Tíminn - 26.09.1947, Page 2

Tíminn - 26.09.1947, Page 2
2 TÍMIIViV, föstudagmn 26. sept. 1947 175. blað Föstudagur 2G. sept. Hverjir leiddu þjóðina í hættu? Sparnaður er dyggð. Svo að segja daglega þreifa menn á staðreyndum, sem minna ónotalega á það, hvar komið er þjóðarhag í gjaldeyris- málum. Framkvæmdir við að leiða hitaveituvatn víðar en það er enn komið truflast og tefjast af gjaldeyrisástæðum. Fjárhags- ráð hefir neitað um fjárfest- ingarleyfi fyrir iðnskólabygg- ingu í Reykjavík. Svo má lengi felja áfram. Það er hið mesta vandaverk að úrskurða hvað eigi að bíða og hverji skuli fram haldið, þegar •svona stendur á. Engin stofn- un mun leysa þann vanda, svo að ekki orki tvímælis. En þær ástæður, sem menn þreifa nú daglega á í þessum efnum, eru öflug áminning um það, að sparnaður, sjálfsafneit- un og ráðdeild eru þjóðhollar þegndyggðir, sem ekki verður án verið. Sönnum umbótamönn- um blæðir í augum hvemig fjármunirnir hafa farið. En þá sjá þeir líka betur hver nauðsyn er að skipta um stefnu og hver dyggð ráðdeildin er. Prangað með sérleyfi. Svo að segja daglega birtist í blöðum auglýsingar um verzl- un, sem er utan við lög og rétt. Menn bjóða offjár fyrir leyfi, sem öðrum hafa verið veitt og auglýsa eftir tilboðum í leyfi, sem þeir hafa fengið sjálfir. Þegar innflutningur er tak- markaður og háður leyfi stjórn- skipaða fulltrúa ríður mikið á, að fylgt sé almennu réttlæti við þá úthlutun. En hitt verður að fyrirbyggja, að óhlutvandir menn, sem sært hafa út leyfi sér til handi, haldi svo á þeim opin- bert uppboð með auglýsingu í sjálfum stjórnarblöðunum og selji svo hæstbjóðanda. Það eru áreiðanlega mörg dæmi um það, að leyfi fyrir bíl hafi þannig verið selt á þúsundir króna, — ieppaleyfi e. t. v. allt að 10 þús- undum. Það er auðséð, að svona rétt- gatnamótum og hrósa sér af fyrirhyggju sinni, ráðdeild og réttvisri stjórnsemi. arfar í viðskiptum er óþolandi. Það er svo ranglátt og auk þess er það allt of mikil háðung fyrir stjórnarvöld landsins. Ein hættan, sem fylgir þessu háttalagi er svo sú, að grunur kviknar um, að sumir þeir, sem veita þessum auglýsendum leyfi, séu með í svínaríinu og hand- hafi leyfisins kannske sölumað- ur fyrir þá. Það sýnist þó ekki neitt kraftaverk, að haga þessu svo, að ef menn notuðu ekki leyfin sjálfir skiluðu þeir þeim aftur til þeirrar stofnunar, sem veitti þau. Betra fyrirkomulag á iðnnámi. Á þingi iðnnemasambandsins, sem er nýlokið, var meðal ann- ars samþykkt tillaga um endur- skoðun reglugerðar um iðnnám, á þeim grundvelli, að námstími í sumum iðngreinum yrði stytt- ur og komið yrði á stofn verk- námsskólum. Það er góðs viti, að iðnnemar hafa hér kveðið upp úr með það, að iðnnámi er nú illa hag- að. En vissulega ganga tillögur þeirra heldur skammt. Hér þarf róttæka endurskoðun, á allri iðnnámslöggjöfinni. Framvegis á hún að miðast við þarfir og hagsmuni alþjóðar.. Iðnnem- arnir eiga að stunda nám sitt, en ekki að vera sendisveinar og snatar meistara sinna mánuð- um saman. Svo eiga þeir að fá réttindi sín, þegar þeir hafa kunnáttu til, án einskorðunar við ákveðinn námstíma. Og iðn- stéttirnar eiga að