Tíminn - 21.08.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.08.1947, Blaðsíða 2
2 TÍM1X\, íumntudagiim 21, ágiist 1947 150. blað Ftmtníudufiur 21. áffúst Ólafur Gunnarsson frá Vík í Lóni: Dagstund í menningarstöö í Finnlandi Bændur verða að fá nægan fóðurbæti í tveimur viðtölum, sem Tím- inn hefir nýlega átt við Pál Zóphóníasson ráðunaut, hefir hann hvatt eindregið til þess, að gerðar yrðu ítrustu ráðstaf- anir til að afla erlends fóður- bætis og bændur látnir vita um það tafarlaust, hve mikið þeir geti fengið af fóðurbæti á þessu hausti. Nauðsyn þeirra aðgerða, sem hér er minnst á, liggur í augum uppi. Á Suður- og Suðvestur- landi hafa verið meiri óþurrkar í sumar en lengi hafa verið dæmi til. Jafnvel þótt veðráttan batnaði nú og bændur fengju bezta heyskaparveður þann tímann, sem eftir er, verður heyfengur þeirra mjög rýr og lélegur. Annað hvort verða bændur því að gera að minnka stórlega bústofninn eða fá miklu meira af erlendum fóð- urbætir en þeir hafa notað á undanförnum árum. Sá orðrómur hefir gengið, — og er nokkuð vikið að honum í síðasta viðtalinu við Pál, — að ekki muni verða unnt að full- nægja öllum þörfum bænda fyrir erlendan fóðurbæti vegna gjaldeyrisskorts, sem leiðir af hörmulegri fjármálastjórn á undanförnum árum. í lengstú lög verður því ekki trúað, að neitt sé hæft í þessum orðrómi. Þótt grípa verði til ströngustu sparnaðarráðstafana á sviði gjaldeyrismálanna, er eitt, sem ekki má spara. Það er innflutn- ingur á vörum til þess að halda í horfinu þýðingarmestu at- vinnugreinum landsmanna, sjávarútveginum og landbún- aðinum. Þótt landbúnaðurinn framleiði ekki eins mikið af út- flutningsvörum og sjávarútveg- urinn, er framleiðsla hans engu þýðingarminni fyrir landsmenn. Ef eitthvað drægi að ráði úr matvælaframleiðslu landbúnað- arins, myndi það krefjast auk- innar gjaldeyriseyðslu. Það gæti því aldrei orðið gjaldeyris- sparnaður heldur gjaldeyristap að spara innflutning á brýnustu nauðsynjum til landbúnaðar- framleiðslunnar, eins og fóður- bætis, auk allra þeirra vand- ræða og öfugþróunar, sem af því myndi hljótast. Það ætti ekki að þurfa að lýsa því fyrir neinum, hvílíkt tjón myndi hljótast af þvi fyrir fram- tíðina, ef bændur þyrftu nú að skerða nautgripastofn sinn að ráði. Mjólkurframleiðslan er enn of lítil til að, fullnægja þörfum landsmanna og þess vegna væri það eitt hið mesta spor aftur á bak, ef nautgripun- um fækkaði. Hér er ekki um hagsmunamál bænda einna að ræða, heldur allrar þjóðarinnar. Til þess að bæta lífsviðurværi hennar og spara innflutning eru engar ráðstafanir nauðsyn- legri en að auka þá matvæla- framleiðslu í landinu, sem hún hefir stóraukna þörf fyrir. Enginn neitar því, að fyrrv. stjórn hafi ekki haldið þannig á málum, að hér sé orðinn mik- ill gjaldeyrisskortur. Þjóðin þarf vissulega að spara það, sem sparað verður í þeim efnum. Og sem betur fer, á hún marga möguleika til sparnaðar, sem ekki þurfa að valda neinum erf- iðleikum. Á meðan þeir eru ekki fullnýttir, ættu menn ekki að minnast á aðrar eins fjarstæð- Vjðtal við Idu Strömborg, konuna, sem fæddist á heimili Rune- bergs og hefir búið þar alla sína ævi. Á sólbjörtum sumardegi yfir- gaf ég hóp glaðra félaga og hélt til „Runebergs hem.