Tíminn - 10.07.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.07.1947, Blaðsíða 2
/N 2 Fimmtudagur 10. júlí Markaðsleitir Það er vissulega hægt að benda á margt, sem er öðruvísi en það á að vera, í þjóðlífi og starfsháttum íslendinga um þessar mundir. Fátt sýnir þó öfugþróunina öllu betur en að mörg hundruð eða jafnvel þús- und manna starfa að innflutn- ingsverzluninni — og þá kann- ske aðallega að því að flytja ým- iskonar skran og glingur inn í landið, — en sárfáir menn vinna að útflutningsverzluninni og markaðsöfluninni, sem þjóðin á þó kannske meira undir en nokkru öðru. Þetta þarf sannarlega að breytast og það tafarlanst. Það á að stórfækka þeim, sem vinna að innflutningsverzluninni, en fjölga hinum, sem vinna að útflutningsverzluninni. Það á að vinna að því að starfshæfir og verzlunarfróðir menn, sem nú fást við meira og minna vafa- saman innflutning, snúi sér að útflutningsverzluninni og sé sköpuð þar aðstaða til að njóta sín, svo að menntun þeirra og hæfni verði þjóðinni til gagns. Þetta hefði átt að vera eitt fyrsta verkefni hinnar svoköll- uðu „nýsköpunar“, sem hér hefir átt að gera seinustu árin, því að til lítils er að kaupa ný skip og veiða fisk, ef ekki er hægt að selja afurðirnar. En þetta var vanrækt eins og flest annað, og hefir vanrækslan aldrei verið meiri né ástandið ömurlegra í þessum efnum en við valdatöku núv. stjórnar. Þá var ekki aðeins állt óselt af framleiðslu þessa árs, heldur allmikið af framleiðslu ársins 1946. Það vantaði þó ekki, að stjórn- arandstaðan gerði ekki sitt til að minna stjórnina á þetta verk- efni. Eysteinn Jónsson marg-. flutti frv. sitt um eflingu Fiski- málasjóðs, svo að hann gæti veitt aukinn styrk til markaðs- leita. Það var ekki fyrr en eftir að Framsóknarflokkurinn var aftur kominn í ríkisstjórnina, að þetta mál fékkst fram. Á seinasta þingi var samþykkt að þrefalda tekjur Fiskimálasjóðs (úr 1 millj. í 3 millj. kr. árlega) og ætti það að gera sjóðnum kleift að veita miklu meira fé til markaðsöflunar en ella. Jafnhliða því, sem framlagið til markaðsleitana er aukið, þarf að vinna að fastari skipun og samræmingu þeirra. Það þarf stöðugt að hafa yfirlit um þá erindreka, sem helztu söluaðil- arnir (t. d. Sölusambandið, S.Í.S. og miðst-öð hraðfrystihúsanna) hafa erlendis, og bæta í eyðurn- ar eftir þöírfum. Það þarf að vinna að því, að ungir og álit- legir menn taki að sér sölustarf- semi í markaðslöndunum, helzt með fastri búsefcu þar. Við aðal- sendiráðin ættu að starfa fisk- söluerindrekar, . en í staðinn mætti fækka óþörfum sendi- herraembætfcum. Þá þarf vel að athuga, hvort aukin samkeppni í útflutningsverzluninni myndi ekki örfa hana og styrkja, ef henni væri haldið innan vissra takmarka, t. d. mætti enginn selja afurðir úr landinu neðan við ákveðið lágmarksverð. Það hefir að sönnu marga kosti, að salan sé sem mest á einni hendi, en hinu er ekki að neita, að það getur skapað stöðVun og áhuga- leysi í samioandi við markaðs- öflunina og ýmsir góðir kraft- ar vannýtast. Hér jþarf að reyna fÍmmtMdagiim 10. júlí 1947 Lögin um félagsheimili Aðdragandi málsins. Frumvarp ríkisstjórnarinnar um félagsheimili varð að lögum 22. maí