Tíminn - 09.09.1947, Blaðsíða 2
2
TÍMIIVIV, þriðjiBdagiim 9. sept. 1947
162. blað
Þriðjjudaffur 9. sept.
í ljósi staðreyndanna
Hvar sem menn hittast ber
nú skýrslu fjárhagsráðs á góma.
Menn tala um fjárhagsöng-
þveitið og vandræðin, og það
setur óhug að ýmsum.
Því fer fjarri að ástandið sé
glæsilegt. Það vantar fjármagn
til að halda áfram flestum þeim
framkvæmdum, sem lánsfjár
þarfnast. Það er búið að taka
út á langmestan þann gjaldeyri,
sem von er um til áramóta. Út-
gerðin hleður á sig skuldum og
stöðvast.
Það er vorkunnarmál þó að
þeim, sem grunlausir hafa
gengið, og haldið að öll hin fyrri
fjárhagsrök væru úr gildi geng-
in, verði mikið um, er þeir verða
þessa varir, og vakni við vond-
an draum. Þeir lifðu í ljúfum
draumi um allsnægtir og eyðslu,
en hrökkva nú upp við ískalt
steypibað staðreyndanna.
En sízt af öllu mega menn nú
örvænta, þó að illa horfi í bili.
Það er satt, að vegna gegndar-
lausrar óstjórnar eru erlendu
innstæðurnar gengnar til þurrð-
ar og miklu minna komið af
mörgum nauðsynlegum tækjum,
en hægt hefði verið að fá, ef
nokkurrar ráðdeildar og fyrir-
hyggju hefði verið gætt. Og af
sömu ástæðum er fjárhagskerf-
ið allt og verðbólgan í fullu ó-
samræmi við það, sem við-
skiptaþjóðir og keppinautar
búa við.
En íslenzka þjóðin hefir feng-
ist við örðugleika fyrri og ekki
látið bugast. íslenzka þjóðin
hefir verið að byggja land sitt
upp síðustu áratugi og alltaf
hraðar og hraðar. Hér hefir
alltaf vantað mörg nauðsynleg
undirstöðuatriði farsællar af-
komu. Það hefir þurft að byggja
yfir fólkið og atvinnuvegina,
búa til túnin, hafnirnar, vegi
og vinnslustöðvar, orkuver o. s.
frv. Það er þvi engin nýjung þó
að þetta vanti.
Ef fólkið vill eru nú ótal ráð
fyrir hendi, en þau verður að
nota. Það þarf að bregða skjótt
við og skörulega. Það verður að
ráða fram úr fjárhagsmálun-
um, svo að það borgi sig að
sækja fiskinn á miðin og selja
hann þangað, sem hans þarf
með. Það verður að færa fólkið
frá óþörfum milliliðastörfum í
verzlunum, skrifstofum og veit-
ingakrám að lífrænni fram-
leiðslu á landi og sjó. Og það
verður að neita sér um margs
konar munað og óþarfa, sem
þjóðin hefir leyft sér um sinn.
Þetta er allt hægt og þetta
eru engin neyðarúrræði. Þetta
eru ekki þungar fórnir fyrir
sjálfstæði, menningu og sæmd
þjóðarinnar. Dauf er þá ætt-
jarðarástin og lítill metnaður
landsfólksins, ef þetta yrði eft-
irtalið. Borið saman við það,
sem aðrir hafa á sig lagt, eru
þetta smámunir einir.
Mörgum finnst nú hart að
vera stöðvaður við þjóðhollar
framkvæmdir og er það að von-
um. En engin gremja, þó rétt-
lát sé, breytir því, sem búið er.
Við tökum ekki upp leik á tafl-
borði lífsins. Nú þarf sameigin-
legt átak til að bjarga því, sem:
bjargað verður, og gera tafir og
truflanir sem minnstar að
verða má.
Það er ástæðulaust að ör-
vænta, þó að illa horfi, ef þjóð-
in ber gæfu til að verða ein-
huga um réttlát úrræði með
þegnskap, manndómi og sönn-
um framfaravilja.
Ályktanir frá aðalfundi
Stéttarsambands bænda
Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu var aðalfundur
Stéttarsambands bænda á Akureyri 3. og 4. þ. m. Hér fara á eftir
ályktanir þær, sem fundurinn samþykkti.
Verðlagsmál.
1. Aðalfundur Stéttarsam-
bands bænda, haldinn á Akur-
eyri 3.—4. sept. 1947 lítur svo á
að komandi tímar munu leiða
æ betur og betur í ljós gildi
landbúnaðarins fyrir þjóðlífið
og beri því brýna nauðsyn til
að þing og stjórn beini nú svo
miklu fjármagni til ræktunar
landsins að staða bóndans þyki
eftirsóknarverð.