verða svo fjöl- mennar, að jafnan sé nóg af kunnáttumönnum, til að vinna þau verk, sem sérkunnáttu þarf til. Það þarf að koma upp verk- námsskólum — iðnskólum, — en hverfa frá einhliða miðalda- fyrirkomulagi frá þeim timum er engir skólar voru til. Auðvit- að mun afturhaldið spyrna á móti, — eins og alltaf, en nú- verandi iðnnám er jafn fráleitt, og ef t. d. allt verzlunarnám færi fram í þjónustu hjá ein- hverjum verzlunarfyrirtækjum, ems og einu sinnl var. Eitt, sem Gunnar á eftir. Einu sinni var Gunnari Thor- oddsen, þeim sem nú er borgar- stjóri, falið að semja frumvarp til laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Síðan eru nú liðin nokkur ár, en ekki bólar enn á frumvarpinu. Þar sem manni þessum virðist vera betur lagið að tala en vinna væri athugandi fyrir ríkis- stjórnina, hvort ekki mætti nú fela öðrum frískari manni þetta hlutverk, eða þá setja Gunnari meðhjálp við það. Svo yfirgripsmikill og dýr, sem ríkisreksturinn er, sýnist engin fjarstæða, að opinberir starfsmenn vinni samkvæmt ákveðnum lögum. Síld á 10 og 40 stykkið. Þjóðviljinn skýrir frá því um daginn, að verð á matvælum hafi lækkað um 20% í Sovét- ríkjunum nýlega. Samkvæmt þessari frétt ætti til dæmis saltsíldin, sem Erlendur Þor- stainsson sagði frá, að hafa lækkað úr 13 krónum í 10 og 40 stykkið. Þá er óneitanlega töluvert atriði í sambandi við þessa frétt, hvort verðlækkunin er almenn og nær bæði yfir hið skammtaða magn og hinn lög- lega svarta markað ríkisir.s, eða bara annað. En sumum mun finnast, að það sé máske ekki neitt yfirnáttúrlegt við það, þó að síldin hans Erlends hefði lækkað. „Það fáum vér ekki skilið í þessu lífi. Það er annars dálítið skrítið, að Þjóðviljinn segir frá þessari verðlækkun á matnum í Rúss- landi jafnframt því, sem hann leggur líf og æru flokks síns í það, að hægt sé að selja íslenzk- ar matvörur til Austur-Evrópu fyrir hærra verð en nokkru sinni fyrr. Það er þá engu likara en Þjóðviljamenn hafi þá trú, að hagkerfi Rússa sé þeirrar náttúru, að því dýrara sem þeir kaupi inn, því ódýrara geti þeir selt aftur. Á þann hátt geti hið blessaða hagkerfi kommún- ismans haldið uppi lífskjörum viðskiptaþjóðanna og heima- þjóðarinnar í senn. Kastali Mammons — gullgeymsla Bandaríkjanna Sósíalistar hafa gert sér tíð- rætt um sinn um þá hættu, sem íslenzku sjálfstæði stafi af er- lendu fjármagni og erlendri íhlutun. Það er sízt um of, þó að sú hætta sé rædd. Lítil þjóð, sem verður fjárhagplega háð ein- hverju stórveldi, hefir þar með opnað ýmsar gáttir fyrir fram- andi íhlutun. í þessu sambandi skyldi þess gætt, hver ráð eru helzt tii þess, að bægja þessari hættu frá og á hvern hátt hún er yfir sig kölluð. Það er þá skjótséð, að fjár- hagslegt sjálfstæði og óháð viðskiptasambönd, er helzta sjálfstæðislega vörnin á þessu sviði. Sósíalistar áttu þátt í ríkis- stjórn á íslandi I tvö ár. Á því tímabili var þess illa gætt, að reisa rönd við þeirri hættu, sem þeim verður nú svo tíðrætt um. Svo að þjóð standi föstum fótum á sjálfstæðum fjárhags- grundvelli, þarf hún að afla meira en hún eyðir. Til þess þarf atvinnulíf hennar að vera með blóma, ráðdeildarsöm