Tíminn - 14.08.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.08.1947, Blaðsíða 3
145. blað TD11\>. fimmtudaginn 14. ágiist 1947 3 Fimmtugnr : Séra Jón Skagan fyrrv. prestnr á Bergltórslivoli Sr. Jón Skagan áður prestur á Bergþórslivoli varð fimmtug- ur 3. ágsút síðastliðinn. Hann er fæddur á Þangskála á Skaga 3. ágúst 1897. Hann gekk í menntaskólann í Reykjavík og síðan í guðfræðideild Háskólans og lauk þaðan prófi vorið 1924, sama ár kvæntist hann Jennýu Gunnarsdóttur frá Selnesi á Skaga. Eiga þau tvær dætur. Sr. Jón var prestur á Berg- þórshvoli í Landeyjum rúmlega 20 ár, en lét af prestsskaap fyrir fáum árum vegna heilsubrests og fluttist þá til Reykjavíkur. Jafnframt prestsskap rak hann búskap á Bergþórshvoli og gerði þar miklar byggingarfram- kvæmdir. Hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og hérað. Átti sæti í hrepps- nefnd, skólanefndarformaður, ■ skattanefnd, vann ötullega að útgáfu héraðssögu Rangæinga J og er formaður nefndar þeirrar, | sem sér um útgáfuna. Allmikið af greinum og ræðum eru eftir hann á prenti í blöðum og tíma- ritum. Sr. Jón var vinsæll prest- ur enda hefir hann flest ein- kenni, sem góðan prest mega prýða. Ágætur ræðumaður, prúðmenni og drengur góður. Hann á því góðar minningar hjá þeim, sem hann hefir starf- að lengst með, enda hefir hon- um verið sýndur af þeim marg- víslegur sómi. Honum fylgja því margar árnaðaróskir frá þess- um merkisáfanga ævinnar. X. Bindindismannamót Þann 10. ágúst síðastliðinn var haldið bindindismannamót að Vegamótum- á Snæfellsnesi. Mót þetta er ágætt sýnishorn af því hvernlg skemmtanir geta tekizt, þar sem áfengi er ekki haft um hönd. Umdæmisstúka nr. 1 og þing- stúka Borgarfjarðar gengust fyrir mótinu og lögðu til skemmtiatriði. Þingtemplar, Sólmundur Sig- urð&son frá Borgarnesi setti mótið og stjórnaði því. Ræðumenn voru: Friðrik Hjartar, skólastjóri, Akranesi, Sverrir Jónsson, um- dæmistemplar, Rvík, séra Magn- ús Guðmund'sson Ólafsvík og séra Leó Júlíusson á Borg á Mýrum. Ölium ræðumönnunum sagð- ist vel, og gerðu áheyrendur góðan róm að máli þeirra. Milli ræðnanna voru sungin lög. Þá las Ingimar Jóhannesson kennari stutta gamansögu. Næst voru sýndar tvær Is- lenzkar kvikmyndir, og ein út- lend (stutt gamanmynd). Að síðustu var stiginn dans. Mikill mannfjöldi sótti mótið og fór það fram með mikilli prýði. Um leið og ég þakka Snæfell- ingum af heilum hug, þátttöku þeirra í mótinu, og hina prúð- mannlegu framkomu þeirra þar, vil ég segja þeim þetta: Eins og mótsgestum er kunn- ugt af orðum þeirra manna, sem ræður fluttu á mótinu, var það aðaltilgangur okkar, sem frum- kvæði áttum að stofnun þess að rétta ykkur bróðurhönd og óska eftir samvinnu við ykkur í bar- áttunni við áfengiseitrið. Vitanlega væh það æskilegast, að þið gætuð myndað Góðtempl- aarstúkur víðs vegar um Snæ- fellsnes, og skipað ykkur þannig í raðir Reglunnar, og það mun- uð þið efalaust gera, þar sem því verður við komið. en í strjál- býli sveitanna er það nokkrum erfiðleikum bundið, að halda uppi að öllu leyti hinu skipu- lagsbundna starfi hennar en — „mikið má ef vel vill.