2. Fundurinn lýsir óánægju
sinni yfir því að aðrar stéttir
þjóðfélagsins hafa enn ekki
gengið til móts við bændur
landaíins í þeirri viðleitni að
lækka dýrtíðina og telur nú
knýjandi nauðsyn bera til þess
að það verði ekki lengur dregið,
þar sem útilokað sé að frekari
kröfur verði gerðar til bænda-
stéttarinnar fyrr en því skilyrði
er fullnægt.
En þar sem augljóst er að
framleiðslukostnaður og allur
þjóðarbúskapur íslendinga get-
ur ekki lengur staöist í sinni
núverandi mynd, leggur fund-
urinn sérstaka áherzlu á, að
bændur landsins eru hvenær
sem er reiðubúnir til samstarfs
og samtaka um hlutfallslega
lækkun á verðlagi og launum,
enda sé af hálfu stjórnarvald-
anna gætt fyllsta skilnings og
réttlætis í garð allra stétta.
3. Fundurinn er sammála
fulltrúum Stéttarsamb. bænda
um þau ágreiningsatriði sem
fram komu í verðlagsnefndinni
og telur því óréttlátt að lá-
markskröfur þeirra náðu ekki
fram að ganga.
4. Sakir þeirra skaðsamlegu
afleiðinga sem af því stafa, ef
neytendur telja hlut bændanna
raunverulega betri en hann er,
óskar fundurinn þess að gerð
sé nákvæm rannsókn á hinum
mikla mismun, sem er á útsölu-
verði landbúnaðarvara og þeirri
greiðslu, er bændurnir fá.
5. Fundurinn telur réttmætar
þær kröfur, er stjórn Stéttar-
sambandsins hefir borið fram
við ríkisstjórnina, að ríkissjóð-
ur greiði kostnað af geymslu og
rýrnun kjötbirgða þeirra frá
haustinu 1945, sem sem til
voru óseldar haustið 1946 og út-
flutningsuppbætur á jafnmikið
kjötmagn af framleiðslu ársins
1946 — og skorar á stjórn Stétt-
arsambandsins að halda þessu
máli enn fast fram.
6. Fundurinn mótmælir því
harðlega að fluttar séu inn er-
lendar landbúnaðarvörur, nema
skortur sé á sams konar vöru í
landinu og vítir það sérstaklega
hve sölu á íslenzku smjöri hefir
verið stórspillt á undanförnum
árum með óheppilegum ráð-
stöfunum stjórnarvaldanna.
7. Fundurinn átelur það ó-
samræmi sem fram kom í þeim
gerðum alþingis að tryggja lág-
marskverð á fiski, en fella jafn-
framt tillögu um að útfluttar
landbúnaðarvörur njóti sömu
kjara“.
Allar framanritaðar ályktanir
samþ. í e. hl.
í tilefni af nauðsyn þess vegna
verðlagningar á landbúnaðar-
vörum að ávallt sé fyrir hendi
nægilega margir búreikningar
víðs vegar af landinu, beinir
fundurinn því til stjórnar Stétt-
arsambandsins að hlutast til
um það við búnaðarsamböndin
að ekki færri en 2—3 menn í
hverri. sýslu haldi búreikninga
og séu valdir til þess ábyggi-
legir menn við venjuleg búskap-
arskilyrði.
Ennfremur telur fundurinn
eðlilegt að bú þau, sem ríkið
rekur, sendi búreikningaskrif-
stofu ríkisins glögga reikninga
yfir reksturskostnað sinn og af-
komu.
Samþ. m. samhlj. atkv.
Fjárskipti.
Þar sem viss héruð hafa
ákveðið niðurskurð á sauðfé
sínu, án þess að hafa til þess
samþykki sauðfjársjúkdóma-
nefndar og viðkomandi stjórn-
arvalda, og þar sem upplýst er
að slík framkvæmd hlýtur að
lækka að verulegu leyti verð á
kindakjöti til bænda, beinir
fundurinn þeirri áskorun til
bændastéttarinnar, að slíkt
verði ekki látið koma fyrir
oftar.
Samþ. með samhljóða atkv.
Úthlutun gjaldeyris.
„Aðalfundur Stéttarsambands
bænda beinir því til stjórnar
sambandsins að hún verði full-
komlega á verði gegn því að
hlutur bændastéttarinnar
verði skertur viðkomandi út-
hlutun á gjaldeyri til fóðurbæt-
is- og áburðarkaupa, innflutn-
ings búvéla og varahluta til
þeirra".