“ Runeberg mun öllum íslend- ingum kunnur, svo ég læt undir höfuð leggjast að kynna hinn ódauðlega snilling Finna frek- ar. Heimili Runebergs er enn þann dag í dag með sömu uni- merkjum og það var, er hann dó, 1877, en öllum er nú heimill aðgangur að húsi skáldsins. Þótt Runeberg hafi nú hvílt í gröf sinni í 70 ár er sem andi hans svífi yfir heimilinu, þar sem hann orti sín ódauðlegu ljóð. Húsgögnin eru smekkleg og málverkin, sem prýða veggina bera vinsældum skáldsins með- al ljftbræðra, sem völdu sér pensil í stað penna, fagurt vitni. Meiri hluti málverkanna eru gjafir frá frægum málurum. Einna fegursti gripurinn á heimilinu er þó silfurkanna, sem finnskir hermenn gáfu þjóðskálc^inu í þakklætis- og virðingarskyni fyrir „Fánriks Stáls Ságner.“ Rúm Runebergs er enn eins og það var daginn sem hann dó. Morgunsloppurinn liggur á fótalaginu og á stól við höfðalagið liggur síðasta bókin, sem Runeberg las í, vasaklútur- inn hans og karamelluaskja er þar líka. En tilgangur þessarar grein- ar er ekki að lýsa heimili Rune- bergs beinlínis, heldur segja frá viðræðum sem ég átti við blinda konu 75 ára að aldri. Þessi kona er Ida Strömborg. Forstöðukona lýðháskólans í Borgá, Dagmar V. Essén hafði sagt mér frá þessari einstæðu konu, og er ég hafði hlustað á frásögn konunnar, sem sýnir gestum heimilið bað ég um við- tal við Frk. Strömborg: Venju- legs- tekur Ida Strömborg ekki á móti gestum, það leyfir heilsa hennar ekki, en þegar hún heyrði, að íslendingur væri kominn var ég strax velkom- inn. Ida Strömborg býr í öðrum enda hússins, þar sem hún fæddist fyrir 75 árum. Hún tók innilega í hönd mér og bauð mér sæti við hlið sér. Andlit hennar lýsti óvenjulegu sálar- þreki og skapfestu en göfug- mennska og hjartagæzku mátti lesa úr hverjum drætti. Faðir Idu Strömborg var bezti vinur Runebergs og bjó ásamt konu sinni og börnum i húsi hans. Þegar Ida fæddist var hún strax borin inn til skáldsins og hálfu ári síðar var hún skýrð í sama húsinu. Á hverjum degi kl. 5 síðdegis fór móðir Idu með börnin sín inn til gamla skálds- ins og kvaðst Ida muna, að hún ur og þær að spara verði nauð- synleg fóðurvörukaup handa landbúnaðinum og olíukaup handa bátaútveginum, en hér er um hliðstæður að ræða. Það ber því hiklaust að treysta því, að ríkisstjórnin og inn- flutningsstofnanírnar geri full- nægjandi ráðstafanir til að tryggja það, að bændur fái svo mikinn fóðurbæti, að þeir þurfi ekki að skerða nauðsynlegan bústofn sinn. Og þess verður jafnframt að æskja, að bændur fái hið allra fyrsta fulla vitn- eskju um, hve mikið þeir geta fengið af fóðurbæti í haust. hefði setið á litlum skemli við rúmið hans, og lék hann þá við ! hana. Runeberg var ákaflega i barngóður. Þegar skááldið dó var Ida 5 ára, hún var óhuggandi, þegar, hún vissi, að gamli og góði vin- | urinn hennar kæmi aldrei aft- ur. „Hann kallaði mig húsvöl- una sína,“ sagði Ida. ^„Enn Stundum lá færið hans óhreyft tímunum saman, en hann sjálf- ur sat í litla bátnum sínum og hugsaði. Hann skrifaði aldrei neitt meðan hann var á sveita- setrinu, en þegar hann kom heim settist hann við skrifborð- ið í vinnuherberginu og skrifaði línu eftir línu viðstöðulaust, hann breytti aldrei neinu, allt var tilbúið frá því á sumrin. Árið 1847 kom „Vort land“ Heimili Runebergs í Borgá í Finnlandi. þann dag í dag