stjórn á gjaldeyrismálum og hófsemi í lífsvenjum almenn- ings. Hvernig var þessu fullnægt þegar Sósíalistar tóku þátt i rikisstjórn á íslandi? Þeir skyldu þannig við, að ríkissjóður varð að ábyrgjast sjávarútveginum fiskverð, sem er 30—40% yfir útflutnings- verði. Sé miðað við heimsmark- aðsverð er talið, að islenzkir útgerðarmenn hafi tapað 100 miljónum króna á síðustu vetr- arvertíð, þrátt fyrir ágætt tið- arfar og góðan afla. Gjaldeyrisnotkunin meðan Sósíalistar voru í stjórn var miklu meira en dæmalaus. Llfsvenjur þjóðarinnar voru hóflausar á því tímabili. í stríðum straumum flykktust menn til framandi landa og liíðu þar í bruðli og gegndar- lausu sukki. Margs konar mun- aðarvörur og glingur var flutt inn og á flestan hátt lifað yfir efni fram. Þannig var allt á eina bók lært, eins og markvíst væri að því stefnt, að opna erlendu fjármagni leið til ítaka og áhrifa hér. Því er nú sama hvar griplð er niður hér á grundvelli sjálf- stæðs fjármálalífs og óháðrar tilveru efnalega. Einu gildir, hvort athugað er um atvinnu- vegina, ríkissjóðinn eða gjald- eyrismál þjóðarinnar í heild. AIls staðar er grrunnurinn graf- inn í sundur eftir óstjórn Sós- íalista. Hinu verður svo að treysta i iengstu lög, að þjóðin kunni nú fótum sínum forráð, rétti hlut sinn og bægi frá sér þeirri hættu, sem yfir hana hefir verið köll- uð. Það getur hún, með því að einbeita sér að uppbyggilegum framleiðslustörfum, hafa á- kveðna og þjóðholla stjórn á gjaldeyrismálunum og taka upp skynsamlega og heilbrigða lifn- aðarhætti. Þessi leið til bjargar stendur opin, en ekki spáir það góðu um framhaldið, meðan Sósíalistar og aðrir, sem stýrt hafa í það öngþveiti og óefni, sem enn horfir í, standa á torgum og IÖRGEN IIAST: Það er ýkjulaust þótt sagt sé, að Bevin hafi komið hreyfingu á, þegar hann varpaði því fram, að Bandaríkjamenn ættu að taka þann 21 miljarð dollara í gulli, sem þeir eiga geymt í neðanjarðarhvelfingum í Fort Knox og skipta því milli þjóða þeirra, sem vantar dollara og vantar gull. Ekki er gott að segja hvaða árangur verður af þessum til- lögum Bevins. En óhætt mun þó að fullyrða, að það sé ekki ein- göngu til að ákveða um fram- kvæmd þeirra, sem Snyder fjár- málaráðherra Bandaríkjanna tekur sér far með Elísabetu drottningu til Englands. En ræða Bevins hefir beint athyglinni að gullhvelfingunum í Fort Knox. Áhugi manna bein- ist að þeirri byggingu, en þeir eru þó næsta fáir sem hafa séð hana, — jafnvel meðal Amer- íkumanna sjálfra, enda er þetta einn sá staður í heimi, sem bezt varðhöld eru höfð um. Þetta er ekki ævaforn kastali. Húsinu var ekki lokið fyrr en 1936. Þá hafði gullið streymt til Bandaríkjanna árum saman frá öllum löndum og álfum, — og nú þótti stjórninni ekki lengur unandi við eldri geymslur í Washington. Það varð að ráði að byggja sérstaka þró eða geymslu fyrir gullið og staðurinn Fort Knox i Kentucky riki varð fyrir val- inu. Sá staður er afskekktur og 900 km. frá sjó, svo að hann virtist a. m. k. ekki vera í hættu fyrir sjóræningjum. Einföld en virðuleg marmara- bygging gpæfir yfir hvelfingum þrónna. Hún er h. u. b. 120 rúm- metrar. Ekkert