Samþykkt í einu hljóði.
Búnaðarmálasjóður.
Fundurinn skorar á Alþingi
að breyta lögum um Búnaðar-
málasjóð í samræmi við frum-
varp það, er lá fyrir síðasta Al-
þingi og samþykkt var í efri
deild.
Samþ. í einu hljóði.
Alþýðutryggingar.
Aðalfundur Stéttarsambands
bænda haldinn að Akureyri 3.
—4. september 1947 ályktar að
skora á Alþingi, er það kemur
næst saman, að gera gagpgerða
endurskoðun á lögum frá 7. maí
1946 um almannatryggingar og
breyta lögunum meðal annars
í þeim atriðum, sem hér eru til-
greind:
1. Að ákvæði 109. gr. um
skyldu sveitarsjóða til að greiða
iðgjöld fyrir einstaklinga falli
með öllu niður, en aftur á móti
séu rýmkuð ákvæði 110. gr. um
heimild tryggingarráðs til að
veita undanþágur frá iðgjalda-
greiðslu.
2. Að ákvæði 11!}. gr. um
framlag atvinnurekenda til
trygginganna falli með öllu nið-
ur.
3. Að þeir tryggðu greiði sjálf-
ir áhættuiðgjöld samkv. 113. gr.
4. Að skylda til greiðslu per-
sónuiðgjalda nái til manna á
aldrinum 18—65 ára í stað 16—
67 ára.
5. Að styrkir vegna barnsfæð-
inga séu jafnir til allra mæðra
6. Að lækkuð verði framlög
sveitarfélaga samkv. 114. gr.
Til áherzlu framangreindum
tillögum tekur fundurinn það
fram, að þær eru í samræmi við
mjög almennar áskoranir frá
aðalfundum búnaðarsamband-
anna og kjörmannafunda
Stéttarsambandsins um að vinna
að breytingum á tryggingalög-
gjöfinni, einkum í þeim atrið-
um sem tilgreind eru.
Fundurinn telur eðlilegt að
ef lögunum verður breytt í það
horf, sem hér er lagt til, þá
þurfi að grípa til sparnaðar í
útgjöldum og vill í því sam-
bandi benda á að nauðsyn er
til, að gætt verði fyllstu að-
gæzlu hvað snertir reksturs-
kostnað stofnunarinnar og í
því sambandi verði athugað
hvort ekki er rétt að fela sveit-
arstjórnum meiri hlutdeild í
framkvæmd málanna.
Á hinn bóginn er og athug-
andi hvort rétt er að veita
UM ÞESSAR MUNDIR er mikið
hugsað og rætt manna á meðal um
verzlunarmál, vöruvöndun, vörugæði,
hömstrun og skömmtun. Verzlunar-
maður, nýkominn heim frá Svíþjóð,
hefir sent mér eftirfarandi greinar-
stúf er hann nefnir:
„Er íslenzk verzlunarstétt starfi
sínu vaxin?
Það er á hvers manns vitorði að
undanfarin ár I/efir verið farið svo
svívirðilega með gjaldeyrisforða þjóð-
arinnar(1300 milj.) að það vekur undr-
un að slíkt ábyrgðarleysi skuli vera
til. Ög ekki nóg með það, þessir menn
sem áttu að vera fjarlægðir frá opin-
beru lífi, þeim er tyllt upp í annað
sinn í ábyrgðarmestu stöður þjóðfé-
lalgsins. En því miður eru fleiri sekir
um afglöp en valdhafarnir.
INNPLYTJENDURNIR EIGA SINN
ÞUNGA DÓM. Þegar gerður er sam-
anburður á vörugæðum í öðrum lönd-
um og hér verður samanburðurinn
næsta óhagstæður.
Tökum t. d. Svíþjóð. Þar er allt 1. fl.
vörur á boðstólum, skófatnaður vefn-
aðarvara og yfirleitt allt sem sést i
verzlunum. Fyrir hvaða gjaldeyri
kaupa Svíar? Þann sama og við, doll-
ara og pund. Vefnaðarvara hér er svo
léleg, að því fá ekki orð lýst (að und-
anteknum enskum fataefnum). T. d.
hafa komið hingað tilbúin föt. Menn
ættu að kannast við þau. Þetta eru
flest druslur. Sama er með flesta
vefnaðarvöru. „Kvalitetsvörur" sjást
ekki eða a. m. k. mjög sjaldan.
Vefnaðarvörusambandið, sem sá um
styrki — að undanskildum
sj úkra- og slysabótum — til þess
fólks, sem virðist vera vel statt
efnalega ef það hefir ekki þörf
fyrir fjárhagslega aðstoð“.
