Tíminn - 11.09.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ÚTGEPANDI:
PRAMSÓKNARPLOKKURINN
Simar 2353 og 437S
PRENTSMDDJAN EDDA hX
tTSTJÓRASKRIPSTOrDR:
EDDUHÚ3I. Lindargotu 9 A
^XSímar 2353 og 4878
APGREJÐSLA, INNHEIMTA
OO AUGLÝS5NGASKRIFRTOFA;
EDDUHÚSI, LÍíiíteSZölii 8A
Slml
31. árg.
Reykjavík, fimmtudaginn 11. sept. 1947
164. blaö
islenzk stúlka, átta ára gömul,
heldur sjálfstæða píanó-
hljómleika
Jóhann Tryggvason söngstjóri, er nýlega kominn hingað til
Iands, ásamt dóttur sinni, Þórunni, sem er átta ára gömul. Ætlar
hún að halda hér sjálfstæða píanóhljómleika næsta mánudags-
kvöld. Blaðamenn höfðu í gær tal af Jóhanni og Þórunni dóttur
hans, þar sem hún var að æfa sig í Trípólíleikhúsinu.
Þórunn litla er af mörgum
talin hreint undrabarn. Hún
hefir nú um eins árs skeið
stundað nám í unglingadeild
konunglega tónlistaháskólans í
London og getið sér þar sér-
staklega gott orð. Hún hefir
einnig haldið tvo sjálfstæða
Þórunn Tryggvadóttir.
hljómleika í Englandi og hlotið
ágæta blaðadóma, meða annars
lof þekktra brezkra tónlistar-
gagnrýnenda.
Jóhann faðir hennar hefir
stundað nám í hljómsveitar-
stjórn og píanóleik við sama
skóla síðastliðið ár og hyggjast
þau að fara aftur til Englands
seint í þessum mánuði og halda
áfram námi, en Jóhann skildi
konu sína og börn eftir í London
er hann skrapp heim nú með
litlu dótturina til að lofa lönd-
um hennar að heyra til hennar.
Þórunn litla tók fimmta stigs
próf, þegar hún byrjaði í skól-
anum, þá 7 ára gömul, og er
það alveg óvenjulegt um svo
ung börn, þar sem flest taka
Stéttaráðstefnan
hefstídag
Stéttarráðstefnan, sem ríkis-
stjórnin hefir boðað til við-
ræðna um dýrtíðarmálin á að
hefjast kl. 4 í dag.
Þegar hafa 5 sambönd skip-
að menn á ráðstefnuna. Eru það
Bandalag starfsmanna ríkis og
bæja, sem skipaði Lárus Sigur-
björnsson, Pélag ísl. iðnrekenda
Kristján Jóh. Kristjánsson,
Landssamband iðnaðarmanna,
Tómas Vigfússon, Sjómannafé-
lag Reykjavíkur, Si$urjón Ól-
afsson, Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur, Guðjón Einarsson.
ERLENDAR FRÉTTIR
Fjörutíu hýzkir stríðsfangar,
sem sluppu úr brezkum fanga-
búðum, leika nú lausum hali í
Egyptalandi. Þeir sluppu úr
fangabúðum við Suez-skurðinn,
en komust inn í sjálft Egypta-
land.
í London stendur yfir flug-
vélasýning þessa dagana ogeru
þar sýndar 70 nýjar tegundir
af flugvélum.
Lögþing Færeyja hefir nú
samþykkt tillögur dönsku
stjórnarinnar með 12 atkvæðum
gegn 7.
það próf ekki fyrr en 12—13 ára
gömul. Þórunn er líka yngsti
nemandi skólans og hefir hún
notið tilsagnar víðfrægs píanó-
kennara, sem er Ethel Kennedy
prófessor.
í Englandi er það bannað, að
börn haldi sjálfstæða hljóm-
leika á eigin spýtur, en fengizt
hefir leyfi fyrir Þórunni litlu
til að halda hljómleika, sem
verið hafa á vegum tónlistar-
stofnana, og hefir hún haldið
tvo slíka tónleika, við frábærar
undirtektir og hlotið aðdáun
fjölmargra tónlistarunnenda í
Englandi fyrir frammistöðu
sína á þeim. Mörg brezk blöð
hafa gert hana að umtalsefni
og kallað hana undrabarnið frá
íslandi. Þannig skrifaði mjög
frægur tónlistargagnrýnandi
lofsamlega grein um leik Þór-
unnar í brezka stórblaðið Daily
Telagraph.
