Tíminn - 09.09.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRl:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ÚTQEPANDI:
FRAMSÓKN ARPLOKKURINN
Slmar 2363 og 4373
PRENTSMHJJAN EDDA hJ.
I iITSTJÓRASKRIFSTOFDR:
EDDUHÚSI. Llndargötu S A
Simar 2333 og 4373
AFORETSSIiA, INNHEIMTA
OG AtTQLÝSINQASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindaxgötu 8A
Sfml
31. árg.
Reykjavík, þriðjudagixm 9. sept. 1947
Nauðsynlegt aö framkvæma ör-
ugga fóðurbirgðaskoðun á
Suðurlandi ™
Viðtal við Pál Zóphómasson ráðuuaut um hey-
skapinn í seinustu viku.
Nú er hálfur mánuður til fyrstu rétta, og ekki nema nokkuð
á aðra viku þangað til gangnamennirnir á mörgum stöðum á
landinu leggja af stað í göngurnar með nesti og nýja skó, sagði
Páll Zóphóníasson ráðunautur, er Tíminn spurði hann heyskapar-
i'rétta í gær. Móðir jörð er líka farin að sýna gula litinn, sem
alltaf er merki þess, að veturinn fer að nálgast. Eltingin er fyrir
Jöngu fallin, störin er orðin gul og jafnvel á hreinum valllendis-
bökkum sjást einkenni haustsins á gróðrinum. Skógurinn er að
verða flekkóttur, græni liturinn er að víkja fyrir þeim gula, og
lyngbrekkurnar eru að taka á sig margbreyttni haustlitanna,
og eru þá ef til vill allra fegurstar.
162. blað
A Suðurlandi hefir tíðarfarið
lítið breyzt síðustu vikuna. Þó
var góður þurrkur á jpriðjudag-
inn, og frameftir miðvikudegin-
um var þurrt víðast. Menn not-
Uðu þriðjudaginn mjög mis-
jáfnt. Sumir notuðu hann til
þess að ná upp í sæti því, sem
þeir höfðu heyjað síðast og ekki
var orðið hrakið, en létu gamla
heyið eiga sig. Aðrir fóru að
illa hirtum sætum, náðu þeim
upp, og lítið meira. Enn aðrir
notuðu daginn til að koma inn
úr yfirbreyddum sætum, treystu
ekki þurrkinum, svo að þeir
þorðu ekki að eiga við að
þurrka. Þó mönnum notaðist
því dagurinn misjafnt, höfðu
allir hans mikil not, og öllum
varð hann dýrmætur.
Nú er ástandið á Suðurlandi
þetta: Tiltölulega fáir menn
Nýr skólastjóri
Hannes J. Magnússon hefir
verið skipaður skólastjóri við
barnaskólann á Akureyri í stað
Snorra Sigfússonar, sem látið
hefir af skólastjórastarfinu, en
er nú námsstjóri fyrir Norð-
lendingaf j órðung.
Vísitalan
Kauplagsnefnd og Hagstofan
hafa lokið við útreikning vísi-
tölu framfærslukostnaðar fyrir
septembermánuð. — Reyndist
vísitalan vera óbreytt frá út-
reikningi vísitölu fyrir ágúst,
312 stig.
hafa nú fengið uppundir meðal
heyskap, en mikið af honum er
ýmist úr sér sprottið eða hrakið
eða hvorttveggja. Nokkur hluti
af bændunum eða líklega um
hafa nú náð öllum töðum
inn. Margir eiga nú mikið upp-
sætt og flatt, og nái þeir því,
fá þeir uppundir meðal hey-
skap að vöxtum. En eru margir,
sem ekki hafa náð helming af
venjulegum heyskap, og nokkrir,
en sem betur fer eru þeir fæst-
ir, sem ekki hafa náð nema um
1/3 af venjulegum heyskap, og
ekki geta þeir hér eftir náð
þeim heyjum, að þeir eigi nema
ca. 1/2 af venjulegum heyjum,
þegar að haustnóttunum kem-
ur. Það er því ljóst, að hvernig
sem fer um tíðarfarið þennan
hálfa mánuð til réttanna, þá
verður ca. helmingur af bænd-
um Suðurlands með lítil og
mjög slæm hey, og hinir með
léleg hey, þótt þeir hafi að vöxt-
um líkt og þeir eru vanir.