Samþ. í e. hlj.
Stjórn sambandsins var öll
endurkosin, en hana skipa
Sverrir Gíslason, Hvammi for-
maðurur, Jón Sigurðsson, Reyni-
stað, Pétur Jónsson, Egilsstöð-
um, Sigurjón Sigurðsson, Raft-
holti og Einar Ólafsson, Lækj-
arhvammi. Sömu menn voru
kjörnir til að taka sæti af hálfu
sambandsins í framleiðSluráði
landbúnaðarins.
Að fundinum loknum á
fimmtudagskvöldið sátu fund-
armenn boð með stjórn Kaup-
félags Eyfirðinga og nokkrum
gestum öðrum að Hótel KEA á
Akureyri.
innkaup frá Ameríku, flutti inn slíkan
óþrifnað að kaupmenn neituðu oft að
taka vörurnar. Hver er ástæðan að
þessir menn fluttu inn 3. og 4. fl. vörur
fyrir dollalra?
Ekki er betra þegar komið er að
skófatnaðinum. — Þar er ekki til 1. fl.
vara. Lítið í glugga skóbúðanna og
sjáið hvað ykkur er boðið — rándýrt
flest.
Það er eitthvað bogið við þetta allt
saman. Við eigum að geta flutt inn
sömu vörur og aðrar þjóðir fyrir sama
gjaldeyri. Allt þetta framferði er Isl.
verzlunarstétt til stórskammar og ef
hún bætir ekki ráð sitt á hún engan
tilverurétt. Nú erum við orðnir fátækir
aftur. Það er krafa, sem ekki verður
undan komizt, að fyrir það litla sem
hægt verður að flytja inn verði aðeins
flutt inn 1. fl. vara. Abc.“
Þessi grein sýnir gerla að það álit er
uppi, að íslenzk verzlunarstétt standi
ekki svo í stöðu sinni, sem hægt væri
og æskilegt verður að teljast.
Ýmis mál og dómar á undanförn-
um árum hafa og sýnt, að þau verzl-
unarfyrirtæki voru til — og þau alltof
mörg, sem notuðu sér styrjaldar-
ástandið til þess að auðgast á óleyfi-
legan hátt í sambandi við innflutning.
Mörg þessi fyrirtæki fengu að vísu
sinn dóm, en oftast virtist hann ein-
kennilega vægur. Þau fengu flest að-
eins sektir, en héldu annars öllum
réttindum sínum. Það ber oft við, að
einstaklingar, sem gerast brotlegir við
landslög, eru dæmdir til að missa ýms
mannréttindi, svo sem kosningarétt og
! kjörgengi. Það virðist því ekki órétt-
| mætt, að verzlunarfyrirtæki, sem sek
reynast um svo alvarlegar misgerðir
1 að taka óhæfilegan verzlunargróða af
neyzluvarningi almennings, séu dæmd
l til að missa verzlunarréttindi sín, en
svo er sjaldan. Þau fá að halda áfram
jafnrétthá og hin, sem heiðarleg hafa
reynzt. Þeim er gert hærra undir höfði
en vesælum borgurum þjóðfélagsins.
— Eftirlit með verðlagi og vörugæðum
þarf að vera miklu strangara en verið
hefir, fyrst úrval og vörumagn er ekki
fyrir hendi svso að þetta komist í
eðlilegt horf af sjálfu sér.
Krummi.
Ififjinnumit
ihulclar uorrar oiÉ landi&.
^Jdeitih á cJfa ndcjrœfíuijóc).
Jfhrijhitopa Jflapparstíy 29.
GuðBirandur Magnússou:
Kapítuíasklpti í
skógræktarmáiunum
Önnur greín
Valtýr Stefánsson ritstjóri,
formaður Skógræktarfélags ís-
lands, lauk grednargerð isinni
fyrir félagsstjórnarinnar hönd,
með því að telja skógræktina nú
á timamótum. Hingað til hafi
verið hugsað um „að klæða
landið," en nú komi hið hag-
sýna sjónarmið einnig til
greina: í skjóli birkiskóganna
er hægt að ala upp gagnvið á
ísl^ndi. Þess vegna sameinist
nú hugsjónirnar og hagsýnin 1
framkvæmd skógræktarmál-
anna. Nú þurfi að virkja áhug-
ann sem raunverulega sé fyrir
þessum málum. Fyrir 40 árum
buðu ungmennafélögin fram
mikla hjálp. En þá bilaði hin
vísindalega forusta. Nú er þekk-
ingin fyrir hendi. Nú er tíma-
bært að virkja hinn blundandi
áhuga almennings, og þá fyrst
og fremst æskunnar. „Fólkið
trúir þessu ekki, trúir ekki því
sem skógurinn talar við okkur
hér á Vöglum,“ voru lokaorð
ræðu formannsins.