síðastliðinn. Þar með er rættur langþráður óskadraum- ur ungmennafélaga og margra annarra menningarfélaga, sem á undanförnum árum hafa unn- ið að byggingu samkomuhúsa fyrir margvíslega félagSr- og menningarstarfsemi víðs vegar um landið. Fjárhagslega hefir jafnan ver- ið við ramman reip að draga og einkum hefir hin gengdarlausa dýrtíð síðustu ára orðið mörg- um þung í skauti. Mörg félög höfðu vænzt þess, að íþrótta- sjóður gæti hlaupið undir bagg- ann, en svo var ekki, nema að sáralitlu leyti, meðan óleyst voru jafn mörg og aðkallandi verk- efni, sem beint snertu íþrótalíf- ið, eins og sundlaugar, íþrótta- hús og leikvellir. Hins vegar hafði íþróttanefnd ríkisins frá upphafi reynt að aðstoða félög- in með útvegun á teikningum og veita alla sérfræðilega aðstoð. Kom það sér jafnan vel, enda þótt styrkurinn til framkvæmd- anná væri smátt skammtaður. Hér var því augljóst, að eitthvað þurfti að koma til viðbótar í- þróttalögunum, sem létti und- ir með byggingu samkomuhúsa, sem ekki gátu talizt til íþrótta- húsa og náðu heldur ekki til fræðslulaganna — húsnæði til fundahalda, leikstarfa, söngiðk- ana og hvers konar tómstunda- iðju. Hafa hús þessi verið nefnd félagsheimili. Ungmennafélögin hófu fyrir nokkrum árum baráttu fyrir því að þræða þann meðalveg, sem tryggir æskilegastan árangur. Margt fleira í sambandi við þessi mál þarfnast athugunar. Efling útflutningsverzlunar og arfkning markaðsleitana er mál, sem ekki þolir "bið. Þjóðin á meira undir góðum og mark- vissum vinnubrögðum þar en á fle^tum eða öllum sviðum öðr- um. Alveg sérstaklega þarf að beina þangað starfskröftum ungra og efnilegra manna miklu meira en nú er gert. að ríkið tæki upp stuðning við félagsheimilin á sama hátt og íþróttasjóður styður byggingu íþróttamannvirkja. Var skrifað um málið í Skinfaxa — tímarit Ungmennafélags íslands — og gerðar um það samþykktir á þingum U. M. F. í. Þá hefir Tíminn birt greinar um málið eftir áhugasama ungmennafé- laga. Allt stuðlaði þetta að því, að glæða skilning almennings fyrir því, að þarna var merki- legt menningarmál, sem hvorki náði til íþróttalaganna né fræðslulaganna, en aðrar þjóðir hefðu fyrir nokkru talið nauð- synlegt að styðja, og var einnig mjög aðkallandi fyrir íslenzkt dreifbýli. ' í fyrra fluttu þeir Páll Þor- steinsson og Bjarni Ásgeirsson málið inn í Alþingi, með frumv, sínu um félagsheimili, er þá var I flutt sem viðauki við frumvarpið um æskulýðshöll í Reykjavík. Dagaði málið uppi á þinginu. Þeir fluttu það aftur á Alþingi 1946 í nokkuð breyttu og víðtæk- ara formi en áður. Tók nú að vakna áhugi fyrir málinu á Al- þingi og kom þar fram um svip- að leyti frumv. til laga um breyt- ingar á lögunum um skemmt- anaskatt, þar sem gert var ráð fyrir, að ákveðinn hundraðs- hluti hans gengi til byggingu félagsheimila. En sá var hæng- ur á þessu máli, að um sama leyti sat nefnd að störfum, sem þáverandi menntamálaráðherra Brynjólfur Bjarnason, hafði fal- ið að semja frumvarp um rekst- ur Þjóðleikhússins. Gerði hún ráð fyrir, að allur skemmtana- skatturinn færi í hallarekstur Þjóðleikhússins. En alls mun skemmtanaskatturinn hafa numið kr. 1,8 millj. síðustu árin. Greiðsla til 20 