“ En þið getið unnið málstað okkar mikið gagn, bæði með bindindisstarfsemi innan ung- mennafélaganna, og einfaldri bindindisfélagsstarfsemi. Ef keppt er markvisst að einni og ,sömu lausn þessa vandamáls — algerri útrýmingu áfengis úr landinu —. skiptir ekki mestu máli, hvor leiðin er valin. Megi heill og gifta fylgja starfi ykkar. Sigurjón Kristjánsson Krumshólum. urri tilfinningu. „Hvers vegna spyrjið þér? Við erum fæddar hér.“ En skugginn yfir hinu fagra andliti hennar var mjög skýr núna, en ég gat ekki fengið mig til að beina fleiri spurningum í þá átt. Að minnast útlaganna hafði opnað augu mín. Samtalið hélt áfram enn um stund, um allt og ekkert. Því næst kvaddi ég og fór. Þegar ég hafði lokað útihurðinni fannst mér sem ég stæði fyrir utan yndisfagran garð, umluktan háum múrvegg, — en að baki mér var læst garðshlið. Ég hélt heimleiðis. En ég var ekki ein á ferð. Hann fylgdi mér skugginn, sem ég sá í andlitum þessara tveggja fögru kvenna. Hugsaðu þér, að þú verðir að vera stöðugt á varðbergi gegn lítilsvirðingu úmhverfisins í þínu eigin ættlandi. Hugsaðu þér, að þú værir tilfinningarík- ur, gáfaður og kurteis og yrðir þó að standa í auðmýkt fyrir framan dyr gistihúsa og veit- ingahúsa, dyr járnbrautarvagna og verzlana — alls staðar — og Spyrja sjálfan þlg: „Ætli ég megi fara þarna inn, eða ætli þeir segi, að okkur sé bannaður aðgangur." Ég hugsaði mér sjálfa mig í sporum þessara kvenna, sem ég hafði eytt kvöldinu með, og skugginn sem yfir þeim hvíldi féll einnig á mig. Hvílík örlög, að lifa lífinu við sífellda smán og svívirðingu samfélagsins, að- eins vegna örlítils gulleits bjarma á húðinni. Því þessar tvær konur voru fullkomnir jafningjar allra þeirra, sem ég hafði þekkt á lífsleiðinni og mörgum hvítum konum langt um fremri. Með sjálfri mér var ég- hreykin af því að þær voru Ameríkanar og ég sárskammað- ist mín fyrir þann skugga, sem hvíldi yfir lífi þeirra. „Hafið þér aldrei verið í Virginia,“ hafði ég spurt þær í algeru hugsunarleysi. „Aldrei,“ hafði móðirin flýtt sér að svara. „Við förum aldrei til Suður- ríkjanna,' hafði dóttirin svarað, hvöss á svip. Ég veit hvers vegna. Væri ég þær, myndi ég heldur aldrei fara suður. Það er liðinn langur tími síð- an ég eyddi kvöldinu í friðsæla, hljóða húsinu þeirra mæðgn- (Framhald á 4. síðu) Erich Kástner: Gestir í Miklagarði vil ekki láta hanri of snemma í rúmið. því að þá verð- ur hann orðinn kaldur, þegar herra doktorinn leggst fyrir. — Skiljið þér þetta? spurði Hagedorn og sneri sér að Schulze. — Ekki fullkomlega, svaraði Schulze. Og svo sagði hann við þernuna: — Doktorinn ætlar ekki að fara að sofa. Bíðið þér bara með múrsteininn. Þernan fór. Hagedorn lét fallast í hægindastól. — Er þerna með múrstein á takteinum hjá yður? spurði hann. — Nei — síður en svo, svaraði Schulze. Og þar er ekki heldur neitt franskt konjakk. — Og ekki neinir síamskir