Vísast er ekki rétt gagn-
vart lesendum þessara greina,
að draga lengur að láta þess
getið, að andrúmsloftið á þess-
imi fundi, áhuginn, vonirnar,
bjartsýnin og öryggið var ekki
sízt sprottið af því, að flestir ef
ekki allir fundarmanna, höfðu
komið í Gróðrarstöðina á Ak-
ureyri, og sunnanmenn sam-
dægurs!
Gróðrarstöðin á Akureyri.
Hver er hún, að hún megni að
,valda slíkum áhrifum!
Fyrir fjörutíu árum var tll
hennar stofnað fyrir forgöngu
tveggja mikilhæfra manna,
Sigurðar Sigurðssonar, síðar
búnaðarmálastjóra og Páls
Briem amtmanns. Sigurðar með
áhuga og nokkra sérþekkingu*
og Páls með trú og eldheitan
áhuga. Og fyrst og fremst skyldi
þetta verða tilraunastöð í skóg-
rækt.
Að ráði Sigurðar var helm-
ingi stöðvarinnar breytt í rækt-
að land, það var þurrkað og
tatt, en síðan var plantað í það
hinum fjölbreytilegustu trjá-
tegundum. Það þarf ekki að
taka það fram, að þessum trjá-
gróðri farnaðist prýðilega.
Hinn helmingur stöðvarlands-
ins var jarðgrunn brekka er snýr
mót austri, að mestu gróin
rýrðargrasi, en þó nakinn mel-
kollurinn, efst á brekkunni.
í þennan svörð, jafn harð-
hnjóskulegan og hann var,
skyldi nú gróðursetja ungar
trjáplöntur af ýmsu tagi, án
allrar aðhlynningar, og sjá síð
an hvernig þeim farnaðist við
þessi skilyrði.
Fjýrir menn voru þarna á
fundinum, sem lýstu því hvern-
ig til hagaði á þessum stað fyrir
40 árum. Kristján bóndi Jóns-
son í Nesi 1 Fnjóskadal var
þarna með í verki í 14 ár, og
| frá upphafi. Hann lýsti því
(hvernig nota varð haka til að
! grafa holurnar ofan í harðan
1 melinn undir sárþunnum sverð-
inum, sem plönturnar voru sett-
ar í. Ef þær lognuðust út af,
og þær gerðu það margar, þá
var ný planta sett í staðinn.
Og Kristján lýsti því hvernig
það var eins og dauða plantan
hefði búið í haginn fyrir þeirri
næstu, einkum með starfsemi
rótarinnar, og oftast lifði seinni
plantan sem niður var sett.
Þessum plöntum fór lítið fram
lengi framan af, fyrstu sjö árin
síðan tóku þær að vaxa nokkuð,
og síðustu 20 árin hefir vöxtur
þeirra verið mikill.
Og sjá!
Nú er þarna í brekkunni trjá-
gróður, skógur, þótt ekki sé
hann víðáttumikill, ættaður úr
öðrum löndum, margar barrvið-
artegundir meðal annars, bók-
staflega myrkviður, svo þétt-
vaxinn er hann og vöxtulegur!
Hér hefir íslenzk mold, íslenzk
veðurátt, i einu orði sagt, is-
lenzk náttúra hefir hér gengið
undir próf, og hún hefir stað-
ist prófið.
íslenzk náttúra getur alið
nytjaskóga, gagnviðarskóga, að-
eins sé henni leyft að starfa að
þessu I friði fyrir utanaðkom-
andi ágangi, og henni sé fært
frækornið!
Á heimleiðinni i kvöldhúminu
niður vestanverða Vaðlaheiði
var athygli samferðamannanna
vakin á tveimur fremur litlum
dökkleitum blettum á landi Ak-
ureyrarbæjar, og hversu þessir
blettir byggju yfir miklum töfr-
um — og trúboði! Blettirnir
voru Lystigarðurinn og skóla-
garðurinn annars vegar, og svo
Gróðrarstöðin!
Sérhver sá, ungur eða gamall,
sem enn er lítiltrúaður á að
hér á landi sé hægt að rækta
skóga, hann ætti að heimsækja
þessa staði, og þá einkum myrk-
viðinn í Gróðrarstöðvarbrekk-
unni. Þar eru naglaförin!