fastráðinna leik- ara átti m. a. að verða kr. 850 þús. kr. eða allt að því sama upphæð og nú er gert ráð fyrir að renni í félagsheimilasjóðinn. Við þessar tillögur mundi Bryn- jólfur Bjarnason áreiðanlega hafa haldið sér, enda sennilega gerðar í samráði við hann. Var því alveg ljóst, að sæti sama stjórn áfram, myndi ekkert af skemmtanaskattinum fara til félagsheimilanna, því kommún- istar kröfðust þess, að hann gengi allur í hallarekstur Þjóð- leikhússins, og þeir hefðu vafa- laust ráðið því sem öðru í menn- ingarmálum fyrrverandi stjórn- ar. Gerðist nú ekkert í málinu um hríð. Við stjórnarskiptin í febrúar fékk málið óvæntan framgang. Eysteinn Jónsson, er varð menntamálaráðherra nýj u stjórnarinnar, beitti sér strax fyrir því, með sínum alkunna dugnaði, að sameina framkomin frumvörp og fá samkomulag um þau í ríkisstjórninni. Var málið nú enn borið fram og nú sem stjórnarfrumvarp. Eftir það gekk frumv. greiðlega gegn um þingið og mun þingmaður S.- Þing. hafa verið sá eini, er að lokum greiddi atkvæði gegn því, en hann óskaði eftir nafnakalli, til þess að geta sagt nei. Með lögunsfm um félágsheim- ili hefir Framsóknarflokkurinn leitt merkilegt og aðkallandi menningarmál fram til sigurs. Eiga lög þessi áreiðanlega eftir að vinna menningarmálum þjóðarinnar stórkostlegt gagn, eins og íþróttalögin hafa gert að undanförnu. En þau voru sett fyrir frumkvæði Framsóknar- flokksins, eins og kunnugt er. Og eitt er víst. Hefði Eysteinn ' Eysteinn Jónsson, sem kom fram lögunum um félags- heimili. Jónsson ekki sezt í sæti mennta- málaráðherra, væru þessi merkilegu lög ókomin. Þetta er fullyrt hér að gefnu tilefni. Helztu ákvæði lag- aima. Að lokum skal gerð stuttlega grein fyrir þeim atriðum lag- anna, sem skipta almenning mestu máli: 1. Samkvæmt 1. gr. þeirra má veita styrk allt að 40% af byggingarkostn- aði samkomuhúsa, sem að standa ung- mennafélög, íþróttafélög, lestrarfélög, bindindisféíög, skátafélög, kvenfélög og hvers konar önnur menningarfélög, sem standa almenningi opin án til- lits til stjórnmálaskoðana. Sama gild- ir um samkomuhús sveitarfélaga. í fé- lagsheimilissjóð renna 50% af skemmtanaskattinum ár hvert, eftir árslok 1947. Fjárveitingar hefjast því ekki fyr en seint á. árinu 1948 eða í ársbyrjun 1949. 2. Samkvæmt 3. gr. er stjórn fé- lagsheimilasjóðs í höndum mennta- málaráðherra. Veitir hann styrki úr sjóðnum samkvæmt 2. gr. eftri tillög- um fræðslumálastjóra og íþróttanefnd- ar ríkisins. Ef fræðslumálastjóra og í- þróttanefnd greinir á, sker rpennta- málaráðherra úr. Umsóknir um styrki skulu sendar íþróttanefnd, og fylgi nákvæm lýsing af húsi því, sem fyrir- hugað er að byggja, ásamt greinar- gerð fyrir þörfinni á félagshoimili á Konráð Vilhjálmsson: Getið Kolbeinn Högnason: Kurl. — Kvæði. — ísafoldar- prentsmiðja h.f. Reykja- vík 1946. Kolbeinn veit hvernig hann á að orða hugsun sína. Kurl er frábært nafn á kvæðabók, frum- legt, þjóðlegt og yfirlætislaust. Bókin er 312 blaðsíður og hefir 153 kvæði inni að halda; þar af eru 140 frumort og 13 þýdd. „Þetta er ekki skáldskapur, Kol- beinn“, þarf enginn að segja um þessa bók. Er þar skjótast af að segja, að öll kvæðin eru mjög