stendur Rune- berg mér lifandi fyrir hug- skotssjónum,“ sagði gamla kon- an. „Hann var hár vexti með glaðleg og góðleg augu, silfur- grátt hár og skegg. Dýravinur var Runeberg með afbrigðum og einstakur dýra- temjari. Smáfugla tamdi hann svo að þeir hlýddu minnstu bendingu frá honum./Grátitt- lingur, sem Runeberg átti, sett- ist á öxl honum hvenær sem hann t/lístraði á sérstakan hátt, en grátittlingurinn var líka fylgispakur við konu Runebergs. Einu sinni sem oftar fór frúin í heimsókn til myndhöggvarans Vallgren. Er þangað kom, sagði Vallgren prófessor: „En hvað þú hefir fallegt skraut í hattinum þínum í dag frú Runeberg. Það var grátittlingurinn, sem hafði setzt á hatt frúarinnar án þess hún veitti þvi eftirtekt. í annað skipti skauzt grátittling- urinn út úr loðfeldi frú Rune- berg, þegar hún kom 'í heim- sókn. Flugu tamdi Runeberg svo, að í hvert skipti, sem hann gerði smell með fingrunum kom flug- an og át sykur úr lófa hans. Litla mús tamdi skáldið á efri árum sínum. Eina nótt lenti músin í músagildru, ásamt fleiri músum. Þegar María ráðs- kona Runebergs kom til þess að vitja um gildruna, sýndi ein músin engin óttamerki. „Þetta hlýtur að vera músin skáldsins," , sagði gamla ráðskonan, og svo , batt hún rósrauðan spotta um músina til þess, að enginn skyldi granda henni í misgrip- ' um. En músin hafði þann sið að heimsækja svefnherbergi Rune- ( bergs á hverri nóttu og snæða þar góðgæti, sem hann hafði i stráð á gólfið. Nóttina eftir æv- j intýrið í gildrunni vaknaði skáldið við aumkvunarvert hljóð í svefnherberginu. Hanri hringdi bjöllunni í ákafa og gamla ráðskonan kom þjótandi dauðskelkuð. En hvílík sorg. Músin hafði fest rósrauða band- ið sitt á stól og í angist sinni hafði hún brotizt svo hart um, að áreynzlan dró hana til bana. Músin hlaut greftrun í garði Runebergs þegar næsta dag. Á sumrin dvaldi Runeberg löngum á sveitasetri og stund- aði þá talsvert stangaveiði. finnski þjóðsöngurinn í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir og 1848 var hann sunginn í fyrsta .skipti. Þegar Runeberg var búinn með Fandriks Stáls Ságner, vildi enginn útgefandi gefa þá út. Skáldið réðst þá í að gefa ljóðin út sjálfur. Og á undra- skömmum tíma seldist bókin upp í Finnlandi. Frá heimili Runebergs voru bókabögglar sendir í allar áttir, með póstin- um, mjólkurvögnunum og yfir- leitt öllum hugsanlegum boð- berum. Enginn samtíma Borgá- blöð eru til frá þessum tíma, þau voru öll notuð í umbúðir um Fandrik Stáls Ságner. Þegar Runeberg dó, var þjóð- arsorg 1 Finnlandi. Háir og lágir flykktust til Borgá til þess að votta snillingnum hinztu virð- ingarmerki. Eina manneskjan í líkfylgdinni, sem ók í vagni, var frú Runebereg, þá komu synir þeirra 6, og síðan fulltrúar þings og stjórnar og annað stórmenni, 6 og 6 saman. Fjölmennið var svo mikið, að þegar þeir fyrstu komu að gröf Runebergs, sem er spölkorn frá bænum, voru þeir síðustu að fara út um hlið- ið við heimili hans. Þessi leið er álíka löng og frá Tungu nið- ur á Lækjartorg. Eftir dauða Runebergs hafði faðir Idu umsjón með heimil- inu til dauðadags árið 1900,” síð- an hefir Ida Strömberg séð um þa<$; én nú hefir hún fólk sér til aðstoðar. Þegar Rússar vörpuðu eld- sprengjum á Borgá árið 1940, brunnu 6 næstu timburhúsin við Runebergs