Tíminn - 23.07.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ÚTGEPANDI:
PRAMSÓKN ARFLOKKURINN
Simax 2353 og 4373
PRENTSMEÐJAN EDDA h.í.
, _____________ «0 ;
I vITSTJÓRASK3HPSTOFDII: >
EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A j
Slmar 2353 og 4373
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: '
EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A
Siml 2328
31. árg,
Reykjavík, iniðvikudaginn 23. jjúlí 1947
132. lilað
Landskeppni Norömanna og
íslendinga verður á morgun !
: j
Norðinenn senda hingað sterkasta lið sitt
Landskeppni Norðmanna og íslendinga fer fram á íþrótta- |
vellinum annað kvöld. Norska landsliðið, sem talið er það sterk-
asta, er Norðmenn hafa nú á að skipa, kom hingað með Heklu
i gærkvöldi. Með liðinu kom fararstjóri þess, Reidar Dahl, for-
seti norska knattspyrnusambandsins, og fleiri af helztu for-
ustumönnum sambandsins.
Valdir hafa verið þrettám
menn í.norska landsliðið. Nöfn
þeirra, sem í liðinu eru, fara hér
á eftir.
Torgeir Torgersen, mark-
vörður, Tom Blohm, markvörð-
ur, Erik Holmberg hægri bak-
vörður, Egil Jevanord, vinstri
bakvörður, Egil Lærum, hægri
framvörður,, Thorbiörn Svensen
miðframvörður, Harry Boye-
Karlsen, vinstri framvörður,
Trygve Arnesen, hægri útherji,
Gunnar Thoresen, hægri út-
eða innherji, Knut Brynildsen,
miðframherji eða innherji,
Björn Spydevold, framvörður
eða innherji, Paul Sæthrang,
vinstri útherji, og Odd Wang
Sörensen, inn- eða útherji.
íslenzka liðið hefir einnig
verið valið og er það skipað
þessum mönnum:
Hermann Hermannsson (V)
markvörður, Karl Guðmundss.
(F) h. bakv., Sigurður Ólafsson
(V) v. bakv. Sæmundur Gísla-
son (F), h. framv., Birgir Guð-
jónsson (KR) miðframv., Guð-
laugur Lárusson (Vík), v. fram-
vörður, Richard Jónsson (F),
h. útherji, Haukur Óskarsson
(Vík) h. innframherji, Albert
Guðmundsson (V), miðframh.,
Sveinn Helgason (V), v. inn-
framherji, Ellert Sölvason (V),
h. útframherji. Varamenn eru:
Anton Sigurðsson, Hafsteinn
Guðmundsson, Kristján Ólafs-
(Framhald á 4. síðu)
Góðar gjafir frá
Norðmönnum
I»aer voru tilkynntar í
liúfiim Iijá norska
soiidihcrraniiin í j*icr-
kvöldi
í boði, sem norski sendiherr-
ann, F. Anderssen-Rysst, hélt í
gærkveldi fyrir norsku fulltrú-
ana á Snorrahátíðinni og ýmsa
íslendinga, var af hálfu Norff-
manna skýrt frá veglegum gjöf
um, sem þeir ætla aff færa ís-
lendingum. Söfnin í Noregi hafa
komiff sér saman um aff gefa
forngripi, er myndi sérstaka
norska deild í Þjóffminjasafn-
inu ftér. Þá gefur dómkirkjan í
þrándheimi veglegan minja-
grip.
Þaff var prófessor Böe við
þjóffminjasafniff í Noregi, er
skýrff'i frá framangreiindti á-
kvörffun norsku siafnanna, en
Fjær dómprófastur við dóm-
kirkjuna í Þrándheimi skýrffi
frá gjöfinni, sem kirkjan gefur.
Ætlast er til, aff b*nir norsku
gripir, sem þannig verða gefnir,
geti myndaff sjálfstæffa deild í
Þjóðminjasafniu hér.
