsholtskoti sem er þeirra bezt, eign Hjörleifs Sveinssonar. 2. Búkolla 38 í Birtingaholti, eign Sigurðar Ágústssonar. 3. Huppa 39 í Efra Laugholti eign Sveins Sveinssonar og 4 Laufa 25 Högnastöðum, eign Guðmundar Guðmundssonar. Þrjár þær fyrstu fá II. verð- laun, en Laufa III. vegna þess, hvað hún hefir ljótt og illa lagað júgur — lítil afturjúgur — og er afturdregin á lendina. Fimmti hópurinn eru dætur Brands frá Húsatóftum, og fylgir þeim prýðilega fríður og vel vaxinn kálfur 13 mánaða, undan Klufta og Grímu 21 s í Laxárdal. Hann heitir Laxdal og er eign Nautgriparæktarfélags- ins í Gnúpverjahreppnum. Allar þessar systur eru miklar mjólkurkýr, en Hosa 16 Hæli, hefir þeirra feitasta mjólk, og (Framhald á 4. síðu) Gunnar Widegren: Ráðskonan á Grund framan hann sat skelfdasta manneskja jarðarinnar. — Nokkuð lengi, sagði hann loks, því að ég hefi vit- að það í allt sumar. — Það er ekki satt, hrópaði ég. — E-há og einmitt, sagði hann svo salla-rólega, að það lá við sjálft, að ég spryngi í loft upp. En nú var ég hrifin úr þessum helfjötri, því að Hildi- gerður kom askvaðandi, steig fast til jarðar og skellti hurðinni hressilega á eftir sér. — Góðan daginn, húsbóndi — góðan daginn, Anna, sagði hún. Hvers vegna situr þú hér? Ég ætlaði einmitt að spyrja húsbóndann, hvort þú værir einhvers stað- ar, því að ég varð ekkert vör við þig, þó að komið væri langt fram á morgun, og í rúminu þínu varstu ekki, svo að ég var orðin hrædd um, að þú hefðir kannske tekið upp á því aftur að ganga í svefni og svo bara farið eitthvað burtu. Ég ætlaði að segja húsbónd- anum að fara að leita að þér, en svo situr þú hér, þó við eigum að sulta perurnar í dag. Ég er að mínu leyti búin að hýða eins mikið og kemst í litla pottinn, svo að mér finnst, að ég sé að minnsta kosti búin að gera það, sem mér ber að gera .... — Það er ágætt, Hildigerður, sagði húsbóndinn al- veg óvænt, þótt hann þættist enn vera önnum kafinn við reikningana. En sem stendur hefir Anna um ann- að að hugsa en perurnar. Hún er að segja upp vist- inni. — Ne-ei? sagði Hildigerður. En hún þarf alls ekki .. — Hildigerður þarf ekki að skipta sér af því, greip húsbóndinn fram í fyrir henni. — Já — en hún gerir það af því, að ég trúlofaðist honum .... — Vill Hildigerður ekki skreppa niður að vatni og ausa bátinn? sagði húsbóndi þeirra bjóðandi röddu, sem aldrei hafði brugðizt sumarlangt, að hefði tilætl- uð áhrif á Hildigerði. Það rigridi svo mikið í nótt, bætti hann við. — Jú, húsbóndi, sagði Hildigerður, sneri í okkur ó- æðri endanum, með nokkurri tregðu þó, og fór. Hin óvænta koma Hildigerðar hafði þó ekki sefað taugar mínar, eins og þú getur máske skilið. Augu mín fylltust tárum, þegar ég stamaði fram næstu spurningu: — Ef til vill má ég vera svo djörf að biðjast skýr- ingar? ' — Hér eru fleiri en ungfrú Rósengren, sem gætu óskað skýringar, sagði húsbóndinn og skrifaði tölu- staf af slíkri vandvirkni að mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. En, hélt hann áfram, það er kannske heppilegast, að ég ríði á vaðið. Sem sagt, ung- frú Rósengren — þegar ég kom heim til yðar 1 vor, tók ég eftir mörgum myndum af mjög dökkhærðri stúlku, og mér skildist, að þetta myndi vera dóttir hús- bændanna, er faðir yðar sagði