hem. Heimilið var í mikilli hættu, brunaliðið vann af miklu kappi alla nótt- ina, en inni var ógurlegur hiti. Ida Strömborg og trygga þern- an hennar, 80 ára gömul, yfir- gáfu ekki húsið fyrr en um morguninn. Þá var helkuldi, svo Ida Strömborg sat í loðfeldi með stóra skó á fótunum. Einn steinn slöngvaðist gegnum þak hússins og stefndi á rúm Rune- bergs, en til allrar hamingju stanzaði hann á bjálka uppi á lofti. „Jafnvel steinninn þrengdi sér ekki inn í þann anda, sem er á heimili Rune- bergs“, sagði Ida, og hún bætti við: Guð vakti þessa nótt eins og ávallt. „Þessa nótt brustu augu mín“, ÞAÐ HEFIR GENGIÐ MIKIÐ Á í Reykjavík undanfarna daga. Fólk hef- ir verið á þönum um allar götur, og búöirnar troðfullar af fólki. Þaö hef- ir keypt allt, áem nöfnum tjáir að nefna og ótrúlegar birgðir af einstök- um vörutegundum. Fólkið er að búa sig undir veturinn, langan, harðan vetur, sem að líkindum mun vara lengur en til næstu sumarmála. Sumr- inu er lokið — sumri, sem okkur sjálf- um var lagt í sjálfsvald að viðhalda lengi enn. Um þessa tíðarfarsbreyt- ingu er því ekki guð að saka, held- ur okkur sjálfa. ÞÓ AÐ YFIR þessu hömstrunaræði fólksins sé fremur óviðfelldinn blær, er því ekki að neita, að frá sjónar- miði íólksins er þetta aðeins eðlileg og skynsamleg fyrirhyggja. Og nú er skömmtun hafin á allflestum nauð- synjum — ströng og naum skömmt- un, en þá eru búðirnar tómar, og vaíasamt, hvort hægt verður að fá nokkuð út á skömmtunarseðlan/r, fyr- ir þá, sem hafa verið svo heiðarlegir að taka ekki þátt í kapphlaupinu, en hugsað sér að láta sér nægja það, sem skammtað verður. Það er gamla sagan, að þeir verða harðast úti, sem eru hógværir og tillitssamir. ANNARS ER VARLA h ægt að segja annað en að þessi skömmtun liafi tekizt með fádæmum óhöndug- lega. í stað þess að skella allri skömmtuninni á í einu og segja: Þetta verður skammtað og annað ekki, svo að fólk vissi, að hverju það ætti að ganga, þá er skömmtunin sett á smátt og smátt, ein vörutegund á dag, eins og bending til fólksins um það, sem koma muni, og að vissara sé að fara að viða að sér. Eitt finnst mér þó undarlegt. Það er eins og fólk sé ekkert hrætt um að farið verði að skammta brennivín og tóbak! EN ÞETTA leiðir hugann að hinu gegndarlausa gjaldeyrisbruðli undan- farinna ára. Við vorum auðug þjóð fyrir rúmum tveim árum, en ábyrgð- arlausir afglapar hafa stráð auðæf- um þjpðarinnar í hafið. Ég held, að 1 flestum menningarrikjum öðrum en íslandi mundi hafa verið fyrirskipuð réttarrannsókn gegn gjaldeyrisyfir- yfirvöldum, sem þannig hefðu hagað sér. En við erum svo stórir, að við ’ getum fyrirgefið smásyndir. ÞAÐ ER STUNDUM engu líkara en ríkið, og umboðsmenn þess séu með öllu hafin yfir þau fyrirmæli og regl- ur, sem þegnunum er sett að hlýða. Ríkisvaldið lætur sér sæma, og helzt það uppi ákærulaust að gera það, sem talið mundi brotlegt og reefsivert, ef einhver einstaklingur í þjóðfélag- inu fremdi það. Gott dæmi um þetta eru gjaldeyrisleyfin nú á síðustu mán- uðum. - Þegar viðskiptaráð hefir gefið út gjaldeyrisleyfi, hefir verið stimplað á það skýrum stöfum, að bankarnir hafi tekið að sér að annast yfirfærslu gjaldeyrisins. En þegar til kasta bankanna kemur, þá segja þeir engan gjaldeyri til og afgreiða ekki fyrr en þeim