Þórunn mun halda hér að
minnsta kosti tvo hljómleika að
þessu sinni. Þeir fyrstu verða á
mánudagskvöldið, og aðrir
væntanlega á miðvikudagskvöld
ið. Verða þeir haldnir í Trípólí-
leikhúsinu. Litla stúlkan hefir
ekki áður haldið sjálfstæða
hljómleika hér á landi, en hún
hefir komið fram opinberlega i
útvarpi hér og einnig lék hún
á samsöng Samkórs Reykjavík-
ur í Gamla Bíó.
Tónleikar Þórunnar munu
taka um klukkustund og tekur
hún til meðferðar mörg erfið
viðfangsefni. Leikur hún verk
eftir Mozart Bach, Beethoven,
Chopin, Hyden og fleiri stór-
snillinga. Auk þess ætlar hún
að leika tvö verk eftir sjálfa
sig, sem hún samdi, þegar hún
var sex ára.
Það er ekki að efa, að margir
vilja nota sér það tækifæri, sem
hér gefst til þess að hlusta á
þetta islenzka undrabarn, sem
þegar hefir getið sér gott orð
erlendis fyrir snilli í ríki tón-
anna.
Dagsbrúnarsamning-
um sagt upp
í fyrradag tilkynnti Vinnu-
veitendafélag íslands stjórn
Verkamannafélagsins Dagsbrún
að vinnuveitendur hefðu ákveð-
ið að segja upp gildandi samn-
ingum, frá og með 15. október
næstk.
Er samningar tókust i vinnu-
deilunni í sumar, var svo kveð-
ið á, að aðilar gætu sagt samn-
ingunum upp frá og með 15.
október n.k., með minnzt mán-
aðar fyrirvara.
Mál þetta mun verða rætt á
ráðstefnu þeirri er ríkisstjórn-
in hefir boðað til með vinnu-
veite/.dum og launþegum, er
hefst í Alþingishúsinu í dag.
Mestu fjárglæfrar í sögu íslendinga:
Á þremur árum hefir verið eytt mesru en
1520 miljónum króna af erlendum gjaldeyri
Fluttir miiii hernámssvæha
Aðeins f immti hluti þeirrar upphæðar
hefir f arið til nýsköpunar
í forustugrein Morgunblaðsins í gær þykist ritstjórnin geta
borið Emil Jónsson viðskiptamálaráðherra fyrir því, að gjald-
eyrismálum þjóðarinnar hafi verið mjög vel stjórnað á undan-
förnum árnm og gjaldeyrisskortur sá, sem nú sé, stafi eingöngu
af því, að gjaldeyristekjurnar hafi brugðizt þrjú undanfarin ár
vegna síldarleysis. Segir Morgunblaðið, að með þessu hafi skrif
Timans um slæma stjórn gjaldeyrismálanna undanfarin ár verið
hrakin til fullnustu.
Fjöldi þeirra Þjóðverja, sem laumast frá rússneska hernámssvæSinu yfir
á hið ameríska vex me'ð viku hverri. Þeir flóttamcnn, sem ameríska her-
lögreglan nær í, eru þegar sendir til rússneska hernámssvæðisins aftur,
og eru þá oft fluttir í gripavögnum. Myndin sýnir slíka flutninga.
eykjav
ábyrgist stórlán
úkollubúi
Saltfisksala
Sölusamband ísl. fiskfram-
leiðenda hefir nýlega selt 3.400
smál. af söltuðum fiski til
Bandaríkjanna fyrir svipað verð
og fengizt hefir fyrir hann ann-
ars staðar. Fiskurinn verður
greiddur í dollurum.
Aukafundur í bæjarstjórn Reykjavíkur, boðaðifr með klukku-
stundar fyrirvara, samþykkir með atkvæðum sjálfstæðismanna
i>g kommúnista að heimila borgarstjóra að ábyrgjast 200 þús. kr.
ián fyrir h.f. Búkollu í Laxnesi. Smalað var á fundinn varaliði
iil þessarar samþykktar, og boðað til aukafundar, svo að málið
kæmi ekki á dagskrá venjulegs fundar, og þar með til umræðu
Aður. Síðan var málið afgreitt þegar, þvert ofan í venjulega
málsmeðferð. — Þannig hefir sjálfstæðismönnum og kommún-
istum í sameiningu tekizt að koma rekstri og fjárhagsábyrgð
þessa sögulega „fyrirmyndarbús" að verulegu leyti á herðar
oæjarbúa. ^ ____________________________
Öflun fóðurbætis
I gær var boðað til aukafund-
ar í bæjarstjórn Reykjavíkur af
mikilli skyndingu — aðeins með
klukkustundar fyrirvara. Að-
eins eitt mál var á dagskrá. Var
bað tillaga um það að heimila
borgarstjóra að ábyrgjast fyrir
Sunnlenzkir bændnr
vilja skjóta úrlausn.
