Tíminn - 23.07.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.07.1947, Blaðsíða 3
132. blað TÍMlIVJy, niiðvikinlagiim 23. júli 1947 3 Davíðs Stefánssonar, skálds, frá Fagraskógi flutt á Snorrahátíðinni. Enn sáu Austmenn íslands jökla hefja úr hafi hadd sólroðinn. Öð knör kólgu, unz klakaborgin breyttist í byggðir og bláa firði. Enn nýtur æskán arfsins forna frá niðjum Noregs, er námu landið. Kvistur kynborinn skal kjarnann muna, þótt lim laufgist í landi nýju. Aldrei hafa ættir íslands byggða borið hug betri til bræðra sinna. Göfuga gesti er gott að hýsa. Kær er koma þín, konungssonur. Vernduðu vættir vorar byggðir, þótt nætt hafi nepjur nístingskaldar, ógnir illræmdar yfir dunið og sár sviðið í sjö aldir. Minningar margar úr moldu rísa, döggvaðar dreyra dauðra kynslóða. Ber við bláheiði baðm mikinn, stofn Sturlunga, stjörnum glæstan. Bálist í barmi blóðsins eldar, lýtur öld engum ísalögum; kostir og kyngi reyna krafta sína, höggva hendur, en hugur yrkir. — Svo var ætt Egils til erfða borin. Undi þó einn, er aðrir börðust, skrjáfi í skinni og skornum penna. Gerðist af gnýr, unz geirar sungu og fylkingar fræknar til folðár hnigu. Sjálfur sat hann í sölum inni, lærður í lögum lífs og dauða. Andi innblásinn, í eldi skírður, veit vegaskil, þótt veröld sortni. Sá hann sýnir og sagnir skráði, örlagaóðinn, sem aldrei fyrnist. Enn hefur enginn íslands hróður á voldugri vængjum víðar borið. í vað viðsjálan veiddi marga illvíg öld og undirförul, fargað var frelsi, föðurland svikið, stjörnum storkað og Snorri myrtur. Brestur bölkyngi bleikar rúnir, sem ólu iflsakir um aldir fram. Viti það veröld, að vori fagna sáttir samherjar við sagnaspjöldin. Enn veitir unað orðlist Snorra, stíll Sturlunga stuðlum skreyttur. Heillast hugur, er háir tindar sindra sólgljáðir í svanavötnum. Lesið skal letur, unz lögmál skýrast og duldir dómar úr djúpi stíga. Þá mun þjóðum í þúsundir ára vaxa víðsýni, en veröld stækka. Nam Noregur við nýja elda kraftakvæði og konungasögur, laut að lindum, sem lýðum urðu ögrun, aflgjafi og óskabrunnur. Enn hafa ættlönd oki varpað, risið rammefld úr rauðri deiglu. Barg annað betur börnum þeirra en hetjuhættir horfinna alda? Njót þú, Noregur, nýrra sigra. Fagna mun frændþjóð frama þínum. Standa að stofni sterkar rætur. Vaxi viðir, unz veröld eyðist. Þeim skulu þjóðir þakkir gjalda, sem andleg öndvegi um aldir skipa. Meðan forn fræði framtfð ylja, mun laugar lpitað í landi Snorra. Látum hug hollan um höf fljúga, en rök ráða rétti vorum. Andlegs auðs skulu allir njóta. Geymum það, sem gott er en glötum hinu. Fagni frændþjóðir framtíð sinni, blómlegum byggðum, brunandi skipum, fljúgandi fleyjum, fossandi lífi, vaxandi vinsemd og vori nýju. Þér, sem hugheilir af hafi komið og eflið örlátir ættarstuðla, flytjið fósturjörð fagrar kveðjur frá eynni ískrýndu í yztu höfum. „Sæmd er að sjóða — sínum vin bjóða — Gullaugað góða — gula og rjóða“. — Óvíða getur að líta víðlendara og betra tún en á Sámsstöðum. Korn hefir fyrst verið ræktað á landinu, siðan kartöflur og loks er því breytt í ágætt tún. Síðustu árin hefir Klemenz val- ið sér nýtt verkefni. Hann rækt- ar