frambærileg og ýms af þeim á- gæt. Má það teljast næsta á- nægjuleg niðurstaða að loknum lestrv ljóðabókar á slíkri harð- ærisöld um anda og orðlist, er óneitanlega ríkir nú á dögum í íslenzkri ljóðagerð, — þegar „gamburmosar gefa frá sér „töðu“ “ í sýnu meira óhófi en í samtíð Bólu-Hjálmars. Hér er heldur ekki um neitt gleiðgosalegt handahófs-fikt eða glamur að ræða, heldur alvar- legar og skýrar „hugvekjur" og myndir ábyrgs höfundar, sem vill að öll sín orð verði þjóðinni heldur til gagns en vanþrifa. bókar Það eru nú orðin 20—30 ár, síðan Kolbeinn hóf að rétta fram ljóð sín í „Óðni“ í rit- stjórnartíð Þorsteins skálds Gíslasonar. Þótti mér þegar hressandi bragð og ilmur af þeirri ljóðagerð og sagði þá við granna mína og góðkunningja, að þar færi gott skáld. Hættirnir voru snjallir, dýrir og hrynjandi og þar á öllu tek- ið með þjóðlegri vandvirkni og festu. Hér er engin leið að birta nema örfá og stutt sýnishorn úr svo stóru kvæðasafni. Aðeins skal hér minnst á nokkur ein- stök kvæði, er mér, sem þetta ritar, þykir mikið til koma, án þess, að þar sé átt við, að ekki séu fleiri kvæði jafngild og verð eftirtektar víðar í bókinni. Af kvæðum bókarinnar skal þá minst á Lýðveldisljóð íslend- inga 17. júní 1944, er ég hugði þá og hygg enn, að hafi verið beztu ljóðin, er bárust þá dóm- nefndinni að öllum ljóðum ann- ara höfunda ólöstuðum. Svo frá- bærilega snjallt er það og á öllu vel haldið. Ljóð þessi eru í átta flokkum, og er auðvelt að benda á prýðileg dæmi úr öllum flokk- unum, enda skal það nú gert, þótt ekki sé sársaukalaust að taka aðeins eina eða hálfa vísu úr hverjum, svo fjölmargt er þar sagt af fegurðarsmekk og andríki: I. Á bak viö áþján, eymd og smæö loks óskafylling bjó. Hvert hjarta, tunga, taug og æð nú tigni Guð í ró. Öll þjóð á lífs síns stærstu stund nú strengi heit um eitt: að biðja hann með barnsins lund sér blessa frelsið veitt. II. Vér blessum menn, er lengi þetta þráðu, — sem þorðu slíkt, þó gætu ei annað neitt. Vér blessum þá, sem þessu fyrir spáðu, þó þeirra máli yrði ei tilheyrn veitt. Vér blessum þá, er þunga stríðið háðu, — er þoldu pústra, smán og spottið eitt. Vér blessum þá, er þessu marki náðu, — er þetta mál til sigurs gátu leitt. (Til yfirmanna): III. Ber ei yður einkum að vera, ungu frelsi á leiðinni þungu vitar þeir, sem vökulir geta varið land — og þjóð frá strandi. IV. Hér vantar trú og tiginn sið, er takmörk þjóðar hefji og henni stefni á hærra svið og hálfleik allan skefji. Þótt trú af samtíð sé ei'hætt og sjáist stefnur tvennar, mup þjóð ei lengur sigursælt neitt siðgæði — án herrrfar. Sýnið,. að íslenzkur aðall sé eining og manndómur fórna, ekki nein músanna mið, mótuð af ágirnd og heift. VI. Landið kalli ykkur alla út í stríð, upp um fjall og inn um hlíð. Stóruvalla vinir snjallir vakni á helllatíð, vinni löndin víð. VII. Fá og smá þótt fánann berum, fyrirmynd þeim stærri verum, hvergi af hólmi flýja. Vörnin Egils eins við tuginn örvi jafnan landans huginn heilla dáð að drýgja. Himins völd hefji öld, hreinsi þjóðar skjöld, blessi fánann, frónska duginn, fram á tímans kvöld. VIII. Við elskum þig, móðir, þinn heiður, þinn hag af heilindum barnanna góðum. Allt fálm okkar menningar fært verði i lag með fórnandi dyggðunum hljóðum. Að hefjist hér þjóðlíf með heilsteyptum brag, við hendur til átaka bjóðum, svo fáir þú séð allrar framtíðar dag sem frjálsust og göfgust með þjóðum. 