Þá talaði einnig Hövik stór-
(Framhald á 4. síðu)
Mikil síld við Langanes en
þoka hamlar veiðum
Fjögur skip liafa strandað af völduin þokuiinar
Síðan um helgi hefir veriff mikil síldveiði viff Langanes, en
óvenjulega svört þoka hefir oftast hamlaff veiffum á þessum
slóðum. Þó var bjart í fyrradag og fengu ýms skip þá góffan afla
og komu með hann til Raufarhafnar og Hjalteyrar í gær og fyrra-
dag. í fyrrakvöld syrti aftur og hélzt þokan um miffjan dag í gær.
ERLENDAR FRÉTTIR
Hollenzki herinn hóf hernað-
araðgerðir víða á Jövu á mánu-
öagsmorguninn og hefir hol-
lenzki flugherinn haldið uppi
árásum á bækistöðvar indo-
nisiska hersins síðan. — Her
Indonesiumanna hejfir hörfað
víða og eyðileggur allt, sem
hann getur, á undanhaldinu.
Hollendingar afsaka þessar
hernaðaraðgerðir mgð griðrof-
um, sem þeir telja Indonesíu-
menn hafa unnið, en almenn-
ingsálitið í heiminum telur að
hér sé eingöngu um ofbeldi og
nýlendukúgun að ræða.
1 höfuffborg Burma gerðist sá
atburður á laugardaginn var að
fimm menn brutust inn á stjórn
^rfund, vopnaðir vélbyssum, og
drápu sex ráðherra, þar á með-
ai forsætisráðherrann og særðu
tvo. Illræðismennirnir komust
undan.
Á vestursvæðinu hefir lítið
orðið síldar vart seinustu daga
og hefir mestallur flotinn farið
á Langanesmiðin. Sára lítil síld
hefir borizt til Siglufjarðar.
Það var á sunnudaginn, er
fyrstu síldarfréttirnar bárust
frá Langanesi, og byrjaði flot-
inn þá strax að faca þangað.
Þoka var þá niðdimm, svo að
skipunum miðaði seint áfram,
og tvö þeirra strönduðu á Mel-
rakkasléttu aðfaranótt mánu-
dagsins. Voru það Hvítá frá
Borgarnesi og Hagbarður frá
Húsavík. Sjór var ládauður og
sakaði því skipin ekki og voru
taldar góðar horfur á því í gær,
að Ægi tækist að ná þeim út,
en hann var þá kominn á strand
staðinn.
Um hádegið í fyrradag, létti
til og fengu þá ýms skip góðan
afla. Virtist þá nóg síld beggja
megin Langaness. í fyrrakvöld
syrti að aftur, og strandaði þá
eitt skipið, Bris frá Akureyri,
við Kolbeinstanga við Vopna-
(Framhald á 4. síðu)
Krafist íslenzkra handrita og
forngripa úr dönskum söfnum
Ályktanir landsfunclar stúdcnta
Landsfundi íslenzkra stúdenta, sem hófst á laugardaginn, var
lokiff í fyrradag. Affalmál fundarins var handritamáliff og hafði
Ólafur Lárusson prófessor framsögu í því. Umræffur um máliff
urðu allmiklar og voru ræffumenn allir einhuga um endurheimt
handritanna.
-í
Fundurinn samþykkti svo-
hljóðandi tillögur, sem þeir Ól-
afur Lárusson, Sigurður Norð-
dal og JJýiar Ól. Sveinsson voru
flutningsmenn að:
„Landsmót islenzkra stúdenta
1947 skorar á ríkiSstjórnina að
halda öfluglega fram kröfurn
sínum um afhendingu íslenzkra
handrita úr dönskum söfnum
hingað til lands og skorar á
alla íslendinga að fylkja sér
sem einn maður um þær kröf-
ur.