korn, gras, belgjurtir og kart- öflur á Rangársandi. Hefir hann trú á þvi að vel sé hægt að rækta sandinn og byggja þar nýbýli. Sandurinn er hlýr, auð- únninn og þar þarf enga fram- ræslu. En áburðarfrekur er hann og þarfnast helzt búfjár áburðar fyrst í stað að minnsta kosti. Grasfræ og korn þroskast fyrr í sandinum en heima í gróðurmoldinni á Sámsstöðum og 40 þurrheyshestar af góðu belgjurtafóðri hafa fengizt af ha. á sandinum. Helzti háskinn mundi vera slæmir sandstorm ar, sem gætu skemmt kornið. — En mikils er um vert ef hægt er að breyta sandflæmum á skömmum tíma í garðlönd og akra. Margt er að skoða og sjá á Sámsstöðum. Mun búskapur (Framhald á 4. síöu) Erich Kástner: Gestir í Mikiagarði Það var frú Kunkel, sem fyrst áræddi að stíga inn fyrir þröskuldinn. Hún nálgaðist jakkafötin, sem einu sinni höfðu verið fjólublá, hægt og virðulega. Hún þreifaði á þeim með varúð, líkt og hún væri hrædd um, að þau bitu. Það fór sýnilegur hrollur um hana alla. Svo þuklaði hún á röndóttu flónelsskyrtunum, vó skyrtubrjóstin í hendi sér og starði höggdofa á tin- húðuðu ermahnappana. Loks stundi hún þungan og hneig niður í einn hægindastólinn, en hafnaði þá á skautunum, spratt upp aftur, greip andann á lofti og mælti: — Þetta átti þá guð eftir að láta koma yfir mig! — Ég lifi þetta ekki af, herra leyndarráð! — Það verður að, vera eins og þér viljið hafa það, svaraði Tobler. En ég vildi nú, að þér væruð' svo elskuleg að láta fyrst niður í ferðakistuna mína. Frú Kunkel fórnaði höndum. — Nei — aldrei, aldrei, hrópaði hún. Tobler sneri til dyra. — Ég verð þá að kalla á vinnukonurnar, sagði hann. Þá gaf frú Kunkel upp alla vörn. Hún snaraði tága- kistunni upp á borðið og byrjaði að búa um farang- urinn. — Og þessi rauða skotthúfa líka? spurði hún grát- klökk. Leyndarráðið kinkaði kolli. En frú Kunkel lokaði augunum, svo að hún sæi ekki, hvað hún var með 1 höndunum. — Þú verður kominn heim aftur eftir tvo daga, sagði Hildur. — Því segir þú það? — Þeir fleygja þér á dyr. — Ég er feginn, að ég fer líka, sagði þá Jóhann. Við ættum kannske að útvega okkur skammbyssu? Þá gætum við þó varið hendur okkar. — Þið skuluð ekki verða ykkur til athlægis, svar- aði Tobler. Því ætli fátækur maður hefði ekki getað unnið verðlaúnin? Og því hefði hann ekki átt að njóta verðlaunanna, þó að hann væri fátækur? — Þeir fleygja öllum fátæklingum á dyr, sagði þjónninn. En raunverulegir fátæklingar furða sig ekk- ert á því. — Nú hafið þiö fyrst gert mig forvitinn, sagði leyndarráðið. Við sjáum bráöum, hvað þeir gera. í þessari andrá var drepið á dyr. ísold, nýja þernan, kom inn. — Herra Tiedemann framkvæmdastjóri bíður niðri. — Ég kem að vörmu spori, svaraði Tobler. Hann ætl- ar auðvitað að leggja fyrir mig einhverja starfsáætl- un. Þetta er eins og ég ætli í ferð umhverfis jörðina. ísold fór. — Og svo verður þú kominn heim aftur eftir tvo daga, sagði Hildur. Faðir hennar staðnæmdist í dyrunum. — Vitið þið, hvað ég geri, ef þeir fleygja mér á dyr? Þau störðu öll á hann, full eftirvæntingar. — Ég kaupi. gistihúsið, og rek svo allt hyskið fyrir- varalaust. Þegar Tobler var farinn, bað Hildur um hraðsamtal