þóknast. Maðurim;, sem fékk gjaldeyrisleyfið, stendur með það í hendinni eins og falsaða ávísun. Ég heid, að slíkt mundi vera talið brot- legt og refsivert af einstaklingum eða einkafyrirtækjum. En ríkisvaldið er hafið yfir slíka smámuni. Ríkinu er ekki skylt að hlýða þeim lögum og fyrirmælum, er það setur þegnum sín- um. Ríkið er orðið drottnunarvald, sem starfar ekki í þjónustu þegnanna, heldur eru þegnarnir til fyrir það. Viðhc/f ríkisins og þeirra, sem koma fram í nafni þess, á að vera það að sýna þjónustu, en ekki yfirdrottnun, vera hjálparhönd en ekki refsivöndur. Annars veröa ríki og þegnar tveir fjandsamlegir herir. Krummi. Skemmtisamkoma á Álfaskeiði U. M. F. Hrunamanna hélt hina árlegu skemmtun á Álfa- skeiði sunnudaginn 10. ágúst síðastl. Eyþór Einarsson í Gröf setti samkomuna og stjórnaði henni. Dagskráin hófst með guðs- ^jónustu, sr. Árelíus Níelsson prestur á Eyrarbakka prédikaði. Þá söng karlakórinn Þrestir frá Hafnarfirði, söngstjóri Jón ísleifsson. Ræðu flutti Sigur- björn Einarsson dóscnt. Að þvi loknu hófst íþrótta- keppni á milli U, M. F. Hruna- sagði gamla konan, þau þoldu ekki ofsahitann og helkuldann, síðan hefi ég ekki séð dásemdir náttúrunnar nema í hugsýn- um. Þótt Ida Strömborg sé blind og líkami hennar hrumur, hefi ég aldrei fundið eins greinilega og i návist hennar, að ég sat andspænis stórmenni. Með lát- lausum, hjartnæmum orðum veitti hún mér innsýn í dýrmæt- ustu helgidóma finnsku þjóðar- innar. Hún vissi ótrúlega mikið um ísland, og mundi eftir öllum ís- lendingum, sem hafa komið á ,,Heimilið“. Hún kvað Runeberg hafa dáðst mjög að íslenzkum bókmenntum og fram til hinztu stundar hafa rætt um ísland. Eitt dæmi af mörgum um and- legan skyldleika íslendinga og Finna. Heimili Runebergs er ekki stór bygging, en eigi að síður hlýtur hver og einn, sem þang- að kemur, að finna, að hann hefir dvalið í andlegum há- skóla. manna og U. M. F. Skeiða- manna (sjá úrslit). Að lokum var stiginn dans í döggvötu grasinu og samkom- unni slitið kl. 11 síðdegis. Samkomugestir voru um 1000, en veður var fremur óhagstætt eins og oftar í sumar hér sunn- anlands: Allhvass suðaustan með snörpum skúrum. í íþróttakeppni sem fór fram á Álfaskeiði sunnudaginn 10. ág., á milli U. M. F. Hruna- manna og U. M. F. Skeiðam. urðu úrslit eins og hér segir: Hásíökk: 1. Gunnlaugur Jóns- son, S., 1.65 m. 2. Skúli Gunn- laugsson, H., 1.63 m. 3. Bjarni Jónsson, S., 1.60 m. 4. Ólafur Jakobsson, S., 1.55 m. Langstökk: 1. Skúli Gunn- laugsson, H., 6.22 m. 2. Eirikur Steindórsson, H., 5.93 m. 3. Bjarni Jónssori, 'S., 5.89 m. 4. Vilmundur Jónsson, S., 5.44 m. Þrístökk: 1. Bjarni Jónsson, S. 12.50 m. 2. Skúli Gunnlaugs- son, H., 12.47 m. 3. Eiríkur Steindórsson, H., 12.15. 4. Ólafur JakobsSon, S., 11.65 m. Kúluvarp (drengjakúla): 1. Skúli Gunnlaugsson, H., 13.44 m. 2. Garðar Vigfússon, S., 12.56 m. 3. Þorsteinn Alfreðsson, S., 12.39 m, 4. Sigurður Gunnlaugsson, H„ 11.90. Kringlukast: 1. Þorsteinn Al- freðsson, S„ 29.60 m. 2. Skúli Gunnlaugsson, H„ 29.19. 3. Sig- urður Gunnlaugsson, H„ 28.04 m. 4. Garðar Vigfússon, S., 27.95 metra. Félögin urðu jöfn að vinning- um, hlutu 25 stig hvort. Keppendur voru 5 frá U. M. F. Hrunamanna og 6 frá U. M. F. Skeiðamanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.