Jafnframt skorar landsmótið
á íslenzk stjórnarvöld að efna
nú þegar til sem umfangsmestr
ar útgáfu íslenzkra handrita,
sem nú eru geymd í dönskum
söfnum“,
„Landsmót islenzkra stúdenta
1947 skorar á íslenzk stjórnar-
völd að halda fast á rétti ís-
lendinga til endurheimtar ís-
lenzkra þjóðminjagripa úr
dönskum söfnum“.
Báðar tillögurnar voru sam-
þykktar með samhljóða atkvæð
um.
Valdimar Eylands
kominn
Séra Valdimar J. Eylands
prestur í Winnipeg er kominn
hingað til bæjarins ásamt konu
sinni og þremur börnum þeirra
hjóna. Þau komu flugleiðis að
vestan.
Eins q" áður hefir verið sagt
frá, hefir séra Valdimar og
Eiríkur Brynjólfsson að Útskál-
um skipst á prestakalli um eins
árs skeið. Séra Eiríkur er fyrir
uokkru kominn vestur til Winni
I peg.
Síldaraflinn svipaður
og í fyrra
Á miðnætti aðfaranótt
sunnudagsins, var bræðslusíld-
araflinn á öllu landinu orðinn
418,151 hektólítri. Á sama tíma
í fyrra, var hann 427,190 hl. Á
laugardagskvöld nam söltunin
á öllu landinu 9.587 tunnum
síldar og er þp,ð 1412 tunnum
meira en á sama tíma árið 1946.
Nú taka þátt í síldveiðunum
235 skip alls, þar af eru 9 tví-
lembingar,
Stórt olíuskip
komið til Hvalfjarðar
Stærsto skip. sein Iief-
ir koniið Iiiii$*'aÚ á veg-
iiin íslendingn
í gær kom til olíustöðvarinn-
ar í Hvalfirffi stærsta olíuflutn-
ingaskip, sem hingað hefir kom
ið á vegum íslendinga. Flytur
þaff hingað um 14.800 smál. af
olíu. Síldarverksmiffjur ríkis-
ins á Siglufirði munu fá um 4
þúa smál. af farminum.
Góffar vonir eru til þess, aff
olían verffi ódýrari, þegar hún
er flutt inn í svo stórum skip-
um. Kauji Olíufélagsins á Hval-
fjarffarstöffinni hafa þannig
skapaff möguleika fyrir því, að
olíuverzlunin geti orffið ódýr-
arL
IVIynd þessi var tckin af forseta íslands og Óiafi krónprins, er þeir
voru að skoða kirkjugarðinn í Reykholti. Þeir eru að ræði við norskan
liðsforingja.
Krónprinsinn op forseti í fteykholti
Oþurkarnir hafa torveldað
heyskap á Suðvesturlandi
Norðanlands heflr verið j»óð lieyskapartíú
Breyting sú, sem varð á veffráttunni um seinustu helgi, kom sér
vel fyrir bændur á Suðvesturlandi, því að þeir hafa getað notaff
þrjá seinustu dagana til að þurrka heyin, sem voru farin aff
hrekjast. Horfffi orffiff mjög illa með heyskapinn þar.
Þingvallaför
Norðmanna 1
í gær bauff bæjarstjórn
Reykjavíkur Ólafi ríkisarfa,
norsku gestunum og fleirum til
Þingvalla. Var snæddur þar há-
degisverffur, en á leiffinni voru
mannvirki hitaveitunnar aff
Reykjum skoffuff.
Lagt var af stað í för þessa
frá gamla hafnarbakkanum kl.
rúmlega 9 í gærmorgun. Tók
borgarstjóri, Gunnar Thorodd-
sen, á móti Ólafi ríkisarfa á
bryggjunni og var síðan ekið af
stað upp að Reykjum. Þar voru
gestunum sýnd mannvirki hita-
veitu Reykjavíkur og þeim gef-
in lýsing á fyrirtækinu og starf
rækslu þess.
Þegar lagt var af stað um
morguninn var gott veður, en
sólarlaust, en þegar komið var
upp að Reykjum var komið
glaða sólskin og mikill hiti. —
Hélst þetta blíðskaparveður all-
ann daginn og þótti flestum
norsku gestanna nóg um hit-
ann á Þingvöllum.