Sunnlendingar hafa undan-
farin ár vanrækt mjög að hlýða
forðagæzlulögunum. Skoðanir á
fóðri og ásetningur forðagæzlu-
manna að haustinu hefir verið
vanræktur. Þótt Búnaðarfélag
íslands eigi að fá afrit af skoð-
un á fóðurbirgðum og skýrslu
um fénað, sem settur er á vet-
ur að haustinu, hefir það verið
vanrækt um land allt að kalla
má1, og sérstaklega á Suður-
landi. En nú eru aðstæður þær,
að Sunnlendingar ættu að taka
rögg á sig, og kjósa forðagæzlu-
menn og láta fara fram fóður-
skoðun eins og gert er víðast
hvar annars staðar. Með því
fengist betra yfirlit yfir ástand-
ið, og þá er þó hægra um ráð-
(Framhald á 4. síSu)
Ríkisstjórnin kallar saman stétta-
ráöstefnu um dýrtíðarmálin
Ráðstefnan kemur saman á fimmtudaglim.
Vegna þess, hve alvarlega horfir í atvinnu-, fjárhags- og gjald-
eyrismálum þjóðarinnar, hefir ríkisstjórnin ákveðið, að kveðja
fulltrúa frá launastéttunum og samtökum framleiðenda til sjávar
og sveita á ráðstefnu í Reykjavík til þess að athuga með hverjum
hætti verði unnt að vinna bug á aðsteðjandi vandkvæðum og
um þátttöku stéttanna í því að tryggja arðbæran atvinnurekstur
í landinu.
Eftirtaldir aðilar hafa verið beðnir að senda einn fulltrúa
hver á ráðstefnu þessa:
Alþýðusamband íslands, Bandalag starfsmanna rikis og bæja,
Farmanna- og fiskimannasamband íslands, Félag íslenzkra iðn-
rekenda, Landsamband iðnaðarmanna, Landsamband íslenzkra
utvegsmanna, Sjómannafélag Reykjavíkur, Stéttarsamband
bæiýda, Verzlunarmannafélag Reykjavíkur (launþegadeild) og
Vinnuveitendaféiag fslands.
Ráðstefnan hefst í Alþingishúsinu fimmtudaginn 11. september
n. k., kl. 4 síðdegis.
Viðtal við Hermann Jónasson:
Atvinnuleysi og gjaldeyrisskorti verður ekki af-
stýrt, nema framleiðslan verði látin bera sig
íslenzhu siyurvegaramir í Stohhhólmi.
°Ef liið opinbera og einstaklmgarnir sýna
sparnað og ráðdeild, er vel hægl að sigrast á
erfiðleikunum.
f tilefni af skýrslu Fjárhagsráðs um gjaldeyris- og lánsfjár-
málin, hefir Tíminn snúið sér til Hermanns Jónassonar, for-
manns Framsóknarflokksins, sem á sæti í Fjárhagsráði, og rætt
við hann um skýrsluna og framtíðarhorfur í þessum efnum.
Viðtalið við Hermann fer hér á eftir:
Finnbjörn Þorvaldsson.
Haukur Clausen.
Haukur og Finnbjörn unnu glæsi-
lega sigra á Norðurlandamótinu
Haukur kom Svíum mjög á óvart með því að
verða fyrstur í 200 m. hlaupinu.
fslenzku íþróttamennirnir frá íþróttafélagi Reykjavíkur, sem
að undanförnu hafa ferðast um Noreg og Svíþjóð, hafa getið sér
hið bezta orð og orðið þjóð sinni til sóma. Einkum unnu þeir
frækilegan sigur á Norðurlandamótinu í Stokkhólmi um helgina.
llaukur Clausen vann þar sigur í 200 metra hlaupi, en Finnbjörn
varð annar í 100 metra hlaupi.
Norðurlandamótið hófst 1*
Stokkhólmi á laugardaginn. Fór
þá fyrst fram keppni í 100 metr.
hlaupi. Hörð keppni varð þar
milli Finnbjarnar og Svíans
Lennarts um fyrsta sætið. Finn-
björn var fyrstur fyrstu 50
metrana, og reyndi Svíinn að
komast fram úr honum án ár-
angurs. Á lokasprettinum tókst
Svíanum að komast aðeins fram
úr, en báðir höfðu þó sama
tíma í hlaupinu, 10,9 sek. Hlaut
Finnbjörn önnur verðlaun,
Lennart fyrstu og Svíinn Nils-
son þriðju verðlaun. Tími hans
var 11,1 sek.
Finnbjörn varð einnig 4. 1
langstökki, stökk 7,09 m.
Haukur Clausen sigraði mjög
glæsilega í 200 metra hlaupi á
mótinu. Hljóp hann þessa vega-
lengd á 21,9 sek., sem er nýtt
íslenzkt met. Annar í þessu
hlaupi varð Norðmaðurinn
Haakon Tranberg á 22,0 sek.