Laugardaginn 6. sept. hélt
bæjarins hönd 200 þús. kr. lán stjórn Búnaðarsambands Suð-
fyrir Búkollubúið í Laxnesi, með urlands fund á Sellfossi og
beim skilmálum, að bærinn ræddi ástand og horfur . um
fengi veð í þeim eignum fé- fóðrun búpenings á Suðurlandi
lagsins, sem ekki eru veðsett- a komandi vetri. Samþykkti
ar! og einnig í vélum, er búið fundurinn eftirfarandi tillögu.
hefir pantað! Þá skal búið láta stjórnarfundur Búnaðarsam-
bænum í té 100 lítra mjólkur á bands Suðurlands, haldinn aS
dag, þegar umræddar vélar eru Selfossi laugardaginn 6. sept.
komnar. Ekki er hins vegar! 1947, beinir þeirri eindreginni
neitt tekið fram um það, hvers
konar mjólk þetta skuli vera,
eða með hvaða verði. Þá á full-
trúa bæjarstjórnar að veitast
sú náð að fylgjast með rekstri
og reikningsfíaldi búsins.
Þessi tillaga var síðan sam-
þykkt án tafar með atkvæðum
sjálfstæðismana og kommún—
ista, en fulltrúi Framsóknar-
manna mælti henni í gegn.
Öll afgreiðsla ^ þessa máls er
með endemum. í fyrsta lagi er
boðað til aukafundar í flýti og
smalað á hann varaliði, en
sumir meðlimir bæjarsjfcnar-
meirihlutans, sem voru þessu
(Framhald á 4. aiðu)
áskorun til hæstvirfrar ríkis-
stjórnar, að_hún geri ráðstaf-
anir til þess að afla erlends
fóðurbætis svo mikils að bænd-
um verði unnt að halda bú-
stofni sínum nokkurn veginn ó-
skertum næsta vetur, og að
þetta verði gert svo fljótt að
bændur fái í tæka tíð vitneskju
um hvers þeir megi vænta í
þessu efni.
Ennfremur ákveður fundur-
inn að stjórn sambandsins láti
nú þegar gera skýrsluform, og
sendi þau formönnum hreppa-
búnaðarfélaganna innan sam-
bandsins til útfyllingar fyrir
bændur í hverju búnaðarfélagi,
nú sem allra fyrst.
Hafa gjaldeyristekjurnar
brugðist?
Tíminn mun ekki hefja nein-
ar deilur við Morgunblaðið um
þessar umsagnir Emils Jónsson-
ar ráðherra. Til þess liggur sú
einfalda ástæða, að Emil Jóns-
son verður ekki talinn óhlut-
drægt og öruggt vitni um þessi
mál, þar sem hann átti sæti í
þeirri ríkisstjórn, sem mest só-
aði gjaldeyrinum.
| Bezta úrskurðinn um þessi
mál er að fá í hagskýrslum. Skal
þá fyryst vikið að þeirri stað-
hæfingu, að gj aldeyrisskortur-
inn nú sé afleiðing þess, að
gjaldeyristekjurnar hafi brugð-
ist seinustu árin.
Samkvæmt áætlun Lands-
bankans eru gjaldeyristekjur
þessa árs áætlaðar 309 milj.
kr. og virðast síðustu athug-
anir benda til, að sú áætlun
muni standast. Samkvæmt
nýkominni ársskýrslu Lands-
bankans námu gjaldeyris-
tekjur þjóðarinnar 327 milj.
kr. árið 1945 og 324 milj. kr.
árið 1946. Samanlagðar gjald-
eyristekjur þjóðarinnar nema
því árin 1945—47 960 milj.
kr. eða 320 mili. kr. til jafn-
aðar á ári.
Getur nokkur haldið því
fram, með góðri samvizku, að
hægt sé að afsaka gjaldeyris-
skortinn nú með þvi, að gjald-
eyristekjurnar hafi brugðist
seinustu árin, þar sem þær i'afa
numið hvorki meiru né minna
en 320 milj. kr. til jafnaðar .á
ári eða sexfalt hærri upphæð
en fyrir styrjöldina?