ke'ttir? spurði Hagedorn og benti á kattakörfuna. Schulze greip utan um höfuðið á sér. Svo fleygði hann sér á hnén og virti sofandi kettina fyrir sér.' Einn kettlingurinn vaknaði, teygði sig, stökk upp úr körfunni og settist á hina fjólubláu buxnaskálm Schulze. Hagedorn settist við skriftirnar, en Schulze lagðist á magann hjá kettlingnum. Svo vaknaði annar, gægð- ist syfjulega upp úr körfunni og áræddi loks út á 1 persneska gólfteppið. Schulze hafði nóg að gera að skemmta þeim báðum. Hagedorn leit upp frá skriftunum, brosti og mælti: — Varið yður á þeim. Klærnar á þeim eru hvassar, þó að þeir séu sakleysislegir. — Ég er ekki hræddur við þær, svaraði Schulze. Ég kann tökin á köttum. Kettlingarnir léku sér nú við gamla manninn. Þeir stukku upp í loftið eftir fingrinum á honum, og hann tók þá í keltu sér, strauk þeim og kjáði við þá, svo að þeir möluðu af velsæld. Og nú var eins og ljós rynni upp fyrir honum. Þegar Hagedorn hafði lokið bréfaskriftunum, lét Schulze kettlingana báða í körfuna, þar sem sá þriðji svaf svefni réttlátra. — Ég heimsæki ykkur bráðlega aftur, sagði Schulze við þá. En sofið þið nú vært. — En nú, bætti hann við og sneri sér að Hagedorn, verð ég að endurgjalda yður vinsemdina og sýna yður herbergið mitt. Hagedorn fékk þernunni bréfið, og síðan stigu þeir inn í lyftuna. — Maðurinn, sem þekkir Tobler, heitir Kesselhuth, sagði Hagedorn á leiðinni upp. Hann kom hingað um leið og ég. Hann spurði mig blátt áfram að því, hvort hann ætti ekki koma mér í samband við Tobler- hringinn. Haldið þér, að það sé hægt? — Því ekki það — ef hann þekkir Tobler vel? — En hvernig stendur á því, að ókunnugur maður sér aumur á mér, án þess að ég verðskuldi það á nokkurn hátt? — Honum hefir geðjast vel að yður, sagði Schulze. Það fannst hinum ótrúlegt. — Er ég svona aðlaðandi? spurði hann forviða. — Alveg sérstaklega, sagði Schulze brosandi. — Finnst yður það í raun og veru? — Já — í hjartans einlægni. — Það er gott, sagði Hagedorn. Ég get sagt hið sama um yður. Þeir voru nú komnir upp á fjórðu hæð og stigu út úr lyftunni. — Búið þér uppi á flaggstönginni? spurði ungi mað- urinn, þegar Schulze gerði sig líklegan til þess að fara hærra upp. ; — Eða ennþá hærra, sagði Schulze. Þeir þreifuðu sig nú inn ganginn. Schulze lauk upp vistarveru sinni og kveikti. Það var eins og Hagedorn hefði gleypt einhvern Alpatindinn. Hann stóð á öndinni. — Við skulum fara, sagði hann loks. Við hljótum að hafa lent í geðveikrahæli. — Eða þér eruð að gabba mig? — Gerið svo vel að koma alveg inn, sagði Schulze. Fáið yður sæti — annað hvort á rúminu eða þvotta- skálinni. Stóllinn þarna er nefnilega bara til prýðis. Hann þolir ekki, að það sé setzt á hann. Schulze bretti upp jakkakragann og stakk höndun- um í vasana. Hagedorn litaðist um. — Ekki einn einasti skápur, tautaði hann. Hvernig getur þessu vikið við? Og herbergið mitt eins og það er! — Það er aðeins ein skýring hugsanleg. Það heldur, að þú sért einhver annar en þú ert. Hér eru