Er komið var til Þingvalla var
staðnæmst á barmi Almanna-
gjár, hjá útsýnisskífunni, og
horft yfir vellina. Þaðan var
gengið ofan Almannagjá og að
Lögbergi. — Blöktu þar íslenzki
og norski fáninn hlið við hlið,
tákn órjúfanlegrar vináttu þess
ara frændþjóða.
| Af lögbergi lýsti Pálmi Hann-
esson rektor Þingvöllum, sögu
þeirra frá fyrstu tíð og til vorra
| tíma. En á meðan sátu Norski
j ríkisarfinn og aðrir gestir í
lynggróinni brekkunni fyrir
neðan. Var það eftirtektarvert,
hve margir hinna norsku gesta
hrifust að söguhelgi og fegurð
staðarins.
Frá Lögbergi var gengið til
Valhallar, þar sem .snæddur var
hádegisverður í boði bæjar-
stjórnar Reykjavíkur. — Fluttu
þar ræður Gunnar Thoroddsen
borgarstjóri, sem bauð gesti
(Framhald á 4. slðu)
Hér fer á eftir yfirlit um hey-
skapinn í seinustu viku, er
blaðið hefir fengið hjá Páli
Zóphoníassyni:
Síðastliðna viku má segja, að
aldrei þornaði á steini á Suður-
landi. Bændur fóru sér því hægt
við sláttinn, dunduðu við að slá
það, sem ekki er véltækt í tún-
unum, en létu það véltækja
eiga sig og spretta úr sér. Tað-
an, sem sett var í dríli um
fyrri helgi, var aldrei hreyfð
alla vikuna.
Á Vestfjörðum hefir tíðarfar-
ið verið skárra, en þó má heita
að ekkert af töðu hafi náðst
upp þar.
í Húnavatns- og Skagafjarð-
arsýslum er töluvert af töðu
komið í sæti, og nokkuð inn, en
þurrkar hafa verið mjög stop-
ulir og taísamt við heyskap-
inn að eiga.
í Eyjarfjarðarsýslu byrjuðti
þeir fyrstu að slá tún um miðj-
an júní, og þó tíðarfariö væri
erfitt um tíma, hafa þeir, er
fyrst byrjuðu, hyrt tún sín, og
má segja, að taðan sé góð. Þeir
sem síðar byrjuðu, hafa enn
ekki lokið túnaslætti, en þaö
sem losað er, er komið inn, og
nýtingin góð. Þó spruttu töður
nokkuð úr sér hjá þeim, er síð-
ar byrjuðu, því óþurrkar um
mánaðamótin gerðu það að
verkum, að menn veigruðu sér
við að slá mikið niður þá.
í Þino;eyjarsýslu hefir taða
náðst með ágætri verkun, og er
túnaslætti víða langt komið.
í Múlasýslum. hefir öll taða
náðst með ágætisverkun og er
túnaslætti þar lokið allvíða,
enda var víða byrjaöur sláttur
um Jónsmessu. Þeir, sem síðar
byrjuðu, eru enn í túnum, en
allt hefir náðst inn til þessa
um leið og þaö er losaö.
í Skaftafellssýslu hafa veriö
óþurrkar, en þó skárra tíðar-
far en 'á, Suðurlandi.
Sigrast á óþurrkunum.
Vert er að nefna þrennt í
sambandi við það, sem af er
heyskapnum:
1. Ólafur Jónsson í Gróðrar-
stöðinni á Akureyri, er byrjaöi
(Framhald á 4. síðu)
Forseii oi/ krónprinsinn rið Snorralnufi
Mynd Þcssi var tekin, þegar forseti íslands og Ölafur krónprins voru aS
skoða Snorralaug í Reykholti. Við hlið forsetans er Þórir Steinþórsson,
skólastjóri í Reykholti.