Sigur Hauks þykir mjög glæsi-
legur og hefir hann hlotið mikið
lof erlendra blaða fyrir frammi-
stöðuna. Kom mörgum sigur
hans á óvart, þar sem hann er
áður lítið þekktur hlaupari,
nema hér heima. Höfðu erlend
blöð meira að segja orð á því,
að hj^nn ætti tæpast tilkall til
að vera þátttakandi í Norður-
landamótinu. Haukur er aðeins
18 ára gamall og var yngsti
keppandinn á norræna mótinu.
Bjarni riddari
Bjarni riddari, fyrsti nýi tog-
arinn, sem Hafnfirðingar fá
eftir styrjöldina, kom til Hafn-
arfjarðar aðfaranótt laugar-
| dagsins. Hann er eign Akur-
gerðis h.f.
Blaðakosturinn
„Það er of seint, þótt þú sjáir
það nú.“ Þessi setning varð
manni að orði í sambandi við
fjársöfnun Tímans, en með
hliðsjón af greinargerð Fjár-
hagsráðs, sem nýlega hefir ver-
ið birt í blöðum landsins.
Mundi nú svona komið, ef
Framsóknarflokkurinn hefði átt
í höfuðstaðnum blaðakost, þótt
ekki væri til jafns við nema
annað hvort verkalýðsblaðið
seinustu 10—20 árin?
Mundi ekki gott dagblað með
fréttum og léttlæsilegu efni,
jafnhliða túlkun á viðhorfum
flokksins til þjóðmálanna, hafa
getað vamað því, að svona væri
nú komið fjárhagslega fyrir
okkur sem raun ber vitni um,
tveimur árum eftir að við vor-
um cin ríkasta þjóð heimsins,
miðað við fólksfjölda?
Er ekki gott að hafa þessar
spurningar í huga, þegar unnið
er að fjársöfnun Tímans? Vinn-
ið vel og ötuilega að fjársöfn-
uninni, svo að ekki komi slíkt
eða svipað fyrir í annað sinn.
Kæliskipið Vatnajök-
ull komið til landsins
Vatnajökull, hið nýja kæli-
skip Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna, kom hingað aðfara-
nótt laugardagsins eftir 6V2
dags ferð frá Stokkhólmi, en
það er smíðað í Svíþjóð. Skipið
tekur 700—800 smál. af fiski.
Það mun taka fisk á höfnum
út á landi næstu daga og fer
með hann til Ameríku.
— Hvað segir þú um skýrslu
Fjárhagsráðs?
— Ég tel, að skýrslan sé eins
nákvæm tölulega, eins og bezt
verður vitað. Um það atriði er,
að mínu áliti, ekki hægt að
deila með neinum rétti. —
En þar sem áætlanir eru
gerðar, eins og til dæmis um
gjaldeyristekjur þessa árs, er
líklega of mikil bjartsýnin, enda
er það tekið fram í skýrslunni.
Ályktanirnar eru ekki yfirleitt
dregnar af tölum, það getur
hver og einn gert sjálfur. En
þar sem ályktanir um ástand
hvernig úr þeim verði komizt.
hagsráði, eru þær dregnar með
mjög vægum orðum, sem ekki
er óeðlilegt, — en þess vegna
sýna þær, að mínu áliti, ekki
alls kostar rétta mynd af hinu
geigvænlega ástandi í fjármál-
um okkar öllum.
— Vilt þú nokkuð segja um
það, hvernig þú telur að bregð-
ast eigi við, til að komast hjá
ógöngunum?
— Það er ekki rétt orðuð
spurning við erum komnir í
ógöngurnar, og spurningin er,
hvernig úr þeim verði komizt.
Þær ráðstafanir, sem Fjár-
hagsráð hefir þegar gert, er að
stöðva gjaldeyriseyðsluna, nema
til allra brýnustu nauðsynja. í
þessum tilgangi hefir og verið
komið á skömmtun á innflutt-
um vörum. Það er þá ekki síður
tilgangur skömmtunarinnar, að
vörur þær, sem þjóðin getur
veitt sér, skiptist réttlátlega
milli neytendanna. — Þessi ráð-
stöfum Jcemur augljóslega allt
of seint — því gjaldeyririnn er
þrotinn. — En þær ættu þó að
ná þeim tilgangi að stöðva
frekari skuldbindingar út á við,
og til að ná því marki, að þeim
gjaldeyri, sem við eignumst
hér eftir verði skynsamlega ráð-
stafað. —
— Hvaða áhrif hafa þessar
fjárskortur inn á við, veldur
öðru leyti? —
— Þær ráðstafanir, er ég hefi
nefnt, eru aðeins byrjunarráð-
stafanir og hafa þau áhrif, sem
ég hefi nefnt. — Hitt er svo
annað mál, að gjaldeyrisþrot
þjóöarinnar út á við, og láns-
fjárskortur inn á við, veldur
hættulegri stöðvun, ef ekki verð
ur þegar í stað framhald á
stórvœgilegum breytingum á
fjármálagrundvellinum sjálfum.