Hefði þjóðjn ekki átt að geta
framkvæmt mikla nýsköpun,
lifað góðu lífi og safnað inn-
eignum fyrir þessar gjaldeyris-
tekjur, ef vel og hyggilega hefði
verið á málum haldið?
Sannarlega hefði þjóðin átt
að geta gert þetta, ef menn
með ábyrgðartilfinningu hefðu
stjórnað málum hennar. Sann-
arlega ætti nú að geta verið
bjart framundan, ef gætt hefði
nokkurrar minnstu viðleitni til
forsjár og ráðdeildar.
¦507 milj. kr. eytt á ári.
En þetta er ekki öll sagan.
í>jóðin hefir ekki aðeins haft
960 milj. kr. gjaldeyristekjur
brjú seinustu árin. Hún átti 563
milj. kr. gialdeyrisinneign í árs-
!ok 1944. Alls hefir hún því haft
1523 milj. kr. til ráðstöfunar á
árunum 1945—47, eða 507 milj'.
kr. á ári.
Allt þetta mikla fé er ger-
samlega urið. í lok þessa. árs
verða ekki aðeins þessar 1523
milj. kr. uppétnar, heldur verð-
ur þjóðin komin í gjaldeyris-^
skuld, þrátt fyrir Itrasta sparn-
að seinustu mánuði ársins.
Það er óhætt að fullyrða, að
engin þjóð hefir haft meiri
gjaldeyri til ráðstöfunar á þess-
um tíma en íslendingar, h-^gar
miðað er við fólksfjölda. Ekk-
ert er því fjær sanni en að
afsaka g.ialdeyrisskortinn nú
með því, að gjaldeyristskjurnar
hafi brugðist. Orsök hans er
eingöngu sú, að íslendingar
hafa á þessum árum farið verr
með gjaldeyri sinn en nokkur
þjóð önnur, og því hafa þeir
ekki aðeins sóað dýrmætum
fjármunum sínum, heldur einn-
ig eyðilagt álit sitt, eins og oft
má nú sjá í erlendum blöðum.
Gjaldeyriseyðslan seinustu árin
eru mestu fjárglæfrarnir, sem
íslandssagan kann að greina
frá og eiga sem betur fer hvergi
sinn líka í heiminum seinustu
áratugina. Það er stimpill, sem
valdhafar seinustu ára hafa
sett á þjóðina og seint verður
afmáður, að 130 þús. manns
hafi sóllundað hvorki meira né
minna en 1523 milj. kr. af er-
lendum gjaldeyri á þremur ár-
um.
Ef þessir menn hafa " ekki
unnið sér til dómsáfellis, hverjir
eru þá refsiverðir?
Aðeins fimmtungur
fór til nýsköpunar.
Að einu leyti hefði mltt af-
saka þessa miklu gjaldeyris-
eyðslu, þ. e. ef hún hefði stafað
fyrst og fremst af kaupum á
nýsköpunartækjunum. En slíkri
afsökun er ekki til að dreifa,
nema að örlitlu leyti. Gjaldeyr-
isleyfi til nýsköpunarfram-
kvæmda nema aðeins 359 milj.
kr., og er enn ekki víst, að þau
verði öll greidd af þeim rúmlegu
1523 milj. kr. sem þjóðin hefir
haft til ráðstöfunar á árunum
1945—47. Hin upphæðin öll 1170
milj. kr. eða um 400 milj. kr. á
ári, hefir farið í venjulega
eyðslu.
Þeir, sem bera ábyrgð á þess-
ari gífurlegu eyðslu og eru að
byrja að blygðast sín fyrir hana,
reyna nú að blekkja með því, að
70—80 milj. kr., sem Viðskipta-
ráð veitti til venjulegrar eyðslu,
hafi farið til nýsköpunarfram^
(Framhald á 4. síSu)
Ræða Emils
Jónssonar
Mbl. er í gær aff eigna ráð-
herrum Framsóknarfl. útlegg-
inga Emils Jónssonar í útvarps-
ræðu hans um ástæðu fyrir
gjaldleyrisskortinum.
Það ætti að vera óþarfi að
taka það fram, en er þó rétt
að gera það vegna þessa til-
efnis, að útvarpsræða Emils
Jónssonar var samin af honum,
án íhlutunar annarra ráðherra,
og ber hann einn ábyrgð á
henni.