Tíminn - 30.09.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.09.1947, Blaðsíða 3
177. blað TtHHroJf, þriðjndaglim 30. scpt. 1947 3 Auglýsing Nr. 4/1947 frá skÖMimtimarstjjóra. Samkvæmt heimild í 15. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947 um vöruskömmtun o. fl., er hér með lagt fyrir alla þá, er hafa undir höndum vörur, sem ekki eru skammtaðar, en skömmtunarvörur eru framleiddar úr, að gefa upp til viðkomandi bæjar- stjóra eða oddvita hve miklar birgðir þeir hafa undir höndum af slíkum vörum að kvöldi hins 30. þ. m. og tilgreina bæði magn og smásöluverðmæti. Þær birgðir af þessum vörum, sem eingöngu eru notaðar til heimilisnotkunar (ekki í atvinnuskyni) þarf ekki að gefa upp. Skýrslu um þessar birgðir ber hlutaðeigandi að undirrita og afhenda utan Reykjavíkur til viðkom- andi bæjarstjóra eða oddvita, en í Reykjavík til skömmtunarskrifstofu ríkisins, eigi síðar en kl. 12 á hádegi hinn 2. október n. k. Athygli skal vakin á því, að samkvæmt 18. gr. nefndrar reglugerðar eru lagðar við því þungar refsingar að vanrækja að gefa nefnda skýrslu fyrir tilsettan tíma. Reykjavík, 25. sept. 1947. Skömmtunarstjórmn. f o •o o o o o o o o o o u <► o O O < ► o o o O o o o ■é Auglýsing Vegna síaukins kostnaðar við dreifingu vörunn- ar og lækkaðrar álagningar, eru undirritaðir aðilar neyddir til að reikna heimsendingargjald frá 1. okt. að telja kr. 1,50 á hverja sendiferð innan bæjar. Félag matvörukaupmanna Félag kjötkaupmanna Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis Bókln, sem alllr karlmenn kaupa, en kvenfólkið les í laumi. Munið að ná í þessa bók, næst þegar þið farið í kaupstaðiim. Loftskeytanámskeið hefst í Reykjavík 15. október n.k. Umsóknir ásamt gagnfræðaprófsskírteini sendist póst- og símamála- stjórninni fyrir 8. okt. n.k. Reykjavík, 29. september 1947. Póst- og símamálastjórnin. ~7 TILKYNNING til umboðsmanna Brunabótafélags tslands og húsavátryggjenda utan Rey kj avíkur. Samkvæmt útreikningi Hagstofunnar hækkar vísitala byggingarkostnaðar í kaupstöðum og kauptúnum upp í 433 og í sveitum upp í 521, miðað við 1939. Vátryggingar- verð húsa hækkar að sama skapi frá 15. október 1947 og nemur hækkunin í kaupstöðum og kauptúnum rúmlega 17% og- í sveitum rúmlega 30% frá núverandi vátrygg- ingarverði, þó hækkar ekki vátryggingarverð þeirra húsa í kaupstöðum og kauptúnum, sem metin eru eftir 1. októ- ber 1945 og í sveitum, sem metin eru eftir 1. júní 1945. Vátryggjendur þurfa því, vegna hækkunar á vátrygg- ingarfjárhæð eigna þeirra að greiða hærri iðgjöld á næsta gjalddaga en undanfarin ár, sem vísitöluhækkun nemur. Brunabótafélag Islands. Frá Austurbæjarskólanum 13 ára börn (fædd 1934) mæti í skólanum mið- vikudaginn 1. okt. kl. 9. 12 ára börn (fædd 1935) mæti í skólanum sama dag klukkan 10. 11 ára börn (fædd 1936) mæti í skólanum sama dag klukkan 11. Kennarar þessara aldursflokka mæti á sama tíma og taki á móti sínum bekk. Læknisskoðun fimmtudaginn 2. okt. Nánar til- kynnt í skólanum. Börn, sem ekki hafa áður verið í skólanum, en eiga nú sókn í hann, mæti til innritunar 1 .okt kl. 13. Kennarar í 7—10 ára bekkjum mæti á sama tíma til aðstoðar við innritunina. 7—10 ára börn (fædd 1940, 1939, 1938 og 1937) mæti föstudaginn 3. okt. samkvæmt stunda- skrám. Kennarafundur miðvikudaginn 1. okt. kl. 16. Skólast j ór inn. ÚTBREIÐIÐ TÍMANN Sparnaður er svarið gegn verðbólgu og dýrtíð. Verzlið víð kaupfélögin og sparið þannig fé yðar. Samband ísl. samvinnuf élaga Auglýsing l\r. 6/1947 frá skömmtunarstjóra. Samkvæmt heimild í 7. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947 um vöruskömmtun, dreifingu og afhendingu vara, er hér með lagt fyrir bæjarstjórnir og hrepps- nefndir, hverja í sínu umdæmi, að afhenda til al- mennings skömmtunarseðla þá, er þeim hafa verið sendir. Með tilvísun til 6. gr. nefndrar reglugerðar, er hér með lagt svo fyrir, að hina nýju skömmtunarseðla skuli afhenda gegn stofni af núgildandi matvæla- seðli fyrir Júlí/september 1947, enda sé stofninn greinilega áritaður með nafni, heimilisfangi, fæð- ingardegi og ári þess, er nefndan matvælaseðil á, eins og form hans segir til um. Bæjarstjórnir og hreppsnefndir geta krafizt þess, að sá, er óskar að fá afhentan nýjan skömmtunarseðil, geri á annan hátt fullnægjandi grein fyrir því hver hann sé, t. d. með því, að krefjast staðfestingar á því, hvar viðkomandi sé skráður á síðasta manntali, og að hann jafnframt færi sönnur á að hann hafi ekki fengið hinn nýja skömmtunarseðil annars staðar, óski hann að fá afhentan skömmtunarseðil- inn utan þess umdæmis, þar sem hann var síðast skráður á manntal, áður en afhending hins nýja skömmtunarseðils er óskað. Hina nýju skömmtunarseðla má ekki afhenda í stað þeirra, sem sagðir eru glataðir eða ónýttir, nema fullgildar sannanir séu færðar fyrir því, að rétt sé skýrt frá í því efni. Rísi ágreiningur út af afhendingarsynjun á skömmtunarseðli, má leita úrskurðar skömmtunarstjóra um slíkan ágreining, og er úrskurður hans fullnaðarúrskurður. Reykjavík, 25. sept. 1947. Skömmtunarstjórinn. Frá Miöbæjarskólanum Miðvikudagur 1. okt. Læknisskoðun. Kl. 8 f. h. 13 ára drengir (f. 1934), kl. 9 13 ára stúlkur, kl. 10 12 ára stúlkur (f. 1935), kl. 11 12 ára drengir, kl. 1,30 11 ára stúlkur (f. 1936), kl. 2,30 11 ára drengir. Kl. 4,30 komi til viðtals þau börn, sem voru EKKI í skólanum s.l. vetur, en eiga að sækja hann á vetri komanda. Skulu þau hafa með sér prófskírteini frá s.l. vori. Fimmtudagur 2. okt. Kl. 9 13 ára deildir (börn f. 1934), kl. 10 12 ára deildir (börn f. 1935), kl. 11 11 ára deildir (börn f. 1936). Skólastjórinn. Frá Laugarnesskólanum Börn þau, sem stunduðu nám í skólanum síðastlið- inn vetur, mæti miðvikudaginn 1. sept. sem hér segir: 13 ára börn (f. 1934) kl. 9, 12 ára börn (f. 1935) kl. 10, 11 ára börn (f. 1936) kl. 11. Börn, sem eiga að vera í skólanum í vetur, en hafa ekki verið hér áður, mæti sama dag kl. 1 e. h. og hafi með sér prófskírteini frá siðasta vori. Kennarafundur verður þriðjudaginn 30. sept kl. 4 eftir hádegi. Skólastjórinn. o O <> <» o; o O i: <i o o o o O O O o O o <1 < t <' o <i << << o o << o o o VINNBD ÖTULLEGA AÐ ÚTBREIÐSLU TÍMANS AUGLYSING Nr. 3/1947 frá skömmtunarstjóra. Samkvæmt heimild í 15. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947 um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingi^ vara, er hér með lagt fyrir alla þá, er hafa undir hendi skömmtunarvör- ur þær, sem tilgreindar eru í auglýsingu nr. 2/1947 frá skömmtunarstjóra, dags. í dag, að framkvæma hinn 30. þ. m. birgðakönnun á skömmtunarvörum, áður en viðskipti hefjast hinn 1. október n. k. Utan Reykjavíkur hefir öllum bæjarstjórum og oddvitum verið sent eyðublöð undir birgðaskýrslu, þar sem tilfært er, auk heitis varanna, tilvísanir í tollskrána (kafli og nr.), til lei.ðbeiningar fyrir hlut- aðeigendur, og geta þeir fengið eyðublað þetta af- hent hjá nefndum aðilum. í Reykjavík ber þeim aðilum, sem ekki hafa þeg- ar fengið eyðublaðið sent í pósti, að snúa sér til skömmtunarskrifstofu ríkisins og fá afhent eyðu- blað. Útfylla ber eyðublaðið rétt og nákvæmlega, eins og form þess segir til um, þannig að magnið sé tilfært í þeim einingum, er eyðublaðið greinir, en heildarverðmæti hverrar vöru sé tilfært með smá- söluverði, eins og það er hinn 1. október 1947. Eftir að eyðublaðið hefir verið útfyllt að öllu leyti eftir því, sem við á, ber eiganda vörubirgð- anna að undirrita það, og afhenda viðkomandi bæjarstjóra eða oddvita eigi síðar en fyrir kl. 12 á hádegi hinn 2. október n. k. í Reykjavík ber að afhenda birgðatalninguna til skömmtunarskrifstofu ríkisins. Athygli skal vakin á því, að samkvæmt 18. gr. nefndrar reglugerðar er heimilt að leggja við 20— 200 króna dagsektir vegna vanrækslu, á að gefa um- rædda skýrslu á tilsettum tíma. Reykjavík, 25. sept. 1947. Skönuntunarstjórinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.