var tiisparað að gera bygginguna sem traustasta og var hún treyst með stáli og steypu, svo að örugg væri fyrir alls konar skotum, sprengjum og innbrotstækjum er þá þekktust, en auðvitað var ekki reiknað með kjarnorskusprengj- um. Á öllum fjórum hornum bygg- ingarinnar eru steinsteypt vél- byssuhreiður. Þar í kring eru skálar og tjöld setuliðsins, sem er þúsund manns. Það er engin hætta á því, að Bevin eða aðrir Evrópumenn komi sjálfir og sæki gullið óbeðnir. Þó að Bandaríkin hafi nú safnað til sín meginhluta af gulli heimsins er raunar alls ekki langt síðan gullforði fór að bera uppi gjaldeyri þeirra. Langt fram á nítjándu öld var gull og sj,lfur lagt þar að jöfnu, sem baktrygging dollaraseðl- anna, — og það var fyrst undir aldamótin, þegar geysilegt verð- fall varð á silfrinu, sem áhrifa- menn Bandaríkjanna sneru sér ákveðið að gullinu. Það gekk þó ekki þrautalaust og raunverulega má segja, ao baráttan um gullfótinn hafi verið mestu átök í stjórnmálum Bandaríkjanna milli þræla- stríðsins og heimsstyrjaldarinn- ar fyrri. Vegna þeirra átaka riðlaðist flokkaskipun í landmu. Sá hét William Jennings Bry- an, sem mest herti þessa bar- áttu. Hann gerði andstöðuna gegn gullfætinum að ævistaifi sínu og * 1/pr.rðist af dæmafárri mælsku og brennandi ákafa. Farkennsla og skólastaðir Menn segja, að farkennslan eigi smám saman að hverfa úr sögunni, en engum dettur í hug, að það verði á næstu árum. Því er ekki úr vegi að hugsa alvar- lega um velferð þeirra barna, sem eiga eftir að búa við hana enn um nokkur ár. Farskóla- héruð eru nú um hundrað. Reynslan er sú, að mjög fáir Kennaraskólamenn fást til starfsins og ósérfróðir menn eru einnig tregir til. Víða verða kennaraskipti árlega, og þykir bæði börnum og foreldrum það slæmt. Hvað er það, sem gerir farkennsluna svona óvinsæla? Hér er um mistök að ræða frá hendi löggjafans og skóla- nefnda: Skólastöðum er víða mjög ábótavant, en þeir gætu með litlum kostnaði, orðið viðunan- legir. Verstur er kuldinn í skóla- stofunum. Það er lágmarks- krafa, að eldstæði sé í skóla- stofu. Upphitun með olíuvél nægir ekki og loftið spillist. Sömuleiðis verður að vera hægt að opna glugga. Börn, sem stöðugt eru kvefuð, verða ekki ötul við námið, og hafi kenn- arinn ekki hestaheilsu, getur hann ofkælst líka. Skólanefnd er ævinlega kunnugt um húsa- kynnin, og hún á að hlutast til um, að einhver skilyrði séu til hitunar, gjarnan á kostnað hreppsins, því að hér er velferð ungu kynslóðarinnar í veði. Ljós verða einnig að vera þann- ig, að sjón barnanna sé ekki hætta búin. Olíulampar hafa að vísu verið lítt fáanlegir I verzl- unum, en með atorku og góðum vilja væri sjálfsagt oft hægt að útvega þá, til dæmis að láni frá heimilum, sem hafa verið raflýst. En margir skilja ekki til hlítar, hve vond birta tefur námið og er börnunum hættu- leg. Nokkur hætta er á því, að þeir, sem aldir eru upp við „borgaralegan" hugsunarhátt og „hagkerfi auðvaldsskipulags- ins“ eigi erfitt með að átta sig á þessum vísindum. En um það munu sannir Þjóðviljamenn geta sagt með postulanum: Vér lifum í trú en ekki skoðun. Það er heldur engin nýjung (Framahld á 3. síðuj Þá eru skólaborðin: Þau verða að vera nægilega stór og ekki óstöðug. Það er vont að kenna skrift við þau borð. Salerni verður að vera á heimilinu — úti eða inni. — Það er lægsta krafa, sem hægt er að gera til skólastaðar og kostar ekki annað en fjórar plötur af ryðguðu bárujárni. Hver skóla- nefnd á að láta þetta mál til sín taka. Gluggatjöld og borð- dúkar eru hégómi samanborið við þessa sjálfsögðu hreinlætis- ráðstöfun. Hér hefir verið drepið á fá- ein atriði, sem sveitafólkið gæti sjálft bætt úr með litlum kostn- aði, en mundi gera líðan barn- anna og kennarans ólíkt betri. Vona ég, að hér sé ekkert of- mælt. Áðurnefnd vanræksla tíðkast alltof víða. Mér er sagt, að námsstjórar hafi það starf með höndum að lesa skýrslur og semja skýrslur, og efast enginn um, að slíkt geti verið ærin vinna á þessari blek- öld. En væri ekki eins þarft, að námsstjórinn verði nægum tíma til að halda fundi með skólanefndum og ræddi ræki- lega við þær þau mál, sem ég hefi minnzt á hér? Þá kem ég að mstökum lög- gjafanna í skólamálum sveit- anna. En þau eru fólgin í því, að vesalingis farkennarinn er settur í skammakrók á nýju launalögunum, ef hann hefir ekki verið í Kennaraskólanum. Þessi lotning fyrir sérmenntun virðist eingftngu bundin við barnaskólana. Að minnsta kosti eru dæmi þess, að menntaskóla- kennarar eru ekki sérfróðir í þeirri násgrein, sem þeir kenna. En ekki mun vera dregið af launfim þeirra í virðingarskyni við lærðari stéttarbræður þeirra. Mér þykir farkennslan skemmtileg, þrátt fyrir þá ann- marka, sem hér eru taldir. Og verði bætt úr þeim, mætti vel svo fara, að mörgum þætti hún viðunandi og teldu ekki eftir sér að gegna þessu starfi, þar til skólahús rísa upp og Kenn- araskólamenn sjá sér fært að taka við. Oddný Guðmundsdóttir. Hvað eftir annað knúði hann flokksþing Demókrata til að taka afstöðu gegn gullfætinum og sem forsetaefni flutti hann margar heitar og snjallar ræður um málið. Honum var það bjargtbst sannfæring, að gullfóturinn myndi auka misræmi í lífskjör- um Ameríkumanna. Hann for- hann nú risið upp af gröf sinni myndi hann segja, að málstað- ur sinn hafi nú fengið sterkari rök við að styðjast, en hann hafi nokkru sinni séð fyrir eða dreymt um. Gullið sigraði og Mc Kinley forseti undirskrifaði lögin um gullfótinn á þjóðhátíðardegi Bandarikjanna, 4. marz 1900. Kastali gullsins, dæmdi gullið hörðum orðum og sagði m. a.: Þú skalt ekki þrýsta þessari þyrnikórónu á höfuð hins vinn- andi manns. Þú skalt ckki krossfesta manninn á krossi úr gulli. William J. Bryan varð ekki kosinn forseti og hann sigraði ekki en barátta hans ávann honum frægðarorð, sem hann bar til dauðadags 1925. Gæti , Fort Knox. Þá voru tímamót í sögu Banda- ríkjanna. Almennri velmegun hefir hnignað síðan en það sýnir hvernig gullforði heimsins heítr sogast til Bandaríkjanna, að árið 1931 þegar ákveðið var að byggja yfir 10 miljarða dollara í gulli í Fort Knox, lágu ekki fyrir nema 3 miljarðar en áður en þrónni var lokið var sjóðuc- inn orðinn 11 miljarðar og nú er forðinn kominn í 21 miljarð.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.