rri’ér frá, þegar við hitt- umst í Stokkhólmi •— við áttum þar saman margar skemmtilegar stundir, eins og ungfrú Rósengren veit ef til vill. Þetta voru heillandi myndir, ungfrú Rósen- gren, fallegar og vel teknar. Ég hefði treyst mér til þess að þekkja þessa stúlku, þótt ég hefði séð hana meðal þúsund annarra kvenna — ég er sæmilega mannglöggur. Við verðum það, þessir kaupmenn. Þetta varð ég að hlusta á — mér fannst sem ég sætl á nálapúða eða væði eld. — í öðru lagi, ungfrú Rósengren, hélt húsbóndinn áfram — einn fagran dag kemur'ung stúlka að Grund, send hingað af herra Rósengren til þess að gerast hér ráðskona. Þrátt fyrir virðingarverða viðleitni tekst henni ekki að sýnast vera það, sem hún læzt vera. í þess stað er hún svo nauðalík myndunum af dóttur herra Rósengrens, að það gat ekki dulizt öðrum en steinblindum manni. Þá var orðið erfitt að komast hjá því að skilja, hvernig í öllu lá, alveg sérstaklega þar sem faðir stúlkunnar hafði haft orð á því, að dóttir hans væri óforbetranleg skvetta. Að fengnum þessum forsendum var auðvelt að gera sér 1 hugarlund, að skvettuna hefði langað til þess að skvetta sér upp, og, þar eð ég hefi ekki neina unun af því að svipta aðra ánægju, lét ég það auðvitað kyrrt liggja. Ég hefi meira að segja haft mjög gaman af þessu sjálfur. — Ég'hefi með öðrum orðum verið til athlægis i allt sumar, snökti ég, því að mér fannst eins og allur heimurinn hefði setið á svikráðum við mig. Þetta er svívirðilegt .... — Ég bið afsökunar, sagði hann glaðlega, en ó- segjanlega háðslega. Mér fannst nefnilega, að ungfrú Rósengren gæti ekki við neinn sakazt nema sjálfa sig. Þetta var meira en ég þoldi. Ég varð fokvond. — Naut, öskraði ég og fleygði mér á grúfu á legu- bekkinn, þar sem ég grét svo heiftarlega, að ég nötraði öll og skalf. Það var eins og öll bönd hefðu raknað, alveg eins og þegar ég reiddist við Hildigerði. En ég var ekki aðeins reið við húsbóndann — ég var ennþá reiðari við sjálfa mig, því að ég sá strax, hve aulalega ég hafði hagað mér. — Tja, sagði húsbóndinn, það getur svo sem veriö rétt að meira eða minna leyti. Útvegum allar stærðir og gerðir af sjálfvirkum, raf- knúnum kælivélum fyrir matvörubúðir, veitingahús og heimili. Aðalumboðsmenn fyrir: Thomas Ths. Sabroc & Co. A/S Samband ísl. samvinnuf élaga TILKYNNING Samkvæmt samningum hafa prentarar og bókbindarar 12 til 18 daga sumarleyfi með kaupi. Þess vegna er prentsmiðja, bókbands- vinnustofa, afgreiðslur og skrifstofa prent- smiðjunnar lokað frá 21. júlí til 4. ágúst, að báðum dögum meðtöldum. Þetta eru viðskipta- vinir vorir vinsamlega beðnir að athuga. IsafoldarprcntsmiSMa h.f. Til sölu Skúr á stórri eignarlóð víð Hellu á Rangárvöllum, er til sölu. Að nokkru leyti innréttaður, hentugur sem sumar- bústaður. Stærð 5,50X0.60 metrar, forskallaður, Tilboðum sé skilað fyrir 15. júlí til Árna Jónssonar Hellulandi, Hellu, t < o (f O (( (( U (> c. O (( O ORLOFSFERÐ tll Norðnr* oj> Ansturlandsins uin helgina. Aokkur sæti laus. Síma 1540. Ferðaskrifstofa ríkisins Dýrasýningin í ÖRFIRISEY er opin alla ðaga frá kl. 8 árdegis. Mörjj dýr nýkomin. DANSLEIKUR í kvöld frá kl. 10. Sjómannadagsráðið VINNIÐ ÖTULLEGA AÐ ÚTBREIÐSLU TÍMANS '

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.