við Bruckbeuren. — Það er ekkert undanfæri, sagði hún við frú Kun- kel. Annars er voðin vís. — Faðir yðar er því miður geggjaður, sagöi ráðskon- an. Það getur vel verið, að hann hafi verið það lengi, þó að við höfum ekki veitt því athygli. Lítið bara á þessi bindi! — Vonandi bráir aú honum, áður en langt um líður. | Hildur yppti öxlum. — Þér látið engan koma inn, meðan ég er að tala við þá i Bruckbeuren. Ekki á meðian þér standið uppi. — Ekki heldur, þótt ég detti dauö niður, svaraði frú Kunkel hörkulega, um leið og hún fleygði gamla vaðmálsfrakkanum niður í tágakistuna. Maður er svo sem orðinn mörgu vanur af honum. Munið þér eftir því, þegar hann tók taktstokkinn, eða hvað það heitir nú, af hljómsveitarstjóranum í óperunni — það eru lík- lega tvö ár síðan? Leyndarráðið sat rétt hjá hljóm- sveitinni, og uppi á leiksviðinu lá veik stúlka i rúmi sínu, og vinur hennar fékk henni handskjól, því að henni var svo kalt á úlnliðunum. Og í því þreif leynd- arráðið taktstokkinn af hljómsveitarstjóranum. Aum- ingja hljómsveitarstjórinn sneri sér við óttasleginn, en fólkið hló, svo að allt ætlaði um koll að keyra. Þetta var þó ekki neinn leikur. Og þetta gerði hann vegna einhvers veðmáls! Hildur horfði óþolinmóðlega á símatækið. — Vonandi verður framkvæmdastjórinn nógu lang- orður. — Talið ekki við þá, fyrr en leyndarráðiö er farið, sagði frú Kunkel eftir langa íhugun. — Nú eða aldrei, svaraði Hildur. Reyndar kemur mér þetta ekkert við. Pabbi ætti að vera orðinn nógu gam- all til þess að hafa vit fyrir sér sjálfur. Þetta er ef til vill bara óþörf fyrirhöfn. Frú Kunkel lokaði tágakistunni rambyggilega. — O, hann er ekki annað en fávíst barn. Ég veit ttvegnm með stuttum fyrirvara Frigidaire kæliskápa frá Ameríku, g'eg'n g’jjaldeyrivS- og innflutningsleyfum. Samband ísl. samvinnufélaga H UTBOD Tilboð óskast i að slá saman og reisa stálgrind í flugvélaskýlið á ísafirði, klæða grindina bárujárni og mála grind og klæðningu. Útboðslýsing og uppdrættir afhendast á skrif- stofu flugmálastjóra á Reykjavikurflugvelli og skrif- stofu bæjarstjórans á ísafirði gegn 200 króna skila- tryggingu. Tilboðum sé skilað á skrifstofu flugmála- stjóra eða skrifstofu bæjarstjórans á ísafirði fyrir kl. 5 e.h. þann 5. ágúst n.k. Flugmálastjjóriiin. UTBOD Tilboð óskast í jarð- og steypuvinnu við flugvéla- skýlið á ísafirði. , 4 Utboðslýsing og uppdrættir afhendast á skrif- stofu flugmálastjóra á Reykjavíkurflugvelli og skrif- stofu bæjarstjórans á ísafiröi gegn 200 króna skila- tryggingu. Tilboðum sé skilað á skrifstofu flugmála- stjóra eða skrifstofu bæjarstjórans á ísafirði fyrir kl. 5 e.h. þann 5. ágúst n.k. Flugmálastjórinn. ::::n:::::::::::::::n::::::uu::n:nu:::::::::::::::::uu:::::u::u:::::::::nu:u:: Verð fjarverandi framyfir miðjan næsta mánuð. Páll Sigurðsson læknir gegnir héraðslæknisstörfum á meðan. Skrifstofan opin eins og venjulega. Héraðslæknirinn í Reykjavík, 21. júlí 1947. o i* o o o o MAGNÚS PÉTURSSON. o (> o o o O o 11 DYRASYNINGIN í Örfirisey er opin frá klukkan 8 árd. Skotbakkin er opinn frá klukkan 2 eftir hádegi Sjómannadagsráðið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.