einhver brögð í tafli. Það heldur, að þú sért einhver Balkan- barón. Eða sendifulltrúi frá einhverju stórveldi. Hagedorn hristi höfuðið, benti á snjáða olnbogana á jakkanum sínum og lyfti upp fætinum, svo að Schulze sæi það sjálfur, að skórnir gátu allt eins vel verið frá dögum Abrahams eins og Stresemanns. Og svo sló hann í borðið. — Ég fer beina leið á fund gistihússtjórans og segi honum, að hann hafi verið hafður að ginningarfifli. Ég heimta að fá helkalda hundakompu hér uppi eins og þér. «♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Tryggið hjá SAMVINNUTRYGGINGUM BRUNATRYGGINGAR BIFREIÐ ATR Y GGIN G AR SJÓTRYGGINGAR Umboðsmenn í öllum kaupfélögum landsins. SAMVIN N UTRYGGINGAR Sími 7080 Símnefni: Samvinn TILKYNNING frá Fjárhagsráöi Ríkisstjórnin hefir í gær sett reglugerð um skömmt- un á nokkrum byggingarvörum. Samkvæmt 2. gr. reglugerðarinnar skulu allir þeir, sem verzla með hvers konar trjávið, krossvið og hvers konar þilplötur, sement og steypustyrktar- járn, gefa viðskiptanefnd skýrslu um birgðir sínar eins og þær voru, áður en viðskipti hefjast 12. ágúst 1947. Skýrslu þessari skal skila fyrir 14 ágúst 1947. í Reykjavík skal skila skýrslum þessum til við- skiptanefndar á Skólavörðustíg 12, en utan Reykja- víkur skal skila skýrslum til sýslumanns eða bæjar- fógeta. Ef ekki er unnt að skila skýrslum fyrir 14. ágúst, skal senaa sýslumanni upplýsingarnar i símskeyti. Skylt er að gefa sundurliðaða skýrslu, þar sem til- fært er vöruheiti og magn hverrar einstakrar vöru- tegundar. ♦ Sement og steypustyrktarjárn skal talið i kíló- grömmum. Trjáviður alls konar skal talinn í ten- ingsfetum, og jafngildir einn standard 165 tenings- fetum. Krossviður, masonit, karlit, tex, asbestplötur og aðrar þilplötur og einangrunarplötur skulu til- færðar eftir tegund, þykkt og ferfetafjölda. Fyrst um sinn mun öllum fyrirspurnum um bygg- ingarefnisskömmtun þessa svarað hjá fjárhagsráði, og einnig liggja þar frammi eyðublöð fyrir verzlanir og aðra til notkunar við skömmtunina. Reykjavik, 12. ágúst 1947. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< ■♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦• Tilkynning frá Fjárhagsráði :: Fjárhagsráð vill vekja athygli á því, að í Reykja- vík og nágrenni er frestur til að skila umsóknum um fjárfestingarleyfi útrunninn föstudaginn 15. ágúst, en annaars staðar á landinu 25. ágúst. Þeir aðilar, sem eru byrjaðir á framkvæmdum eða hafa ákveðið að hefja framkvæmdir eru því alvar- lega áminntir að senda umsóknir sínar fyrir tilskil- inn tíma þar sem fjárfestingarleyfi verða ella ekki veitt. Sérstök umsóknareyðublöð um fjárfestingarleyfi liggja frammi hjá Fjárhagsráði og úti á landi hjá trúnaðarmönnum verðlagsstjóra og bæjarstjórum. Þá skal og á það bent að framkvæmdir án fjárfest- ingarleyfis eru lögbrot, sem varða refsingu. Reykjavík 12/8. 1947, :: :: I :: ♦♦ ♦♦ :: ♦♦ ♦♦ ♦♦ u « ♦♦ ♦♦ :: I ♦♦ ♦♦ ♦♦ ♦♦ :: :: Fjárhagsráð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.