Nánar tiltekið má segja þetta
þannig: Það er nú ljóst, svo að
vonandi verður ekki lengur um
það deilt, að þjóðin hefir und-
an farin ár lifað á því að eyða
þeim 580 miljónum af erlend-
um gjaldeyri, sem hún hafði
eignazt, — eytt þessu að sumu
leyti í þarfa hluti en meiru þó
í óþarfa. — Við þetta hefir
skapast ofurþennsla í verzlun-
ina. Meiri fjöldi manna hefir
unnið við sölu og dreifingu vara
en framhald getur orðið á.
Iðnaðurinn hefir blásið út og
verið önnum kafinn við að vinna
úr erlendum hráefnum. Bygg-
ingarstarfsemin hefir veitt þús
undum manns atvinnu fram-
yfir það, sem framhald getur
orðið á. Um fimm fallt meira
byggingarefni hefir verið flutt
inn sum undanfarin ár, en áð-
ur hefir tíðkazt. —
En nú er buddan tóm — 580
miljónirnar eru búnar og það
er ekki hægt að flytja inn vör-
ur fyrir gjaldeyri, sem búið er
að eyða, — né framkvæma fyrir
lánsfé, sem þegar er lánað og
fast. —
Afleiðingarnar eru stórfelldur
samdráttur í þeim atvinnugrein
um, sem ég hefi nefnt.
— Hver á að útvega þessu
fólki atvinnu?
— Þar er ekki nema um eína
leið að velja. Framleiðslan
verður að sjá þessu fólki fyrir
atvinnu og lífsframfœri. En
þess er hún ekki megnug, eins
og nú standa sakir. Þess vegna
eru næstu ráðstafanir svo mik-
ils verðar, að þær eru og hafa
verið undirstöðuatriðið. En það
er að koma framleiðslunni á
þann grundvöll, að hún beri sig,
svo að sögð sé setning, sem hefir
nálgast guðlast að nefna síðustu
árin. —
Framleiðslukostnaður verður
að komast í eðlilegt jafnræmi
við það verð, sem fyrir fram-
leiðsluna fæst á erlendum mark
aði.
Með þessu einu er hægt að
afstýra tvenns konar voða, sem
yfir okkur vofir ella. — Þaö
er stórfelldara atvinnuleysi en
áður hefir hér þekkst, með öll-
um þess hörmungum og gjald-
eyrisskorti, sem hér mundi
valda vöntun á nauðsynjum og
gæti leitt yfir þjóðina varan-
legt ófrelsi fjármálalega og
stjórnarfarslega. —
En þegar talað er um ráðstaf-
anir, sem gera þurfi, má heldur
ekki gleyma því, að þjóðin verð-
ur að taka sig tll og spara, bæði
einstaklingar og hið opinbera.
Hjá því kemst þjóðin með engu
móti, ef hún ætlar að rétta
við. —
Og hvað segir þú svo um lík-
urnar fyrir viðreisn? —
— Um það segi ég, að við-
reisnin er undir þjóðinni sjálfri
komin. —
Nú veit hún, ef hún lokar
ekki augunum, nákvæmlega
hvar hún stendur — það er þó
unnið með skýrslu Fjárhags-
ráðs.
Þjóðin þurfti, ef sæmilegt átti
að vera, að snúa við fyrir löngu.
En hún hefir ekki gert það og
um það tjáir ekki að fást. En
nú stendur hún á vegamótum
og hún kemst ekki hjá því að
velja leið. Önnur leiðin liggur
út í atvinnuleysi, skort og ef til
vill ófrelsi. Hin leiðin liggur til
sigurs og glæstrar framtíðar —
en gegnum það sem sumir kalla
erfiðleika. Það er sparnaður,
sjálfsafneitun og fyrirhyggja.—
Þjóðin komst þolanlega af
fyrir styrjöld með því afla sér
milli 50—60 miljóna árlega í
erlendum gjaldeyri. Kaupa fyrir
(Framhald á 4. síSu)