123. blal Páll Þorsteinsson, sem flutti fyrsta frumvarpið r.m fé- lagsheimili. þeim stað, sem um er að ræða )g um fyrirhugaða notkun þess. Félr^.'heim- ili, sem styrks nýtur úr fé'agsneim- ilasjóði, skal reist á þeim stað og eft- ir uppdrætti, sem íþróttanefnd am- þykkir. Menntamálaráðhevra getur og gert það að skilyrði fyrir styrkviit- ingu, að sveitarfélag, þar sem félag:- heimili á að byggja, ,áti ókeypis í t; viðunandi byggingar.óð og s»tt þav. skilyrði önnur við' íkjand gerð og: notkun félagsheimil mna, sem ham i telur nauðsynleg til þ ess, að þau kor íi að sem beztum notum og séu sem mest við hæfi þess bæjar eöa þeirrar byggðar, þar sem þau eru reist. 3. Samkvæmt 5. gr. er eigendum fé- lagsheimila, sem notið hafa bygging- arstyrks úr félagsheimilasjóði, skylt að heimila slíkum félögum, sem um ræðir í 1. gr. I sama bæ eða sömu byggð af- not af húsinu gegn hæfilegu gjaldi, ef það fer ekki í bága við eðlilega þörf þeirra sjálra fyrir það. Fræðslu- málastjóri og íþróttanefnd geta með samþykki menntamálaráðherra á- kveðið hámark afnotagjalds slíkra fé- laga af félagsheimilum, sem styrk hafa hlotið. 4. Samkvæmt 6. gr. er óheimilt að selja félagsheimili, sem styrkt hafa verið úr félagsheimilasjóði, án leyfis menntamálaráðherra. Leyfi hann slíka sölu, skal félagsheimilasjóði endur- greiddur styrkur sá, sem úr honum hafði verið veittur til byggingar húss- ins. 5. Samkvæmt 8. gr. skal sérhvert fé- lagsheimili vera sjálfstæð stofnun, og skulu settar reglur um rekstur og af- not þess, hvers og eins, og mennta- málaráðherra að staðfesta þær. Nú er það menningarfélag- anna, einkum ungmennafélag- anna, sem þarna fá réttarbót að taka mannlega á móti og not- færa sér þessa mikilsverðu að- stoð ríkisvaldsins og hefja sem víðast undirbúning að félags- heimili sínu. Þótt styrkurinn komi ekki fyr en eftir árið 1948, er margt að undirbúa á hverj- (Framhald á 4. siOu) Til þjóðar sinnar segir Kol- beinn í kvæðinu íslendingahvöt: Seidd af manndóms stefnu í stafni, stafi ljómi af þínu nafni meðal merkra þjóða. Vit og göfgi, friður, festa fast þitt móti hlutverk mesta — giftuháttinn góða. Sigri prjál, sundrung, tál samtök þín — og mál. — Haltu jafnan hlutnum bezta heil í starfi — og sál. í yfirbragðsmiklu kvæði, Örn- inni, á bls. 25, erií þessar línur: Því svo er varið andans efstu sjón, þeir aldrei láta mjög, er hennar njóta, en haninn, sem er hnepptur æ við frón, fær himinrödd, ef sér hann flugu þjóta. Slík orð eru í tíma töluð á of- lætisöld vorri í bókmenntum. Á bls. 30 standa þessi gullvægu alvöruorð: Þótt vinnist fé, þótt vinnist lönd á vegum logins máls, það færir hvern í brugðin bönd hins blekkta lífs og táls. En eins mun reyna aftur sá, þótt undir verði í leik, er*) samleik bar, — að leið hans lá til lífs, er ekki sveik. Vornótt, bls. 31 og Vor, bls. 41, eru yndisleg smáljóð, og ættu *) En mun vera prentvilla? — Höf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.